Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 KOLAPORTIÐ Opið um helgina kl. 11-17 www.kolaportid.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Einari Markúsi Einarssyni, 28 ára gömlum Kópavogsbúa, brá í brún þegar hann kom að bifreið sinni á nýársdag þar sem hluti af flugeldi hafði farið í gegnum afturrúðuna. „Þetta var plaststykkið sem fest er við spýtuna, en hún var dottin af. Stykkið féll greinilega með svo miklum krafti að rúðan mölbrotn- aði,“ segir Einar um aðkomuna. Spýta í gegnum framrúðu Bíll Einars er ekki sá eini sem varð fyrir skemmdum vegna flug- eldarusls. Að sögn Páls Gunnlaugs- sonar, bifreiðasmíðameistara hjá Bílrúðumeistaranum, koma reglu- lega til hans bílar með brotnar rúð- ur eftir áramót. Þegar höfðu þrír viðskiptavinir leitað til hans frá áramótum vegna bílrúðubrota sem rekja má til flugelda. Í einu tilvik- inu hafði spýtan sem flugeldurinn er festur við komið niður af svo miklum krafti að hún fór í gegnum framrúðu jeppabifreiðar. „Þetta er lyginni líkast. Ég hef unnið í þessu síðan 2001 og ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður,“ segir Páll og bendir á að framrúðan sé marg- falt sterkari en aðrar rúður bílsins. „Það er eins og spýtan hafi virkað eins og spjót þegar hún kom niður. Plastið var ennþá á flugeldinum eftir að hann sprakk. Saman lenti þetta á rúðunni og ég held að plastið hafi brotið rúðuna og veikt hana en svo hafi spýtan fylgt í kjöl- farið og farið í gegn,“ segir Páll. 10% kostnaður eiganda Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélaginu Sjóvá er yfir- gnæfandi meirihluti bifreiða með bílrúðutryggingu. Hlutur eiganda, sjálfsábyrgðin, er 10% af heildar- upphæð viðgerðarinnar. Að sögn Páls er kostnaður bifreiðaeigenda því á bilinu 9-15 þúsund krónur í flestum tilfellum. Hann getur þó verið um 20 þúsund krónur ef um stóra jeppa er að ræða. Ætla má að fólki sé nokkur hætta búin af flugeldarusli þegar það kemur niður úr háloftunum. Að sögn Elísabetar Benedikz, yfir- læknis á bráðadeild Landspítalans, eru þess dæmi að fólk hafi leitað til bráðamóttöku vegna meiðsla sem rekja má til þessa. „Ég hef heyrt af því að fólk hafi fengið spýtur í höfuðið en ekkert slíkt gerðist núna. Maður getur séð það fyrir sér að ef spýtan fer tugi eða hundruð metra upp í loft segir það sig sjálft að fólk getur fengið slæman áverka ef það verður fyrir henni þegar hún kemur niður aft- ur,“ segir Elísabet. Ljósmynd/Páll Gunnlaugsson Spjót Spýta af flugeldi fór í gegnum framrúðu bifreiðar. Viðgerðarmaður segist aldrei hafa séð slíkt á starfsferl- inum þar sem framrúður séu margfalt sterkari en aðrar bílrúður. Bílrúður brotna oft þegar flugeldarusl fellur. Rusl mölvar bílrúður  Flugeldarusl skemmdi bifreiðar um áramótin  Getur valdið slæmum áverkum á fólki  „Þetta er lyginni líkast“ Ljósmuynd/Einar Markús Einarsson Mölbrotin Afturrúða á bíl Einars Markúsar var í molum þegar hann kom að á nýársdag. Plasthólkur af flugeldi hafði lent á rúðunni og brotið hana. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfisstofnun hefur sent sveitar- stjórnum Skeiða- og Gnúpverja- hrepps og Ásahrepps bréf þar sem leitað er samþykkis fyrir breyttum mörkum stækkaðs friðlands í Þjórs- árverum. Umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið telur rétt að breyta suð- urmörkum fyrirhugaðs friðlands lítillega. Einnig er lagt til að færa mörkin norðaustast þannig að Þjórs- árlón verði utan friðlýsta svæðisins. Þegar undirrita átti friðlýsingu stækkaðs friðlands Þjórsárvera í júní síðastliðnum bárust athugasemdir m.a. frá Landsvirkjun, sveitarfélög- um o.fl. Ráðuneytið ákvað þá að fresta undirritun friðlýsingarinnar. Sigurður Ingi Jó- hannsson, um- hverfis- og auð- lindaráðherra, sagði að þessar at- hugasemdir hefðu verið skoðaðar vandlega. „Þá sáum við að það væri hægt að friða