Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Page 17
Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, segir margt geta sam- einað stóra sem smáa í fjölskyldunni en hún og eig- inmaður hennar, Hannes Ingi Geirsson íþróttafræð- ingur, eiga þrjú börn, Ask Hrafn tíu ára, Unu Krist- jönu fjögurra ára og Kjartan Geir tveggja ára. Sjónvarpsþátturinn sem allir geta horft á? „Nátt- úrulífs- og fræðsluþættir frá BBC laða alla fjöl- skylduna að skjánum. Elsta barnið í fjöl- skyldunni hefur alltaf verið með puttann á púlsinum og minnir alla á góða þætti. Á sunnudagskvöldum hlustum við svo á Kapp- hlaupið til tunglsins á Rás 1.“ Maturinn sem er í uppá- haldi hjá öllum? „Salt- fiskur. Ég set hann yfirleitt í suðrænan búning en börnin vilja hann helst bara eins og mamma mín gerði hann; soðinn.“ Skemmtilegast að gera saman? „Einfaldir hlutir eins og að vakna saman án nokkurs asa geta verið svo dásamlegir. Það er yndislegt að bjóða góðan daginn með faðmlagi, útbúa morg- unverð og laga kaffi með hægð og hlusta á notalegan útvarpsþátt í leiðinni.“ Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? „Við hlustum mik- ið á hljóðbækur og lesum saman. Börnin þrjú virðast öll ætla að læra bókina Engilinn í Vesturbænum utanbókar fyrir sex ára aldur. Á sumrin leikum við úti í garði, sem bæði er stór og gróinn.“ Eigið þið eftirlætisstað sem þið skreppið á um helgar? „Aðalbókasafn Reykjavíkur, þangað er sko ánægjulegt fyrir börn og fullorðna að koma um helgar. Mamman getur lagst fyrir í barnahorninu með eftirlætisbækur æsku sinnar, börnin kynnst sínu eigin eftirlæti eða leikið sér í barnahorninu. Á eftir er gaman að skjótast í Kolaportið til að kaupa eitthvað skrítið; flatkökur, nammi og hákarl fyrir mömmu. Svo er Gálgahraunið í næsta nágrenni við okk- ur í Garðabænum einn fallegasti staður sem ég veit. Leiðinlegt að bæjaryf- irvöld skuli ekki hafa metið hann jafnverðmætan.“ julia@mbl.is EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Saltfiskur og náttúrulífsþættir B ara tveggja ára – endilega láta þaubyrja þá að hjálpa til og ganga frá íkubbakassann,“ segir Margrét Sig- fúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans, sem ráðleggur foreldrum að draga það ekki of lengi að fá ungviðið á heimilinu með í húsverkin. „Ef krakkar eru strax látnir hjálpa til í herberginu og raða dótinu eftir sig í kass- ana, þá vilja þau hafa þetta svona, þau finna að það er gaman að opna kubbakassann, það er allt ósorterað, alls kyns dót í stað kubba. Þau fara að læra að meta þetta.“ Smám saman er hægt að þyngja húsverkin, leyfa börnunum að skera með óbeittum hníf grænmeti til matargerðarinnar, fá þau til að sópa eldhúsgólfið og einfalda hluti. Fara svo út í að láta þau vaska upp og skola diskana. Um 10 ára aldur segir Margrét gott að útdeila þeim föstum verkefnum sem þau geti sinnt. „10-11 ára krakkar geta ryk- moppað, ryksugað og annað slíkt. Þau læra mikið af því að fara og þrífa ruslið fyrir ut- an húsið, þá hætta þau að henda dóti. Það er líka mjög mikilvægt að kalla á þau ef þau eru að henda fötunum sínum í gólfið og láta þau fara með þau í óhreina tauið en ekki hirða fötin upp eftir þau. Þau læra það þá á endanum hvar óhreina tauið á heima.“ Margrét hefur það á tilfinningunni að for- eldrar láti börn minna taka þátt í hús- verkum. „Það er hætt við að manni finnist maður bara fljótari að gera þetta sjáfur. En ef krakkar eru látnir hafa allt í röð og reglu fara þau að kunna að meta þetta. Þau þekkja þetta úr leikskólanum – þar á hver hlutur sinn stað. Þau þurfa bara að yfirfæra þetta líka á heimilið.“ julia@mbl.is UPPELDIÐ SKILAR SÉR Gott að láta þau hjálpa til snemma ÞAÐ VILL GLEYMAST AÐ ÞJÁLFA BÖRN OG UNGLINGA Í HÚSVERKUM. OFT KOMA ÞAU NÆR ÓLÆRÐ Í HEIMILISVERK- UNUM ÚT Í LÍFIÐ. Margrét Sigfúsdóttir 2-3 ára Ganga frá leikföngum; kubbum í kassa til dæmis Þurrka af barnaherbergishillunum með klút Hjálpa til við að færa tau úr þvottavél yfir í þurrkara 4-5 ára Hjálpa til við eldhúsverkin undir eftirliti Skera niður grænmeti með hníf sem er ekki beittur Leggja á borð Taka af borði Para saman sokka Vökva blóm Sópa Ryksuga sófa 6-9 ára Vaska upp og setja í uppþvottavél undir eftirliti Fara út með ruslið Hjálpa til við garðverk eins og að hreinsa arfa Tína rusl af lóðinni Þurrka yfir baðvaskinn 9-12 ára Útbúa einfaldar máltíðir undir eftirliti og flóknari eftir því sem eldri eru Hengja þvott Ryksuga Eldri en 13 ára Skúra Elda kvöldverð einu sinni í viku Setja í þvottavél og þurrkara BÖRN OG UNGLINGAR TAKA ÞÁTT Í HÚSVERKUM Húsverk fyrir yngri kynslóðina 23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar? Skálatúni, Mosfellsbæ. Hvenær? Laugardag kl. 14-17. Nánar: Í tilefni af 60 ára afmæli Skáltúns handverksstofu er almenningi boðið í heimsókn og að þiggja veitingar. Handverk og með því„Ef við náum því að verða 100 ára gömul, þá myndi ég verða 100 ára mínus einn dag, þannig þyrfti ég ekki að lifa á þín.“ sagði Bangsímon við Grísling. Klifurhúsinu í Skútuvogi 1g en þar getur öll fjölskyldan átt góð- ar stundir og klifrað saman. Klif- urhúsið er mjög vinsælt um þess- ar mundir og því er sérstakir fjölskyldutímar hjá þeim. Þeir eru á miðvikudögum milli 16-18 og svo um helgar frá 11-14. Á þeim tímum er sérstakt fjöl- skyldutilboð í gangi, fyrir fleiri en tvo, og kostar 700 krónur inn þar sem leiga á skóm er innifalið í verði. GAGN OG GAMAN Morgunblaðið/Ómar Afþreying fyrir fjölskylduna Náttúrulífsþættir eru í eftirlæti hjá fjölskyldunni. Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ. – fyrir lifandi heimili – OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 VERTU MEÐ OKKUR Á KOMDU Í HÖLLINA EÐA HEIMSÓTTU OKKUR Á HUSGAGNAHOLLIN.IS RIALTO La-Z-boy sjónvarpssófi. Svart leður á slitflötum. 205 x 90 H:105 cm. 359.990 Fullt VeRð: 459.990 LA-Z-BOY RIALTO – SJÓNVARPSSÓFI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.