Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 ✝ Kristján J.Kristjánsson fæddist á Ísafirði 28. febrúar 1926, hann lést á heimili sínu þann 14. des- ember 2013. For- eldrar hans voru Kristján Krist- jánsson lóðs, f. 5. júlí 1883, d. 18. sept- ember 1969 og Guð- rún Stefanía Ólafs- dóttir, húsmóðir, f. 17. apríl 1890, d. 13. febrúar 1978. Systkin hans voru Ásta Dóróthea, f. 10. apríl 1908, d. 2. janúar 1922, Haraldur Óskar, f. 29. júní 1911, d. 14. júlí 1978, Egill, f. 17. júlí 1920, upp- eldisbróðir, Pétur Haraldsson, f. 26. júní 1933, d. 27. janúar 2004. Kristján kvæntist þann 12. júní 1949 Elsu Rósborg Sigurð- ardóttur, f. 2. maí 1931, d. 22. júlí 1983. Börn þeirra: 1. Karen, f. 27. fyrra hjónabandi er Margrét Þur- íður, f. 1973. 5. Trausti Að- alsteinn, f. 1. nóvember 1961. Sambýliskona hans er Sara Leifs- dóttir, f. 1963. Sonur hans af fyrra hjónabandi er Hákon, f. 1988. Kristján kvæntist þann 8. ágúst 1986 eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Ingu Þorkelsdóttur, f. 8. ágúst 1930. Börn hennar eru Hanna Sigurlaug Helgadóttir, f. 19 mars 1951, Birgitta Helgadótt- ir, f. 22. október 1952, Birgir Helgason, f. 19. maí 1954, Gunn- laugur Hilmarsson, f. 8. nóv. 1956, Þorkell Hilmarsson, f. 20. des 1957, Gunnar Hilmarsson, f. 3. okt. 1960 og Hilmar Hilmarsson, f. 2. nóv. 1961. Kristján hóf ungur sjósókn á bátum samvinnufélags Ísfirðinga en starfaði lengst af sem lög- reglumaður á Ísafirði og var best þekktur í heimahögunum sem Kútti lögga. Hann starfaði um nokkurra ára skeið hjá Íshús- félagi Ísfirðinga en lauk starfs- ævinni sem bátsmaður á Hofs- jökli. Útför Kristjáns fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 4. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 14.00. febrúar 1948, eig- inmaður Haraldur Benediktsson, f. 1946. Þeirra börn eru Kristján, f. 1968, Elvar Þór, f. 1969, d. 1969, Benedikt, f. 1971 og Elsa Rakel, f. 1975. 2. Guðrún Kristjana (Kiddý,) f. 20. júní 1951, eig- inmaður Hafsteinn Ingólfsson, f. 1950. Þeirra synir eru Hafþór, f. 1970, Róbert, f. 1975 og Stefán Þór, f. 1980. 3. Björk, f. 10. ágúst 1952, d. 25. nóvember 2012. Hennar synir eru Guðjón, f. 1972 og Gunnar Lár, f. 1985. 4. Ásta Dó- róthea, f. 9. desember 1955, eig- inmaður Sverrir Kristjánsson, f. 1942. Þeirra synir eru Ari Auð- unn, f. 1974, Karel Geir, f. 1978, Elvar Þór, f. 1980 og Kristján Valtýr, f. 1991. Dóttir Sverris af Góður vinur til margra ára- tuga og afi sonar míns, Krist- ján Kristjánsson, er fallinn frá í hárri elli eftir löng og erfið veikindi. Kristjáni, Elsu og fjöl- skyldunni kynntist ég árið 1972 á menntaskólaárum mínum á Ísafirði. Heimilisbragurinn á Engja- veginum var einstakur. Sam- band þeirra hjóna var afskap- lega fallegt og gestrisnin mikil. Það fór enginn svangur út frá Kristjáni og Elsu og við kaffi- eða matarborðið var ekki held- ur skafið utan af hlutunum. Kristján sá til þess að skoðanir hans á mönnum og málefnum kæmust umbúðalaust til skila. Það fór til dæmis ekki á milli mála að hann væri frá hjartanu sannur krati, enda voru Björg- vin Sighvatsson heitinn sá mikli kratagúrú og hann mjög góðir vinir. Aðrir flokkar fengu allir með tölu, miskunnarlausa fall- einkunn hjá Kristjáni. Á þess- um árum hafði Kristján starfað lengi í