Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Gleðilegt ár Við þökkum viðskiptin á liðnum árum og hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári. DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 p.s. útsalan er byjuð Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú finnur til andagiftar eða lætur freistast af ósvífinni manneskju sem verður á vegi þínum. Aukinn skilningur á því hvað snertir þig veitir þér aukna ánægju. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er óvenjumargt á borðinu hjá þér svo þú þarft að skipuleggja daginn mjög vel. Farðu þér hægt því tækifærin fara ekk- ert. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert afslappaðri en vanalega í vinnunni í dag, og því er hætta á að þú eyðir tíma til einskis. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur nægan sjálfsaga til þess að fara í gegnum daginn án þess að jánka öllu. Kannski langar þig til þess að eyða fjármunum til þess að hjálpa öðrum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Kennari, foreldri eða gáfaður vinur benti þér eitt sinn á sérstakan hæfileika sem þú býrð yfir. Láttu athugasemdir sem vind um eyru þjóta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft á öllum þínum sálarstyrk að halda til að fást við viðkvæmt persónulegt mál. Samræður fjölskyldumeðlima eru hressilegar og jákvæðar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst engu líkara en allir hafi myndað einhvers konar samsæri gegn þér. Notfærðu þér stórt tengslanet þitt er kemur að atvinnuleit. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekkert eðlilegra en að skipta um skoðun þegar sannindi úreldast og önnur koma í staðinn. Aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Enginn veit jafn vel og þú hvers þú þarfnast. Flestum líður svona einhvern tíma eins og þér líður núna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Athyglin sem þú veitir öðrum er gjöf. Minntu þig á að það þarft tvo til að deila og að friður og jafnvægi í nánasta um- hverfi þínu skipta þig mestu máli þegar til lengri tíma er litið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Íhygli og heilagar stundir eru for- senda andlegs þroska. Gefðu þér líka tíma til að eiga samverustundir með fjölskyld- unni. Haltu þig við raunveruleikann og þá fer allt vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin ástæða til þess að reiðast, þótt aðrir leiti ekki svara hjá þér. Orð þín kæta ástvin á þann máta sem þú gætir aldrei gert þér í hugarlund. Sigrún Haraldsdóttir er svo lán-söm að hafa lítið spilltan móa fyrir utan gluggann hjá mér. Þar getur að jafnaði margt að líta. Í móanum hér mögnuð er mikil augnaveisla, sólin er að senda mér sína nýársgeisla. Og ekki nóg með það Lánsöm er ég, ögn að eiga í ævintýrum heimsins, gaman er að fóðra fleyga fugla himingeimsins. Kerlingin á Skólavörðuholtinu rakst á frétt um það í DV að ljós- mæður hefðu tekið eftir að þrýst væri á konur að þrengja leggöng til þess að standast kröfur karlmanna um kynlíf. Þrengri leggöng skiluðu körlum meiri örvun. Hún orti að bragði: Kröfugerð karla er ströng, konum helst eftir er sóst með stöguð og stillanleg göng og stíftroðin silikonbrjóst. Eitt vil ég nefna á nafn, nær getur kröfurnar skýrt; er þeirra útlima safn ef til vill hlálega rýrt? Kristbjörg F. Steingrímsdóttir kastar fram á nýju ári: Stundum þennan vel