Þjórsárver ásamt því að taka þann kost, Norðlingaölduveitu 566- 567,5 m.y.s, sem settur var í vernd- aráætlun í Rammaáætlun 2 og setja innan friðlandsins og tryggja þannig friðlýsingu Þjórsárvera sem menn hafa barist fyrir í 40 ár,“ sagði Sig- urður. Hann sagði tillöguna nú að breyttum mörkum friðlandsins gerða til að tryggja að engar virkjanafram- kvæmdir eða mannvirki tengd virkj- unum yrðu innan friðlýsta svæðisins. Fyrrnefnd Norðlingaölduveita 566- 567,5 m.y.s. yrði því ekki virkjuð því hún myndi lenda innan friðlýsta svæðisins. Hún hefði náð inn í Ey- vindarver. Það svæði væri nú sett inn í friðlýsingarskilmálana og þar af leiðandi yrði ekki virkjað þar. „Hvort einhverjir aðrir virkjana- kostir í Þjórsá, utan hins friðlýsta svæðis og með minni vatnshæð, verða skoðaðir einhvern tíma í seinni Rammaáætlun er ekki útilokað, en það hefur ekkert með friðlýsingu Þjórsárvera að gera,“ sagði Sigurður. Breyting á friðlandi Þjórsárvera  Norðlingaölduveita 566-567,5 m.y.s. er úr myndinni  Engin virkjanamannvirki eiga að vera innan friðlands Þjórsárvera Sigurður Ingi Jóhannsson Breytingar á tillögu að mörkum stækkaðs friðlands í Þjórsár- verum verða ræddar á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps nk. þriðjudag. Björgvin Skafti Bjarnason odd- viti sagðist ekki eiga von á að málið yrði afgreitt á einum fundi því það væri viðamikið og umdeilt. Hann kvaðst telja að í 10. grein auglýsingar um friðland í Þjórsárverum, sem skrifa átti undir á liðnu sumri, væri opnuð leið til ýmiss konar fram- kvæmda í friðlandinu, fengist til þess leyfi Umhverfisstofn- unar og viðkomandi sveitar- félags. „Almennt eru menn ekki hrifnir af virkjun eða stíflu upp við Þjórsárverin. Þetta er fyrst og fremst kjánaleg breyting og hefur ekkert gildi til eða frá um hvort verður virkjað þarna eða ekki, en það er ekki skoðun lögfræðinga umhverfisráðu- neytisins,“ sagði Björgvin um hugmyndirnar um breytt mörk stækkaðs friðlands Þjórsárvera. Viðamikið og umdeilt mál ODDVITI SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPS Samkvæmt rann- sókn Karls Er- lings Oddasonar og samstarfs- manna, sem fjallað er um í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, mætti fækka blóðhlutagjöfum umtalsvert; rauð- kornagjöfum um 6%, blóðvökvagjöfum um 14% og blóðflögugjöfum um þriðjung. Í ritstjórnargrein Þorbjörns Jóns- sonar, sérfræðings í ónæmisfræði og blóðgjafarfræði og formanns Læknafélags Íslands, kemur fram að víðast hvar í heiminum sé vax- andi eftirspurn eftir blóðhlutum, á sama tíma og framboð hafi minnk- að. Hann segir þetta krefjast þess að dregið verði úr ónauðsynlegum blóðhlutagjöfum til sjúklinga en á Landspítala sé verið að setja á stofn nefnd um blóðhlutanotkun og hlut- verk hennar verði m.a. að fylgjast með notkuninni, efla fræðslu og stuðla að bættum vinnubrögðum á þessu sviði. Þorbjörn segir að virkum blóð- gjöfum á Íslandi hafi fækkað úr 7.200 í 6.500 á árunum 2005-2012 og Blóðbankinn áætli að þörf sé á um 1.500 nýjum virkum blóð- gjöfum. Mögulegt að fækka blóðhlutagjöfum  Stofna nefnd um málið á Landspítala Þorbjörn Jónsson Veðurstofan spáði stormi norðvest- antil á landinu í dag, þar átti að vera norðaustanátt, 18-23 m/s, en annars 10-15 m/s vindur. Rigning eða slydda norðan- og austantil og snjókoma á Vestfjörðum. Annars þurrt að kalla. Óvissustig vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum var enn í gildi í gærkvöld. Í gær var óveður víðast hvar á Vestfjörðum og sumstaðar stór- hríð. Vegurinn um Ísafjarðardjúp var opnaður en þar var þæfings- færð og skafrenningur. Stórhríð var og ófært á Steingrímsfjarðar- heiði. Vegurinn um Þröskulda var ekki opnaður. Ófært var á Gemlu- fallsheiði, þungfært var á Flateyr- arvegi. gudni@mbl.is Áfram verður stormur norðvestantil á landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.