Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 „Rolling Repeat Cycles and Turns“ er heiti sýningar myndlistarkonunnar Rebekku Mor- an sem opnuð verður í galleríi Þoku, í kjall- ara Hríms hönnunarhúss að Laugavegi 25, á laugardag klukkan 16. Á sýningunni eru ný verk og kemur veltirunni þar fyrir sem myndefni. Veltirunninn er algeng flökkupl- anta í Bandaríkjunum og má kallast tákn um gang tímans, er hann rúllar viðstöðulaust yf- ir autt landslag í klassískum vestrum. Rebekka Moran nam við School of the Art Institute in Chicago. Árið 2005 kom hún til Íslands til að dvelja í gestavinnustofu SÍM sem endaði með því að hún flutti hing- að til lands. VELTIRUNNI Í MYNDVERKI REBEKKA Í ÞOKU Listakonan hefur gert skúlptúr fyrir sýninguna og byggir hann á 16mm kvikmynd af veltirunna. Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson leika víðkunn verk fyrir píanó og selló. Á tónleikum í 15:15 tónleikasyrpunni í Nor- ræna húsinu á sunnudag kl. 15 munu Sig- urður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja nokkur góð- kunn verk fyrir selló og píanó. Efnisskrána kalla þeim „B-liðið“ en þeir leika sónötur eft- ir Bach, Beethoven og Brahms sem spanna þrjú megintímabilin í sögu þessa grunnforms sígildrar hljóðfæratónlistar. Þá eiga tveir úr „A-liðinu“, að sögn flytjenda, hvor sitt smá- verkið en það eru þeir Anton Webern og Atli Heimir Sveinsson. Samstarf Sigurðar og Daníels hefur staðið yfir óslitið frá námsárum þeirra í Reykjavík. 15:15 TÓNLEIKAR Á SUNNUDAG VERK B-LIÐSINS Einkasýning Höllu Birg- isdóttur, sem hún kallar „Tungl í hjarta: ýmsar birtingarmyndir vitfirr- ingar“, verður opnuð í Slunkaríki á Ísafirði klukkan 17 á laugardag. Í verkum sínum notar Halla texta og teikningar til þess að reyna að skilja ýmis umhugsunarefni. Verkin eru frásagnir og stórum hluta þeirra miðlar hún í gegnum myndir. Á sýningunni langar Höllu meðal annars til að sýna Ísfirðingum og öðrum gestum safn örsagna sem hún hefur skrástt gegnum tíðina með textum og teikningum, meðal annars á bloggi sínu. Á sýningunni ganga gestir inn í heim þess- ara sagna en Halla hefur skrifað texta á veggi sýningarsalarins. Persónuleg saga Höllu er sögð vera á sama tíma saga svo margra. Hún tekst á við viðfangsefnið af einlægni og fjallar um ljúfsára atburði í lífi sínu. Sýningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða HALLA SÝNIR Í SLUNKARÍKI TUNGL Í HJARTA Eitt verka Höllu. Menning V ið lok frumsýningarinnar á Der Klang der Offenbarung des Göttlichen í Volksbühne- leikhúsinu í Berlín í vikunni gat kona sem sat rétt hjá mér ekki hætt að snökta, upphafin fegurðin hafði náð svona til hennar. Bandarískur galleristi ann- ars höfundanna, Ragnars Kjartanssonar, var einnig djúpt snortinn. „Ég vissi að við ættum von á góðu verki, en að það væri svona áhrifa- mikið … „Hann hristi höfuðið klökkur en ánægður með enn eitt athyglisverða verkið frá sínum manni. Flutningnum var fagnað hraustlega; fjöru- tíu manna hljómsveitinni, sextán manna kórn- um, stjórnandanum Davíð Þór Jónssyni og vitaskuld höfundunum, myndlistarmanninum Ragnari og Kjartani Sveinssyni tónskáldi. Þeir hlupu upp á sviðið og tóku brosandi við fagnaðarlátunum í sal þar sem sjá mátti mörg andlit úr