ég veg að vera öðrum byrði, ármótum eyddi ég austur á Vopnafirði. Er nú mætt í mína sveit í mildu veðri og hlýju, ofdekruð og innanfeit ári fagna nýju. Sigmundur Benediktsson hitti Jón bónda í Gröf á Hvalfjarð- arströnd og fyrrverandi vinnu- félaga sem kvartaði um hvassviðri hjá sér. Svo voru víst bílar að fjúka útaf veginum í Langadal og víða rokhvasst. Þess vegna fæddist þessi vindgála hjá Sigmundi: Reytir vindur rofabörð, rýkur lind um stalla. Útsýn blindar hryðja hörð, hrikta tindar fjalla. Hallmundur Kristinsson sendi kveðju á Leirinn, póstlista hagyrð- inga: Þetta árið þess ég bið, og það með ljúfu geði: Gæfan ykkur leggi lið í lífsins rósabeði. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af nýársgeislum, leggöng- um og útlimum Í klípu BINNI PRÓFAR NÝJU AUMINGJASÍUNA Í TÖLVUPÓSTINUM SÍNUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ELDVARNAEFTIRLITIÐ VAR AÐ SENDA BRÉF ÚT AF KERTANOTKUN Í AFMÆLINU ÞÍNU Í NÆSTU VIKU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... leikur að tölum. AÐ SLÍTA SAMBANDI MEÐ TÖLVU- PÓSTI ER LÁGKÚRULEGT, MEIRA AÐ SEGJA FYRIR ÞIG. ERTU VISS? HÆTTA VIÐ SENDA 1+1 = Hamingja AF HVERJU ÁTTI ÉG AÐ MERKJA „X“ Á VEGGINN? SVO VIÐ PÖSSUM OKKUR Á AÐ RÆNA KASTALANN EKKI AFTUR FYRR EN EFTIR ÁR. ÞAÐ TEKUR VENJULEGA ÞANN TÍMA AÐ KAUPA NÝTT Í INNBÚIÐ. ÞETTA VAR SKRÝTIÐ. ÓKUNNUGUR MAÐUR FAÐMAÐI MIG. ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA FAÐM- LAGSDAGUR. ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI FREKAR DAGUR TIL AÐ GÁ AÐ VESKINU ÞÍNU. Oft er talað um að sömu fréttirnarberist alltaf á sama tíma á hverju ári. Skal engan undra því lífið fer í hring. Eftir veturinn vaknar gróðurinn. Fréttir berast af gras- sprettunni, ungarnir klekjast út og lömbin koma í heiminn og þar fram eftir götunum. Ekki svo að skilja á þessum skrifum að Víkverji þrái vor- ið á einhvern hátt … x x x Síðustu ár hafa fréttir af stór-stjörnum sem verja áramót- unum hér á landi komist í þann flokk frétta að vera ársvissar fréttir. Vík- verji heyrði á tal tveggja blaða- manna rétt fyrir áramót að kvartað var undan því að ekki nógu góðar fréttir væru í burðarliðnum. Þá bráðvantaði gott efni örlítið fram í tímann. Þá kom þetta snilldartilsvar: „Það verður eflaust einhver frægur sem á eftir að verja áramótunum hér á landi. Við hljótum að geta fyllt plássið með fréttum af því.“ x x x Það var og. Stórsöngvarinn Bonokom til landsins og naut sín víst alveg þrælvel. Segja fjölmiðlar að minnsta kosti. Það sem er samt frek- ar skemmtilegt við alla þessa um- ræðu um fræga fólkið er að eftir nokkurn tíma þegar fréttir hafa birst af því að stórstjarna hefur látið sjá sig á klakanum þá hætta að ber- ast fregnir af þeim, þ.e.a.s. hvar þær hafi verið eða hvað þær hafi gert. x x x Það er nokkuð gott. Víkverji telurþetta ekki bera vott um athygl- isbrest. Heldur eru Íslendingar fljótir að átta sig á mikilvægi þess að leyfa þessum stórstjörnum að dvelja hér í friði. Fréttin er brakandi fersk ef nýjar stjörnur stíga fæti hingað. Eftir eins og tvö skipti til landsins þá hættir koma þeirra að vera frétt- næm. x x x Víkverja þykir nefnilega varlafréttnæmt hvort Ben Stiller er á landinu eða hvað hann hefur verið að gera. Honum þótti það reyndar fyrst vera fréttnæmt þegar hann kom til landsins í fyrra en ekki núna. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.