Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Árið 2013 hefur runnið sitt skeið og gamla árið var kvatt með tilheyrandi há- vaða og litadýrð. Árið 2014 mun færa okkur ný tækifæri og ný markmið. Hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar hug- myndir að nýjum sið- um: 1. Þakklætiskrukka Taktu stóra krukku og skrifaðu niður á hverjum degi á litla miða, sem þú setur í krukkuna, það sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Þetta get- ur verið fólkið í þínu lífi, atburðir, starfið eða vinnufélagarnir, eitt- hvað í náttúrunni, hreyfingin sem þú stundar, gæludýr, ferð sem þú fórst í, minningar, gjafir, heilsan, kunnáttan sem þú býrð yfir, til- finningar og margt fleira. Skoðaðu miðana öðru hverju og veltu því fyrir þér hvernig gengur að veita þessum atriðum gaum og njóta þeirra á hverjum degi. Finndu þér jafnvel þakklætisfélaga til að deila þessu með og ræða við um þakk- lætið, ástundun þess og gildi þess í lífinu. 2. Minningakrukka Skrifaðu allt það góða sem hendir þig á litla miða og settu í stóra krukku. Þetta geta verið skemmti- legar uppákomur, ár- angur sem þú náðir, markmið sem rættust, hindranir sem þú náð- ir að yfirstíga, góðar stundir með fólkinu sem þér þykir vænt um o.s.frv. Einnig er hægt að setja ljósmyndir í krukkuna, bíó- miða, afrit af farseðlum, hrós sem þú fékkst, skeljar sem þú tíndir eða boðskort sem þér bárust. Á síðasta degi ársins opnarðu krukk- una og rifjar upp minningarnar. Fjölskyldan getur verið með sam- eiginlega krukku eða þá hver fjöl- skyldumeðlimur með sína krukku. 3. Hugmyndakrukka Skrifaðu á litla miða það sem þig myndi langa til að gera á nýja árinu, eins og t.d. að fara í nokk- urra daga bakpokafjallgöngu, hjóla í vinnuna, læra að gera sushi, taka eina ljósmynd á dag á sama stað, lesa Íslendingasög- Margt býr í krukkunni Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Árið 2014 mun færa okkur ný markmið og tækifæri til að skapa nýjar venjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. urnar, læra á Photoshop, fara á ítölskunámskeið, prufa sjósund, sækja sýningu hjá Íslenska dans- flokknum, rækta kryddjurtir o.s.frv. 4. Meistarakrukka Í stað þess að verja orku í að breyta slæmum venjum er betra að einblína á það að skapa nýjar og heilbrigðari venjur, eins og venjan er í Meistaramánuðinum. Kauptu t.d. matreiðslubók með hráfæðisréttum og eldaðu upp úr henni a.m.k. einu sinni í mánuði, skiptu hvítu hrísgrjónunum út fyr- ir hýðishrísgrjón, slepptu sykri, eldaðu hafragraut, drekktu meira vatn, gakktu upp alla stiga í stað þess að taka lyftuna, vaknaðu snemma morguns tvisvar sinnum í viku til að fara í ræktina, borðaðu ávexti eða hnetur á milli mála. AKURINN | Samkoma kl. 14 í Núpalind 1, Kópavogi. Guðmundur E. Erlendsson leiðir biblíulestur. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar og prédikar. Krist- ina Kalló er organisti. Kirkjukórinn leiðir safn- aðarsöng. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón Ingunnar Bjarkar og Valla. Kaffi og meðlæti á eftir. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta fellur niður, fyrsta fjölskylduguðsþjónusta ársins verður 12. janúar kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Bára, Daníel Ágúst og sr. Árni Svanur þjóna, pí- anóleikari er Antonía Hevesi. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju leiðir sönginn, organisti er Antonía Hevesi og prestur sr. Árni Svanur Daníelsson. Messuþjónar aðstoða. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á vegum sóknarnefndar, organista og kórs Digra- neskirkju. Organisti er Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Karl Sig- urbjörnsson, biskup, prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Sigurðar Jóns og Boga Bene- diktssonar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11 sunnudag. Jólin kvödd. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju syngur. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Barna- starf í umsjón Lellu o.fl. Messuhópur þjónar. Altarisganga. Samskot til ABC-barnahjálpar. Félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Org- anisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Hvers- dagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Steinar Logi Helgason. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Barnastarf í umsjá Arnars og Öllu Rúnar. Félagar úr Kamm- erkór Háteigskirkju syngja. Organisti er Kári All- ansson. Prestur sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Sr. Halldór Reynisson þjónar. Sunnudagaskóli kl. 13. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13.30. Friðrik Schram prédikar. Barnastarf á sama tíma. Fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli í Lindakirkju og Boðaþingi kl. 11. Messa fyrir byrjendur sem lengra komna kl. 20. Í tilefni áramóta verður guðsþjónustan sérstaklega miðuð við þá sem óvanir eru að sækja kirkju, uppbygging messunnar útskýrð og sálmaval þannig að flestir þekkja vel. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúð- ur, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Kántríguðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11 á fyrsta sunnu- degi ársins, Hljómsveitin Vinir Axels leika og spila. Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur einsöng. Sóknarprestur þjónar. Kaffiveitingar. SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsárhlíð | Há- tíðarguðsþjónusta í Sleðbrjótskirkju 5. janúar kl. 15. Sameiginleg jóla- og nýársguðsþjónusta fyrir Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókn (vegna messufalls á jóladag). Kirkjukór sóknanna syngur, prestur er Þorgeir Arason, organisti er Magnús Magnússon. VÍDALÍNSKIRKJA | Brúðubíllinn sýnir leikritið Týnda eggið í Vídalínskirkju kl. 11. Morgunblaðið/Sigurður Ægisso Reynistaðakirkja í Skagafirði Orð dagsins: Vitring- arnir (Matt 2) Messur á morgun Sto´latilboð Það besta kostar minna en þú heldur Goal 322G með örmum og höfuðpúða Frábær skrifstofustóll með fjölbreyttum stillimöguleikum, samhæfing setu og baks. Skin fundar- og gestastóll Fallegur stóll með vel formað bak og neti í bakinu. Seta með svörtu taui, fætur króm. Listav erð 28 9.300, - m/vsk Listav erð 52 .900,- Tilboð 39.675 ,- m/vsk Stólatilboðsdagar hjá InnX Þessir hér á 25 - 35% afslætti. Komdu við í verslun okkar að Fosshálsi 1 í Reykjavík og kíktu á úrvalið því allir aðrir stólar seljast með 20% afslætti. Ath. Sumar gerðir þarf að panta. X E IN N IX 13 06 00 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.