Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 4
Þróun á skráðum brotum og óhöppum Ölvun við akstur Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna Þróun á skráðum brotum vegna ölvunar við akstur og aksturs undir áhrifum ávana– og fíkniefna árin 2008 - 2013. 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Fj öl di br ot a 2008 2009 2010 2011 2012 2013 1. 08 9 32 0 83 4 44 1 81 6 50 9 81 0 58 5 83 9 70 1 8 97 81 9 Óhöpp tengd ölvunarakstri Óhöpp tengd fíkniefnaakstri Þróun á skráðum óhöppum þar sem brot vegna ölvunar við akstur og aksturs undir áhrifum ávana– og fíkniefna komu við sögu árin 2008 - 2013. 250 200 150 100 50 0 Fj öl di óh ap pa 2008 2009 2010 2011 2012 2013 20 4 42 14 2 45 13 8 56 11 6 64 11 2 50 11 6 46 Sektir og sviptingar vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs 2,5‰ 2,0‰ 1,5‰ 1,0‰ 0,5‰ 0‰ Vínandamagn í blóði 0,50- 0,60‰ 0,61- 0,75‰ 0,76- 0,90‰ 0,91- 1,10‰ 1,11- 1,19‰ 1,20- 1,50‰ 1,51- 2,00‰ 2,01‰ eða meira 1. brot: 70.000 kr. 2 mánuðir 1. brot: 70.000 kr. 4 mánuðir 1. brot: 90.000 kr. 6 mánuðir 1. brot: 100.000 kr. 8 mánuðir 1. brot: 110.000 kr. 10 mánuðir 1. brot: 140.000 kr. 12 mánuðir 1. brot: 160.000 kr. 18 mánuðir 1. brot: 160.000 kr. 24 mánuðir Sektarupphæðir og lengd ökuleyfissviptingar fyrir mismunandi brot 2. brot*: 0,50-1,19‰ = 180.000 kr. og 2 ár 2. brot*: 200.000 kr. 3 ár 2. brot*: 220.000 kr. 3 ár, 6 mán. 2. brot*: 240.000 kr. 4 ár Ölvunarakstur: Ávana- og fíkniefnaakstur (1. brot): *Síðara brot á ákvæðum greinarinnar eða ökumaður hefur áður brotið gegn 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a. 250 ng/ml 200 ng/ml 150 ng/ml 100 ng/ml 50 ng/ml 0 ng/ml Amfetamín MDMA Ávana- og fíkniefni í þvagi Lítið magn Allt að 170 ng/ml í blóði Mikið magn 170 ng/ml í blóði eða meira Lítið magn Allt að 2 ng/ml í blóði Mikið magn 2 ng/ml í blóði eða meira Mikið magn 220 ng/ml í blóði eða meira Lítið magn Allt að 30 ng/ml í blóði Mikið magn 30 ng/ml í blóði eða meira Óháð magni Kannabis 70.000 kr. 4 mánuðir 140.000 kr. 1 ár 70.000 kr. 4 mánuðir 140.000 kr. 1 ár 140.000 kr. 1 ár 70.000 kr. 4 mánuðir 140.000 kr. 1 ár 70.000 kr. 3 mánuðir Kókaín hafi fyrir vikið aukist jafnt og þétt. Fram að því var lögregla illa í stakk búin til að takast á við slík brot þar sem lagagrunnur var veikur. Fjölgun einstakra mála getur því, að hans mati, helgast af öfl- ugri löggæslu. Færri smjúgi gegn- um nálaraugað en áður. Vakni grunur um fíkniefnaakstur er ökumaður færður á næstu lög- reglustöð, þar sem tekin er af hon- um blóð- og þvagprufa og sett í rannsókn. Viðurlög við brotunum má skoða á grafi hér að ofan. Kristján segir vont að alhæfa en aukin þekking og viðbúnaður lög- reglu vegna fíkniefnaaksturs vegi án efa þungt þegar horft er til þess að heildarbrotum hefur fjölg- að, voru 1.409 árið 2008 en 1.716 á síðasta ári. Það að fleiri náist núna þýði sumsé ekki endilega að fleiri séu að aka undir áhrifum fíkniefna. Ástandið líklega betra Máli sínu til stuðnings vísar hann til fjölda óhappa sem tengjast ölv- unar- og fíkniefnaakstri. Það að þeim fjölgi lítið sem ekkert af völdum fíkniefna en fækki verulega af völdum ölvunar sé betri mæli- kvarði á ástandið í umferðinni en fjölgun skráðra brota. „Í raun eru vísbendingar um að ástandið sé betra núna en árið 2008,“ segir Kristján. Enda þótt málin séu nú fleiri eru færri einstaklingarnir á bak við fíkniefnaaksturinn en á bak við ölvunaraksturinn. Síbrotamenn eru með öðrum orðum fleiri. Auk sekta og sviptingar ökuleyfis er laga- heimild til að gera ökutæki sí- Þ að sem af er árinu hafa 98 ölvunarakstursbrot