Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
✝ Sólveig Ás-geirsdóttir var
fædd í Reykjavík 2.
ágúst 1926, Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík
27. desember 2013.
Foreldrar hennar
voru Ásgeir Ás-
geirsson, f. 11.8
1885, d. 25.5 1972,
kaupmaður í
Reykjavík og Kristín Matthías-
dóttir, f. 9.8 1892, d. 6.5, 1930,
húsmóðir, eiginkona hans. Hálf-
systkini hennar, sammæðra,
voru Matthías Hreiðarsson tann-
læknir og Guðný Hreiðarsdóttir
ritari. Alsystkini Sólveigar voru
Guðbjörg, húsmóðir og Ásgeir,
kaupmaður. Eftirlifandi hálf-
systkini hennar eru Kristín Ás-
geirsdóttir, húsmóðir, Matthías
Ásgeirsson, íþróttakennari og
Hrafnhildur Ásgeirsdóttir,
fulltrúi.
3. ágúst 1948 giftist hún Pétri
Sigurgeirssyni, presti á Ak-
ureyri, og eru börn þeirra: 1. Dr.
Pétur Pétursson, f. 19. febrúar
1950, prófessor við Guðfræði- og
ín Pétursdóttir, f. 31. maí 1952,
húsmóðir, eiginmaður hennar er
Hilmar Karlsson, lyfjafræðingur
og börn þeirra eru: Kristján Pét-
ur, verkfræðingur, í sambúð með
Eyrúnu Bjarnadóttur og börn
þeirra eru Hilmar Karl, Lilja
Guðrún og Kári Bjarni; og Guð-
rún Svana, BS í lífefnafræði. 4.
Sólveig Pétursdóttir, BA í sál-
fræði, ráðgjafi, f. 21. júní 1953,
sambýlismaður Hartmann Ás-
grímur Halldórsson, bóndi. Áður
gift Borgþóri Kærnested, leið-
sögumanni og túlki, þau skildu.
Börn þeirra eru Sólveig Fríða,
sálfræðingur, gift Tryggva Inga-
syni, sálfræðingi. Dætur þeirra
eru Ásdís Sólveig og Þórdís
Katla; og Pétur Friðfinnur, kvik-
myndagerðarmaður, í sambúð
með Bethinu Elvedam Nielsen,
fatahönnuði. Þeim fæddist sonur
20. des. 2013.
Á yngri árum sínum vann Sól-
veig hjá bandaríska sendiráðinu
í Reykjavík og stundaði nám við
Verslunarskóla Íslands og Hús-
mæðraskólann í Reykjavík. Hún
fluttist með manni sínum frá Ak-
ureyri til Reykjavíkur árið 1981
þegar hann tók við embætti bisk-
ups Íslands og var búsett þar síð-
an. Á Akureyri vann hún um
tíma hjá bæjarfógetanum á Ak-
ureyri.
Útförin verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík laugardag-
inn 4. janúar 2014 kl. 13.30.
trúarbragða-
fræðideild Háskóla
Íslands. Eiginkona
hans var Þuríður
Jóna Gunnlaugs-
dóttir, sjúkraliði, en
þau skildu. Börn
þeirra eru Sólveig
Jóna, réttarfélags-
fræðingur, í sam-
búð með Oliver Po-
poski,
tölvunarfræðingi
og Matthías Emanúel, mat-
reiðslumaður, í sambúð með
Helgu Einarsdóttur, margmiðl-
unarfræðingi og fatahönnuði,
dóttir þeirra er Hildigunnur.
Fósturbörn Péturs eru Lone
Marianna Lauridsen, tölv-
unarfræðingur, í sambúð með
Kristoffer Lindblad, tölv-
unarfræðingi, þeirra sonur er
Viggo. Áður átti hún Pétur Nino
Antonio sem nú stundar há-
skólanám; og André Örn Laurid-
sen, bifvélavirkja, kvæntan Juli-
ane f. Kezovska, fulltrúa, synir
þeirra eru Nikola og Marko. 2.
Guðrún Pétursdóttir, f. 25. maí
1951, d. 26. mars 1986, há-
skólanemi og flugfreyja. 3. Krist-
Heilsteypt, hjartahlý og glæsi-
leg kemur upp í hugann þegar við
minnumst móðursystur okkar.
Dollý, eins og við kölluðum
hana, og móðir okkar, Dídí, voru
nánar systur og má vera að móð-
urmissir á unga aldri hafi styrkt
systraböndin og stuðlað að því hve
umhyggjan hvor fyrir annarri var
mikil.
