Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 og stýrði þá m.a. rannsóknum á eig- inleikum íslensks jarðvegs og tók þátt í ýmsum alþjóðlegum verk- efnum á sviði jarðvegsverndar. Verkefnið „jarðvegsvernd“ sem Ólafur stýrði fékk Umhverfis- verðlaun Norðurlandaráðs 1998. Hann stýrði verkefninu Nytjalandi, gagnagrunni um gróður í landinu, jafnframt því sem rannsóknir á sandfoki, landgræðslu og ástandi lands voru á verkefnalista hans. Þegar Rannsóknarstofnun land- búnaðarins var sameinuð Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri undir heitinu Landbúnaðarháskóli Ís- lands, 2005, varð Ólafur prófessor við skólann og hefur verið það síð- an. Hann var auk þess deild- arforseti umhverfisdeildar skólans til 2012. Ólafur hefur starfað í faghópum Rammaáætlunar I og II, sat í stjórn Rannsóknarsjóðs í þrjú ár og hefur sinnt náttúruverndarmálum. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Landgræðsluskóla Samein- uðu þjóðanna. Þegar Ólafur er inntur eftir áhugamálum segist hann vera fag- idjót: „En þegar fjölskyldan hefur átt frí, hefur hún gjarnan horfið á vit óbyggðanna og íslenskrar nátt- úru. Tónlistariðkun er einnig of- arlega á blaði þegar færi gefst.“ Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Ása Lovísa Aradóttir, f. 30.1. 1959, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún er dóttir Ara Guðmundssonar sem er látinn, bókara á Blönduósi og í Hafnarfirði, og Guðmundu Guð- mundsdóttur sem var lengi bókari hjá stofnunum Hafnarfjarðarbæjar. Börn Ólafs og Ásu Lovísu eru Arndís Ósk Arnalds, f. 2.3. 1979, verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, búsett í Reykjavík en maður hennar er Gísli Rúnar Pálmason lögfræðingur og eiga þau tvö börn, og Guðmundur Ari Arn- alds, f. 15.7. 1994, menntaskólanemi. Albræður Ólafs: Sigurður Stein- grímur Arnalds, f. 9.3. 1947, verk- fræðingur í Reykjavík; Andrés Arn- alds, f. 4.12. 1948, dr. í gróðurfræði og fagmálastjóri Landgræðslu rík- isins; Einar Arnalds, f. 6.2. 1950, d. 18.4. 2004, rithöfundur og ritstjóri. Hálfbræður Ólafs, samfeðra: Jón Laxdal Arnalds, f. 28.1. 1935, d. 2.1. 2011, fyrrv. borgardómari og ráðu- neytisstjóri, og Ragnar Arnalds, f. 8.7. 1938, rithöfundur og fyrrv. alþm. og ráðherra og fyrrv. formað- ur Heimssýnar – hreyfingar sjálf- stæðissinna í Evrópumálum. Foreldrar Ólafs voru Sigurður Arnalds, f. 15.3. 1909, d. 10.7. 1998, útgefandi og stórkaupmaður í Reykjavík, og s.k.h., Ásdís Andr- ésdóttir Arnalds, f. 14.12. 1922, d. 25.4. 2010, útgefandi. Úr frændgarði Ólafs G. Arnalds Ólafur G. Arnalds Gestur Jónsson b. á Eyrar-Útkoti Ólöf Gestsdóttir húsfr. á Neðra-Hálsi Andrés Ólafsson b. á Neðra-Hálsi í Kjós Ásdís Andrésdóttir Arnalds húsfr. í Rvík Guðrún Halldórsdóttir húsfr. á Bæ Ólafur Jónsson hreppstj. á Bæ Gíslína Gísladóttir húsfr. í Rvík Einar H. Kvaran rithöfundur og forseti Sálar- rannsóknarfélags Íslands Matthildur Einarsdóttir Kvaran húsfr. á Seyðisfirði Ari Arnalds alþm. og sýslum. á Seyðisfirði Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Hjöllum Jón Finnsson b. á Hjöllum, bróðursonur Jóns Ara- sonar, afa Björns Jónssonar ráðherra, föður Sveins Björnssonar forseta Guðrún Gísladóttir húsfr. á Eyrar-Útkoti Kristín Gísladóttir húsfr. á Kiðafelli í Kjós