Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hella Það er við hæfi svo skömmu eftir áramót að óska landsmönnum árs og friðar og gæfu á árinu sem gengið er í garð, er það gert hér með. Það blæs kröftuglega þessa fyrstu daga ársins og færð víða á landinu er ekki til að hrópa húrra fyrir. Við hér í Rang- árvallasýslu getum þó ekki kvartað að ráði, þar sem við höfum sloppið nokkuð vel síðustu vikurnar, þó að klakabrynja sé nokkur á flestum vegum og götum utan hringveg- arins.    Lionsklúbburinn Skyggnir í Rangárvallasýslu hefur haft þann sið í vel yfir 30 ár, að halda jóla- hugvekju um eða fyrir miðjan des- ember ár hvert á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Lundi, fyrir heimilisfólkið þar. Boðið er upp á tónlist og söng ásamt því að prest- urinn í Odda fer með létta hugvekju. Með þessu er haft dauft jólaglögg fyrir þá sem vilja, ásamt öðrum veit- ingum. Að auki færa lionsmenn öll- um heimilismönnum jólapakka við þetta tilefni.    Aðrir fastir liðir hjá Skyggn- isfélögum eru að færa ákveðnum ár- göngum í grunnskólunum lítið kver um brunavarnir á heimilum og njóta til þess aðstoðar frá Brunavörnum Rangárvallasýslu, sem nota tæki- færið og fræða börnin enn frekar um þau mál. Einnig er ákveðnum ár- göngum fært bókamerki Lions, sem er liður í að styrkja lestrarkennslu og stuðla að auknum lestri.    Þorrablótin eru á næsta leiti, en þorrinn byrjar eftir um hálfan mánuð. Varla eru matarveislur jóla og áramóta liðnar þegar veislur þorrablótanna taka við. Að minnsta kosti fjögur þorrablót eru hér um slóðir, tvö á Laugalandi, eitt á Brú- arlundi og eitt á Hellu. Blótið á Hellu er stærst þeirra, þar hafa komið yfir 600 manns þegar mest var. Brottfluttir íbúar úr Holtum, Landsveit og Rangárvöllum eru duglegir að heimsækja átthagana í tengslum við þorrablótin.    Það er fróðlegt að skoða hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar í héraðinu á nýju ári. Eins og áður hefur verið minnst á í þessum pistl- um standa yfir framkvæmdir við nýtt hótel á Hellu, Stracta hótel, með um 130 herbergjum fyrir á þriðja hundrað manns. Heimildir herma að jafnvel verði bætt við þann herbergjafjölda ef leyfi fást fyrir stækkun lóðar o.fl. Vindmylluverk- efnið í Þykkvabæ er í góðum farvegi og eru vindmyllurnar komnar til landsins og bíða á bryggju í Þorláks- höfn sem stendur. Reiknað er með að þær verði tilbúnar til rafmagns- framleiðslu að lokinni uppsetningu með vorinu.    Sorpstöð Rangárvallasýslu fyr- irhugar að byggja nokkuð stórt hús á Strönd á Rangárvöllum til að efla og styrkja starfsemina. Um er að ræða móttöku- og umhleðsluhús, 800 ferm. að grunnfleti með 7-8 metra lofthæð. Nýlega var verkið boðið út og átti Landstólpi ehf. lægsta til- boðið, rúmar 100 milljónir og var því tekið. Reiknað er með að öll fram- kvæmdin kosti 120-130 milljónir króna, en starfsmenn sorpstöðv- arinnar vinna sjálfir jarðvinnuna sem þarf til.    Reykjagarður, sem rekur kjúk- lingasláturhús og kjötvinnslu, er að vinna að því fá leyfi fyrir stækkun. Fyrirtækið hefur fengið lóð austan við núverandi starfsemi sína, þar sem verða bílastæði og athafna- svæði. Nýbyggingin verður upp- steypt hús innan gömlu lóðarinnar og er fyrirhuguð 1.000 ferm. að stærð. Í því verður kjötvinnsla með bættu flæði, afgreiðsla og frysti- geymsla. Ekki er reiknað með að starfsmönnum fjölgi að ráði við stækkunina, en afköst og gæði munu hins vegar aukast. Áætlað er að fyrsta skóflustungan verði tekin nú á vormánuðum og að húsnæðið verði að fullu tekið í notkun síðla árs 2015.    Rangárþing ytra mun verja tug- um milljóna króna á næstu mán- uðum til ýmissa framkvæmda. Má þar nefna að fljótlega verður lokið viðbyggingu við gamla hluta grunn- skólans á Hellu, sem hýsa mun and- dyri, snyrtingar o.fl. Í sumar verður ráðist í frekari endurbætur innan- húss. Þá stendur fyrir dyrum ný vegalagning á svæðinu við nýja hót- elið og aðkomuna að Gadd- staðaflötum, en eins og kunnugt er verður landsmót hestamanna 2014 haldið þar í sumar. Þá mun sveitar- félagið ráðast í umfangsmiklar frá- veituframkvæmdir á sama svæði, ásamt því að leita að auknum kalda- vatnslindum og virkja þær vegna aukinnar starfsemi.    Önnur áform um framkvæmdir eru hugsanlega í startholunum sem ekki er tímabært að segja frá að svo stöddu, aðallega hjá einkaaðilum í ferðaþjónustu. Ákvarðanir varðandi þær verða teknar á næstu vikum eða mánuðum. Framkvæmdagleði er ríkjandi á nýju ári Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Skemmtun Lionsfélagar Skyggnis ásamt hjálparsveinum þeirra fluttu tón- list fyrir heimilisfólk á Dvalar og hjúkrunarheimilinu Lundi á aðventunni. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 í yfir 50 fallegum litum Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is VINSÆLA ARWETTA CLASSIC GARNIÐ Minnum á prjónakaffið á mánudagskvölið SJÓN ER SÖGU RÍKARI! FYRIR ÓLITAÐ HÁR SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á FYRIR HÁRLOS FYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR LJÓST HÁR FYRIR ÞURRT HÁR FYRIR KRULLAÐ HÁR SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK BEAUTY BARFYRIR FÍNGERT HÁR FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það lífi PRÓTEINRAKI FYRIR LÍFLAUST HÁR Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 5. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Níunda og síðasta umferðin verður tefld sunnudaginn 2. febrúar kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Sú nýbreytni verður að boðið er upp á tvær yfirsetur í umferðum 2-6. Keppandi skal leggja inn skriflega beiðni um yfirsetu til skákstjóra í síðasta lagi við upp- haf umferðarinnar á undan. Hálf- ur vinningur fæst fyrir yfirsetu. Efstu þrír á mótinu fá pen- ingaverðlaun og mun sigurveg- arinn fá 100 þúsund krónur í sinn hlut. Skráning fer fram á skák.is og heimasíðu TR. Síðdegis í gær höfðu 40 skákmenn skráð sig til leiks. Skákþing Reykjavík- ur hefst á sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.