Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Síða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 Menning É g varð ekkert hissa þegar ég heyrði fyrst að Gunnar Þórðar- son væri að skrifa óperu. Gunnar hefur einstakt vald á tónlistinni og nýtir hana með áhrifaríkum hætti til persónusköpunar. Hann kann að skapa drama, eftirvæntingu, spennu og húm- or með tónlist sinni. Hann hefur akkúrat það sem þarf til að semja góða óperu,“ segir Þóra Einarsdóttir sópran, en hún fer með titilhlutverkið í óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson sem Íslenska óperan frumsýnir 1. mars. Að sögn Þóru eru rúm fjögur ár síðan Gunnar hringdi í hana og ævintýrið hófst. „Hann bað mig að hjálpa sér og syngja hlut- verk Ragnheiðar í upptökum til þess að hann gæti heyrt hvernig þetta virkaði. Ég var mjög upp með mér að hann skyldi vilja að ég hjálpaði honum, en á þeim tímapunkti var ekkert verið að ræða að ég ætti að syngja þetta hlutverk á sviði,“ segir Þóra. Tekur hún fram að hún hafi strax orðið dolfallin yf- ir þeirri tónlist sem Gunnar sendi henni nót- urnar að. „Mér fannst tónlistin strax alveg stórkostleg. Hún er mjög áheyrileg og óhemju falleg. Það er líka einhver sér- íslenskur tónn í henni,“ segir Þóra og bætir við að saga Ragnheiðar og aðstæður hennar hafi talað mjög sterkt til sín. „Fljótlega fóru þeir Gunnar og Friðrik að tala um að ég ætti að syngja Ragnheiði þeg- ar verkið færi á svið. Ég samþykkti það strax, en vissi auðvitað ekkert hvenær það yrði,“ segir Þóra og bendir á að það sé ekki hlaupið að því að koma íslenskri óperu á svið hérlendis. „Það þarf að hafa mikið fyrir hlut- unum, leita styrkja og stuðnings til að slíkur flutningur geti orðið að veruleika. Það er í raun ótrúlegt að jafnflottir listamenn og Gunnar og Friðrik skuli þurfa að hafa svona mikið fyrir því að koma verkinu á svið. Margir væru löngu búnir að gefast upp og ég held því miður að það sé oft reyndin,“ segir Þóra og leggur áherslu á mikilvægi þess að íslenskar óperur séu settar upp hér- lendis þar sem íslensk tónskáld verði að fá að þroskast og þróast á óperusviðinu svo óp- eruformið nái að blómstra. Ekki innan þægindarammans „Óperan er svo sterkt og magnað listform. En þetta er líka mjög erfitt form vegna þess að allt þarf að smella saman; leikgerðin, túlk- unin og tónlistin,“ segir Þóra og viðurkennir að sér geti sjálfri leiðst á óperusýningum. „Ég hef labbað út bæði á Scala og Metro- politan. Mér dettur ekki í hug að segja að öll ópera sé æðisleg. En þegar vel tekst til þá er þetta listform sterkara en allt annað.“ Ragnheiður var frumflutt í konsertformi í Skálholti 16. ágúst sl. og samkvæmt upplýs- ingum frá Stefáni Baldurssyni, óperustjóra Íslensku óperunnar, tryggði hann sér sýning- arréttinn á verkinu strax daginn eftir. Að- spurð segir Þóra það frábært að fá tækifæri til að vinna hlutverkið með þeim hætti að syngja það fyrst í konsertformi og síðan á sviði. „Þá er maður búinn að fara vel inn í persónuna og hugsanir hennar áður en að sviðsvinnunni kemur. Það er líka gott að vera búin að kynnast tónlistinni svona vel og vita hvernig maður hyggst koma henni til skila bæði tækni- og túlkunarlega.“ Í ljósi þess að Gunnar samdi hlutverkið með tiltekna söngkonu í huga liggur beint við að spyrja hvort tónskáldið hafi skrifað tónlistina innan þess ramma sem hentaði best rödd Þóru. „Um leið og ég byrjaði að syngja fyrstu tóndæmin sem Gunnar var bú- inn að skrifa þá fór strax af stað samtal milli okkar um t.d. tónsviðið og ýmsa tæknilega hluti,“ segir Þóra og tekur fram að sem bet- ur fer hafi Gunnar ekki skrifað hlutverk Ragnheiðar þannig að það félli alfarið innan hennar þægindaramma. „Gunnar fer einu skrefi lengra en ég hefði nokkru sinni þorað og ég er mjög þakklát fyrir það. Hann teygir á mörkum mínum bæði radd- og túlkunar- lega, því þetta er tæknilega mjög krefjandi hlutverk. Það krefst líka mikils túlkunarlega séð, því Ragnheiður býr allt í senn yfir mik- illi dramatík, lýrík, barnslegri einlægni og léttleika.