Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 ✝ Sigríður Hall-dóra Guð- mundsdóttir fædd- ist í Súðavík 27. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borg- arnesi 23. desem- ber 2013. Foreldrar henn- ar voru Ágústína Jónsdóttir, f. 1884, d. 1957, og Guðmundur Óskar Þorleifsson byggingameistari, f. 1884, d. 1964. Systkini Sig- ríðar eru: Gísli Ágúst Guð- mundsson, f. 1909, d. 1909, Lovísa Guðbjörg Guðmunds- dóttir, f. 1910, d. 1913, Þorlák- ur Guðmundsson, f. 1912, d. 1929, Ástríður Guðbjörg Guð- mundsdóttir Stave, f. 1913, d. 1996, Guðmundur Guðmunds- son, f. 1914, d. 1949, Bjarni Guðmundsson, f. 1916, d. 2011, Sigurður Konráð Guðmunds- son, f. 1918, d. 1993, Sigurgeir 17.2. 1968, d. 1.3. 1968, Jóna Ester, Sigurþór og Halldór Hólm. Núverandi maki Krist- jáns er Elín Ebba Guðjóns- dóttir. Börn hennar eru Sig- urbjörg Hulda, Hjalti og Guðjón Helgi Guðjónsbörn. 5) Annabella, f. 17.11. 1952, maki Sigurgeir Erlendsson. Barn Önnubellu og uppeldissonur Sigurgeirs er Viðar Héðinsson. Börn Önnubellu og Sigurgeirs eru Rakel Dögg, Sóley Ósk og Sigríður Dóra. Alls eiga Sigríð- ur og Albert 56 afkomendur. Sigríður flutti ung frá Súða- vík til Siglufjarðar og vann þar í Félagsbakaríinu. Sigríður og Albert fluttu til Keflavíkur 1950 og síðan í Borgarnes 1965 og starfaði Sigríður í vefn- aðarvörudeild Kaupfélagsins og seinna á saumastofunni. Sig- ríður tók ríkan þátt í starfi kvenfélagsins í Borgarnesi og var virkur félagi í Golfklúbbi Borgarness. Sigríður og Albert voru gerð að heiðursfélögum Golfklúbbsins árið 1996 og veitt gullmerki ÍSÍ á 90 ára af- mælishátið UMSB í apríl 2002. Sigríður verður jarðsungin frá Borgarneskirkju í dag, 4. janúar 2014, og hefst athöfnin klukkan 14. Óskar Guðmunds- son, f. 1924, d. 2010. Eftirlifandi systur Sigríðar eru: Katrín Guð- mundsdóttir f. 1925 og Anna Sveinborg Guð- mundsdóttir Osten- feld f. 1927. Sigríður giftist árið 1946 Alberti Hólm Þorkelssyni, bakarameistara frá Siglufirði, f. 29.8. 1922, d. 12.2. 2008. Börn Sigríðar og Alberts eru: 1) Ágústína, f. 13.4. 1945, maki Sigurður Arason. Börn þeirra eru Albert, Sigríður Lilja, Anna María og Íris. 2) Dreng- ur, f. 7.1. 1947, d. 11.5. 1947. 3) Katrín Albertsdóttir, f. 18.4. 1948, maki Loftur Jóhannsson. Börn þeirra eru: Fjóla, Kristján Albert og Hulda. 4) Kristján Þorkell, f. 3.5. 1949, fyrrv. maki Margrét Sigurþórsdóttir, börn þeirra eru: Drengur f. Ég er svo lánsamur að hafa átt Sigríði Halldóru Guðmunds- dóttur að ömmu. Við mamma bjuggum frammi í forstofuher- berginu fyrstu árin mín, og þeg- ar ég hugsa til baka var lífið bara fullkomið, því það var nátt- úrulega dekrað við mig úr öllum áttum. Svo kom Geiri pabbi inn í myndina, hann var jú í læri hjá afa. Fljótlega fluttum við svo á Skúlagötuna. Ég man að ég var fljótur að hlaupa upp til ömmu ef eitthvað bjátaði á, það var ekk- ert betra en að vera hjá ömmu, því amma var bara best. Það var ósjaldan sem við ömmubörnin sváfum hjá henni og afa. Ég man svo vel að við Jóna vorum bæði uppi í og amma á milli að lesa sögu, og við Jóna strukum sitt- hvorn eyrnasnepilinn, hann var svo mjúkur og þægilegur og svona sofnuðum við. Ég veit ekki hvernig afi komst fyrir líka, en hann var þarna einhvers staðar því ég vaknaði um nóttina og sá að tennurnar hans voru í vatns- glasinu á náttborðinu. Amma var svo dugleg að reyna að koma mér í eitthvað. Hún fór með mig í gítarkennslu til Steinku en það endaði eftir tvö skipti því ég var með alblóðuga putta og alveg vonlaus. Svo var farið í dans- skóla Sigurðar Hákonarsonar og það var miklu betra. Síðan byrj- aði golfævintýrið. Ég fór að elta þau upp á völl, afi að vinna í vell- inum og spila, og amma spilaði líka og sá um veitingarnar og fleira. Verðlaunakvöldin voru ógleymanleg ca. 25 ár aftur í tímann. Þar stóð amma upp ár eftir ár og fór með vísur eða brandara, og allir voru að kafna úr hlátri. Það var kannski ekkert alltaf fyndið sem hún var að segja, það var bara hvernig hún gerði þetta, hún hló svo mikið sjálf á meðan. Mér fannst ég svo ríkur að eiga ömmu sem gæti þetta, ég var svo stoltur af henni. Amma kom stundum með góða gullmola. Ég kom eitt sinn til hennar alveg snoðaður, og þá heyrðist í minni „Guð minn al- máttugur drengur, fáðu þér rak- an klút og settu á höfuðið á þér, þá sprettur það hraðar.