Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 * Verum forvitin um hvert annað, það geturbæði bjargað hjónaböndum og jafnvelmannslífum. Séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND HÚNAÞINGVESTRA Brandugla hefur frá því í haust vanið komu á Stóra-Ósi o öðv- ar Friðrikss yrst þar en þegar Sv riksson mætti til morgunmjalta dag einn viku sat uglan makindalega í fjósinu. Líkle hún hafi verið hálf blind eftir að ljós var t og Sveinn komst nánast alveg upp að henn Áður en langt um leið varð uglan hans vör og flögraði inn í hlöðu. Frá þessu segir á vefnum Norðanát AKUREYRI Sóknarnefnd Akureyrarkirkju gladdist mjög á dögunum vegna örlætis mband við að reddartækið við erummálin t,“ segirauðv sóknar-Rafn Svei nefndar. G lukkunnar bilaði í vetur og n til viðgerðar. Gjöf Slippsinsnefndin hafði ð, að sögn Rafns. Ljósakrossinnverður því seint fu ekki sem skyldi og Slipparará kirkjunni virkaði hel gera við hann í leiðinni.glétu si ekki muna um SELTJARNARNES Vinnuhópur á vegum Seltjarnarn jar leggur til að stígur kringum Nes tvöfaldaður og aðskilinn; annar fyrir gangandi og hlaupandi, hinn fyrir hjólreiðafólk þar sem hægt er, einnig á Nesvegi. Þá vill hópurinn að göngu- og hjólastígar í íbúðahverf- um verði endurbættir og hámarkshraði minnkaður á Lindar- braut, Norðurströnd og Suðurströnd til að auka öryggi gangandi og hjólandi auk þess að minnka hljóðmengun. RANGÁRÞING gerð eftirLeikfélag Austur-E skáldsögu Jóns Margrét leikgerðinaTryggvadóttir dur eru alandi og óttir var fædd í byrjun 16. aldar og dó 1571; hefðarkona en þekktust fyrir samband sitt við alþýðupiltinn Hjalta Magnússon og langvarandi stríð við lögmanninn bróður sinn af þeim sökum. Jón Trausti skrifaði skáldsöguna fyrir réttum 100 árum. F ljótsdælingar blóta þorr- ann af myndarbrag eins og fleiri. Áratugahefð er fyrir blóti í Végarði og þar var fjör um síðustu helgi; borð svignuðu undan kræs- ingum í trogum og linnulitlum, heimatilbúnum skemmtiatriðum var haldið uppi frá klukkan átta til miðnættis. Við lok borðhalds syngja Fljóts- dælingar eigin „þjóðsöng“ og er forsöngvari til margra ára Hrafn- kell Björgvinsson frá Víðivöllum. Áfram er sungið meðan salurinn er ruddur og síðan dansað fram á nótt. Útbæingar, sem svo eru kall- aðir, sáu um blótið að þessu sinni en dalamenn (íbúar í Norður- og Suðurdal) í fyrra; kirkjujörðin Val- þjófsstaður er ysti bær dalamanna, Skriðuklaustur sá innsti á svæði útbæinga. Reglulega sér svo þriðji hópurinn, brott fluttir, um blótið. „Að jafnaði eru um 20 manns í skemmtinefndinni en við vorum reyndar um 30 núna því svo margt ungt fólk vildi vera með. Hér er venja að þeir sem eru fermdir mega koma með for- eldrum sínum á blótið,“ sagði Skúli Björn Gunnarsson, formaður skemmtinefndar. Fólk úr sveitinni flykkist á blót- ið sem fyrr en líka er mjög mikið um að brott fluttir mæti. Unga kynslóðin er greinilega ekki síður áhugasöm um að halda í hefðina en þeir eldri og Skúli segir því ekki nokkrar líkur á að þessi skemmtilegi siður leggist af í bráð. Veislustjórinn, Hjörtur Kjerúlf á Hrafnkelsstöðum, segir blótin mik- ilvæga og skemmtilega hefð. „Á þorrablótum kemur oft fram fólk sem aldrei hefði farið á svið ann- ars og sýnir að það er snillingar. Það er mikið lagt í þetta og metn- aðurinn er töluverður.“ Hjörtur hefur sótt þorrablót í Végarði í áratugi og segir alltaf jafn gaman. Ýmislegt hafi þó breyst í áranna rás, þótt skemmti- atriðin séu með svipuðu sniði. „Á sínum tíma var t.d. ekki opinn bar því menn héldu að þá drykkju sig allir undir borð, en dæmið snerist alveg við eftir ákveðið var að hafa bar. Nú sést varla vín á nokkrum manni. Sú breyting varð líka fyrir allmörgum árum að hætt var að veita tóbak; áður stóðu full glös af sígarettum og vindlum á borðum, sem varð til þess að menn reyktu ótæpilega og meira segja menn sem aldrei höfðu reykt fór að fikta við það. Allir viðurkenndu að varla var líft í salnum en þegar ég flutti einhvern tíma tillögu um að hætta að veita tóbak þótti það fráleitt!“ Sú var tíð að ekki var selt inn á blótið í Végarði heldur buðu dala- menn og útbæingar hvorir öðrum til blóts til skiptis. Grín er gert að mönnum og málefnum í lesnu máli og leiknu og jafnan hlegið dátt. „Það er reynt að koma sem flestum að þó að skensinn fari oft á þá sömu,“ segir Skúli og óhætt er að segja að veislustjórinn Hjörtur hafi verið í sviðsljósinu, enda heimsfrægur fyrir það í Fljótsdal, að hafa séð Lagarfljótsorminn fyrir nokkrum misserum (eða a.m.k. talið erlend- um fjölmiðlamönnum trú um það). Eiríkur Kjerúlf á Arnheið- arstöðum lék Hjört frænda sinn, og hafði Hjörtur á orði að Eiríkur næði fyrirmyndinni orðið betur en hann sjálfur! „Ég nýt þess að farið sé illa með mig, innan vissra marka; það er mitt lyf við athyglissýkinni!“ segir Hjörtur Kjerúlf. FLJÓTSDALUR Grín er gott lyf við athyglissýki ÍBÚAR Í FLJÓTSDAL Á HÉRAÐI ERU UM 80 EN Á ÞORRA- BLÓTI Í FÉLAGSHEIMILINU VÉGARÐI UM SÍÐUSTU HELGI VORU SAMAN KOMNIR 180. FÆRRI KOMAST JAFNAN AÐ EN VILJA OG UNGIR SEM ALDNIR SKEMMTA SÉR SAMAN. Eftir að borðhaldi lýkur og salurinn er búinn undir dansleikinn er hefð fyrir því að viðstaddir syngi við raust. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skúli Björn Gunnarsson og Hjörtur Kjerúlf glaðbeittir á blótinu í Végarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.