Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 41
AFP K onur sem eru komnar yfir fimmtugsaldur eiga það til að finna fyrir því að húðin þorni meira en hún gerði. Öldrun er óumflýjanleg og húðin í andliti er einkar viðkvæm, enda verður hún daglega fyrir misjöfnum áhrifum. Sólar- ljós, frost og ýmislegt annað hefur áhrif á hvernig húðin eldist og hversu hratt það gerist en að sjálf- sögðu á DNA stóran þátt í húðgerð og hraða öldr- unar. Með réttri meðhöndlun er hægt að endur- heimta ljóma, þéttleika og raka, enda eru margra ára rannsóknir á bakvið flestar húðvörur sem varna eiga öldrun húðarinnar. Elizabeth Arden 13.279 kr. Ceramide kremið lyftir sýnilegum hrukkum. Kremið dregur úr dökkum blettum, bólgum og slappleika í húð og gefur bjartari húðlit. Kremið inni- heldur einnig SPF 30 sólarvörn. Chanel 19.990 kr. Le Lift er nýjasta kremið frá Chanel í þremur útgáfum. Einstaklingsmiðað snjallkrem sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Kremið er ætlað kvölds og morgna en það sameinar Line repair og lift, byltingarkenndu línur Chanel. Helena Rubinstein 18.799 kr. Collagenist Re-plump eykur þétt- leika og minnkar hrukkur. Húðin verður samstundis mýkri, teyj- anlegri og endurheimtir ljómann. Kremið vinnur í að örva fram- leiðslu á „mótunarminni“ kolla- gens húðarinnar. Elizabeth Arden 15.769 kr. Ceramide Capsules inniheldur hylki og hvert þeirra hentar andliti og hálsi. Inni í hylkinu er krem sem styrkir rakafilmu húðarinnar. Húðin verður þéttari og mýkri. Kremið er án rotvarnarefna og ilmefna og er hver skammtur fyrirfram ákveðinn. DEKRAÐU VIÐ HÚÐINA Heilbrigð húð á öllum aldri HEILBRIGÐRI HÚÐ ER HÆGT AÐ VIÐHALDA MEÐ GÓÐRI UMHIRÐU. MEÐ ALDRINUM FER HÚÐIN AÐ ÞYNNAST OG ÞVÍ GETUR VERIÐ GOTT AÐ NOTA KREM SEM AUKA RAKA OG FYLLINGU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hin stórglæsilega Meryl Streep er 64 ára gömul. Lancome 16.979 kr. Visionnaire serum lagfærir húðina og endurnýjar. Sjáan- legur munur er gríðarlegur en serumið lagfærir meðal annars ójafna áferð, hrukkur og ójafnan húðlit. 23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Er ferming framundan? Láttu okkur sjá um veisluna Gómsætir réttir við allra hæfi Allar nánari upplýsingar í síma 533 3000

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.