Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Fjárveitingar til Persónu-verndar verða á árinu2014 auknar um 30 millj-ónir. Aukningin nemur í kringum 50% hækkun á framlögum til stofnunarinnar, sem verða 92,5 milljónir króna á árinu 2014. Hörður Helgi Helgason, for- stjóri Persónuverndar, segir fjár- framlögin munu skipta sköpum í starfsemi stofnunarinnar, sem hafi á síðustu misserum ekki getað sinnt nema allra brýnustu verkefnum. Persónuvernd hafi ekki getað sinnt eftirliti eða verkefnum sem henni eru falin með lögum, auk þess sem frumkvæðiseftirlit stofnunarinnar lá algjörlega niðri. „Alveg fram til 31. desember á nýliðnu ári var staðan sú sem hér er dregin upp. Fjárheimildin sem sam- þykkt var í fjárlögum fyrir árið 2014 var í fullkomnu samræmi við það sem stofnunin hefur óskað eftir ár- um saman,“ segir Hörður Helgi. Skorið niður frá árinu 2000 Hann segir að fljótlega eftir að stofnunin tók til starfa árið 2000 hafi framlög til hennar verið skorin nið- ur, allt þangað til á fjárlögum þessa árs. „Það var svo komið að við eydd- um langmestu af rekstrarfénu í að leigja okkur húsnæði, borga hita og rafmagn, borga laun forstjóra og skrifstofustjóra. Svo voru eiginlega ekki neinir peningar eftir til að ráða starfsfólk. Við áttum að vera átta manna stofnun þegar lögin um hana voru sett árið 2000, en í fyrra var svo komið að stofnunin hafði yfir að ráða 2,8 stöðugildum.“ Með innan við þrjá sérfræðinga segir hann ekki hafa verið hægt að sinna þeim skyldum sem löggjafinn lagði á stofnunina. „Það var komið svo að það eina sem stofnunin gerði var að sinna áreiti, það er að svara innkomnum erindum. Allt eftirlit var orðið aflagt, sem og öll frumkvæð- isvinna og kynningarstarf. Það sama á við um allt erlent samstarf, sem er hryggjarstykkið í þessu persónu- verndarkerfi, því persónuupplýs- ingar og þau verkefni sem við þurf- um að fást við lúta ekki landa- mærum,“ segir Hörður Helgi. „Aukning fjárframlaga til stofn- unarinnar gefur henni nýjan byrj- unarreit til að geta aftur farið að sinna flestum okkar verkefnum.“ Engar viðbótarfjárheimildir þrátt fyrir 50 ný lög Hörður Helgi bendir á að frá því að stofnunin tók til starfa hafi verið sett um 50 ný lög þar sem vísað er beinlínis til laganna um persónu- vernd eða stofnuninni eru falin ný verkefni. Þessu hafi stofnunin ekki getað sinnt. „Í engum þessara laga eru stofnuninni færðar neinar viðbót- arfjárheimildir. Okkur er því ennþá sniðinn nokkuð þröngur stakkur, þetta er þó eins og himinn og haf, samanborið við síðustu ár.“ Þrátt fyrir niðurskurð segir Hörður Helgi að stofnunin verði að öllum líkindum ekki rekin með halla á árinu 2013. „Við höfum getað rekið stofnunina innan rekstrarheimilda og erum afskaplega stolt af því, og fórum ekki fram á krónu í fjárauka- lögum. Menn gleyma því oft að þau eiga að vera til að mæta óvæntum útgjöldum í rekstri stofnana. Það var ekkert óvænt í okkar út- gjöldum.“ Hann segir að stofn- unin þurfi aftur að ná þeim stalli að vera bakbeinið í upplýsinga- öryggi á Íslandi þar sem fólk get- ur leitað upplýsinga um upplýs- ingaöryggi og vera á pari við erlendar systur- stofnanir sínar. Framlög til Persónu- verndar aukin um 50% AFP Persónuvernd Forstjóri Persónuverndar segir loks útlit fyrir að stofnunin geti sinnt þeim verkefnum sem henni er skylt samkvæmt lögum. 