Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 22
Ágreiningur Norska fyrirtækið Havfisk var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða slitastjórn Glitnis tæpa þrjá milljarða króna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Norska fyrirtækið Havfisk var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða slitastjórn Glitnis tæpa þrjá milljarða íslenskra króna, eða 158 milljónir norskra króna. Dóm- urinn féll hinn 30. desember síðast- liðinn og greindi fyrirtækið frá hon- um í tilkynningu sem birt er í norskum fjölmiðlum. Dómurinn hef- ur ekki verið birtur á vef Héraðs- dóms Reykjavíkur. Í tilkynningunni er haft eftir Olav Holst Dyrnes, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að dómurinn sé mikil vonbrigði og að það sé mat hans að niðurstaða dómsins sé röng. Hann segir að dóminum verði því áfrýjað til Hæstaréttar á Íslandi. Slitastjórn sendi norska sjávarút- vegsfyrirtækinu Aker Seafoods, nú Havfisk, kröfu árið 2010 sem hljóð- aði upp á 99 milljónir norska króna, eða nærri 2 milljarða íslenskra króna. Krafan snerist um vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamning sem gerð- ur var árið 2005. Aker Seafood sagðist hafa rift samningnum árið 2008 eftir fall ís- lenska bankans í samræmi við ís- lensk lög því ekki borið skylda til að greiða bankanum í samræmi við samninginn. Héraðsdómur féllst hins vegar ekki á þann málatilbún- að. Slitastjórnin hafði krafði fyrir- tækið um greiðslu í september árið 2010 og stefndi því fyrir dómi í des- ember árið 2011. Var þess krafist að Havfisk yrði dæmt til að greiða 105 milljónir norskra króna auk vaxta. Að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum fór aðalmeðferð í málinu fram í lok nóvember á síðasta ári og dómur kveðinn upp 30. desember. Glitnir fær 3 milljarða  Fyrirtækið Havfisk tapaði dómsmáli Munið að slökkva á kertunum Staðsetjið ekki kerti þar sem börn eða dýr geta auðveldlega rekið sig í þau og velt þeim um koll. Stað- setjið útikerti ekki beint á trépall. Slökkvilið höfuborgasvæðisins Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 www.gengurvel.is PROSTAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN P R E N T U N .IS PROSTAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? Tíð þvaglát trufluðu vinnuna og svefninn Halldór R. Magnússon, eigandi HM-flutninga ehf, vinnur við alhliða vörudreifingu og flutningsþjónustu og keyrir því bíl stóran hluta vinnudagsins. „Þvagbunan var farin að slappast og ég þurfti oft að pissa á næturnar. Á daginn var orðið afar þreytandi að þurfa sífellt að fara á klósettið og svo þegar maður loksins komst á klósettið þá kom lítið sem ekkert!“ segir Halldór „Ég tek eina töflu á morgnana og aðra á kvöldin og finn að ég þarf sjaldnar að pissa á næturnar. Bunan er orðinn miklu betri og klósettferðirnar á daginn eru færri og áhrifaríkari,“ Halldór Rúnar Magnússon - eigandi HM flutninga. STUTTAR FRÉTTIR ● Breska versl- unarkeðjan House of Fraser, sem var áður í eigu Baugs og gamla Lands- bankans, verður skráð á hlutabréfa- markað á þessu ári. Frá þessu var greint í breska dagblaðinu Times. Í frétt blaðsins er haft eftir John King, forstjóra fyr- irtækisins, að sölutölur sýni að það sé mikil eftirspurn eftir vörum verslunar- innar. „Við byrjuðum undirbúning fyrir jól,“ segir John King. Gert er ráð fyrir því að ferlið klárist fyrir næstu áramót. House of Fraser skráð á markað á þessu ári House of Fraser Áður í eigu Baugs.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/0-0/ +1/-. 2+-10/ +/-34 +3-3+, +23-00 +-+15+ +33-1/ +,3-./ ++,-4. +01-55 +1/-42 2+-+4 +/-/+, +3-343 +2/-., +-+13. +33-4+ +,3-/2 210-45./ ++,-0+ +01-0 +1/-05 2+-222 +/-/3 +3-/+0 +2/-3+ +-++1, +3/-+5 +,/-24 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Gullverð hækkaði mikið á árunum eftir 2000 og sérstaklega eftir fjár- málakreppuna. Verðið fór upp um heil 500% þangað til á síðasta ári þegar verðfallið varð rúmlega 28%. Á nýárs- dag var verðið komið niður í 1199,9 bandaríkjadali á únsu, en hæst hafði verið farið upp í 1923,9 dollara í sept- ember árið 2011. Margir miðlarar og sjóðir hafa losað sig við gulleign síðustu misserin, en meðal annars seldi fjárfestirinn frægi George Soros allt sitt gull um mitt árið. Niðursveiflan á síðasta ári er sú mesta í 32 ár, en síðast þegar gullverð lækkaði jafn mikið á stuttum tíma var það árið 1981. Gullverð hrundi 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.