Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara Skráning á www.bakleikfimi.is og í síma 897 2896 Hádegis- og eftirmiðdagstímar í sundlaug Hrafnistu við Laugarás. Með sambaívafi í Heilsuborg, Faxafeni 14 Hefst 7. janúar Bakleikfimi Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Gestum á borgarbókasöfn í Reykja- vík fækkaði um 2% milli áranna 2012 og 2013. Þeir voru um 620.000 árið 2013 en voru um tíu þúsund fleiri árið áður. Samhliða færri gestum drógust útlánin einnig sam- an milli ára og voru 7% minni 2013. Á liðnu áru voru þau um 912.000 en 980.000 árið 2012. Þrátt fyrir færri útlán námu sektargreiðslur til safnsins um 21 milljón árið 2013 sem er sama upp- hæð og var árið 2012. Hins vegar voru þessar greiðslur mun hærri árið 2011 eða 27,5 milljónir. Pálína Magnúsdóttir borgar- bókavörður segir að bækurnar skili sér betur aftur inn á söfnin eftir að tekin var upp ný þjónusta í lok árs 2011, þar sem fólk fær áminningu í tölvupósti um að skila áður en skila- frestur rennur út. Á þessu ári munu slugsararnir þó þurfa að greiða meira fyrir van- skilin. Hámarksgreiðsla á bóka- bunka verður sex þúsund í stað fjögur þúsund. Gjaldskráin verður óbreytt að öðru leyti, 40 kr. dag- sektir á bók en sektin fer þó aldrei yfir sex þúsund. Árskort kostar 1.700 kr. en er frítt fyrir yngri en 18 ára. „Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að fólk skili á réttum tíma. Það er ekki markmið að ná inn tekjum heldur liður í að fá fólk til að skila,“ segir Pálína. Eftir hrun jókst aðsókn mikið og náði hámarki árið 2009 þegar gest- ir voru 690.000. Hið sama má segja um útlán. Þau voru 959.000 árið 2006 og 1.178.000 árið 2009. Teknar voru í notkun nýjar sjálfsafgreiðsluvélar á öllum borg- arbókasöfnum í ár sem styðjast við örflögutækni í stað strikamerkja. Útlánum á bóka- söfnum fækkar  21 milljón greidd í sektargreiðslu Morgunblaðið/Styrmir Kári Bókasöfn Á nýju ári verða há- markssektir 6 þúsund krónur. Fyrstu inflú- ensutilfellin greindust nú um jólin. Í tilkynningu frá landlækni kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá veirufræði- deild Landspít- alans hafi tveir einstaklingar verið með inflú- ensu, annar með inflúensu A(H1)v og hinn inflúensku B. Líklegt er talið að fólki með einkenni sem líkjast inflúensu fjölgi á næstu vikum. Í tilkynningu landlæknis er tek- ið fram að þrátt fyrir að inflúens- an sé komin til landsins sé ekki of seint að láta bólusetja sig gegn henni. Þeir sem vilja bólusetn- ingu geta haft samband við heim- ilislækni eða heilsugæsluna. Fyrstu flensutilfellin greindust á Land- spítalanum um jólin Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Samkvæmt nýrri reglugerð, sem tók gildi um áramót, hækkar kostnaðar- hlutur almennra sjúklinga í sjúkra- þjálfun um 9,6% á þessu ári. Hækk- unin er mismikil eftir hópum en hlutfallslega mest hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum með skerta tekjutrygg- ingu, eða 50,2%. Þar er þó ekki um há- ar upphæðir að ræða í krónum. Unnur Pétursdóttir, formaður Fé- lags sjúkraþjálfara, gagnrýnir harð- lega hvernig staðið var að breyting- unni og segir sjúkraþjálfara uggandi um áhrifin á ákveðna sjúklingahópa. „Þetta var þruma úr heiðskíru lofti. Þegar fólk mætti til vinnu í gærmorg- un [2. janúar] beið eftir því tölvupóst- ur um þessa breytingu frá kerfis- stjóra Sjúkratrygginga, um að þetta hefði verið sam- þykkt og fólk þyrfti að uppfæra hjá sér tölvukerfin ekki seinna en strax til að geta skráð meðferðir gærdagsins,“ seg- ir hún. Unnur segir að hvorki samninga- nefnd FS við Sjúkratryggingar Íslands né sérstök samráðsnefnd FS hafi vitað að til stæði að hækka kostnaðarhlut sjúk- linga og ítrekar að ekki sé um að ræða taxtahækkun til sjúkraþjálfara held- ur auknar álögur á skjólstæðinga þeirra. „Þetta kemur misjafnlega út fyrir ólíka hópa,“ segir Unnur um áhrifin af breytingunni. „Fyrir einstaka hópa breytir þetta engu, eins og börnin, en fyrir almenna sjúklinga eru þetta 9,6%,“ segir hún. Sá hópur, þ.e. al- mennir sjúklingar, sé stærsti hópur- inn sem sækir þjónustu sjúkraþjálf- ara en oft sé um að