“ Mér fannst svo margt leika í höndunum á henni, allt sauma- og matarkyns. Hún safnaði oft bláu stóru lyftiduftsboxunum sem til voru í bakaríinu í gamla daga, og setti í þau það sem hún og afi bökuðu fyrir jólin, enda voru þeir margir laumutúrarnir sem voru farnir í búrið sem var inn af þvottahúsinu, til að næla sér í loftkökur eða spesíur. Alltaf var hún að, við saumavélina að gera við eitthvað, eða að búa til einhverja flík handa einhverjum. Oft stóð hún við eldavélina að gera pönnsur eða skonsur, svo það væri örugglega eitthvað til þegar gesti bar að garði sem var nokkuð oft, og þegar allir voru löngu sprungnir laumaði hún yf- irleitt einni til á diskinn, eða setti þrjár í vasann á mér á leiðinni út, við gætum orðið svöng á leið- inni heim. Svona var amma. Ég veit að langömmubörnunum þótti ekkert leiðinlegt að vera í dekri hjá ömmu því hún fór yf- irleitt seint að sofa, og það var allt í lagi að fá grjónagraut eftir miðnætti. Það er bara staðreynd, amma var best. Elsku amma, við vorum bundin sterkum böndum og lífið verður aldrei það sama án þín. Þú hefur gefið mér og mínum svo mikið, og fyrir það vil ég þakka. Þinn ömmustrákur, Viðar. Elsku amma okkar, nú er komið að kveðjustund. Við mun- um sakna þín mikið og síðustu daga hafa margar góðar minn- ingar rifjast upp. Þú varst einstaklega skemmtileg amma sem gaman var að vera í kringum. Þú varst alltaf með allt á hreinu hvað var um að vera hjá okkur og í þjóð- félaginu og vissir sko allt um fólkið í Séð og heyrt. Oft var slegið á létta strengi því húm- orinn þinn var einstaklega góður og skemmtilegur eins og til dæmis þegar við stelpurnar kynntum þig fyrir mökum okkar, þá hikaðir þú ekki við að segja þitt álit á þeim fyrir framan þá, sem var oft mjög fyndið og hisp- urslaust. Þú varst líka svo góð og vildir öllum svo vel og vildir allt fyrir alla gera. Það var hægt að leita til þín með svo margt, hvort sem það var að láta sauma eitt- hvað, laga föt eða bara hvað sem var. Á sumrin þegar við vorum hjá þér í lengri tíma var oft sleg- ið á létta strengi og við sungum og þú spilaðir á gítar og sendir Albert og Sirrý meira að segja á gítarnámskeið. Svo eltum við ykkur afa auðvitað oft á golfvöll- inn sem var ykkar annað heimili. Rúntarnir með þér voru skemmtilegir þar sem þú keyrðir á 30 km hraða og sýndir okkur mannlífið í Borgarnesi. Eitt sem stendur upp úr eru allar kræs- ingarnar sem voru alltaf á boð- stólum hjá ykkur afa og svo þér einni eftir að afi lést. Það var ekki möguleiki fyrir okkur að fara frá þér án þess að vera bú- inn að borða á sig gat og það komst sko enginn upp með ann- að. Þegar við ætluðum að fara að leggja í hann suður voru allir leystir út með pening fyrir ís og helst einhverju nesti líka. Eitt sinn þegar við neituðum að fá nesti hjá þér eltir þú okkur og þegar við fórum út úr bílnum til að tína ber stakkstu nestinu í bíl- inn og fórst svo í burtu. Við eig- um svo margar skemmtilegar og góðar minningar um þig sem við munum geyma í hjörtum okkar, elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir all- ar einstöku stundirnar sem við áttum saman. Þú varst frábær amma sem verður sárt saknað. Það hlýjar okkur um hjartaræt- ur að vita að þið afi séuð sam- einuð á ný. Kveðja, Albert, Sirrý, Anna María og Íris. Ég er búin að vera svo heppin að fá að vera með Sigríði Guð- mundsdóttur langömmu í lífinu mínu í 16 ár. Ég mun alltaf verða með hana í huganum mínum og allar góðu minningarnar sem við áttum saman. Ég man að jólin eftir að langafi