Móðir þeirra lést af barnsförum
frá barnahópnum sínum og var
móðir okkar þá níu ára en Dollý
aðeins fjögurra ára.
Örlögin höguðu því þannig að
Dollý varð prestsfrú á Akureyri
og bjó þar með manni sínum og
börnum, en við systurnar ólumst
upp í Reykjavík og var samgangur
milli landshluta ekki eins mikill og
í dag.
En alltaf voru þær systur í sam-
bandi og reyndust hvor annarri
góðar og umhyggjusamar bæði í
gleði og sorg.
Við minnumst þess þegar pabbi
okkar varð bráðkvaddur 35 ára
gamall og mamma stóð ein með
okkur fjórar á aldrinum 2-12 ára
að þá vílaði Dollý ekki fyrir sér að
yfirgefa sitt stóra heimili og koma
til systur sinnar til að vera henni
stoð og stytta á sorgarstundu.
Okkur systrunum fannst gam-
an og gott að fá hana. Hún var allt-
af svo ræðin, glöð og góð. Þau
hjónin reyndust okkur vel á þess-
um erfiða tíma. Pétur jarðsöng
svila sinn og Dollý var okkur
mæðgunum styrkur og létti okkur
lífið á alla lund. Ótrúlegt af svona
ungri konu, aðeins 30 ára gamalli.
Hún sagði okkur fyrir nokkrum
árum að henni hefði nú létt þegar
við systur vorum komnar af
barnsaldri, en hún hafði þá lofað
systur sinni því að ef eitthvað
kæmi fyrir hana þá tækju þau
Pétur okkur að sér.
Unga móðirin var svo kvíðin að
falla líka frá stelpunum sínum og
var þetta boð þeirra til að létta af
henni kvíðanum. Við vitum að
þetta var boðið af heilum hug og
hefði verið staðið við. Sýnir þetta
mikinn höfðingsskap og hjarta-
hlýju.
Við vorum alltaf stoltar af
frænku okkar á Akureyri og
fannst mikið til hennar koma.
Okkur fannst nánast að Akur-
eyringar hefðu drottningu og
kóng sem voru þau Dollý og Pét-
ur.
Eftir að þau fluttust til Reykja-
víkur varð samgangurinn meiri og
systurnar hittust oftar.
Því miður fékk móðir okkar
Alzheimers-sjúkdóminn rétt rúm-
lega 60 ára og þegar hún var orðin
langt leidd af þeim sjúkdómi var
aðdáunarvert hvað Dollý náði vel
til hennar.
Það var greinilegt að mamma
þekkti alltaf systur sína og brosti
fallega til hennar með mikilli
væntumþykju. Dollý náði svo vel
til fólks og hafði þann eiginleika að
skapa samræður og segja
skemmtilega frá, enda frá mörgu
að segja. Hún hafði upplifað og
tekið þátt í svo mörgu sem prests-
og biskupsfrú.
Dollý var myndarleg húsmóðir
og gott að koma til hennar, hún
átti góðan mann sem hún elskaði
og annaðist vel alla tíð.
Börnin þeirra þau Pétur, Krist-
ín og Sólveig eru að missa móður
sem elskaði þau skilyrðislaust og
var auðfundið hve stolt hún var af
þeim og fjölskyldum þeirra.
Öll syrgðu þau Guðrúnu, dóttur
og systur sem féll frá ung stúlka.
Nú kveðjum við móðursystur
okkar með söknuði og biðjum
henni Guðs blessunar. Við trúum
því að hún sé komin aftur í fang
Péturs og búin að hitta Guðrúnu
og allt sitt fólk. Vonandi hafa þær
líka hist, systurnar Dídí, Lilla og
Dollý sem voru svo oft nefndar í
sömu andránni.
Elsku frændsystkin og fjöl-
skyldur. Innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar. Við minnumst móður
ykkar með hlýju. Guð geymi elsku
frænku okkar og hafi hún þökk
fyrir allt og allt.
Kolbrún, Auður,
Nanna og Hulda.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(Matthías Jochumsson)
Á langri lífsbraut eru mörg
vegamót og stígar. Sumir vegir
eru mjóir, aðrir breiðir, enn aðrir
holóttir og hættulegir en líka vegir
láns og lukku. Hvað stýrir því að
einstaklingar feta ákveðna vegi,
en ekki aðra, er ekki gott að segja
en efalaust hefur uppeldi, fé-
lagsskapur og eigin ákvörðunar-
hæfni mikil áhrif. Það hefur verið
lán mitt og míns fólks að feta vegi
láns og lukku og hitta á þeirri leið
margt gott og gefandi fólk. Margt
af því hefur haft sinn stuðning og
vegvísun frá kristilegu uppeldi í
foreldrahúsum og trúlega hefur
kirkjan ráðið mestu um að leiðir
fjölskyldu minnar og Sólveigar
Ásgeirsdóttur og Péturs Sigur-
geirssonar lágu saman fyrir u.þ.b.