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Þ að er alls ekki óeðlilegt að menn séu hugsi yfir stöðu þjóðkirkjunnar og umtalsverðri fækkun innan hennar raða síðustu ár. Eflaust er mörgu um að kenna, s.s. hneykslismálum og vaxandi áhuga á öðrum lífsskoðunum. En hitt er annað mál hvort þessi þróun sé áhyggjuefni, hvort íslenskt samfélag verði á einhvern hátt verra samfara undanhaldi kristninnar, líkt og Brynjar Níelsson þingmaður hélt fram í hug- vekju í Seltjarnarneskirkju á nýársdag. Lögmaðurinn sagði m.a. að kirkjan hefði verið skotspónn ófrægingarherferðar sem hefði fund- ið hljómgrunn hjá Reykjavíkurborg og víðar og í kjölfarið hefði að mestu verið skorið á tengslin milli kirkju og skóla. Hann hefur nokkuð til síns máls, þar sem málflutningur þeirra sem finna trúarbrögðum allt til foráttu hefur stundum jaðrað við trúarofstæki og það er umdeilanlegt að taka fyrir samvinnu kirkju og skóla á meðan meirihluti þjóðarinnar kýs að hafa þjóðkirkju. Kristnir eru þó síst skárri þegar kemur að lífsskoð- unaráróðri og er hugvekja Brynjars ágætt dæmi um það. Þar segir hann m.a.: „Þegar stjórnvöld leitast við að af- kristna þjóðina er stuðlað að upplausn samfélagsins og af- menningu þess. Það gerist ekki á einni nóttu en þegar heilu kynslóðirnar fá takmarkaða kristinfræðslu og finna jafnvel helst fyrir neikvæðni í garð kristinnar trúar mun það ekki eingöngu hafa áhrif á menningu og takmarka menning- arlæsi, heldur munu siðferðisviðmið breytast og kristin gildi þynnast út. Æðruleysið, kærleikurinn og fyrirgefningin eru okkur nefnilega ekki í öllum tilvikum í blóð bor- in.“ Þetta er ekki hægt að skilja öðruvísi en að samfélag trúleysingja, eða fólks annarrar lífs- skoðunar, væri dæmt til siðleysis og ómenn- ingar. Hvaða skilaboð eru þetta til ókristinna, frá manni sem heldur því fram í ræðu sinni að boðskapur kristninnar sé ekki útilokandi á nokkurn hátt, en á sama tíma að kristin gildi séu þau einu réttu fyrir íslenskt samfélag? „Biblían barst ekki með faxi frá himnum,“ sagði einhver. Hún var samin af mönnum og við höfum fyrir löngu afskrifað stóran hluta þess sem hún kennir okkur, t.d. hvað varðar meðferð á konum. Annan boðskap, þann sem Brynjar og flestir aðrir Íslendingar vilja halda í, um æðru- leysi, kærleika og fyrirgefningu, er einnig að finna annars staðar. Kristnin á ekki einkarétt á honum. Við höfum valið það úr Biblíunni sem við höfum vilj- að halda í og hafnað öðru, til samræmis við það samfélag sem við viljum vera, lagt blessun okkar yfir fóstureyðingar, getnaðarvarnir og hjónabönd samkynhneigðra, ólíkt öðrum kristnum samfélögum. Við höfum sömuleiðis sótt í önnur trúarbrögð eftir hentugleika, í heimspeki og náttúruna. Vissulega byggist íslenskt samfélag á kristinni arfleifð og það væri mikill missir ef hún hyrfi úr menningu okkar. Hvert sem við stefnum verður hún ávallt hluti af sögu ís- lensku þjóðarinnar en sagan kennir okkur að það er mun heillavænlegra að við veljum á hverjum tíma hvernig sam- félag við viljum vera en að við látum stjórnast af einhverjum einum heilögum sannleik. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Hnignun íslensks samfélags? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ánýliðnu árivoru 15banaslys í umferðinni, og hafa þau ekki verið fleiri frá árinu 2009. Þó að það séu váleg tíðindi er rétt að stíga varlega til jarðar áður en farið er að draga ályktanir af þessari breytingu á milli ára. Tíðni banaslysa hérlendis er sem betur fer lág, og hvert ein- stakt slys vegur því þungt þeg- ar horft er á tölfræðina. Síð- ustu árin hefur verið unnið mikið að því að fækka bana- slysum í umferðinni. Hefur margt lagst þar á eitt, bættir vegir, betri bílar, bættar for- varnir og áróður fyrir bættri umferð og síðast en ekki síst aukin umferðarfræðsla fyrir ungt fólk, sem er stærsti áhættuhópurinn. Enn þarf þó að taka til hend- inni við að byrgja brunninn, og verður því verki líklega aldrei lokið, því miður. Þó að þróunin sé, þegar litið er til lengri tíma, jákvæð þegar kemur að bana- slysum eru umferðarslys í heild sinni enn allt of tíð. Þar skiptir einnig mjög miklu máli ástand og hönnun þeirra umferðarmannvirkja sem við notumst við. Hafa ber í huga að aðstæður nú eru mun betri en þær voru fyrir ekki lengra en tíu, fimmtán árum svo ekki sé farið lengra. Tvöföldun