Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 J óhanna Hjaltadóttir tekur brosandi á móti mér á stigapallinum á heimili sínu í Bústaðahverfinu. Þar hefur hún búið síðustu 64 árin, frá árinu 1950, en þau eiginmaður hennar heitinn, Björn Helgason, voru meðal frumbyggja í hverfinu. Tvær eða þrjár fjölskyldur voru á undan. „Þá var engin verslun hérna en fljót- lega kom skúr með helstu nauðsynjavörum. Þetta var eins og að búa í sveit,“ segir Jó- hanna. Hún er ern eftir aldri, ber það ekki með sér að vera orðin 94 ára gömul. Létt í lund sem á fæti og stálminnug. Sjónin hefur þó daprast. Jóhanna hefur lagað te og hellt upp á kaffi, auk þess sem kökur eru á borðum. „Ég baka alltaf svolítið,“ segir hún en okkur til samlætis sitja í borðstofunni dóttir henn- ar, Ásta Björnsdóttir, og dótturdóttir, Jó- hanna Kristín Andrésdóttir. Sú síðarnefnda fléttast með skemmtilegum hætti inn í sög- una sem amma hennar er í þann mund að segja mér. Sú saga hefst á því herrans ári 1937. Þá var Jóhanna tápmikil átján ára stúlka með brennandi áhuga á umheiminum. Ein leið til að svala forvitninni var að eignast pennavini erlendis og um tíma skrifaðist Jóhanna á við stúlkur í Færeyjum og Bandaríkjunum. Það dugði þó ekki til og þegar hún frétti að gam- all fjölskylduvinur, Jón Sveinsson rithöf- undur, Nonni, væri um þær mundir staddur í Japan ritaði hún honum bréf. „Afa mínum, Gunnari Einarssyni, og Nonna varð vel til vina og faðir minn, Hjalti Gunnarsson, og bræður hans tveir voru um tíma í skóla hjá Nonna í Danmörku. Jóhannes föðurbróðir minn hélt alla tíð góðu sambandi við Nonna og það var hjá honum sem ég fékk heim- ilisfangið hans í Japan,“ segir Jóhanna. Hitti Nonna á Íslandi Sjálf hafði hún hitt Nonna árið 1930 þegar ríkisstjórn Íslands bauð honum hingað í heimsókn í tilefni af Alþingishátíðinni. Hann kom þá í kaffi til foreldra hennar. Sem kunnugt er kom Nonni aðeins tvívegis til Ís- lands eftir að hann flutti utan þrettán ára gamall, 1894 og 1930. Nonni svaraði fyrirspurn Jóhönnu um hæl, eins og heiðursmanna er von og vísa, og varðveitir Jóhanna það bréf á góðum stað. Dregur það upp af þessu tilefni. Í bréfinu, sem Nonni ritar á ensku, þakkar hann Jó- hönnu fyrir að skrifa sér og biður fyrir góð- ar kveðjur til föður hennar sem hann man vel eftir. Þá þakkar hann hlý orð um bækur sínar og tekur vel í erindið. Lofar að leggja sig fram um að koma Jóhönnu í samband við japanska stúlku eða stúlkur með pennavin- skap í huga. Fram kemur í svari Nonna að hann muni halda sig við það kyn, hitt sé ekki viðurkvæmilegt þar eystra. Jóhanna hlær þegar þetta ber á góma. „Ég man ekki hvernig ég orðaði það í bréf- inu en eflaust hef ég óskað eftir því að kom- ast í samband við japönsk ungmenni óháð kyni. Samt var ég aðallega að hugsa um stúlkur.“ Nonni stóð við orð sín. Snemma árs 1938 barst Jóhönnu bréf sem hún varðveitir líka. Það hefst á þessum orðum: „Kæra Jóhanna! Eflaust ertu hissa að heyra frá stúlku sem býr svona langt frá Íslandi. Og þó, þar sem frændi þinn, séra Sveinsson, lagði til að jap- önsk stúlka skrifaði þér. Það gleður mig að ég skuli hafa orðið fyrir valinu. Mig langar Vinkonur í 76 ár en hafa aldrei hist FYRIR 76 ÁRUM HAFÐI JÓN SVEINSSON, NONNI, MILLIGÖNGU UM AÐ KOMA Á PENNAVINSKAP MILLI TVEGGJA UNGLINGSSTÚLKNA, JÓHÖNNU HJALTADÓTTUR Í REYKJAVÍK OG YOKO MATSUKUMA Í TÓKÝÓ. VINÁTTA ÞEIRRA HEFUR STAÐIÐ FRAM Á ÞENNAN DAG. ÞÆR HAFA ÞÓ ALDREI HIST EN Á LIÐNU ÁRI FÓR DÓTTURDÓTTIR JÓHÖNNU, JÓHANNA KRISTÍN ANDRÉSDÓTTIR, AÐ FINNA YOKO Í JAPAN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Jóhanna Kristín Andrésdóttir og amma hennar, Jóhanna Hjaltadóttir, með bréf, kort og myndir sem vitna um vináttu Jóhönnu og Yoko Matsukuma öll þessi ár. Ógleymanleg stund á hjúkrunarheimilinu í Tókýó síðastliðið haust. Mayuko, dótturdóttir Yoko, Yoko Matsukuma sjálf, Nína Margrét Bessadóttir og Jóhanna Kristín Andrésdóttir. Viðtal Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti) koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is. Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Nánari upplýsingar eru á ob.is/Vildarkerfi. -15kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.