löggunni (Kútti lögga). Hann hafði sterka réttlætis- kennd og þótti sumum af þeim sem hann varð að kljást við, hann geta verið helst til harð- hentur. Þegar hann var hættur í löggunni á miðjum aldri og farinn að vinna hjá Íshúsfélag- inu fannst honum sjálfum eins og að hann væri sloppinn úr prísund. Árið 1983 missti Kristján sína góðu konu og urðu þá mik- il þáttaskil í lífi hans. Hann réð sig þá fljótlega á flutningaskip- ið Hofsjökul sem sigldi til Bandaríkjanna með frystan fisk. Þar kunni hann vel við sig og fljótlega var hann gerður að bátsmanni, enda harðduglegur og laginn. Um borð í Hofsjökli varð honum það til happs að kynnast skipsþernunni Ingu, sem varð seinni kona hans og flutti hún með honum á Ísa- fjörð þar sem Inga endurreisti með Kristjáni gamla gestrisna heimilisbraginn á Engjavegin- um. Kristján var alla tíð syni mín- um Guðjóni sem besti faðir og fyrir það ber að þakka honum. Guðjón hefur einnig alla tíð hugsað vel um afa sinn og kunn- að að meta allt sem hann hefur gert fyrir hann. Sjálfum hefur mér auðnast að halda góðu sam- bandi við Kristján og átt því láni að fagna að geta heimsótt hann og Ingu á Engjaveginn í hvert skipti sem ég kom til Ísafjarðar. Mikið varð Kristján alltaf glaður þegar við Lóló færðum honum nýveiddan silung úr Fljótavík- inni. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni á Engja- veginum, en fyrir ári lést Björk barnsmóðir mín, dóttir Krist- jáns, langt um aldur fram. Við hjónin vottum Ingu og allri stórfjölskyldunni samúð okkar. Guðmundur Guðjónsson (Muggur). Ég er á lögreglustöðinni að heimsækja afa eftir venjulegan skóladag. Örn skólabróðir minn og ég horfum með aðdáun á þennan stóra og stæðilega kall. Mikil tilhlökkun er framundan; rúntur heim með „löggubíl“. Afi Kristján var stór maður, gat allt að mér fannst, hjálpaði öllum og var alltaf til staðar. Hann byggði hús fyrir sig og fyrir börnin sín og óeigingjarn var hann með eindæmum. Ég gleymi aldrei mínum fyrsta vinnudegi hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga. Afi vann þar eftir að hann hætti hjá lögreglunni. Hann hafði mikla trú á mér og var búinn að tala við Jonna verkstjóra og sannfæra hann um að þarna væri duglegur ungur maður þó að hann væri rétt að verða 12 ára. Ég stefndi að því frá fyrsta degi að fá tæki- færi að vinna með afa og það gekk upp síðar um sumarið mér til mikillar ánægju. Við tveir saman uppi á þriðju hæð að verka skreið, borða nesti saman og hlusta á sögur; þvílík sæla fyrir mig. Það var alltaf unnið hratt og samviskusamlega og ekkert gefið eftir. Að vinna vel fyrir laununum sínum var afar mikilvægt og þau sterku og góðu gildi lagði hann að mér ungum drengnum. Afi var langtum eldri en hinir ungu hraustu löndunarmenn hjá Íshúsfélaginu og hann var að- almaðurinn á staðnum. Það þorði enginn að gera grín að afa og meira að segja Gaui litli, sem var kóngurinn á annarri hæð, bar ómælda virðingu fyrir hon- um. Afi var gríðarlega hraustur og þess vegna tók hann allar landanir upp úr Guggunni og Júllanum í hverri viku. Þetta sá ég sem lúgumaður fyrir ofan lest og hugsaði oft um að þang- að yrði ég að komast, vera niðri við erfiðisvinnu eins og afi og fá meira kaup. Ég sá afa einu sinni slasast niðri í lestinni en þrátt fyrir það var