Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Guðlaugur G. Sverrisson, fyrrver-
andi stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur, segir ónákvæmni hafa
gætt í viðtali Morgunblaðsins við
Bjarna Bjarnason, núverandi for-
stjóra OR, í gær. Málið varðar upp-
rifjun Bjarna á þeirri ákvörðun Nor-
ræna fjárfestingarbankans (NIB) að
veita OR ekki lánafyrirgreiðslu. Tel-
ur Guðlaugur að Bjarni hefði átt að
rifja upp að sú ákvörðun átti sér
pólitískar skýringar.
Lán vegna Sleggjunnar
„Bjarni lætur ógert að geta þess
að í ársbyrjun 2010 var útistandandi
loforð um lán frá NIB að upphæð 15
milljarða króna vegna fyrirhugaðra
framkvæmda við Sleggjuna á Hellis-
heiði. Loforðið var handsalað í
Stokkhólmi og
staðfest í upphafi
árs 2010 að lánið
kæmi til af-
greiðslu þá um
haustið. Vorið
2010 tekur nýr
meirihluti við
stjórn í borginni
en við þau tíma-
mót lýsir Jón
Gnarr því yfir að
Orkuveita Reykjavíkur sé gjald-
þrota.
Sú yfirlýsing nýs borgarstjóra
hafði þau áhrif að loforð NIB var
dregið til baka. Birgir Björn Sigur-
jónsson, fjármálastjóri Reykjavíkur-
borgar, og Anna Skúladóttir, þáver-
andi fjármálastjóri Orkuveitunnar,
höfðu þá fengið staðfestingu á vil-
yrðinu frá NIB. Þessi ákvörðun NIB
olli Orkuveitunni vandræðum,“ segir
Guðlaugur sem telur einnig að
ónákvæmni hafi gætt í þeirri fullyrð-
ingu Bjarna að fjöldauppsagnir hjá
OR hafi hafist 2010. Bjarni hafi sagt
það ferli hafa leitt til fækkunar
starfsfólks um 200, niður í 390.
„Það er rangt. Árið 2009 létu 60
starfsmenn OR af störfum þegar
jafnframt var sett ráðningarbann
hjá fyrirtækinu,“ segir Guðlaugur.
Dýrkeypt að fresta viðhaldi
Þá gagnrýnir Guðlaugur þá fram-
setningu hjá núverandi forstjóra OR
að frestun fjárfestinga vegna frá-
veitu hafi sparað fyrirtækinu 3,3
milljarða króna 2011-2013. Raunin
sé að þarna sé um að ræða frestun
viðhalds sem muni reynast Orku-
veitunni kostnaðarsöm síðar.
Með Sleggjunni á Guðlaugur við
tvo 45 MW hverfla sem voru gang-
settir á Hellisheiði haustið 2011.
Morgunblaðið/Ómar
Höfuðstöðvar Orkuveita Reykjavíkur lenti í alvarlegum skuldavanda eftir efnahagshrunið haustið 2008.
Skrúfuðu fyrir lánið vegna
ummæla Jóns Gnarrs um OR
Fv. stjórnarformaður gagnrýnir ummæli forstjóra OR
Guðlaugur Gylfi
Sverrisson
Árið 2013 fóru hátt í 2,8 milljónir
farþega um Keflavíkurflugvöll;
15,6% fleiri en árið 2012 sem þó var
einnig metár, að því er segir í til-
kynningu frá Isavia.
Enn sé fyrirhugað að ráðast í
stækkun flugstöðvarinnar á Kefla-
víkurflugvelli í vetur. Reisa á við-
byggingu með kjallara og tveimur
hæðum við vesturálmu suðurbygg-
ingar flugstöðvarinnar, samtals um
5.000 fermetra að flatarmáli. Við-
byggingin sést á myndinni að ofan.
Þar verða sex brottfararhlið og
þaðan verður farþegum ekið að
flugvélum.
Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Sigling
24. mars - 18. apríl
Frá kr.
397.700
á mann í tvíbýli með allt innifalið
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
55
3
46
Glæsisigling frá Karíbahafi
til Evrópu
Glæsileg 18 nátta siglingmeð Costa Luminosa þar sem
heimsóttar eru nokkrar þekktustu perlur Karíba- ogMiðjarðar-
hafsins. Flogið til Orlando, dvalið þar í 3 nætur og síðan ekið til
Miami á Flórída en þaðan siglir skipið. Þar með hefst sannkölluð
draumasigling umKaríbahafið, komið verður við á Catalin eyju í
Dóminíska lýðveldinu, Tortola og Antigua - allt einstakar perlur
hver og einmeð sín sérkenni og skemmtilegt mannlíf. Síðan er
siglt yfir Atlantshafið til Evrópu í 6 daga og þá gefst gott tækifæri
að njóta lífsins um borð og alls hins besta sem boðið eru uppá í
formi skemmtanna og veislumáltíða frá morgni til kvölds. Þegar
til Evrópu er komið eru spennandi áfangastaðir framundan, Playa
de la Cruz á Tenerife, Cadiz á suður Spáni, Malaga, Marseille á
frönsku riveríunni og Savona á Ítalíu þar sem siglingunni lýkur.
Frá kr. 397.700 á mann í tvíbýli í innri klefa án glugga.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur í Orlando án fæðis, 18 nátta sigling með
fullu fæði, 4 nætur í San Remo með morgunverði, akstur til og frá flugvelli
erlendis og milli Orlando og Miami. Flugvallarskattar og hafnargjöld.
Kvöldverður 14. apríl.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út-
hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt
fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land.
Vilt þú létta á líkamanum eftir jólahátíðina?
Weleda Birkisafinn hjálpar!