Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA FORRÉTTUR Hvítlauksristaðir humarhalar með brauði og hvítlaukssmjöri AÐALRÉTTUR Lamba primesteik með ristuðu grænmeti, rósmarín, hunangi og bakaðri kartöflu EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma og ferskum berjum BRUNCH Heilsu Brunch: Brauð, ostur, soðið egg, tómatur, gúrka, ávextir, sulta, kjúklingaskinka og íslenskt smjör Lúxus Brunch: Spæld egg, beikon, ostasneiðar, spægi- pylsa, brauð, kartöflur, ferskt tómatsalat, smoothie, ávextir, sulta, smjör og amerískar pönnukökur með sírópi. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kaupmáttur vísitölu launa hefur far- ið vaxandi og mældist hann 114,3 stig í nóvember, eða litlu lægri en meðaltal ársins 2006 og 2008, sem var 115,2 bæði árin. Hefur vísitalan því sjaldan mælst jafn há og nú. Þrátt fyrir það bendir væntinga- vísitala Gallup til að neytendur meti núverandi efnahagsaðstæður slæm- ar. Í því virðist fólgin mótsögn. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir að heimilin hafi beðið eftir því hvernig aðgerðum verður háttað í skuldaleiðrétting- unni, þeirri óvissu hafi nú verið af- létt. Þá hafi hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins verið sterkur, þvert á spár á síðari hluta ársins um að hagvöxtur á árinu 2013 yrði jafnvel aðeins um 1%. Ásdís telur að báðir þessir þættir eigi eftir að endurspeglast í vænt- ingavísitölunni á komandi mánuðum. Spár um lítinn vöxt rætast ekki Vísar Ásdís þar til spáa greiningaraðila um hagvöxt á árinu 2013 sem almennt gerðu ráð fyrir að hagvöxturinn yrði talsvert lakari en raunin reyndist vera en hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins mældist 3,1%. „Það verður áhugavert að fylgjast með þróun væntinga á komandi mánuðum. Þetta helst svolítið í hendur. Aukin umsvif í hagkerfinu, minnkandi atvinnuleysi og aukinn kaupmáttur skapar svigrúm til auk- innar neyslu. Aukin bjartsýni fylgir þá einnig í kjölfarið, en líklega með einhverri töf. Ótti ýmissa greiningaraðila um bakslag í efnahagsbatanum virðist ekki vera að raungerast, sem betur fer. En slíkt skapar vissulega óvissu og óöryggi og það endur- speglast e.t.v. einnig í vænting- um heimila og fyrirtækja. Aðgerðir ríkis- stjórninnar til skuldaleiðréttingar eru ekki eins óskynsamlegar og óttast var í fyrstu, útfærslan er skynsamleg og umfang- ið minna. Talsverðri óvissu hefur því nú verið aflétt,“ segir Ásdís. Staða heimilanna að batna Spurð hvort hún telji að greiðslu- byrði vegna íbúða- og neyslulána sé enn verulegt vandamál, sem haldi þar með væntingavísitölunni niðri, bendir Ásdís á að sértækar aðgerðir til handa skuldugum heimilum hlaupi orðið á um 200 milljörðum króna, fyrir utan boðaða leiðrétt- ingu. Þá komi fram í Fjármálastöð- ugleika, riti Seðlabanka Íslands, að vanskil séu að minnka. „Staða heimila er umtalsvert betri en hún var fyrir nokkrum misserum. Ákveðinn hópur er þó enn í skulda- vanda og mun vera það eftir þessar aðgerðir. Heilt yfir hefur hins vegar staðan farið batnandi. Skuldir hafa farið lækkandi þannig að ég myndi ekki telja að skuldavandi skýri nei- kvæð viðhorf til núverandi stöðu,“ segir Ásdís. Fram kemur í síðasta Fjármála- stöðugleika að í lok júní sl. voru 5,1% af útlánum bankanna í 90 daga van- skilum og höfðu þau lækkað um 4,4 prósentur frá sama tíma árið áður. Kaupmáttur hefur sjaldan verið meiri  Þrátt fyrir það bendir væntingavísitala Gallup til að neytendur meti efnahagsaðstæður slæmar  Sérfræðingur telur líklegt að batamerki í hagkerfinu eigi eftir að koma fram í vísitölunni í ár Vísitala kaupmáttar launa 1989-2013 Meðaltal ársins* *Sýnir breytingu launavísitölu umfram breytingu á vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu janúar 1989 til desember 2007 er vísitala neysluverðs umreiknuð til mánaðarmeðaltals. **Vísitala kaupmáttar launa í nóvember 2013. Grunnur er meðaltal ársins 2000, 100. 