og 121 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna verið skráð hjá Lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta skipti sem síðarnefndu brotin mæl- ast fleiri. Brotum vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Árið 2008 voru þau 320 í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu en 819 í fyrra. Á sama tíma fækkaði ölvunar- akstursbrotum úr 1.089 niður í 897. Þróunin er allt önnur þegar kem- ur að óhöppum tengdum fíkniefna- akstri. Málum fjölgaði úr 42 í 64 frá 2008 til 2010 en fækkaði aftur niður í 50 2012 og 46 2013. á sama tíma hefur óhöppum sem tengjast ölvunarakstri fækkað umtalsvert. Sjá graf hér að ofan. Kristján Ólafur Guðnason, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá Lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir það vissulega tíðindi að skráð brot vegna fíkniefnaaksturs séu í fyrsta sinn orðin fleiri en skráð brot vegna ölvunaraksturs. Töl- urnar segi þó ekki alla söguna, þar sem búnaður lögreglu til að mæla fíkniefnavímu ökumanna hafi batn- að til muna árið 2006 þegar gerðar voru breytingar á lögum og verk- lagi lögreglu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þekk- ing lögreglumanna og möguleikar brotamanna upptæk en að sögn Kristjáns er ekki víst að það dugi til enda séu þeir ekki alltaf á eigin bílum. Ekki er lagaheimild til að senda menn í áfengis- eða vímu- efnameðferð vegna brota af þessu tagi. Ýmsar ástæður eru fyrir því að menn eru gripnir við akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Það getur til dæmis gerst við hefð- bundið eftirlit lögreglu, ef aksturs- lagið er undarlegt, ef lög- reglumenn bera kennsl á ökumann vegna eldri afbrota eða ef ökumað- ur veldur óhappi í umferðinni. Að sögn Kristjáns hefur lögregla margvísleg úrræði til að taka menn úr umferð, hún fylgist til dæmis reglulega og markvisst með ökumönnum sem koma út úr vín- búðum og af öldurhúsum. Aldrei er slakað á eftirliti enda getur fólk vitaskuld sest drukkið eða vímað undir stýri á öllum tímum sólar- hrings. Lögregla stöðvar bíl á Hringbraut vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Morgunblaðið/Júlíus Frakkir eru skakkir SKRÁÐUM BROTUM VEGNA AKSTURS UNDIR ÁHRIFUM FÍKNIEFNA HEFUR FJÖLGAÐ JAFNT OG ÞÉTT SÍÐUSTU ÁR. LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU TELUR ÞAÐ ALLT EINS GETA STAFAÐ AF HERTRI LÖGGÆSLU EN RAUN- VERULEGRI FJÖLGUN TILFELLA. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 * Eftir einn – ei aki neinn.Íslenskt spakmæli. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngu- stofu, segir stofuna að sjálfsögðu taka ein- dregna af- stöðu gegn ölvunar- og öðrum vímuakstri, eins og sam- félagið hljóti allt að gera. Spurð um úrræði til að draga úr akstri undir áhrifum nefnir hún hert eftirlit og for- varnir. „Áróður gegn ölv- unarakstri virkar, það er inn- ræting gegn því að fólk setjist drukkið undir stýri. Það gildir aðeins öðru máli um fíkniefn- in. Um leið og fólk neytir þeirra er það strax orðið brotlegt við lög, óháð því hvort það keyrir bíl. Þess vegna ætti útgangspunkturinn í raun að vera: „Ekki neyta fíkniefna“ í stað „ekki neyta fíkniefna og keyra“. Þórhildur fagnar því að um- ferðaróhöppum vegna ölv- unar- og fíkniefnaaksturs sé ekki að fjölga en áréttar að mikilvægt sé að halda vöku sinni og reka áfram harðan áróður gegn lögbrotum af þessu tagi. „Grundvall- arþáttur ábyrgra ökumanna er að vera allsgáðir undir stýri,“ segir hún. VERUM ALLSGÁÐ! Þórhildur Elín Elínardóttir Kristján Ólafur Guðnason

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.