Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing Skyndihjálparapp *Smáforritið sem Íslendingar ættu allir semeinn að hlaða í farsímann sinn og spjaldtölv-urnar er nýtt skyndihjálparapp sem Rauðikross Íslands hefur látið búa til. Börn og fullorðnir læra þar grunnatriðiskyndihjálpar og bæði er hægt að lesa fróð-leik, taka próf og skoða myndbönd auk þess sem hægt er að ná beinu sambandi við Neyð- arlínuna ef um neyðarástand er að ræða. Þ egar fólk finnur fyrir kvíða er það eitthvert áreiti, annaðhvort innra með fólki eða í umhverfinu, sem veldur honum. Það getur verið hvað sem er; eitthvað sem gerðist í æsku, orð frá kennara, eitthvað sem gerðist í partíi eða hvað sem er,“ segir Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur og markþjálfi hjá Námstækni. Jóna Björg hefur unnið mikið með vandamál fólks tengd kvíða og áhyggj- um en hún hefur langa reynslu af grunn- og framhaldsskólakennslu, hefur boðið upp á alls kyns námskeið tengd námstækni og ár- angursfræðum og einnig verið með einstak- lingsmeðferðir. Þessa dagana heldur hún námskeið sem heitir því skemmtilega nafni Kvíða- og áhyggjubaninn. „Þegar fólk finnur fyrir kvíða eru það hugsanirnar sem hafa áhrif á tilfinningarnar. Þetta getur haft ýmis áhrif. Fólk aðhefst eitthvað eða lætur eitthvað ógert sem annars myndi ekki vera. Kvíðinn hefur þá oft áhrif á líkamann; fólk vær magaverk, höfuðverk, ógleði og oft mikla vöðvabólgu. Allt út af áreitinu sem kallaði fram neikvæðu hugs- anirnar í upphafi og viðkomandi fór að velta sér upp úr. Það er mikilvægt að rjúfa þenn- an vítahring og skoða hvaða aðstæður það eru sem eru erfiðar. Sumir kvíða jafnvel fyr- ir því að fara að kvíða. Kvíði getur orðið vítahringur sem heltekur allt líf fólks.“ Í meðferðarvinnu við kvíða er fólk beðið að meta þá neikvæðu reynslu sem vekur upp kvíðatengdar hugsanir á skalanum frá 1 upp í 10 – eftir því hversu erfið sú reynsla var. „Það þarf að skoða hvernig kvíðinn birtist, við hvaða aðstæður og hvað það er sem fólk óttast að gerist og hvað er í raun svo það allra versta sem gæti gerst? Þá kemst fólk oft að því að það er ekki eins hræðilega slæmt og því fannst í upphafi. Og ef þetta hræðilega myndi svo gerst – hvað þá? Það þarf að fara yfir rökin fyrir því sem fólk ímyndar sér að gerist.“ Hægt að búa sig undir kvíðvænlegar aðstæður Jóna Björg segir mikilvægt að fólk skrifi niður vandamálið, annaðhvort nákvæma lýs- ingu á því eða stikkorð sem lýsa því. Um leið sé komin ákveðin fjarlægð á vandann og þá sé auðveldara að vinna með hann. „Hvað það var sem gerðist stuttu áður en kvíðinn gerði vart við sig er mjög mikilvægt. Fékkstu sms frá einhverjum, varstu með einhverju ákveðnu fólki eða á stað sem kall- aði fram þessar tilfinningar? Og hvað gerð- irðu eftir að þér fór að líða svona. Kannski varð viðkomandi reiður og sagði eitthvað sem hann vildi síður hafa sagt og það er þá hægt að skoða hvað hann hefði getað gert.“ Mikilvægt er að búa sig undir aðstæður sem fólk ímyndar sér að valdi því miklum kvíða. Það getur til dæmis verið að tala op- inberlega sem og að mæta á fund. „Það er hægt að undirbúa sig áður þannig að maður komi út sem sigurvegari. Fara yfir hvernig maður ætlar að bera sig, ákveða að vera ekki flóttalegur og horfa niður heldur vera beinn í baki og bera höfuðið hátt. Skoða líka hvaða fötum manni líður best í og veita manni mest sjálfstraust, greiða sig og snyrta eins og manni þykir fallegast. Að hafa þetta ekki eins og maður kýs helst getur haft truflandi áhrif á það sem maður vill segja og gera á fundinum.