60 árum. Frá þeim tíma höfum við
vitað hvert af öðru og hist af og til
þótt þeim fundum hafi farið fækk-
andi með tímanum en alltaf hafa
vinaböndin haldist. Það var þann
8. desember sl. sem við sátum síð-
ast saman og skárum laufabrauð
og líklega hefur það verið í 57. eða
58. sinn sem fjölskyldur okkar
hittust og áttu saman dagstund
við laufabrauðið. Sólveig var þá
hin sama að ytra útliti en innra var
ellin aðeins tekin að trufla hana.
Hópurinn hefur breyst, prestarnir
báðir horfnir sem og fleiri fjöl-
skyldumeðlimir. Þetta er gangur
lífsins því ekkert líf er án dauða og
án dauðans er ekkert líf.
Það er eiginlega ekki hægt að
skrifa minningarorð um frú Sól-
veigu án þess að nefna Pétur, svo
samrýmd voru þau og Pétur að
verulegu leyti háður Sólveigu síð-
ustu árin.
Sólveig var glæsileg kona, vel
menntuð, skoðanaföst, trúuð og
ákveðin á sinn kurteisa hátt. Hún
var fagurkeri, alltaf vel til fara og
snyrtileg og ég er viss um að hún
hefur stýrt heimili þeirra Péturs
að einu og öllu leyti og kannski
sem betur fer. Hugur Péturs var á
tíðum varla jarðneskur og þá var
gott að eiga konu sem sá um að
smáatriðin yrðu ekki útundan,
þessi smáatriði sem gátu skipt öllu
máli ef þau gleymdust. Þau voru
sannir vinir og alltaf velkomnir
gestir og var það gagnkvæmt.
Vinskapurinn hefur og haldist
milli barna og afkomenda og fylgi-
fiska ef svo mætti kalla.
Sálmversið hér að ofan er ev-
angelium. Það er ræða, boðskapur
og huggun þeim sem vita fyrir
hvað Guð almáttugur stendur.
Það hlýtur að vera sælt að geta
lokað augunum, í verklok, að liðnu
góðu dagsverki, og hvílast í mild-
um föðurörmum þess er allt skóp
og öllu stýrir. Þetta erindi Matt-
híasar, frænda hennar, er loka-
kveðja okkar til hennar. Kveðja
sem er í senn af gleðilegu tilefni en
jafnframt líka af sorglegu tilefni.
Sólveig Ásgeirsdóttir lauk afar
góðu dagsverki og hér með er
henni þökkuð öll vinsemd og vin-
átta undanfarinna ára og áratuga.
Fyrir hönd gömlu Vallafjölskyld-
unnar sendi ég fjölskyldu hennar
okkar bestu samúðarkveðjur.
Gunnlaugur V. Snævarr.
Frú Sólveig Ásgeirsdóttir hef-
ur kvatt sitt samferðafólk á jörð
og er farin heim til sinna him-
nesku heimkynna. Við getum og
megum fagna því með henni.
Langur starfsdagur og viðburða-
rík starfsævi var að baki. Flest
minnumst við hennar fyrst og
fremst í annasömu starfi á heimili
þeirra hjóna. Ekki má þó gleyma
störfum hennar utan heimilis. Þar
sem annars staðar var hún svo
mörgum bæði sólargeisli og von-
arbjarmi.
Allt frá því ég heyrði hennar
fyrst getið finnst mér eins og nafn
hennar hafi aldrei verið nefnt eitt
sér. Það var alltaf talað um Sól-
veigu og Pétur. Enda segir hann
sjálfur á einum stað: „… en sann-
ast að segja var Sólveig „aðstoð-
arprestur … Það verður eigi of-
metið hvað hjónin eru hvort öðru í
þessu starfi.“ Þessi þjónusta Sól-
veigar var alltaf til staðar.
