Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 8
Snorrastofa og SAGA jarðvangur/geopark boða til dagskrár í hátíðarsal Snorrastofu í Héraðsskólahúsinu í Reykholti í dag, laugardag, kl. 13-17. Að dagskránni eru kallaðir til sérfræð- ingar í fornleifum, sögu veflistar, jarðfræði og bókmenntum, sem horft hafa til þessa svæðis í fræðum sínum og rannsakað sérstaklega m.a. Gilsbakka og Surtshelli. Fyrri hluti dagskrár- innar fjallar um fornleifarannsókn, sem gerð var á Gilsbakka á árunum 2008-09. Síðari hlutinn snýr að Surtshelli. Morgunblaðið/Golli Dagskrá í Snorrastofu 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 Jafnvel þótt Jón Gnarr borgarstjóri sé ekkikominn með ísbjörninn í Húsdýragarðinn íReykjavík eins og hann lofaði, þá er gaman að koma þangað í fylgd með börnum. Það reyndi ég nýlega. Þarna eru selir, refir og minkar og síðan öll íslensk húsdýr. Gamlir dúfnabændur sjá þarna allar flottustu dúfurnar sem við strákarnir á Melunum þekktum í þaula í gamla daga, ísara, toppara og nunnur. Og síð- an ýmsar furðutegundir sem ég minnist ekki að hafa séð í jafnvel allra þróuðustu dúfnakofum Reykjavíkur upp úr miðri síðustu öld. Í Húsdýragarðinum er öllu viðhaldið eins vel og best verður á kosið og ef stúlkan í miðasöl- unni er dæmigerð um starfsfólkið, þá er það einkar alúðlegt. Allt er hreint og fínt og greini- legt að dýrunum líður vel. Falleg á feld og fiður og hreinlæti augljóslega í hávegum haft. Allt kostar þetta fyrirhöfn og peninga. Hvað- an eiga þeir að koma? Ég velti því fyrir mér hvort rétt er að selja aðgang. Tveir fullorðnir, pabbi og mamma eða afi og amma með ungum börnum borga 1.500 krónur, meira ef börnin eru orðin 5 ára. Ekki stór upphæð kann einhver að segja, en það gerir sex þúsund krónur á mánuði ef farið er um hverja helgi. Og jafnvel 1.500 krónur á mánuði skipta máli fyrir lágtekjufólk. Það er staðreynd sem ekki allir gera sér grein fyrir. Lágtekjufólk hefur ekkert aflögu eftir að borga húsaleigu, fæði og föt. Ekkert er afgangs fyrir afþreyingu. Hvað börnin varðar getur af- þreying náttúrlega verið margvísleg utan heim- ilis, heimsóknir til fjölskyldu, fara niður í fjöru, í göngutúr, á róló og síðan eru það söfn og nátt- úrlega stórverslanirnar sem fyrir löngu eru búnar að átta sig á því hver segull leiksvæðin í búðunum er fyrir viðskiptavini í borg þar sem afþreying er takmörkuð fyrir börn. Hús- dýragarðurinn hefur allt þetta, býður upp á endalaus ævintýri með dýrum og leiktækjum. En þar kostar inn. Sjálfum finnst mér að almannarýmið eigi að vera án gjaldtöku . Þar á ég við almennings- garða, listasöfn og bókasöfn – öll opinber höf- uðsöfn. Ég hallast líka að því að Húsdýragarð- urinn eigi að vera gjaldfrjáls. Þangað á fólk að geta farið óháð efnahag, ekkert síður en að Gullfossi, Dettifossi og Geysi – og að sjálfsögðu Kerinu í Grímsnesi. Um söfn og sýningar við ferðamannastaði finnst mér annað megi gilda – alla vega í einhverjum tilvikum. Og meðan ég man, hvað ísbjörninn varðar, þá er ég feginn að ekki var staðið við það kosn- ingaloforð Besta flokksins. Einhvern veginn finnst mér að ísbjörn eigi ekki heima í búri Laugardalnum í Reykjavík. Hver á að borga? * Allt kostar þetta fyrir-höfn og peninga. Hvað-an eiga þeir að koma? Ég velti því fyrir mér hvort rétt sé að selja aðgang. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Heiða Kristín Helgadóttir sagði frá því í vik- unni á Twitter- síðu sinni að hún væri búin að prófa að leggja sig á tveimur óvenjulegum stöðum til að fá sér blund. „Jæja, þá er ég búin að leggja mig í Ráðhús- inu og á Alþingi. Hvað næst? Bessa- staðir? Eða Bossastaðir?“ skrifar Heiða Kristín. Auðunn Blön- dal stríðir Gísla Marteini Bald- urssyni aðeins eft- ir umtalaðan síð- asta Sunnudagsmorgunn á RÚV. Á Twit- ter spyr hann Gísla Martein hvern- ig gangi að plata fólk í „létt“ spjall á sunnudaginn. Þáttastjórnandinn svarar um hæl; „Bara vel. Vorum að breyta nafninu í Tekinn.“ Tónleikahald- arinn Ísleifur B. Þórhallsson er í guðatölu þessa vikuna hjá fjöl- mörgum aðdáend- um poppstjörn- unnar Justin Timberlake en Ísleifur hefur fengið poppstjörnuna til að koma og halda tónleika fyrir ís- lenska áhorfendur næsta sumar. Ísleifur virðist sjálfur hálfhlessa á því að hafa tekist þetta eða eins og hann skrifar á Facebook: „Hvað gerðist? Ég man að ég ýtti á SEND kl. 9.30 í morgun og svo er allt í móðu.“ Atli Fannar Bjarkason, að- stoðarmaður Guðmundar Stein- grímsson bendir fólki á að ef til vill muni það ekki komast í mikið ná- vígi við stjörnuna sína. „Ekki taka persónulega ef Justin Timberlake vill ekki gefa ykkur high five í sumar. Hann er með sýklafóbíu.“ Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir söngkona er risin upp á aðdáendas- íðu sinni á Facebo- ok en þar voru er- lendir aðdáendur hennar farnir að rukka hana um pósta, myndir og tíðindi. Jóhanna Guðrún baðst af- sökunar og sagði að hún hefði ein- faldlega ekki haft tíma til að upp- færa síðuna en það stæði til bóta. Það hefði verið svo mikið að gera á Íslandi en eins og landsmenn vita hefur Jóhanna verið mamma, önn- um kafin við að djamma. AF NETINU Það eru ekki bara stórmenni úr Hollywood sem stinga við stafni í fásinninu hér á Íslandi. Þannig greindi Bollywood- stjarnan Aamir Khan frá því í indverskum fjölmiðlum í vik- unni að hann væri nýkominn úr prýðilegu vetrarfríi á Íslandi. „Fyrst fór ég til Hawaii og lærði á brimbretti. Á Íslandi gat ég gengið um götur, fengið mér sveittan borgara, skautað, skíðað og kafað í ísköldu vatni án þess að nokkur maður bæri kennsl á mig. Endrum og sinnum langar mig að lifa eðlilegu lífi sem er útilokað á Indlandi,“ segir hann. Betra fyrir íslenska kafara og skíðamenn að hafa framvegis hjá sér augun. Aamir Khan er 48 ára gamall og þykir ein skærasta stjarn- an í Bollywood um þessar mundir. Hann er allt í senn; leikari, leikstjóri, handritshöfundur, framleiðandi og sjónvarps- kynnir. Khan hefur unnið til fjölda verðlauna í heimalandi sínu. Hann er þekktur mannvinur og liggur sjaldan á skoð- unum sínum, sumum þykir hann jafnvel helst til pólitískur. Khan er tvígiftur og á þrjú börn. Aamir Khan var hæstánægður með Íslandsdvölina á dögunum. AFP Enginn bar kennsl á frægan Bollywood- leikara á Íslandi Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.