Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Við Jakasel í Breiðholti Ökumönnum gremst þegar götur eru hvorki ruddar, sandaðar né saltaðar en krökkunum líður aldrei betur á sleðunum en þegar snjórinn er nægur og færið gott. Ómar Berlín | Evrópusam- bandið hefur líklega aldrei upplifað neitt þessu líkt áður: Rík- isstjórn Viktors Janúkó- vits, forseta Úkraínu, þóttist vera að semja um nánari tengsl við sam- bandið, en hætti við á síðustu stundu. Leiðtog- um ESB fannst þeir hafa verið gabbaðir; á hinn bóginn ríkti andrúmsloft fögn- uðar í Moskvu. Eins og við vitum núna var helsti hvati Janúkóvits fyrir viðræðunum sá að hækka gjaldið sem Rússland myndi greiða til þess að halda Úkra- ínu á áhrifasvæði sínu. Örfáir dagar liðu áður en Janúkóvits og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynntu um lán frá Rússlandi sem nam 15 milljörðum Bandaríkjadaga, lækkun á verði jarðgass og ýmsa viðskipta- samninga. Frá sjónarhóli Janúkóvits er samn- ingurinn hyggilegur til skemmri tíma litið: Jarðgassamningurinn mun hjálpa Úkraínu að lifa af veturinn, lánið forðar Úkraínu frá því að falla á gjalddaga með skuldir sínar, og samningurinn heldur rússneska markaðnum, sem hagkerfið reiðir sig á, opnum. Þegar horft er til lengri tíma fylgir því að hafna ESB og opna faðminn fyrir Rússlandi sú hætta að Úkraína glati sjálfstæði sínu – en skipan Evrópu í kjölfar Sovéttímans treystir á það sjálfstæði. Þegar horft er á stjórnmálastöðu landsins er Úkraínu skipt í tvennt. Austur- og suðurhéruð landsins (sér- staklega Krímskaginn) vilja samein- ast Rússlandi á ný, á meðan vestur- og norðurhéruðin krefjast þess að færast í áttina að Evrópu. Þessi deila verður því aðeins leyst í fyr- irsjáanlegri framtíð með miklu ofbeldi, eins og fjöldamótmælin í Kíev sýna. En enginn með viti getur óskað eftir slíkri niðurstöðu. Úkraína þarfnast frið- samlegrar og lýðræð- islegrar lausnar, sem verður einungis fundin innan núverandi ástands. Hegðun ESB krefst útskýringa. Janúkóvits hefur alltaf verið banda- maður valdhafanna í Kreml. Kosning hans árið 2010 markaði endalok hinn- ar evrópuvænu appelsínugulu bylt- ingar sem kom í veg fyrir að hann stæli forsetakosningunum árið 2004 og héldi Úkraínu í faðmi Rússa. Þannig að hvers vegna ýtti sam- bandið á eftir samkomulagi, án þess að geta boðið Úkraínu nokkuð í lík- ingu við það sem Rússar höfðu? Svarið má finna í samskiptum Evr- ópu og Rússa. Þegar Sovétríkin féllu glötuðu Rússar ekki bara stöðu sinni sem heimsveldi; innan Evrópu var landið neytt til þess að hörfa aftur með landamæri sín og áhrif sem Rússar höfðu ýtt í vesturátt frá dög- um Péturs mikla – sem náðu að lok- um að Saxelfi og Thüringen. Þegar Pútín tók við af Borís Jeltsín sem for- seti Rússlands, hafði hann þrjú yf- irmarkmið sem hann stefnir enn að: að binda enda á undirlægjuhátt Rússa í kjölfar falls Sovétríkjanna gagnvart Vesturveldunum; að koma aftur á fullveldi yfir flestum af fyrr- verandi Sovét-lýðveldunum, eða í það minnsta nægu valdi til að stöðva framrás NATO í austurátt; og að heimta aftur smátt og smátt stöðu Rússlands sem heimsveldis. Þessi markmið myndu ekki nást með Rauða hernum, heldur af mögu- leikum landsins í efnahagsmálum, einkum með útsjónarsamri orku- stefnu sem er studd af miklum olíu- og jarðgasauðlindum. Sú stefna krefst þess að tryggja