Kirkjufólk í þessu landi mun
ávallt minnast þeirra Sólveigar og
Péturs saman á vettvangi, hvort
sem var í prestsþjónustu á Akur-
eyri, í vígslubiskupsþjónustu og
síðast biskupsþjónustu. Aðrir
munu verða til þess að minnast
þeirra ára. Þessi minningarorð
tengjast fyrst og fremst síðustu
árum þeirra hjóna saman, eftir að
þjónustutíma séra Péturs lauk.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast þeim enn betur þá en fyrr
gafst kostur á. Sannaðist þar
hvernig helstu eðliskostir mann-
anna koma best í ljós þegar á
reynir. Yfir þessum árum öllum
hvílir einstök fegurð, eins og þeg-
ar kvöldsólin baðar himinhvolfið
sinni mestu fegurð í fjölbreyttri
litadýrð. Engum dylst að dagur er
senn á enda. Einmitt þess vegna
er hvert andartak svo dýrmætt,
en jafnframt dýrmætast þeim sem
veit að dagur rís að nýju. Nýr dag-
ur í morgundýrð. En hinn ókomna
dag getur enginn séð nema með
innri augum sínum.
Margt má segja um fjölbreytt
störf frú Sólveigar fram til þess
tíma og virka þátttöku í kirkju-
starfi þar sem hún var manni sín-
um stoð og stytta. En dýrmætari
var hún honum aldrei meir en þau
ár þegar sjúkdómsglíman harðn-
aði og augnaljósið dapraðist.
Hvernig gat hún þetta? Það var
fyrir hennar ríku eðliskosti: Glað-
lyndi og trúarstyrk. Jafnvel þegar
hún sjálf glímdi við miklar líkam-
legar þrautir braust brosið í gegn
eins og sólargeisli gegnum ský, og
svo fullkomlega hvíldi hún í viss-
unni um Guðs góðu hönd sem hlíf-
ir og verndar, líknar og leiðir að
hún gat sópað öllu áhyggjuryki
upp í vindinn, svo það hvarf.
Í djúpri þökk og virðingu kveðj-
um við Sólveigu Ásgeirsdóttur og
lofum Guð fyrir að hafa verið okk-
ur svo góður að gefa okkur hana
og svona langa samleið með henni.
Margrét og Kristján Valur,
Skálholti.
Sólveig
Ásgeirsdóttir
✝ Sigrún BryndísÓlafsdóttir
fæddist á Búlandi
5. október 1941.
Hún lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Hjallatúni, 21.
desember 2013.
Sigrún var dóttir
hjónanna Þórunnar
Björnsdóttur, f.
1911, d. 2010 og
Ólafs Á. J. Péturs-
sonar, f. 1909, d. 2012 á Giljum í
Mýrdal. Maki Sigrúnar var
Gunnar Þorsteinsson, f. 17.
mars 1923, d. 13. janúar 2006.
Foreldrar Gunnars voru Mar-
grét Grímsdóttir, f. 1895, d.
1971 og Þorsteinn Gunnarsson,
Ásta, f. 1992, Jóhann Valgeir, f.
1995 og Oddur Heiðar, f. 2003.
4. Sólrún Erla, f. 1972, maki
Gylfi Viðar Guðmundsson, f.
1964, börn þeirra eru Sigrún
Bryndís, f. 1992, Sóldís Eva, f.
1999 og Ingi Gunnar, f. 2008.
Sigrún ólst upp hjá for-
eldrum sínum, fyrst á Búlandi í
Skaftártungu en frá 1943 á Gilj-
um í Mýrdal þar sem hún bjó til
ársins 2002 að hún fluttist
ásamt Gunnari að Hjallatúni í
Vík. Sigrún gekk í Deild-
arárskóla og síðan í húsmæðra-
skóla á Löngumýri í Skagafirði
1964-1965. Hún var alla sína tíð
bóndi að Giljum ásamt maka
sínum og foreldrum. Hún vann
á haustin í sláturtíðinni í Slát-
urfélaginu í Vík. Hún var með-
limur í kvenfélagi Hvamms-
hrepps.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Víkurkirkju í dag, 4. janúar
2014, og hefst athöfnin klukkan
14.
f. 1893, d. 1934 á
Ketilsstöðum í Mýr-
dal. Börn Sigrúnar
og Gunnars eru 1.
Ólafur Þorsteinn, f.
1965, maki Birna
Kristín Péturs-
dóttir, f. 1962, börn
þeirra eru María, f.
1988, Gunnar, f.
1993 og Kristín, f.
2002. 2. Þórir Auð-
unn, f. 1967, maki
Auðbjörg Helgadóttir, f. 1964,
börn hans eru Silja Embla, f.
1994, Margrét Klara, f. 2003 og
Hrafnhildur Margrét, f. 2003. 3.
