Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 14
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þýskir sérfræðingar telja unnt að
bæta mjög rásfestu Herjólfs þegar
hann siglir inn í Landeyjahöfn með
breytingum á skrokki skipsins.
Málið er til athugunar hjá stjórn-
völdum sem fara með eignarhald
skipsins fyrir hönd ríkisins.
Starfsmenn Siglingastofnunar
hafa lengi hvatt til þess að skoðað
verði hvernig stendur á því að
Herjólfur snýst jafnmikið fyrir ut-
an Landeyjahöfn og raun ber vitni.
Það hefur skapað hættu fyrir skip-
ið, farþega og áhöfn. Sigurður Áss
Grétarsson, forstöðumaður sigl-
ingasviðs Vegagerðarinnar, segir
að Siglingastofnun hafi að lokum
ákveðið að fá álit þýskra sérfræð-
inga í hönnun á skipsskrokkum.
Þeir telja unnt að bæta úr ágöll-
um skipsins með því að breyta
perustefni þess, færa slingubretti
aftar og lengja kjöl þess með
skeggi við skut. Slingubretti eru
armar á skrokki skipsins, neðan
sjólínu, sem ætlað er að draga úr
veltingi. Sigurður tekur fram að
ábendingar þessar hafi áður komið
fram, frá skipstjórum skipsins og
fleirum. Vegagerðin fer með eign-
arhald á Herjólfi og er málið í at-
hugun þar.
Lagfæringar undirbúnar
Herjólfur siglir þessar vikurnar
til Þorlákshafnar þar sem of grunnt
er í Landeyjahöfn auk þess sem
veður hafa verið slæm. Ekki verður
hafin dýpkun fyrr en útlit verður
fyrir hagstætt vinnuveður í all-
marga daga í röð.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi ýmissa lagfæringa á höfninni.
Sigurður nefnir garðsendana. Bæta
þarf aðkomu að þeim í öryggis-
skyni og reka niður nýja staura til
að draga úr hættu á að Herjólfur
rekist utan í grjótið. Þá er verið að
endurskoða fyrirkomulag innan
hafnar í þeim tilgangi að draga úr
hreyfingu þar.
Þá er enn verið að skoða hug-
myndir um að gera breytingar við
höfnina til að draga úr sandburði
og hreyfingu fyrir utan. Sig-
urður segir að hvergi hafi
verið ráðist í sambæri-
legar framkvæmdir og
verði að undirbúa þær
vel með rannsóknum
sem taka mörg ár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landeyjahöfn Herjólfur kominn á lygnan sjó inni í Landeyjahöfn. Skipið hefur lent í erfiðleikum við hafnarmynnið
og einu sinni slegist utan í hafnargarðinn. Siglt er til Þorlákshafnar þessar vikurnar vegna erfiðra aðstæðna.
Hægt að bæta mjög
rásfestu Herjólfs
Þýskir sérfræðingar leggja til breytingar á ferjunni
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
AWorld of Service
Við erum í hádegismat
Við bjóðumupp á hollan og
góðan hádegisverð alla virka
daga fyrir fjölbreyttan hóp
viðskiptavina.
Fjóra daga vikunnar bjóðum
við upp á tvo rétti, til að
mæta þörfum semflestra.
Skoðaðumatarmálin hjá
þér og vertu í samband við
veitingasvið ISS.
www.iss.is - sími 5 800 600.„Við leggjum metnað
í góðan og hollan
hádegisverð”
Eitt og tvö fjöll
á mánuði
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Fjallgönguverkefni Ferðafélags Íslands
Kynningarfundur þriðjudaginn 7. janúar
kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6
Ferðafélag Íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533
Hin árlega þrettándabrenna í Mos-
fellsbæ verður í dag, laugardaginn
4. janúar klukkan 18.00. Hún verð-
ur við Leirvoginn neðan Holta-
hverfis. Blysför leggur af stað frá
Miðbæjartorginu klukkan 18.00.
Brennan er stærsti viðburður í
bænum á ári hverju þar sem þús-
undir gesta leggja leið sína í Mos-
fellsbæ. Dagskráin verður vegleg
að þessu sinni en fram koma Storm-
sveitin með Bigga Haralds, Skóla-
hljómsveit Mosfellsbæjar ásamt
Grýlu, Leppalúða og þeirra hyski.
Flugeldasýning verður á vegum
Mosfellsbæjar og Björgunarsveit-
arinnar Kyndils.
Þrettándabrenna í
Mosfellsbæ í dag
Sérfræðingar telja að með frek-
ari færslu ósa Markarfljóts
austur eftir sandinum muni
draga úr framburði fljótsins inn
í Landeyjahöfn. Lengja þarf
flóðvarnagarð sem byggður var
2011 um 250 metra og stendur
til að tilkynna framkvæmdina til
Skipulagsstofnunar.
Þegar garðurinn var gerður
2011 stóð til að færa fljótið
rúma 2 kílómetra austur á sand-
inn. Mætti það andstöðu land-
eigenda. Niðurstaðan var að
færa fljótið um 450 metra
með bráðabirgða-
garði en talið er
heppilegra að
hafa hann
250
metrum
lengri.
Vilja flytja
fljótið austar
SANDBURÐUR
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Útsvar í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi var lækkað úr toppi, 14,48%,
niður í það lægsta leyfilega, 12,44%,
um áramótin. Að sögn Gunnars Þor-
geirssonar, oddvita hreppsnefnd-
arinnar, var þessi ákvörðun tekin í
kjölfar breytinga á reglum um jöfn-
unarsjóð sveitarfélaga.
„Reglur jöfnunarsjóðsins hafa
verið svo sérkennilegar að til þess að
fá ekki skerðingu verður að nýta út-
svarið að fullu. Þar sem jöfn-
unarsjóður hefur breytt reglum
þannig að hreppurinn nýtur ekki
lengur framlaga er ekki lengur hvati
til að halda útsvarinu í toppi,“ segir
Gunnar. Auk þess hafi með þessu
verið komið til móts við íbúa sveitar-
félagsins.
Þrátt fyrir þessa lækkun á
tekjum sveitarfélagsins stendur ekki
til að draga saman seglin í þjónustu
þó að hagrætt verði í rekstrinum á
móti að sögn Gunnars.
„Þetta er eitt af tekjuhærri
sveitarfélögum á landinu sem end-
urspeglast í því að í því er talsvert af
virkjunum eins og Sogsvirkjanirnar
þrjár og Nesjavellir. Skatttekjur á
íbúa eru talsvert hærri en að með-
altali á landinu,“ segir Gunnar.
Grímsnes- og Grafnings-
hreppur á í töluverðu samstarfi við
nágrannasveitarfélögin um ýmsa
þjónustu á borð við velferðar- og
skólamál, skipulags- og bygging-
armál og brunavarnir til dæmis. Út-
svarslækkunin mun ekki þýða að
kostnaði við þjónustu við íbúa í
hreppnum verði velt yfir á önnur
sveitarfélög.
„Við borgum það sem okkur ber
og látum ekki nágranna okkar borga
fyrir okkur,“ segir Gunnar. Sam-
legðaráhrif byggðarsamlaganna séu
eitthvað sem allir njóti góðs af.
Lækka útsvar úr
toppi niður á botn
Hvatinn horfinn eftir breytingar
Sogsvirkjanir Sveitarfélagið hefur
tekjur af virkjunum í landi þess.