Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 24
Heildar innflutningur á sætum kartöflum frá Bandaríkjunum Kíló 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 188.647 1.117.829 Heimild: Hagstofan Ó hætt er að fullyrða að sann- kallað æði hafi gripið um sig varðandi sætar kartöflur hér á landi og ekkert bendir til ann- ars en að matvaran sé búin að festa sig allrækilega í sessi,“ segir Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana ehf. Hann segir vaxandi heilsumenningu skýra þessa aukningu en flestir næring- arfræðingar eru sammála um að sætar kartöflur séu bæði næringarríkari og holl- ari en hefðbundnar íslenskar kartöflur. Örvar bendir á að vörur á borð við engi- fer, grænkál og spínat séu einnig í mikilli sókn. „Sætu kartöflurnar eru samt í algjör- um sérflokki því alls voru meira en milljón kíló flutt inn af þeim frá Bandaríkjunum á síðasta ári. Þetta er gríðarlega mikil aukn- ing frá fyrri tíð því þessi tala var eingöngu 188 tonn árið 2007. Það hefur orðið algjör sprenging í þessum málaflokki .“ Ósáttur við verndartoll Allir sem flytja inn sætar kartöflur frá Bandaríkjunum þurfa að borga af þeim 30% toll. Þetta þykir Örvari einkennilegt því almenna reglan er sú að borga þarf 10% toll af öllum grænmetis- og ávaxtavör- um sem fluttar eru inn frá Bandaríkjunum. „Við erum ekki að skilja af hverju það þarf að vera 30% verndartollur eingöngu á sætum kartöflum. Það er ótrúlegt að leggja svona háan toll á jafn holla vöru, ég gæti frekar skilið slíka neyslustýringu ef um væri að ræða óheilsusamlegar vörur á borð við sígarettur og sælgæti. Af hverju í er þessi tollur við lýði og hvaða rök liggja eiginlega þarna að baki?“ Lögfróðir álitsgjafar segja ríkið yfirleitt leggja háa tolla á vörur til að vernda inn- lenda framleiðslu eða til neyslustýringar frá óheilsusamlegum vörum. Þannig reynir rík- ið að vernda innlenda framleiðslu og einnig að hafa áhrif á að fólk velji sér heilsu- samlegar vörur. Háir tollar virðist því skjóta skökku við í þessu tilviki þar sem Íslendingar rækta ekki sætar kartöflur og almennt séð eru þær taldar vera heilsu- samleg vara. „Þetta er einfaldlega ekki sama varan og íslenskar kartöflur. Íslend- ingar eru ekkert að framleiða þessa vöru hérlendis og því sé ég ekki rökin fyrir þessu,“ segir Örvar. Neytandinn borgar brúsann Tollurinn hækkar óhjákvæmilega vöruverð á sætum kartöflum að mati hans. „Við munum halda áfram að flytja vöruna inn á meðan hún selst. Neytandinn þarf hins vegar að borga hærra verð fyrir vöruna þar sem þessir tollar eru við lýði og það segir sig sjálft að varan myndi lækka í verði ef þessir tollar yrðu afnumdir. Þær yrðu strax ódýrari út í búð í kjölfarið. “ Hann segir aðrar þjóðir í Evrópu ekki borga jafn háa tolla fyrir sætar kartöflur frá Bandaríkjunum. Hann hefur heimildir fyrir því að stærsta heildsalan í Hollandi greiði 3% toll fyrir vöruna en ekki 30% líkt og tíðkast hér heima. „Þessi staða er ein- faldlega fáranleg og ég sé ekki rökin fyrir þessu.