Sigríður Margrét, f. 1969, maki
Helgi Júníus Jóhannsson, f.
1968. Börn þeirra eru Þórunn
Sterkur persónuleiki er fallinn
frá. Kona sem í blóma lífsins var
hertekin af ógnvaldi sem gerði
henni lífið leitt næstu áratugi.
Ógnvaldurinn hafði áhrif á allt
daglegt líf, líkamlega reisn, and-
legan kraft og samskipti við ann-
að fólk. Ógnvaldurinn var sjúk-
dómur sem tróð sér óboðinn í
heimsókn á miðri lífsleiðinni og
yfirgaf ekki heimilið fyrr en við
lífslok.
Það voru þó ákveðnir þættir í
persónuleikanum sem ógnvald-
urinn náði ekki tökum á, það var
hinn mikli lífsvilji, baráttuandinn,
þrautseigjan og lífskrafturinn
.Viljinn til að halda áfram og láta
ekki bugast. Hugurinn var mátt-
ugur og fór jafnan hærra og
lengra en líkaminn leyfði.
Þetta voru örlög sem enginn á
skilið og alltaf fannst mér ein-
staklega ósanngjarnt að þetta
skyldi lagt á móður mína sem var
með góð gildi í lífinu í fyrirrúmi.
Dugnaður einkenndi hana alla
tíð, hún unni náttúrunni og dýr-
unum, blótaði aldrei, stundaði
heilbrigt líferni og var nægjusöm
á allt. Hún fylgdist vel með börn-
um sínum og barnabörnum og
var ávallt stolt af þeim. Hún undi
sínum hag best heima í sveitinni
og bjó þar eins lengi og jafnvel
lengur en heilsan leyfði. Árið
2002 fluttu hún og faðir minn á
Hjallatún í Vík í Mýrdal þar sem
hún fékk afar hlýlega og góða
umönnun það sem eftir var lífs-
leiðarinnar.
Sólrún Erla.
Ástkær amma okkar, Sigrún,
hefur nú fallið frá. Amma var
sterk kona og hafði mikinn lífs-
vilja þrátt fyrir erfið veikindi.
Hún lét sér annt um velferð okk-
ar og fylgdist vel með því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Tóma-
rúm skapast nú í hjörtum okkar
en minning hennar mun ávallt
lifa með okkur.
Brostinn er strengur og harpan þín
hljóð
svo hljómarnir vaka ei lengur,
en minningin geymist og safnast í sjóð,
er syrgjendum dýrmætur fengur.
(Trausti Reykdal)
Þórunn Ásta, Jóhann
Valgeir og Oddur Heiðar.
Í dag kveðjum við elsku ömmu
okkar. Við vitum að hún vildi svo
margt gott fyrir okkur gera en
hafði ekki alltaf heilsu í að fram-
kvæma það allt. En hún vildi okk-
ur alltaf vel og hafði mikinn
áhuga á því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Við vonum að núna
sé hún laus úr þessum líkama
sem fjötraði hana og að henni líði
núna orðið vel og sé búin að finna
Gunnar afa og foreldra sína á ný.
Við þökkum henni samfylgdina
og allt það sem hún okkur gaf.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
(Bubbi Morthens)
Ingi Gunnar, Sóldís Eva og
Sigrún Bryndís.
Sigrún Bryndís
Ólafsdóttir
✝
Ástkær eiginkona og besti vinur minn, móðir,
dóttir, amma, systir og tengdadóttir,
GUÐFINNA ELÍN EINARSDÓTTIR,
Spóarima 17,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 29. desember.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju
fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30.
Einar Jónsson,
Elías Örn Einarsson,
Þórunn Einarsdóttir, Christopher Wood,
Bertha Ágústa Einarsdóttir, Jósep Helgason,
Jón Þorkell Einarsson, Álfhildur Þórðardóttir,
Sigríður Bergsteinsdóttir, Steinar Guðmundsson,
Einar Pálmar Elíasson,
barnabörn, systkini og tengdaforeldrar.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
VILBORG INGA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Sunnubraut 6,
Akranesi,
lést sunnudaginn 29. desember á gjörgæslu-
deild Landspítalans við Hringbraut.
Jarðsungið verður frá Akraneskirkju fimmtu-
daginn 9. janúar kl. 14.00.
Finnbogi Þórarinsson,
Guðjón Sæberg Finnbogason, Oddný Garðarsdóttir,
Þórarinn Kristján Finnbogason,
Lára Bogey Finnbogadóttir,
ömmu- og langömmubörn.