ekkert gefið eftir, verkið skyldi klárað. Þannig var hugs- unarhátturinn. Skömmu seinna horfði ég síðan dolfallinn á afa minn tæma stígvélið sitt af blóði sínu í vaskinn á stakkageymsl- unni í Júllanum. Hann taldi mér trú um að ég þyrfti ekki að hafa engar áhyggjur, hann sagðist verða góður á morgun. Auðvitað trúði ég því sem afi sagði enda var hann sá sterkasti og ósigr- andi í mínum huga. Elsku afi varð fyrir gríðar- legum missi þegar amma Elsa dó langt fyrir aldur fram. Þetta áfall tók mikið á hann og hann var bugaður um tíma af sorg og vissi ekki hvernig hann gæti lif- að af án konu sinnar sem var honum sterkur lífsförunautur. En eins og máltækið segir þá læknar tíminn öll sár og það var honum mikið gæfuspor að ráða sig á fraktskipið Hofsjökul sem sigldi til Ameríku. Þar kynntist hann síðari eiginkonu sinni Ingu sem vann um borð. Hún kom eins og engill fyrir afa og þvílíkt guðslán fyrir hann að kynnast henni. Afi varð aftur sjálfum sér líkur og vann þarna sín síðustu ár á vinnumarkaðinum. Það er ekki pláss hér til þess að telja upp hversu góð þau afi og Inga voru við alla og okkur barnabörnin með gjöfum frá Ameríku sem rötuðu undir jóla- tréð. Þetta voru alltaf stærstu, hörðustu og flottustu pakkarnir og ótrúlega spennandi fyrir okkur barnabörnin. Minning- arnar lifa áfram og ég kveð elskulegan afa Kristján með söknuði og er þakklátur fyrir öll þau góðu gildi sem hann kenndi mér. Hafþór Hafsteinsson. Það er með trega en einnig þakklæti í hjarta sem ég rita þessar línur í minningu ástkærs afa míns, Kristjáns J. Krist- jánssonar. Eftir standa góðar minningar um einstakan mann og frábæran afa og þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með honum. Þær hafa án efa mótað mig talsvert og þær munu áfram ylja mér um ókomna tíð. Minnisstæðar eru stundirnar forðum í ömmu- holu þegar heilu sagnabálkarnir um „Molda og Brodda“ voru spunnir upp og sköpuðu ljóslif- andi ævintýraveröld í hugar- fylgsnum lítils drengs, ferðirnar í bústaðinn í Vatnsfirði, bíltúr- arnir um Skutulsfjörð og ná- grenni og síðar ferðirnar með Hofsjökli vestur um haf, svo fátt eitt sé nefnt. Afi var nokkuð mikill maður vexti og rammur að burðum. Fáa menn hef ég hitt hraustari. Yfirborðið kann að hafa virst sumum hrjóstrugt, svolítið eins og náttúran sem hann ólst upp í, en undir bjó hlýtt og gott hjarta, sem fátt aumt mátti sjá. Afi varð gjarnan fyrstur til að rétta hjálparhönd þangað sem hennar var þörf. Orðin voru þá ekki alltaf mörg en verkin töl- uðu þeim mun sterkar. Í seinni tíð voru ekki eins mörg tækifæri til samvista en þó alltaf nokkur á ári hverju. Það var gott að koma á Engja- veginn. Móttökurnar voru ávallt góðar og viðurgerningurinn átti sér fáa líka. Sérstaklega var gaman þegar afi komst á flug í að rifja upp gamla tíma. Sög- urnar voru margar úr víðfeðm- um reynslubankanum, sagðar af innlifun og færðar í kjarn- yrtan og líflegan stíl. Afi var hvíldinni eflaust feg- inn á hinsta degi eftir erfið veikindi og þakklátur fyrir að fá að kveðja friðsællega á heim- ilinu sem hann byggði og bjó á meginþorra ævi sinnar. Ég efa ekki að hans hafi beðið góðar móttökur frá ömmu og mömmu hinum megin. Við Helga vottum Ingu, sem staðið hefur eins og stytta við hlið afa í veikindum hans og reynst honum