Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 40
Föt og fylgihlutir *Hinir klassísku Birkenstock-sandalar eru sjóðheitir um þessar mundir.Þetta er ákaflega þægileg tíska því Birkenstock eru einn þægi-legasti skófatnaður sem fyrirfinnst. Margir hönnuðir hafatekið upp á því að endurgera sandalana frægu oggerði ítalska tískuhúsið Givenchy nokkuð ná-kvæma eftirlíkingu. Verðmunurinn er þó gíf-urlegur en Givenchy-skórnir kosta 103.419 krónur á meðan gömlu, góðu Birkenstock kosta einungis 9.298 krónur. H var kaupir þú helst föt? Hér heima fyrir kíki ég aðallega í búðir eins og Gk, Zöru, Evu, Aftur og Nostalgíu. Aftur á móti þykir mér ekki leiðinlegt að versla erlendis í öllum þeim fallegu versl- unum sem finna má þar. Ég er mikill aðdáandi fatamerkisins COS og græt það að sú verslun ekki hér á landi. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér þykir Stine Goya fatahönnuður hafa mjög fallegan stíl. Annars veita smart konur fyrri ára mér alltaf innblástur, þá má nefna Biancu Jagger, Patty Smith, Jane Birkin, Edie Sedwig og fleiri. Hver er þín uppáhaldsárstíð og hvers vegna? Sennilega er það vetr- artíðin. Ég á einhvern veginn fleiri vetrarflíkur og finnst skemmtilegt að hlaða á mig lögum af fatnaði. Ég fæ aldrei nóg af treflum, höttum, peysum og yfirhöfnum. Ég á það til að vera bara pínu ráðvillt fyrir framan fataskáp- inn á sumrin og enda oftast á því að klæða mig alltof mikið. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Ég held mikið upp á Soniu Ry- kiel, Alexsander Wang, Cloé, Stine Goya og fleiri. Einnig verð ég að nefna Manish Aurora. Hann er indverksur fatahönnuður sem er að gera það gott í París um þessar mundir. Ég kynntist honum þegar ég fór í starfsnám þang- að á vegum Listaháskóla Íslands. Hann er virkilega skemmtilegur og hæfi- leikaríkur karl. Hverju er mest af í fataskápnum? Það eru nú sennilega yfirhafnir. Kápur og jakkar eru þær flíkur sem ég fell mjög auðveldlega fyrir og finnst ég alltaf geta bætt við í fataskápinn. Þær setja líka svolítið punktin yfir i-ið. Á að fá sér eitthvað fallegt fyrir vorið? Ég væri alveg til í einhver falleg jakkaföt úr léttu góðu efni, mögulega frá Jör. Þar er nóg úrval af guð- dómlegum flíkum, læt mig dreyma í nokkra mánuði í viðbót. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata- kaupum? Ég er alltaf að reyna að temja mér það að kaupa færri og vand- aðari flíkur úr góðum efnum. Það er gott ráð að skoða einnig hvar fram- leiðsla vörunnar fer fram og vera meðvitaður um hvaða lönd það eru sem leggja upp úr gæðaframleiðslu við góðar aðstæður. Það er staðreynd að vandaðar flíkur endast betur en jafnframt klæðast alltaf jafn vel. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Úff þetta er svolítið erfið spurning en það fyrsta sem kom upp í hugann eru svokall- aðar diskóbuxur. Ég held bara að þær myndu fara mér alveg hræðilega illa. Annars eru þær mjög vinsælar í dag og margar stelpur sem geta bara alveg klæðst þeim með stolti. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Sennilega myndi ég bara valsa inn í Kronkron og velja mér yndislega fal- legan kjól. Ég er nú reyndar að fara að útskrifast í vor svo að boð sem þetta væri vel þegið. Hvaða tískutímaritum/bloggum fylgistu með? Ég skoða mikið dönsk tímarit þar sem ég heillast mikið af skandinavískri hönnun. Blöð eins Costume, Cover, og Elle danska eru í uppáhaldi hjá mér, Ég skoða minna tískubloggin en þegar ég geri það þá finnst mér anyhwo.dk vera skemmti- legt en einnig er góð vinkona mín Elísabet Gunnarsdóttir ein af eigendum Trendnets og þykir mér alltaf gaman að fylgjast með því sem drífur á hennar daga. Morgunblaðið/Þórður Danska tískublaðið Elle er í uppáhaldi. SMART KONUR FYRRI ÁRA VEITA INNBLÁSTUR Falleg jakka- föt fyrir sumarið RAKEL JÓNSDÓTTIR FATAHÖNNUNARNEMI HEFUR MIKINN ÁHUGA Á TÍSKU OG HÖNNUN. RAKEL ER ÁVALLT FLOTT TIL FARA ENDA VANDAR HÚN VALIÐ OG KAUPIR HELST FÆRRI EN VANDAÐRI FLÍKUR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Rakel Jónsdóttir heillast af skandinav- ískri hönnun. Sonia Rykel er einn af eftirlætis- fatahönnuðum Rakelar. Styne Goya er með flottan fatastíl. Rakel kynntist fatahönn- uðinum Manish Arora þegar hún var í starfs- námi í París. Hönnuðir herma eftir Birkenstock Givenchy Bircken- stock
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.