Sigurbjörn Þorkelsson kaupm. í Vísi í Rvík Áslaug Sigurbjörnsdóttir organisti og hjúkrunarfræðingur Sigurbjörn Magnússon lögm. og stjórnar- form. Árvakurs Friðrik Sigurbjörnsson skrifstofustj. HÍ Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttam. á RÚV Þorkell Sigurbjörnsson framkvæmdastj. Gídeonfélagsins á Íslandi Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastj. Gídeonfélagsins á Íslandi Andrés Arnalds fagmálastj. Land- græðslu ríkisins Sigurður Arnalds ritstj. og útgefandi í Rvík Jón Laxdal Arnalds borgardómari og ráðu- neytisstj. Ragnar Arnalds rithöfundur og fyrrv. alþm. og ráðherra Eyþór Arnalds form. bæjarráðs Árborgar Einar Arnalds yfirborgar- dómari og hæstaréttar- dómari Kristín Arnalds cand.mag og fyrrv. skóla- meistari FB Ragnar H. Kvaran landkynnir Ævar R. Kvaran leikari Gunnar Kvaran sellóleikari Einar E. Kvaran aðalbókari Útvegsbankans Böðvar E. Kvaran framkvæmdastj. í Rvík Dr. Guðrún Kvaran ritstj. Orðabókar Háskólans Hjörleifur Kvaran fyrrv. borgarlögmaður Pétur Þorsteinsson, sýslumað-ur í Dalasýslu, fæddist á Ós-eyri í Stöðvarfirði 4.1. 1921. Hann var sonur Þorsteins Þor- steinssonar Mýrmanns, útvegs- bónda og kaupmanns á Óseyri, og Guðríðar Guttormsdóttur hús- freyju. Þorsteinn var sonur Þorsteins Þorsteinssonar, bónda á Viðborði í Mýrarhreppi í Austur-Skaftafells- sýslu, og Valgerðar Sigurðardóttur húsfreyju. Guðríður var dóttir Gutt- orms Vigfússonar, prófasts á Stöð í Stöðvarfirði, og Þórhildar Sigurð- ardóttur húsfreyju. Fyrri kona Péturs var Margrét Steinunn Jónsdóttir sem lést 1947 og eignuðust þau eina dóttur. Síðari kona Péturs var Björg Sól- ey Ríkarðsdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Pétur lauk stúdentsprófi frá MA 1943 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1950. Hann öðlaðist hdl- réttindi 1951 og hrl-réttindi 1991. Pétur stundaði þingritarastörf í Reykjavík samhliða háskólanámi 1943-50, var málafærslumaður í Reykjavík 1950-63, kennari í Kópa- vogi og Mosfellshreppi 1963-67 og var lögreglufulltrúi hjá bæj- arfulltrúanum á Seyðisfirði og sýslumanninum í Norður-Múlasýslu sumrin 1965 og 1966. Hann var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafn- arfirði og sýslumanninum í Gull- bringu- og Kjósarsýslu frá 1967 og var sýslumaður Dalasýslu frá 1974 og til 1991 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Pétur sinnti ýmsum félagsstörf- um, var m.a. formaður Austfirð- ingafélagsins í Reykjavík og ann- aðist útvarpskvöldvökur þess og bókaútgáfu um árabil, sat í Stúd- entaráði og átti m.a. frumkvæði að stofnun Lánasjóðs stúdenta og fé- lagsheimilis fyrir stúdenta. Þá var hann mikill náttúruverndarsinni og var formaður náttúruvernd- arnefndar Dalasýslu um árabil. Pétur flutti í Mosfellsbæinn er hann lét af sýslumannsembættinu og var búsettur þar síðustu æviárin. Pétur lést 23.10. 