Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 11
Morgunblðið/RAX Íshellir í Mýrdalsjökli Sífellt fjölgar þeim sem uppgötvað hafa töfra íslenskra jökla og leggja þangað leið sína. Brýnt er að fólk gæti sín vel í jöklaferðum, hætturnar liggja víða. við það sem gert er erlendis. Grunn- námið í raungreinum, sem ég þekki við Háskóla Íslands, er mjög gott en kennslu og rannsóknir í framhalds- og doktorsnámi þarf að styrkja með samvinnu við erlenda háskóla. Í mínu fagi er mikilvægt að geta sent framhaldsnema í tvö misseri til náms erlendis og fá hingað skipti- nema að utan,“ segir Helgi en nú vinna háskólar á Norðurlöndum saman að menntun jöklafræðinga í verkefni sem kallast SVALI, en Helgi var einn upphafsmanna þess að koma verkefninu á. „Hver skóli heldur námskeið sem framhalds- nemar frá öðrum skólum geta sótt og fengið viðurkennd.“ Margt breyst á starfsævinni Starfsvettvangur Helga hefur breyst mjög á ævi hans og nú vinnur nokkur hópur við rannsóknir á jökl- um, snjó og hafís hér á landi en Helgi var í fyrstu nær einn við slík- ar rannsóknir á Íslandi. „Jöklarnir hafa mikil áhrif á líf okkar hér á landi og margt þarf að rannsaka. Jöklarnir þekja um tíundahluta Ís- lands, frá þeim falla stærstu ár landsins sem við virkjum og brúum. Undir þeim verða eldgos og frá þeim falla jökulhlaup,“ segir Helgi og bendir á að auk þess þurfi að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á jöklana. „Jöklafræði hefur orðið æ mik- ilvægari fræðigrein um allan heim eftir því sem liðið hefur á starfsævi mína. Jöklar rýrna hratt vegna hlýnunar andrúmslofts og hafs. Þetta eru staðreyndir og styrkur koltvísýrings vex stöðugt í and- rúmslofti. Ef þessi þróun heldur áfram má búast við því að jöklar á Íslandi hverfi á næstu 200 árum.“ Þykir vænt um land og náttúru Áhugi Helga á landinu og nátt- úrunni er ekki bara vísindalegur. Helgi fór ungur í sveit í Bisk- upstungur og síðan í Meðalland og var í sumarvinnu við skógrækt úti á landi sem unglingur, einnig við vatnamælingar á hálendinu. „Náttúran, fjöllin og jöklarnir voru þar í augsýn og ég held það hafi ráðið því að ég vildi finna ævi- starf þar sem ég gæti verið úti á sumrin og sinnt úrvinnslu gagna inni á veturna. Ég er náttúruunn- andi og einnig náttúrverndarsinni,“ segir Helgi en hann hefur oft verið spurður hvað dragi hann upp á jökla þar sem mörgum gæti þótt lítið að sjá. „Mér líður vel uppi á jöklum í einfaldri fegurð, snjó og ís, lit- brigðum við ský og himininn.“ „Mér líður vel uppi á jöklum í einfaldri feg- urð, snjó og ís.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 nazar.is · 519 2777 FJÖLSKYLDUPARADÍS Eitt af okkar vinsælustu vatnsleikjahótelum Eitt stærsta aðdráttarafl Eftalia Aqua er litríki vatnsleikjagarðurinn sem vekur ætíð mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni. Hér eru stórar og fínar fjölskyldusvítur og hægt er að fá barnaverð upp að 18 ára aldri. Allt innifalið frá 126.000,- Börn undir 18 ára aldri frá 91.000,-  BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL TYRKLANDS STÓRKOSTLEGUR VATNSSKEMMTIGARÐUR Allt þetta kostar 0 kr. Hjá Nazar er enginn dulinn kostnaður TYRKLAND SUMARIÐ 2014:  Ráðgjöf íslenskra sérfræðinga  Bókun í síma  Íslensk fararstjórn allt ferðatímabilið  Matur í flugi  Akstur til og frá hóteli  Frítt fyrir ungbörn (og engin verðhækkun á foreldrana) 100% ALLT INNIFALIÐ LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.