dó, fór ég á hverju kvöldi til langömmu til að gista hjá henni þannig að hún myndi ekki vera alein. Ég fékk að gista langafamegin í rúminu. Það var svo skemmtilegt að vera hjá langömmu. Við myndum sitja og spila heillengi fram á kvöld og svo þegar ég myndi fara upp í rúm og sofa, myndi hún bara sitja við borðið og lesa blaðið alveg til klukkan 3 um nóttina eða eitthvað svoleiðis. Ég vaknaði oft og var svöng um eitt- eða tvöleytið þegar hún var ennþá vakandi. Þá skellti hún bara í heitt kakó og ristað brauð með smjöri og osti. Og grjóna- grauturinn sem hún bjó til. Hún bjó sko til besta grjónagraut í heimi. Hun vissi að það var uppáhaldið mitt, þannig að það var alltaf til nóg af graut þegar hún vissi að ég var að koma. Þegar hún fór á Dvaló fór ég oft og sat heillengi hjá henni annaðhvort að prjóna með henni eða bara sitja og spjalla. Ég sat eitt skiptið hjá henni eftir að við vorum búin að borða hádegismat (hjá mér var það morgunmatur) og þá sátum við bara og spjöll- uðum og spjölluðum. Mér leið eins og ég væri að spjalla við vin- konu mína. Við hlógum og hlóg- um. Svona var hún amma. Hún var skemmtileg, sæt, elskandi og margt margt annað. Ég elska þig, amma mín, og mun alltaf gera það. Sofðu rótt í alla nótt eins og ég sagði alltaf við þig og alla hina í fjölskyldunni. Þín Annabella Það er með söknuði í hjarta sem við systkinin kveðjum hana ömmu okkar í dag og það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann á stundu sem þessari. Amma var svakalega skemmtileg og mikill húmoristi, ekkert mátti hún aumt sjá og alltaf var hún fyrst á staðinn ef einhver stóð í einhverjum fram- kvæmdum. Þegar við vorum yngri var ekkert dásamlegra en að fá að vera hjá ömmu og afa og var okkur alltaf tekið opnum örmum. Ekki skemmdi það fyrir að fá að gista og fá nýbakaðan snúð með súkkulaði í morgun- mat. Amma átti það til að senda okkur í háttinn og svo var komið með disk með ýmsu góðgæti í rúmið og eitthvað að drekka. Svoleiðis var dekrað við okkur barnabörnin. Hún var mikil saumakona og sat hún fram á nætur við sauma- vélina. Oft þegar við gistum þá heyrðum við malið í vélinni þangað til við sofnuðum og svo héngu nýju flíkurnar á herðatré morguninn eftir, hvort sem það var á eitthvert okkar barna- barnanna eða aðra. Amma var hrókur alls fagn- aðar og þegar eitthvað var um að vera var hún oftar en ekki með smá uppistand, sagði brandara eða fór með vísur, og svo hló hún svo mikið sjálf að hún ætlaði ekki að getað lesið upp það sem hún hafði skrifað. Það kom fyrir að hún greip hún í gítarinn og spilaði og söng fyrir okkur og þá var alltaf sungið „Kátir voru karlar“ við mikinn fögnuð áheyr- enda. Það eru svo margir hlutir sem hún kenndi okkur, hvort sem það var við eldhússtörfin eða bara að hengja út þvott, en allt þurfti að vera í réttri röð, eftir stærð og helst hengt upp eftir lit líka. Amma og afi, Albert Hólm Þorkelsson, voru mikil fyrir- myndarhjón og megum við kall- ast heppin ef við líkjumst þeim aðeins örlítið. Afi féll frá 12. febrúar 2008 en alla tíð voru þau mjög samrýnd. Afi var líka alveg dásamlega skemmtilegur og allt- af svo stutt í hláturinn og grínið hjá honum. Stundum komum við til þeirra og afi var ekki heima, þá sagði amma að hann væri heima hjá sér en það var auðvit- að á golfvellinum en bæði voru þau heiðursfélagar í Golfklúbbi Borgarness. Það er gott að hugsa til þess að nú séu þau saman á ný og við trúum því að við hittum þau aft- ur seinna á öðrum stað og við þökkum þann yndislega tíma sem við áttum með þeim. Guð geymi ykkur, elsku amma og afi. Jóna Ester Kristjánsdóttir, Sigurþór Kristjánsson, Halldór Hólm Kristjánsson. Nóttin er skollin á hendur vindsins berja rúðuna. Það kviknar lítið ljós sorgin hörfar undan birtunni. Vindurinn þreytist hverfur smátt og smátt allt verður hljótt. Í dögun vaknar vonin en söknuðurinn er eilífur. Þín er sárt saknað, elsku amma. Hulda, Helga Katrín og