Reykjanes- brautar hefur sýnt gildi sitt svo um munar, en í vor verða liðin tíu ár frá því að síðast varð banaslys á leiðinni milli Reykjavíkur og Keflavíkur, fari allt að óskum. Engu að síð- ur hafa enn orðið óhöpp og al- varleg slys á þess- ari leið, og hefur verið brugðist við því að einhverju leyti með því að setja upp vegrið á völdum köflum. Mætti að ósekju fara þá leið víðar í vegamálum hérlendis. Suður- og Vesturlandsvegir hafa tekið að einhverju leyti við hlutverki Reykjanesbrautar sem hættulegustu vegir lands- ins, og er suma af hættulegustu vegköflum landsins að finna þar, einkum á Suðurlandsvegi. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því, að til stæði að tvöfalda Hellisheiðina, og að þær framkvæmdir fari í fullan gang þegar snjóa leysir. Ber að fagna því að loksins sé ráðist í þá þörfu framkvæmd. Ekki er þó síður þörf á því að ráðast í vegabætur á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss, þar sem mörg slys hafa orðið á síð- ustu árum. Þegar skoðaðar eru aðstæður á landsbyggðinni koma einnig til jarðgöng, sem geta í vissum tilfellum bjargað mannslífum. Sérhvert líf sem glatast í banaslysi í umferðinni er lífi of mikið. Þá er enn ótalinn sá fjöldi annarra umferðarslysa sem hafa alvarlegar afleiðingar sem seint eða aldrei fæst bót á. Ekki er langt síðan rúmlega tuttugu manns, og jafnvel yfir þrjátíu, fórust á einu ári vegna umferðarslysa. Vilji menn forðast afturhvarf til þess tíma þurfa allir að taka höndum saman. Ástæða er því til að hvetja fólk til þess að gæta ýtr- ustu varkárni í umferðinni svo að árið 2014 megi verða farsælt umferðarár. Gerum árið 2014 að betra umferðar- ári en það sem var að líða} Sýnum aðgát í umferðinni Hverfisgatanvar svo að segja ófær í jólaös- inni og enn hefur ekki verið lokið við endurgerð hennar þó að fram- kvæmdum hafi átt að ljúka fyrir rúmum mánuði. Afleiðingarnar fyrir þá sem reka verslanir og þjónustu- fyrirtæki í nágrenni Hverfis- götunnar eru augljósar. Helsta skýring borgar- yfirvalda á töfunum er frost. Frostið var auðvitað alveg óvænt og ófyrirsjáanlegt eins og borgarbúar hafa ítrekað mátt reyna í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta sem verður alltaf jafnhissa þegar veturinn gengur í garð. En það er ekki aðeins Hverfisgatan sem hefur verið lokuð umferð um langt skeið. Klappar- stígurinn er annað dæmi um götu í miðborg Reykja- víkur sem hefur liðið fyrir óstjórnina. Sú gata hefur verið meira og minna lokuð í fimmtan mánuði á síð- ustu tveimur árum. Það verður að teljast mikill árangur sé markmiðið að hrekja fólk á bíl- um úr miðborginni. Nú er út af fyrir sig í góðu samræmi við annað að borg- aryfirvöld hafi litla samúð með þeim sem ferðast um á bílum í miðborginni, en hvað með þá sem reka þar fyrirtæki? Vilja borgaryfirvöld losna við þá líka? Borgaryfirvöldum hafa vægast sagt verið mislagðar hendur við gatna- framkvæmdir} Ófært um miðborgina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hörður Helgi segir að Persónu- vernd stefni nú að því að ráða í fyrsta sinn í 13 ára sögu stofn- unarinnar sérfræðing á sviði upplýsingaöryggis. „Það hefur ekki verið svigrúm til þess. Upp- lýsingaöryggi er eitt okkar helsta verkefni. Þó svo að það sé brýnt að tryggja öryggi innan fjarskiptafyrirtækja, eins og kom í ljós eftir Vodafone- lekann, þá er það bara ein teg- und af hundruðum fyrirtækja og stofnana á landinu sem fara með persónuupplýsingar. Það er okkar að kynna fyrir mönnum þá vá sem steðjar að upplýs- ingaöryggi, hvaða leiðir eru færar til að veita mönn- um aðstoð við að gæta að upplýsingaöryggi. Það getur verið allt frá því að gæta þess að skjalageymslur séu læstar til þess að gæta að netöryggismálum og svo framvegis.“ Margvísleg verkefni PERSÓNUVERND Hörður Helgi Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.