“ Jóna Björg nefnir líka þegar fólk hittir skólafélaga á endurfundum eftir langan tíma. Fólk ótt- ist hvernig það komi fyrir, að allir séu búnir að vera að gera það gott nema maður sjálf- ur og maður hafi ekk- ert um að tala. Þá sé gott að skoða það sama; hvaða klæðnaður veitir mest sjálfs- traust, hvaða fólki manni leið best með í skóla og standa þá eða sitja hjá þeim hóp og hugsa áður hvað væri skemmtilegt að tala um að segja frá. Jóna Björg hefur reynslu af því að undirbúa fólk fyrir slíka fundi og þá hafi raunin verið sú að það sem var kvíðvænlegt varð að hinni bestu skemmtun. Vinnur með landsbyggðinni í gegnum Skype Jóna Björg hefur boðið upp á þá nútíma- væddu þjónustu að hitta skjólstæðinga sína á internetinu og fara í gegnum tímana á Skype. Það hefur komið sér vel fyrir lands- byggðina og fólk sem býr í útlöndum eða er á ferðalagi en hafi fólk áhuga á slíku má skoða síðu hennar namstaekni.is. Það er merkilegt sem Jóna Björg nefnir að lokum og það er máttur jákvæðra hugs- ana sem hún vinnur mikið með. Hún er mjög hrifin af japönskum rannsóknum en ein þeirra hefur meðal annars sýnt að jákvæðar og neikvæðar hugsanir geta jafnvel haft áhrif á vatn. Fólki var raðað upp í kringum skál, fulla af vatni, og beðið um að hugsa neikvæðar hugsanir. Sýni voru tekin úr vatn- inu og kristallarnir skoðaðir. Sami hópur var svo látinn hugsa jákvæðar og gleðilegar hugsanir og kristallarnir í vatninu voru öðru- vísi. „Slökun er líka árangursrík aðferð til að vinna á kvíða. Kvíði getur verið tilfinning sem maður upplifir sem lit, oft brúnan, grá- an eða svartan. Þá er slökun árangursrík og að einbeita sér um leið að því að færa birtu í þennan lit, jafnvel smá bleikt með sem lit kærleikans, og þá ekki síst kærleika í eigin garð. Önnur leið er að rifja upp skemmtilega við- burði sem kalla má varasjóð minninganna. Þegar fólk finnur fyrir vanlíðan er hægt að leita í þennan varasjóð og eiga þær minningar jafnvel sem tákn á spjöldum til að hafa meðferðis.“ MÁTTUR HUGSANA ER MIKILL Kvíði getur verið litur JÓNA BJÖRG SÆTRAN HEFUR LANGA REYNSLU AF ÞVÍ AÐ VINNA MEÐ KVÍÐA. NEIKVÆÐAR HUGS- ANIR GETA JAFNVEL HAFT ÁHRIF Á VATN. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Það þarf að skoða hvernig kvíðinn birtist, við hvaða aðstæður og hvað það er sem fólk óttast að gerist,“ segir Jóna Björg Sætran. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóna Björg Sætran er mikil áhugamanneskja um japanskar rannsóknir er snúa að andlegri líðan. Ein þeirra hefur sýnt ótrúlega áhrif hugsana á vatn. 1. Skrifaðu niður nokkur dæmi um það sem veldur þér kvíða. Skrifaðu allt sem þér dettur í hug í nokkrar mínútur. 2. Veldu eitt atriði af kvíðalistanum og lýstu þessu atriði sem nákvæm- ast. 3. Hvers vegna veldur þetta þér kvíða? 4. Hvenær finnur þú helst fyrir þess- um kvíða? Við hvaða aðstæður? 5. Hvaða áhrif hefur kvíðinn á þig? Hvers konar vanlíðan finnur þú fyrir þegar kvíðinn grípur þig? 6. Hvers konar hugsanir leita þá á huga þinn? 7. Athugaðu að hugsanir þínar eru aðeins hugsanir. Þær hafa ekki for- spárgildi og eiga ekki endilega við nein rök að styðjast. Hefur þú ein- hverja vissu fyrir að það sem þú kvíðir svo fyrir muni gerast? Ef þú telur svo vera, hvaða rök eru það? 8. Hvað þarf til svo að þú getir losað þig undan þessum kvíða? Skrifaðu niður nokkur atriði. 9. Ef það er á þínu valdi að gera það sem þú skrifaðir niður í nr. 8, hugsaðu þig þá vel og vandlega um og skrifaðu niður framkvæmda- áætlun um hvað þú ætlar að gera í málinu. Hvenær ætlar þú að að taka þessi skref? 10. Ef þú þarft að fá aðstoð til að vinna þig út úr kvíðanum skaltu ekki hika við að leita ráða og að- stoðar. Það er alltaf einhver sem getur aðstoðað þig og er til í að hlusta á þig. KVÍÐARÁÐ JÓNU BJARGAR 10 ráð til að ráða við kvíða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.