Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 H ollywood er víða. Eins og Kleppur. Það þekkja fáir betur en Baltasar Kormákur sem þessa dagana er á kafi í snjó í kuldanum í ítölsku Ölpunum að taka upp nýjustu kvikmynd sína, Everest. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að gera bíómynd. Dagur er að kvöldi kominn á tökustað og leikstjórinn á bara eitt verkefni óleyst áður en hann tekur á sig náðir – að gefa Morgunblaðinu skýrslu gegnum símann. Gott hljóð er í kappanum sem heilsar kumpánlega að vanda. Leiðin er lengri, verkefnin stærri en gaurinn greinilega sá sami. Er það vel. Hvernig ganga tökur þarna í Ölpunum? „Þær ganga bara mjög vel. Veðrið hefur reyndar ekki leikið við okkur. Það hefur snjóað alveg svakalega hérna undanfarið, meira en í sextíu ár, og fyrir vikið er reglulega snjóflóðahætta. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif á okkur en við höfum reynt að vinna okkur í kringum það.“ Hvað verðið þið lengi þarna? „Þetta verða fjórar vikur hér en þá för- um við til Rómar, þar sem við verðum í hinu fræga Cinecitta-stúdíói, þar sem Fell- ini gerði myndirnar sínar. Þaðan förum við í Pinewood-stúdíóið í London.“ Þið komið til Ítalíu frá Nepal. Voru að- stæður betri þar? „Já, við fengum frábært veður í Kat- hmandu, þessar tvær vikur. Við vorum við Everest og fórum áleiðis upp fjallið. Eins hátt og tryggingafélagið leyfir okkur að fara með leikarana. Það tekur fólk marga mánuði að laga sig að aðstæðum og óvanir geta orðið fárveikir þarna uppi. Það er lyk- ilatriði að koma fólki hratt niður áður en það verður veikt. Þess vegna notuðum við þyrlur. Háfjallaveiki er ekki ósvipuð kaf- araveiki.“ Ótrúlegar fjallageitur Varð einhverjum meint af? „Nei, ekki til að tala um. Við skipulögð- um þetta mjög vel og vorum með vant fólk með okkur. Sherpa sem eru alveg frábærir náungar. Ótrúlegar fjallageitur. Sumir leika í myndinni og aðrir hjálpuðu okkur að byggja upp grunnbúðirnar. Það var ótrú- legt ævintýri að koma til Nepal.“ Þarf ekki að varast fleira en háfjallaveik- ina? „Jú, apana.“ Apana? „Já, þeir eru ótrúlegir. Mjög hrekkjóttir og árásargjarnir. Eiga það til að birtast bara upp úr þurru og stökkva á fólk ofan af þökum húsa. Þetta gerðist hjá okkur og sumir leikaranna hoppuðu hæð sína í loft upp af skelfingu. Það var sjón að sjá. Mest eru aparnir þó að stela gosflöskum og nammi. Það var einmitt agnið sem ég not- aði til að ná skotum af þeim. Gaman að láta þessum skrautlegu öpum bregða fyrir í myndinni.“ Fjölskyldan kemur í hollum Eru einhverjir Íslendingar með í för? „Bara Ingvar E. Sigurðsson sem fer með hlutverk í myndinni. Það er voða vinalegt að hafa hann hérna, við höfum þekkst svo lengi. Charlotte Bøving er líka hérna. Hún er auðvitað Dani en með íslenskan rík- isborgararétt.“ Fjölskyldan er ekkert með þér? „Þau koma svona í hollum. Strákarnir mínir koma bráðlega til að skíða með pabba. Unglingsstelpurnar mínar tvær, dóttir og stjúpdóttir, ætla svo að koma til Rómar. Þær nenna ekki neinu fjallarugli. Ég reyni að fá börnin til mín á settið eins oft og ég get, þegar ég er í þessum verk- efnum erlendis. Það er ómögulegt að þau lesi bara um pabba sinn í blöðunum.“ Þú kemst væntanlega ekkert heim meðan á tökum stendur? „Nei, ég á síður von á því. Maður fer lít- ið frá meðan á svona verkefni stendur. Ég skrapp reyndar til Gautaborgar um daginn að sækja heiðursverðlaunin mín. Það kom reyndar svolítið flatt upp á mig að ég væri orðinn nógu gamall til að fá heiðurs- verðlaun. Hugsaði bara með mér: Nú jæja, er ég kominn á þennan stað?