120 115 110 105 100 95 90 85 80 75 70 86,1 114,3 2000: 100 1994: 80 2007: 119,6 1989 2013** Væntingavísitala Gallup Þróun tveggja undirþátta Heimild: Gallup 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Mars 2001 Desember 2013 Mat á núverandi ástandi Væntingar til 6 mánaða 32,9 136,3 89,6 109,0 Ásdís Kristjánsdóttir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri ELKO, kveðst ekki hafa merkt það á nýliðnum árum að kaupmáttur hafi styrkst marktækt. „Það var mikill samdráttur í inn- byggðum heim- ilistækjum strax við efnahags- hrunið. Salan á þeim hefur aukist meira en margt annað,“ segir Gestur og vísar til sölu á stærri tækjum eins og þvottavélum, ofn- um og uppþvottavélum. „Þegar fasteignamarkaðurinn tekur við sér eykst sala á þessum markaði. Hann hefur aðeins verið að glæðast. Endurnýjunarþörf á raf- tækjum sem keypt voru 2005-2008 er ábyggilega einhver. Það er mikil sala á sjónvörpum en þar held ég að tækniþróun sé skýringin, fremur en endurnýjunarþörf. Íslendingar eru nýjungagjarnir.“ Bjartsýnni en fyrir ári Spurður um horfur á nýju ári seg- ist Gestur vera bjartsýnni en um síð- ustu áramót. Lækkuð greiðslubyrði af íbúðalánum vegna fyrirhugaðrar leiðréttingar lána næsta sumar sé líkleg til að hafa áhrif á ráðstöf- unartekjur heimila og þar með einkaneyslu. ELKO hóf verslunarrekstur á Ís- landi árið 1998. Spurður hvernig hann meti kaup- mátt núna í samanburði við þau 16 ár sem liðin eru síðan segist Gestur telja að hann sé þokkalegur. Fleira komi þó til en kaupmáttur þegar raf- tæki eru annars vegar. „Það er nú þannig að ef það koma nýjungar á Íslandi finnst manni ekki skipta máli hver kaupmátturinn er,“ segir Gestur Hjaltason. Kaupmáttur er ekki allt  Nýjungagirni Íslendinga ýtir undir neyslu Morgunblaðið/Ernir Úrval Fleira kemur til en kaupmáttur þegar kaup landans á raftækjum eru annars vegar. Áhugi á tækninýjungum er sagður ýta undir kaupin. Gestur Hjaltason Guðni Rafn Gunnarsson, sviðs- stjóri hjá Capacent, segir tvo undirþætti væntingavísitölunnar nú öndverða við vísitöluna 2007. Spurt er um fimm þætti í hverri mælingu mánaðarlega sem sam- anlagt mynda vísitöluna. „Séu undirþættir vísitölunnar skoðaðir – annars vegar mat á aðstæðum núna og hins vegar væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði – er útkoman þveröfug við það sem hún var 2007. Þá var það mikil tiltrú á þáverandi ástand sem skýrði hátt gildi vísi- tölunnar en um þessar mundir er vísitalan drifin af væntingum til framtíðarinnar,“ segir Guðni Rafn. Vísar hann þar til grafsins hér fyrir ofan en það ber með sér að þátttakendur í könnuninni töldu ástandið gott 2007 en um mitt það ár byrjuðu vænt- ingar um fram- tíðina hins veg- ar að dala. Fram kemur á vef Capacent að sé væntingavísitala Gallup á tilteknum tíma 100 merki það að það séu jafnmargir jákvæðir og neikvæðir svarendur. Ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fleiri nei- kvæðir. Þróun væntingavísitölunnar frá mars 2001 er sýnd á myndrænan hátt í fréttinni hér fyrir ofan. Öfug staða miðað við 2007 UNDIRÞÆTTIR VÆNTINGAVÍSITÖLU Guðni Rafn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.