fyrst yfirráð Rússa yfir þessum auðlindum. Hún krefst þess einnig að setja upp nýja útflutningsleiðir til Evrópu, sem með því að fara framhjá Úkraínu, myndu gera landið veikt fyrir kúgun, því að lokun á olíustreymi til landsins myndi ekki lengur valda vandræðum í Evr- ópu. Lokamarkmiðið væri að ná aftur rússneskri yfirstjórn yfir úkraínska olíuleiðslunetinu. Á þeim tímapunkti væri hægt að narra Úkraínu til þess að ganga í „Evrasíusamband“ Pútíns, hliðstæðu Rússa við Evrópusam- bandinu sem miðar að því að halda fyrrverandi Sovétlýðveldum innan áhrifasvæðis Rússa. Auk þess að nota Nord Stream- og South Stream-olíuleiðslurnar til þess að skera Úkraínu frá útflutningi Rússa til Evrópu, tókst Kremlverjum að hindra aðgang Evrópu að hinu kol- vetnisauðuga Kaspíahafi og Mið- Asíu. Nær eina leiðin sem ríkjum eins og Aserbaídsjan, Túrkmenistan og Kasakstan er fær til þess að flytja út til vestursins er í gegnum olíu- leiðslukerfi Rússa. Eina undantekn- ingin, Bakú-Tblísí-Ceyhan línan frá Aserbaídsjan til Tyrklands, var ýtt í gegn af Bandaríkjamönnum. Evrópa hefur gert ekkert af því taginu. Ekkert af þessu er í raun leynd- armál í höfuðborgum Vesturlanda; þvert á móti hefur höfuðtakmark Pútíns – víðtæk endurskoðun á þeirri skipan mála sem komst á í Evrópu eftir lok kalda stríðsins – orðið ljósari eftir því sem Rússar hafa komist nær því. En hvorki ESB né Bandaríkin hafa viljað eða getað (hingað til) lagt á ráðin um skilvirkt svar. Frumkvæði ESB í Úkraínu var til- raun til þess að veita slíkt svar. Evr- ópa lagði mikið undir, vegna þess að ef Úkraína glatar sjálfstæði sínu á einn hátt eða annan, verður öryggi Evrópu í hættu – en það er áhætta sem hvergi finnst jafnvel og í Póllandi og Eystrasaltslöndunum. Þegar Ja- núkóvits hafnaði samkomulaginu, tapaði Evrópusambandið veðmáli sínu. Það er ekki hægt að álasa Pútín fyrir að verja á slyngan hátt það sem hann túlkar sem hagsmuni Rússa. Sökin fyrir niðurstöðunni í Úkraínu er öll hjá leiðtogum ESB, sem héldu svo illa á hagsmunum Evrópu. Stórar handabendingar og pappírsþunnar yfirlýsingar geta ekki falið vanrækslu Evrópu við að verja hagsmuni sína, sem mun ekki vera hjálplegt í sam- skiptum við Rússland. Ef Evr- ópubúar vilja breyta þessu verða þeir að fjárfesta í hagsmunum sínum og hanna skilvirka leið til þess að tryggja að þær fjárfestingar gangi upp. Þetta á ekki bara við um Úkraínu. Við árslok 2013 getur rússneska ut- anríkisþjónustan horft til baka og skoðað ár tilkomumikilla sigra: Sýr- land, bráðabirgðasamkomulagið við Írani, og nú höfnun Úkraínu á Evr- ópu. Hvort leiðtogar Evrópu sjái tengingarnar og skilji afleiðingar er enn alvarleg spurning. Sú staðreynd ein og sér gefur ástæðu til þess að hafa verulegar áhyggjur. Eftir Joschka Fischer »Úkraína þarfnast friðsamlegrar og lýðræðislegrar lausnar, sem verður einungis fundin innan núverandi ástands. Höfundur var utanríkisráðherra Þýskalands frá 1998 til 2005 og var leiðtogi þýskra græningja í nærri tuttugu ár. ©Project Syndicate/Institute for Human Sciences, 2013.www.project- syndicate.org Afleikur Evrópu í Úkraínu Joschka Fischer AFP Stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar í Kiev settu á svið táknræn mótmæli við ákvörðun forsetans um að stöðva aðildarferli Úrkaínu að sambandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.