“ Hann hlær. Það vantar örugglega ekki spennuna í Everest en þetta er ekki hasarmynd eins og Contraband og 2 Guns? „Það er alveg rétt. Þetta er öðruvísi mynd. Byggð á sannri sögu. Sá misskiln- ingur hefur verið í gangi að myndin sé byggð á bókinni Into Thin Air eftir Jon Krakauer. Svo er ekki. Þetta er auðvitað sama sagan en í myndinni hefur sjónarhorn Krakauers ekki meira vægi en annarra. Sagan í myndinni er ekki sögð frá sjón- arhóli neinnar ákveðinnar persónu.“ Hænan eða eggið Þú kallar ekki allt ömmu þína þegar kemur að því að gera bíómyndir, það er að segja þú leitar ekki alltaf í auðveldustu aðstæð- urnar. „Ég er búinn að gera ýmislegt. Hafið var vetrarmynd og svo auðvitað Djúpið sem gerð var við mjög erfið skilyrði. Núna er maður að vinna í tíu til tólf tíma á dag í þrjátíu stiga frosti. Menn þola það misvel.“ Hann hlær. „Við þetta bætast svo tungumálaörð- ugleikar. Ég er með hálft ítalskt „crew“ og hálft breskt. Samt gengur þetta allt eins og í sögu.“ Velur þú þessi erfiðu skilyrði eða velja þau þig? Ertu ef til vill áhættufíkill? „Það er spurning hvort kemur á undan, hænan eða eggið. Ég sæki í verkefni sem fjalla um manninn og náttúruna. Hef alltaf gert og mun alltaf gera. Ætli það hafi ekki eitthvað með uppruna minn að gera. Nátt- úran og veðrið eru óvíða stærri hluti af lífi manns en á Íslandi. Ég þurfti til dæmis að moka mig út úr húsinu um jólin. Í Los Angeles er alltaf sama veðrið. Við Íslend- ingar erum ýmsu vanir og auðvitað mótar það okkur að hafa þurft að búa okkur eins og eskimóar áður en við fórum í skólann á morgnana. Fyrir vikið er erfiðleikastuðull- inn frekar hár hjá okkur. Hugsanlega mikl- ar leikstjóri sem fæddur er í Los Angeles verkefni eins og Everest frekar fyrir sér en leikstjóri sem fæddur er á Íslandi.“ Hvenær er áætlað að tökum ljúki? „Í lok apríl. Þá hefst eftirvinnslan. Svo skemmtilega vill til að stefnt er að frum- sýningu 27. febrúar 2015 en það er einmitt afmælisdagurinn minn. Það getur þó allt breyst.“ Hvað tekur við hjá þér þegar þessu verkefni lýkur? „Það er óráðið. Ég er með fjölmörg járn í eldinum, heima og erlendis. Þessi verkefni eru í þróun meðan á gerð Everest stendur og þegar þar að kemur skoðum við hvað hentar best að gera. Það getur verið gott að láta verkefni malla.“ Víkingamynd og fangelsismynd Víkingamyndin er eitt af þessum verk- efnum, ekki satt? „Jú, það er heilmargt að gerast í því máli þessa dagana og tíðinda gæti verið að vænta mjög fljótlega. Hún verður öll tekin á Íslandi en á ensku og með þekktum leik- urum. Annað verkefni er sjónvarpsþáttaröðin Trapped sem fyrirhugað er að taka á Aust- fjörðum. Hún er ætluð til sýninga bæði heima og erlendis. Það er mikill áhugi fyrir því verkefni erlendis og fjármögnun langt komin. Þriðja verkefnið er fangelsismynd sem ég vonast til að gera í Bandaríkjunum í sam- starfi við Universal Studios. Vinnuheitið er On the Job. Hún byggist á atburðum sem gerðust í Mexíkó, þegar föngum var hleypt út úr fangelsum til að myrða fólk í skjóli nætur. Eðli málsins samkvæmt voru þeir með fullkomna fjarvistarsönnun. Gerð hefur verið mynd um svipað efni en þetta er ekki endurgerð á henni.