“ Texti Friðriks stórkostlegur Spurð hvernig hún nálgist hlutverk sem búi yfir svona mörgum litum í túlkun segist Þóra fyrst og fremst nálgast Ragnheiði út frá tón- listinni og textanum. „Ef maður er eitthvað í vafa um persónuna þarf maður bara að skoða hljómana í tónlistinni og þá kemur tilfinn- ingin. Svo er texti Friðriks hreint út sagt stórkostlegur. Ég á einfaldlega ekki nógu sterk orð til að hæla Friðriki. Þetta er vand- að líbrettó þar sem allar persónurnar eru skýrar og hafa sína sögu,“ segir Þóra og tek- ur fram að það hafi verið ómetanlegt að hafa aðgang að Friðriki sem textahöfundi á æf- ingatímabilinu þar sem hann hafi veitt góða innsýn í sögulegt samhengi atburðanna og upplýsingar sem komu að góðum notum við persónusköpunina. Eins og fram hefur komið leikstýrir Stefán Baldursson óperustjóri Ragnheiði, en hann hefur áratugalanga reynslu úr leikhúsheim- inum. Aðspurð segir Þóra að Stefán geri miklar kröfur leiklega séð. „Nálgun hans er þannig að hann vinnur með okkur eins og við séum leikarar. Sem er frábært, því þá ber hann virðingu fyrir því hlutverki okkar. Mað- ur lendir oft í því að leikstjórar treysti því ekki að við söngvararnir séum að vinna vinn- una okkar sem leikarar. Þá nenna þeir jafn- vel ekki að involvera söngvarana í konsept- hugsun uppsetninga sinna, þar sem ætlast er til þess að söngvararnir syngi bara og leiki eins og þeim er sagt,“ segir Þóra og tekur fram að þetta sé alls ekki algilt, því hún hafi líka unnið með mörgum frábærum leik- stjórum. „Mér hefur alltaf líkað best þegar við fáum að vera með í persónusköpuninni og verðum hluti af liðsheildinni.“ Deilir ævintýrinu með manninum Einn þeirra sem þátt taka í uppfærslunni er Björn Ingiberg Jónsson, eiginmaður Þóru, en hann syngur hlutverk Þórðar Þorlákssonar sem tekur við af Brynjólfi sem biskup lands- ins. „Það hefur verið mjög gaman að vinna þetta verkefni með honum og í raun dýr- mætt að eiga þetta ævintýri með honum,“ segir Þóra og rifjar upp að Björn hafi líkt og hún verið með í öllu ferlinu með höfundum frá upphafi. „Mér finnst mikill stuðningur að hafa hann á æfingum. Hann hlustar á mig og þekkir röddina mína jafnvel og söngkenn- arinn minn og getur því komið með gagn- legar ábendingar hvað ýmis tæknileg atriði varðar,“ segir Þóra og tekur fram að vissu- lega krefjist það talsverðrar skipulagningar að fá pössun fyrir strákana þeirra tvo, sem eru átta og tólf ára gamlir, þegar þau hjónin séu að vinna í sömu uppfærslunni. „Strák- arnir voru með okkur í Skálholti og þeir mæta auðvitað á frumsýninguna í Hörpu,“ segir Þóra og bætir kímin við: „Þeir eru öllu vanir, enda nánast aldir upp í leikhúsinu.“ „Gunnar [Þórðarson] fer einu skrefi lengra en ég hefði nokkru sinni þor- að og ég er mjög þakklát fyrir það. Hann teygir á mörkum mínum bæði radd- og túlkunarlega.“ Morgunblaðið/Kristinn ÍSLENSKA ÓPERAN FRUMSÝNIR NÝJA ÓPERU UM RAGNHEIÐI BRYNJÓLFSDÓTTUR „Óperan er magnað listform“ ÞÓRA EINARSDÓTTIR SYNGUR TITILHLUTVERKIÐ Í ÓPERUNNI RAGNHEIÐI EFTIR GUNNAR ÞÓRÐARSON OG FRIÐRIK ERLINGSSON. RÚM FJÖGUR ÁR ERU SÍÐAN ÆVINTÝRIÐ VIÐ UPPSETNINGUNA HÓFST, SEM MEÐ VIÐKOMU Í SKÁLHOLTI RATAR NÚ Á SVIÐ Í ELDBORGARSAL HÖRPU. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is * Ég hef labbað út bæðiá Scala og Metro-politan. Mér dettur ekki í hug að segja að öll ópera sé æðisleg. En þegar vel tekst til þá er þetta listform sterkara en allt annað.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.