ræða vinnandi fólk í erfiðum láglaunastörfum. „Þeir [hið opinbera] aðstoða bless- unarlega þá sem eru komnir á elli- eða örorkulífeyri en sá hópur sem við er- um hræddust um er lágtekjufólk, al- mennt verkafólk, sem vinnur erfiðis- störf sem kalla oft á stoðkerfis- vandamál. Þetta fólk þarf oft hrein- lega á sjúkraþjálfun að halda til að það haldist vinnufært,“ segir Unnur. Félag sjúkraþjálfara hefur þegar sent mótmælabréf til Sjúkratrygg- inga og heilbrigðisráðherra en Unnur segir ákvörðun hans einkennilega í ljósi umræðu síðustu vikna. „Fólk fær þessa gusu framan í sig þegar ríkið er að beina því til sveitarfélaga og fyr- irtækja að stilla öllum álögum í hóf til að verðbólgan fari ekki af stað og launafólki er sagt að stilla launakröf- um í hóf. Mér finnst þetta mjög sér- stakt og vinnubrögðin í kringum þetta eru kapítuli út af fyrir sig,“ segir hún. Hlutur sjúklinga eykst  Ríkið dregur úr greiðsluþátttöku í sjúkraþjálfun  Hlutur almennra sjúklinga hækkar um 9,6%  Enginn fyrirvari að breytingunum, segir formaður FS Gjaldskrárbreyting » Hlutur almennra sjúklinga í kostnaðarþátttöku vegna sjúkraþjálfunnar eykst um 9,6% frá áramótum. » Breytingin felur ekki í sér taxtahækkun til sjúkraþjálfara en samningur þeirra við Sjúkra- tryggingar rann út fyrir ári. Unnur Pétursdóttir Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Slasaður fálki, sem fannst skammt frá Höfn í Hornafirði fyrir nokkrum dögum, var fluttur í Húsdýragarðinn í gær eftir að hafa fengið aðhlynningu hjá fjölskyldu á bæ nærri Höfn yfir hátíðarnar og læknisþjónustu hjá Ólöfu Loftsdóttur dýralækni á Dýraspítalanum í Víðidal. Hann var óðum að hressast eftir að hafa fengið sýklalyf og sjúkramat af eyrnapinna og virtist nokkuð sprækur þeg- ar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. „Það eru fjórir dagar síðan fólkið fann hann en þau tóku eftir honum þar sem hann lá í einhverjum ruðningi og furðuðu sig á því hvað hann væri spakur, því hann flaug ekki upp fyrr en þau nálguðust hann,“ segir Ólöf. „Þegar þau voru komin alveg að honum sá fjölskyldufað- irinn að hann var meiddur, hann var slasaður bæði á gogginum og öðrum vængnum, og hann gat náð honum og hann barðist ekkert um,“ segir hún. Ólöf segir fuglinn hafa verið orðinn mjög máttvana, hann hafi líklega flogið á vír en var ekki vængbrotinn. Fjölskyldan flutti fálkann heim, þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti og tók við þeim mat sem honum var gefinn. „Á síðasta degi var hann hættur að éta og það var komin svo vond lykt af sárinu að þau ákváðu að koma með hann til okkar á dýraspítalann. Við bara þrifum upp sárin og bárum á hann smyrsl og settum hann á sýklalyf. Og sáum strax að þetta var ekki það mikið sár að það þyrfti að gera neitt meiriháttar annað en að þrífa það og ná tökum á sýkingunni,“ segir hún. Fálkinn er ungur og því var hann mataður á dýraspít- alanum en á boðstólum var próteinríkur kattamatur, gef- inn með eyrnapinna. Hann tók vel við sér og lét fara fyrir sér í gærmorgun. „Þá var hann orðinn svo hress að hann var búinn að drasla út allt búrið sitt og farinn að rífa kjaft og blaka vængjunum og þá var bara hringt niður í Húsdýragarð og óskað eftir því að hann yrði sóttur,“ segir Ólöf. Hún segir þetta ekki í fyrsta sinn sem ránfugl komi á dýraspítalann, þangað hafi verið komið með fálka og uglur og einn og einn örn en fuglarnir séu vanalega fluttir í Húsdýragarðinn í eftirmeðhöndlun, þar sem vel er séð um þá. Ólöf segir að eins og er sé útlitið fyrir bata gott en framhaldið velti á því hvort fuglinn læri að éta. „Miðað við hvað hann var orðinn sprækur og uppvöðslusamur er ég bara mjög vongóð,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungfugl Fálkinn fékk kattamat á dýraspítalanum en verður líklega gefið kjöt í Húsdýragarðinum. Með fálka í fóstri  Fjölskylda fann slasaðan fálka nærri Höfn í Hornafirði  Meiddur á gogg og væng  Fékk kattamat á eyrnapinna Morgunblaðið/Árni Sæberg Læknismeðferð Hallveig Guðmundsdóttir dýrahirðir og Ólöf Loftsdóttir dýralæknir annast um fuglinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.