“ Hvað um íslensku myndirnar, Sjálfstætt fólk og Grafarþögn? Hvenær megum við eiga von á að sjá þær á hvíta tjaldinu? „Það er ekki gott að segja. Líklegra er að Grafarþögn verði á undan. Ég ætla að gefa mér góðan tíma í Sjálfstætt fólk. Sú saga er ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í kvikmyndagerð. Þar komum við aftur að sambandi manns og náttúru. Ég beið í tíu eða fimmtán ár eftir réttinum á henni og get alveg beðið í nokkur ár í viðbót eft- ir því að gera myndina. Raunar hef ég allt- af sagt að ég muni ekki gera Sjálfstætt fólk fyrr en ég er orðinn nógu þroskaður til þess. Verði ég það nokkurn tíma. Þessu verkefni fylgir mikil ábyrgð, það er ólíklegt að Sjálfstætt fólk verði kvikmyndað aftur á íslensku.“ Sundlaug freistar ekki Þú ert mikið erlendis en heldur samt heim- ili á Íslandi og munt gera áfram, eða hvað? „Já, það mun ég gera. Það var mín gæfa að ná ekki of snemma í gegn úti. Annars hefði ég kannski álpast til að flytja frá Ís- landi. Mitt heimili er í Skagafirði. Þar er- um við með okkar hesta og hvergi betra að vera. Það er eitt að hafa áhuga á því að vinna í þessu alþjóðlega umhverfi og annað að vilja búa í einhverri villu með sundlaug í Los Angeles. Það freistar okkar ekki, allra síst konunnar minnar.“ Fyrirtæki þitt, RVK Studios, er og verð- ur á Íslandi, eða hvað? „Já, hugmyndin með stofnun þess var að flytja hagnaðinn af verkefnum mínum til útlanda inn í landið og láta íslenska kvik- myndagerð njóta góðs af. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera þegar búið er að opna landamærin. Það hefur Peter Jackson sýnt í Nýja-Sjálandi. Hann hefur lyft grett- istaki fyrir kvikmyndaiðnaðinn þar. Byggt upp stúdíó, tekið upp myndir og útvegað fólki vinnu. Að sama skapi lít ég á það sem mína skyldu að greiða götu annarra í þessum bransa, sé ég í aðstöðu til þess. Núna er til dæmis fullt af íslenskum krökkum að vinna að tæknibrellum í Eve- rest og eru alveg jafngóðir ef ekki betri en amerískir kollegar þeirra. Elísabet Ronalds- dóttir, sem klippti Contraband fyrir mig, er að klippa nýja mynd með Keanu Reeves í Bandaríkjunum núna og Ólafur Darri að gera það gott í framhaldsþáttum og bíó- myndum.“ Fór ekki út til að meika’ða Af sem áður var. „Svo sannnarlega. Þetta hefur gjörbreyst á ótrúlega skömmum tíma. Björk ruddi brautina, opnaði dyr út í heim fyrir ís- lenska listamenn, og vonandi er ég að gera eitthvert gagn í kvikmyndagerðinni. Þetta er mjög spennandi, það eru engin höft fyr- ir unga fólkið. Þegar ég var að alast upp í Kópavoginum vorum við um margt eins og austantjaldsþjóð. Velgengni í útlöndum var fjarlægur draumur.“ Þú bjóst sumsé ekki við því þarna í Kópavoginum að þú ættir eftir að leikstýra Vil ekki vinna í angist BALTASAR KORMÁKUR ER Í ÓÐA ÖNN AÐ TAKA UPP SÍNA NÝJUSTU KVIKMYND, EVEREST, SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM ATBURÐUM. HANN ER NÚ Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM EFTIR VEL HEPPNAÐA DVÖL Í NEPAL, ÞAR SEM GEÐVONDIR APAKETTIR VEITTUST MEÐAL ANNARS AÐ LEIKURUNUM. SNJÓR OG AFTUR SNJÓR HEFUR BEÐIÐ HÓPSINS Í ÖLPUNUM OG FYRIR VIKIÐ UPPLAGT AÐ BRUNA NIÐUR BREKKURNAR Á KVIÐNUM – Í KAPPI VIÐ JOSH BROLIN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is *Ég ætla að gefa mérgóðan tíma í Sjálf-stætt fólk. Sú saga er ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í kvik- myndagerð. Ég beið í tíu eða fimmtán ár eftir rétt- inum á henni og get al- veg beðið í nokkur ár í viðbót eftir því að gera myndina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.