svo vel, og móð- ursystkinum mínum samúð okkar. Hvíl í friði, elsku afi. Takk fyrir allt. Guðjón. Kristján J. Kristjánsson  Fleiri minningargreinar um Kristján J. Krist- jánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg móðir okkar, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR frá Miklaholti, Stórateig 42, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi á nýársdag. Kristín Magnúsdóttir, Jón Magnússon. ✝ Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir okkar, mágur og frændi, OLGEIR MÁR BRYNJARSSON, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. desember. Hann verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju miðvikudaginn 8. janúar kl. 15.00. Brynjar Jón Olgeirsson, Brynjar Olgeirsson, Guðný Bergdís Lúðvígsdóttir, Lúðvíg Brynjarsson, Kristín Hallgrímsdóttir, Ásthildur Ósk Brynjarsdóttir, Andri Freyr Stefánsson og frændsystkini hans. ✝ Okkar ástkæra HERMÍNA SIGURÐARDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 27. desember, verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 13.00. Jóhann Long, Gunnar Finnlaugsson, Gunilla Maria Finnlaugsson, Þorfinnur Finnlaugsson, Soffía Guðmundsdóttir, Þórlaug Finnlaugsdóttir Toft, Kai Toft, Hulda Finnlaugsdóttir, Snorri Finnlaugsson, Sigríður Birgisdóttir, Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir, barnabörn og makar þeirra, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BORGHILD INGER STEINGRÍMSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, föstudaginn 27. desember. Útförin fer fram í Seljakirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.00. Einar Ingvarsson, Ellen Einarsdóttir, Ólafur Sigurðarson, Steingrímur Einarsson, Sigríður Jóna Sigurjónsdóttir, Ingvar Einarsson, Kalisuri Murugasn, Guðrún María Einarsdóttir, Viðar Ásgeirsson og barnabörn. ✝ Minn elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir, tengdasonur, frændi og mágur, EIRÍKUR ÓMAR SVEINSSON framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar, lést á Landspítalanum 25. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 14. janúar kl. 15.00. Ingibjörg Sandholt, Sveinn Rafn, Melkorka Ragnhildardóttir, Egill Orri, Þóra Kristín, Hafdís og Sigrún (Lóa) Sveinsdætur, Þóra Sandholt, Sigrún Björg Ingvadóttir, Ásgeir Stefánsson, Bergur Sandholt, Stella Hafsteinsdóttir, Kristín Sandholt, Ingvar Vilhelmsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, EINAR KRISTINN KARLSSON, lést á Landspítala, Landakoti, sunnudaginn 27. október. Jarðarför hefur þegar farið fram. Ásgrímur Einarsson, Gullveig Unnur Einarsdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Linda Rós Einarsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Auðdís Karlsdóttir, Gunnar Þórir Karlsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Systir mín, JÓHANNA SIGURBJÖRG AÐALSTEINSDÓTTIR, Nanna, áður Fellsmúla 2, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 30. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÁRNASON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Dvalarheimilinu Höfða laugardaginn 28. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið Höfða. Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Ingileifur S. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.