1993. Merkir Íslendingar Pétur Þorsteinsson Laugardagur 90 ára Guðlaug Hinriksdóttir 85 ára Bjarni S. Jónasson Jóhann Guðmundsson Lea Rakel Möller 80 ára Ástvaldur Jónsson Karen Vilhjálmsdóttir Margrét Andersdóttir Svanhildur Eyjólfsdóttir 75 ára Alda Sigurrós Joensen Elís Rósant Helgason Erla Helgadóttir Sverrir Björnsson 70 ára Agnar Már Ólafsson Fanney Helgadóttir Óskar Valgeirsson Sigrún Jóna Sigurðardóttir Þórhildur Vigfúsdóttir 60 ára Auður Sólborg Sigurðardóttir Erla Ingibjörg Sigvaldadóttir Hans Bot Vu Helgi Kristjánsson Jón Albert Óskarsson Kristín E. Sigurðardóttir Marteinn Sigurbjörn Björnsson Ólafur Ó. Stephensen Sigríður J Sigurðardóttir Soffía Steinunn Garðarsdóttir Sólveig Sigurðardóttir Steinunn Svansdóttir 50 ára Aðalheiður D. Sigurðardóttir Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir Arnfríður Jóhannsdóttir Auður Pálmadóttir Berglind Jónsdóttir Björgvin Filippusson Egill Herbertsson Fjóla Sigurðardóttir Hörður Andrésson Ingibjörg Einarsdóttir Jóhanna Birna Gísladóttir Jón Borgfjörð Harðarson Krystyna Balcer Maria Cecilie Wang Ragnhildur Thorlacius Sigríður K. Rögnvaldsdóttir Sigurður Sigurðsson Stefán Þór Kristjánsson Þórhallur Guðmundsson 40 ára Aðalheiður Ólafsdóttir Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir Darri Johansen Einar Mar Þórðarson Eiríkur H. Kjerúlf Guðný Jóhannesdóttir Hlynur Geir Ásgeirsson Ingþór Karl Eiríksson Jeffrey Benjamin Sussman Jón Einar Reynisson Kristín Þórhalla Þórisdóttir Lúðvík Ásgeirsson Malgorzata Maria Radkowska Orri Freyr Indriðason Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir Þórður Emil Ólafsson 30 ára Agnieszka Maria Kedziora Atli Freyr Steinþórsson Ásgerður Fanney Bjarnadóttir Dagný Rut Gísladóttir Hrannar Markússon Kristrún Steinarsdóttir Magnús Andri Pálsson Ólafur Páll Árnason Silja Rós Hauksdóttir Steinunn Jóna Pétursdóttir Tinna Ósk Óskarsdóttir Sunnudagur 90 ára Helgi Sigurður Haraldsson 80 ára Einar Ásgeirsson 75 ára Guðbjörg R. Þorgilsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Jónas B. Erlendsson Júlíus Oddsson Sigurður Grétar Jónsson Sigurrós Sigurðardóttir Skjöldur Sigurðsson 70 ára Gísli Eysteinn Aðalsteinsson Gyða Ólafsdóttir Ragnar V. Þorvaldsson Sigurlaug Alda Þorvaldsdóttir Þórunn Stella Markúsdóttir 60 ára Guðrún Anna Jóhannsdóttir Gunnar Gunnlaugsson Helga Bragadóttir Kristinn Friðrik Árnason Kristjana Erna Einarsdóttir Lilja Jónína Karlsdóttir Málfríður Hrönn Ríkharðsdóttir Ólafur Jón Guðjónsson Salóme Kristín Jakobsdóttir Sigríður Einarsdóttir Steinunn Árnadóttir Sævar Guðbrandsson 50 ára Ármann Helgason Elísabet Herbertsdóttir Guðmundur Karlsson Guðrún Ólafsdóttir Kristján Viðar Bárðarson Kristján Viktor Auðunsson Þórhallur I. Sigurjónsson 40 ára Arnar Freyr Símonarson Árni Jökull Gunnarsson Ásgeir Lárus Ágústsson Elinóra Kristinsdóttir Guðni Már Egilsson Guðrún Guðmundsdóttir Hildur Loftsdóttir Hlini Baldursson Lísa Lotta Björnsdóttir 30 ára Andrea Lísa Kjartansdóttir Anna Kristín Arnardóttir Aurora Mazzone Árni Traustason Ásdís Ósk Jónsdóttir Benoit Thomas Branger Elsa Ruth Gylfadóttir Fjóla Dögg Halldórsdóttir Friðjón Guðmundur Snorrason Gísli Sveinn Aðalsteinsson Guðný Gunnlaugsdóttir Gyða Borg Barðadóttir Ingólfur Steinar Ingólfsson Íris Dögg Einarsdóttir Jón Gunnarsson Kjartan Orri Ragnarsson Lour Jelly Ann Caamic Patryk Kosiak Vytautas Jaudegis Örvar Andrésson Til hamingju með daginn Glerárgata 7, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Viðhöfumgræjurnar fyrir þig FenderCD60 þjóðlagagítarm. stillitæki DVDo.fl. frá 26.990 Klassískir gítarar frá 18.990 Landsinsmesta úrval af trommusettum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.