Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 25
Rauðagerði 25  108 Reykjavík  Sími 440 1800  kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco Opnast hratt & örugglega Eru orkusparandi Þola mikið vindálag Eru öruggar & áreiðanlegar Henta við allar aðstæður 15 ára reynsla við íslenskar aðstæður & yfir 130 hurðir á Íslandi • • • • • • Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hópur norskra skotveiðimanna hef- ur verið fenginn til að veiða síðustu hreindýrin á eyjunni Suður-Georgíu í Suður-Atlantshafi. Suður-Georgía er breskt yfir- ráðasvæði og hefur tilheyrt Falk- landseyjum. Á eyjunni voru áður verstöðvar hval- og selfangara en þar dvelja nú að jafnaði aðeins um 30 manns og flestir þeirra eru vís- indamenn sem stunda rannsóknir á Suðurskautslandinu. Norðmaðurinn Carl Anton Lar- sen kom upp fyrstu hvalstöðinni í Suður-Georgíu árið 1904, en henni var lokað árið 1965. Alls ráku Norð- menn sjö hvalstöðvar á eyjunni og þegar hvalveiðarnar náðu hámarki voru þar allt að 10.500 Norðmenn. Tíu hreindýr voru flutt með skipi frá Noregi til Suður-Georgíu árið 1911. Markmiðið var að sjá hval- veiðimönnunum fyrir kjöti og gefa þeim færi á að stunda skotveiðar í frístundum. Hreindýrunum tók að fjölga mjög á áttunda áratug aldarinnar sem leið eftir að hvalveiðar Norðmanna lögð- ust af. Bresk yfirvöld ákváðu fyrir þremur árum að útrýma hreindýr- unum í Suður-Georgíu til að vernda vistkerfi eyjunnar og önnur dýr. Hreindýrin voru orðin svo mörg að hætta var talin á gróðureyðingu, auk þess sem þau fældu burt fugla sem hafa orpið á eyjunni. Á meðal þeirra eru margir sjófuglar, meðal annars mörgæsir og albatrosar, auk fugla á borð við sæsvölur, kjóa, máva og þernur. Til að mynda er Suður- Georgía stærsta varpland kónga- mörgæsa í heiminum en áætlað er að um eitt hundrað þúsund pör komi þangað árlega til að verpa. Talið var fyrir þremur árum að um 3.500 hreindýr væru í Suður- Georgíu en þau reyndust vera hátt í 6.000. Í febrúar síðastliðnum voru um það bil 3.500 dýranna drepin og áætlað er að yfir 2.000 dýr séu eftir. Stefnt er að því að þau verði öll veidd á næstu vikum. Rottum útrýmt á næsta ári „Við stöndum frammi fyrir hrein- dýraplágu og rottuplágu,“ hafði norska dagblaðið Aftenposten eftir Martin Collins, fulltrúa breskra yfir- valda í Suður-Georgíu. Hann skír- skotaði til þess að fuglunum stafar einnig hætta af rottum sem bárust til eyjunnar með skipum Norð- manna og fleiri Evrópuþjóða. „Því miður neyddumst við til að útrýma hreindýrunum fyrst, síðan kemur að rottunum.“ Ráðgert er að dreifa um 163 tonn- um af eitruðu rottufóðri í ár til að út- rýma meindýrunum. Gert er ráð fyr- ir því að síðustu rotturnar verði drepnar á næsta ári. Norskir hvalveiðimenn fluttu einnig hreindýr á frönsku eyjuna Kerguelen í sunnanverðu Indlands- hafi og þar hefur dýrunum einnig fjölgað í allt að 6.000, að sögn Aften- posten. Morgunblaðið/Frikki Á beit Ákveðið var að útrýma hreindýrum í Suður-Georgíu til að vernda fuglalíf og afstýra gróðureyðingu. Hér eru hreindýr við Kárahnjúka. Hreindýrum og rottum útrýmt  Hreindýraplága í Suður-Georgíu Aðdáendur kappaksturskappans Michaels Schumach- ers söfnuðust saman við sjúkrahús hans í frönsku borg- inni Grenoble í gær þegar haldið var upp á 45 ára af- mæli hans. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði í skíðaslysi í frönsku Ölpunum á sunnudaginn var. Hann er í svefndái á sjúkrahúsinu og læknar hans segja að hann sé enn í lífshættu. Fjölskylda hans þakkaði aðdá- endum hans stuðninginn sem þeir hafa sýnt honum. Aðdáendur sýna kappaksturshetjunni stuðning EPA Haldið upp á afmæli Schumachers Hundruð manna stóðu á öndinni við höfnina í Tai- pei í gær þegar átján metra há gul uppblásin önd var flutt þangað aftur eft- ir tveggja daga viðgerðir. Öndin sprakk á sýningu við höfnina á þriðjudag, nokkrum klukkustund- um áður en gamla árið var kvatt. Hollenski listamaðurinn Florentijn Hofman hannaði öndina. Samskon- ar önd hefur verið sýnd í 13 borg- um í níu löndum frá árinu 2007. TAÍVAN Stóra gula öndin fær nýtt líf Börn við stóru gulu öndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.