Sigursteinn. Sigríður Halldóra Guðmundsdóttir En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Þín ömmustelpa, Kristín Drífa. Þegar ég hugsa um hana ömmu mína, Þórdísi Oddsdóttur eða ömmu í sveitinni eins og hún var oftast kölluð, þá man ég hana eig- inlega oftast þar sem hún er í eld- húsinu á Ketilsstöðum að undir- búa eitthvað í matinn eða smyrja brauð og fleira með því fyrir kaffið. Þannig minnist ég hennar, konu sem var alltaf að. Hún sá alltaf svo vel um fólkið sitt, afa heitinn og Val og þá ættingja sem komu í heimsóknir. Það mátti allt- af reiða sig á að amma væri með mat á boðstólum á morgnana, morgunkaffi, hádegismat, síðdeg- iskaffi, kvöldmat og kvöldkaffi. Það fór sko enginn svangur í rúm- ið i sveitinni hjá afa og ömmu og oftast nær söng hún eða raulaði lagstúfa á meðan hún var við verkin. Ef amma mín skrapp af bæ og skellti sér suður til að heim- sækja börnin sín og barnabörn þá var hún samt sem áður alltaf með hugann við karlana í sveitinni og hafði miklar áhyggjur af því hvort þeir væru nokkuð að svelta þó svo að þetta væru menn sem væru fullfærir um að sjá um sig sjálfir. Hún kunni voða lítið við það að taka sér frí. Jafnvel í veikindum sínum núna í lokin, þegar hún lá á sjúkrahúsinu á Akranesi, hafði hún áhyggjur af því þegar kom að sauðburði eða öðrum vorverk- um hvort fólkið hennar hefði nóg í sig eða á. Þetta lýsir því bara hvernig manneskja hún amma mín var, alltaf að hugsa um hina. Amma mín var kona sem að sagði það sem henni bjó í brjósti og hún var sko ekki hrædd við að spyrja mann beint útí hlutina, það var bara yndislegt að amma manns væri svona opin og hress um allt og oft fór maður að skelli- hlæja að því sem út úr henni kom. Það eru sko mörg gullkornin sem hún amma átti og það er gott að geta hlegið og brosað í gegnum tárin að þessum góðu stundum sem maður átti með henni. Elsku amma mín. Nú er þján- ingum þínum er lokið, þú hefur fengið hvíldina löngu og þú ert komin til afa og litla sonar þíns sem fékk ekki að vera lengi hjá þér. Það er gott að vita að nú fær hann að knúsa og hafa mömmu sína hjá sér. Sú hugsun gerir sorgina aðeins auðveldari fyrir okkur sem syrgjum og söknum yndislegrar konu sem mörg okkar eiga svo mikið að þakka. Þú varst og verður alltaf besta amma í öll- um heiminum. Ég mun aldrei gleyma þér og minning þín mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Ég elska þig, amma mín Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín ömmustelpa, J. Margrét Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Þórdísi Oddsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Sigríði Halldóru Guð- mundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, sonar, tengdasonar, föður, tengdaföður, stjúpföður, bróður, mágs, afa og langafa, INGÓLFS VESTMANN EINARSSONAR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á líknardeild Landspítala, deild 11-E við Hringbraut og gjörgæsludeild í Fossvogi fyrir frábæra umönnun og alúð. Hildur Guðmundsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Helga Ósk Margeirsdóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Þórður H. Jónsson, Guðmundur Þ. Þórðarson, Elwira Gibowicz, Elenora Ósk Þórðardóttir, Pétur J. Sævarsson, Jón Þórir Einarsson, Jensína Hjálmtýsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Edda I. Einarsdóttir, Óli E. Einarsson, Einar Einarsson, Stefanía Jörgensdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SIGURÐSSON, Skógarseli 11, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 22. desember. Útförin verður frá Dómkirkjunni mánudaginn 6. janúar kl. 11.00. Einar Oddur Ólafsson, Guðrún Hanna Ólafsdóttir, Gunnar Jensen, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU S. B. BJARNADÓTTUR, Hábæ 2, Þykkvabæ. Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár og farsæld á komandi ári. Sverrir Gíslason og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.