“ Egypski kúkurinn Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi í at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, segir ekki um verndartolla að ræða varðandi sætar kartöflur. Hann segir þær einfaldlega vera tollfrjálsar frá löndum sem Ísland er með fríverslunarsamning við. Íslenskir innflytjendur hafa reynt að flytja inn sætar kartöflur frá öðrum lönd- um til að sleppa við að borga tollinn. Til- raunir voru gerðar með innflutning á sæt- um kartöflum frá löndum á borð við Spán, Ísrael og Egyptaland. „Allar slíkar tilraunir hafa einfaldlega mistekist. Það hefur margsýnt sig að Ís- lendingar vilja ekki kaupa aðrar tegundir af sætum kartöflum en þá bandarísku. Sætu kartöflurnar frá Egyptalandi eru til dæmis lengri og mjórri og salan snarm- innkar um leið og við tökum slíkar kart- öflur inn. Við köllum þær egypska kúkinn í gríni,“ segir Örvar og hlær. „Íslenski markaðurinn vill eingöngu bandarísku kartöflurnar því þær eru mun stærri og fallegri. Við erum hér til að þjóna viðskiptavinum okkar og þeir vilja þessar stóru, þykku, sætu kartöflur og þess vegna erum við að berjast fyrir því að flytja þetta hingað inn þrátt fyrir þessa fá- ránlegu verndartolla. Íslenska ríkið er aug- ljóslega ekki að þjóna íslenskum neyt- endum í þessu máli og ég kalla eftir breytingum.“ ÍSLENDINGAR ERU ÆSTIR Í SÆTAR KARTÖFLUR Sætari, hollari og dýrari INNFLUTNINGUR Á SÆTUM KARTÖFLUM FRÁ BANDARÍKJUNUM HEFUR MARGFALDAST Á SÍÐAST LIÐNUM ÁRUM. ÞESSI ÞRÓUN ER HLUTI AF HEILSUVAKNINGU LANDANS AÐ SÖGN INNFLYTJANDA EN HANN ER MJÖG ÓSÁTTUR VIÐ HÁA TOLLA SEM RÍKIÐ LEGGUR Á VÖRUNA. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 Heilsa og hreyfing „Hællyftan er með einfaldari æfingum sem til eru og kannski einmitt þess vegna er hún ein þeirra sem sárafáir gera nokkru sinni,“ segir Fannar Kar- vel, íþróttafræðingur hjá Spörtu heilsurækt. Æfingin vinnur að mestu leyti á aftanverðum lærvöðum en tekur einnig á rassi, kálfa og baki ásamt því að efla jafnvægið sé hún gerð án stuðn- ingstækja. „Algengt er að megnið af þeim vöðv- um sem liggja aftan á skrokknum fá mun minni at- hygli heldur en hinir vöðvarnir sem sjást í speglinum. Hvort sem um er að kenna sjálfhverfni okkar eða vinnuaðstæðum skal ósagt látið en hællyftan vinnur að því að bæta þetta ójafnvægi.“ Mikilvægt er að hafa hælinn eins nálægt rassi og hægt er. „Reyndu að halda stöðunni í 15-45 sek- úndur og endurtaktu tvisvar til þrisvar sinnum á hvorn fót. ÆFING DAGSINS Hællyfta 1 Stattu upprétt/ur með lærin samsíða oghaltu þeim þannig í gegnum æfinguna. 2 Dragðu hæl hægri fótar eins nálægt rass-inum og mögulegt er. 3 Haltu í þann tíma sem þú hefur ætlað þérog slakaðu síðan rólega niður aftur. End- urtaktu á hinum fætinum. Morgunblaðið/Rósa Braga Gæludýr eru ekki eingöngu krúttleg því þau geta einnig haft góð áhrif á heilsu. Ein rannsókn sýndi fram á að katta- og hundaeigendur lifa lengur heldur en þeir sem ekki eiga gæludýr. Önnur rannsókn komst að því að hægt er að minnka líkur á hjartaáfalli um þriðjung með því að eiga kött. Þriðja rannsóknin sýndi að hundaeigendur eiga auðveldara með að takast á við stress og þunglyndi heldur en aðrir. Fáðu þér gæludýr * Valgeir Gauti Árnason vaxtarræktar-maður og þjálfari segist borða mikið af sæt- um kartöflum. * Ég borða sérstaklega mikið af þeimþegar ég er að skera mig mig niður fyrir vaxt- arræktarmót því þá skiptir miklu máli að borða orkuríkan og næringaríkan mat. Ég borða þær frekar heldur en íslensku kartöfl- urnar vegna þess að þær innihalda mun betri kolvetni heldur en þær íslensku. Þessi flóknu kolvetni ná að halda blóðsykrinum jöfnum og góðum og veita mér orku fyrir daginn,“ segir Valgeir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.