íslensku listalífi en einnig af al- þjóðlegu myndlistarsenunni. Þegar Ragnari var boðið að setja upp verk í þessu fræga leikhúsi, sem þekkt er fyrir nýsköpun og dirfsku, hafði hann samband við Kjartan sem ekki er lengur félagi í Sigur Rós, heldur út- skrifað tónskáld og hafði samið tónlistina fyrir leikgerð Kjartans Ragnarssonar, föður Ragn- ars, upp úr Heimsljósi Halldórs Laxness í Þjóðleikhúsinu fyrir þremur árum. Og þeir réðust í að skapa þetta leikhúsverk án leikara. Ragnar hannaði sviðsmynd, hópur fólks smíð- aði og málaði með honum í fyrrasumar og nú var hún komin á sviðið í Berlín; fjórir þættir með ólíkum leikmyndum en hárómantískum, og hátt í klukkustundar langt tónverk. Titillinn er þýska þýðingin á Kraftbirting- arhljómi guðdómsins, einum hluta Heimsljóss, og kórinn syngur valdar línur úr texta bók- arinnar, línur sem hylla fegurðina. Fyrir frumsýningu höfðu höfundarnir sagt mér að verkið fjallaði um fegurðarþrána – þar vísa þeir aftur í skáldsögu Halldórs. „Heimsljós er stórmerkileg bók um fegurð- arþrána og fegurðina, skrifuð í deiglu módern- ismans. Hún afbyggir fegurðina og upphefur hana líka. Við erum eiginlega líka að gera það hér, staddir í einu helsta afbyggingarleikhúsi Evrópu,“ sagði Ragnar. Og þegar ómstríð tónlistin ómaði um leikhúsið og tjöldin voru dregin frá sviðinu, mátti sjá klettótta strönd og öldur sem veltust um, af vaxandi krafti þegar þrumur hljómuðu og eldingar leiftruðu. Í öðrum þætti opnaðist sýn í skógarsal og tekið var að syngja, afar fallega um leið og tók að snjóa, og síðan bárust leikar í mik- ilfenglega hamraborg þar sem eldur logaði og að lokum í kaldan heim norðursins, þar sem rauður himinn glóði yfir freranum. Myndirnar lifnuðu á sviðinu, unnið var með lýsinguna á áhrifaríkan hátt og tónlistin var fjarri þýskri hárómantík, þótt sviðmyndir kölluðust á við fegurðarhugmyndir 19. aldar. Þess í stað er tónmálið nær Arvo Pärt hinum eistneska eða Philip Glass, með endurtekinni hrynjandi og tærum laglínum. Svo tærum að sumir grétu. Báðir með fullkomið listrænt frelsi Tveimur dögum fyrir frumsýningu hafði ég setið með Ragnari og Kjartani í panelklæddri kaffistofu Volksbühne, þessa fyrrverandi þjóð- leikhúss Austur-Þýskalands. Ragnar minnist þess að hafa komið fyrst í húsið árið 1989, ásamt foreldrum sínum, áður en járntjaldið féll. Þeir félagar hafa verið í borginni í tvær vikur að undirbúa flutninginn ásamt Davíð Þór sem hefur unnið með Ragnari í fjölda verkefna víða um lönd. Í ljós kemur að það var fyrst fyrir einum sjö árum sem einn stjórnenda Volksbühne ámálgaði við Ragnar að hann gerði eitthvað í leikhúsinu en form- legt boð kom fyrir tveimur árum. „Mér varð strax hugsað til Heimsljóss, sem faðir minn hefur merkilegt nokk gert þrjár leikgerðir upp úr, og Kjartan gerði tónlistina við árið 2011,“ segir Ragnar. „Það þróaðist út í þetta sviðsverk án leikara, við tónlist, og þá hugsaði ég strax að Kjartan þyrfti að semja tónlistina. Það var síðan alfarið hugmynd hans að koma með kór inn í tónverkið og að hann syngi upp úr Heimsljósi á þýsku. Ég held að upphaflega höfum við bara rætt um það einu sinni hvernig við ættum að gera þetta – við veittum hvor öðrum fullkomið list- rænt frelsi.“ segir hann og brosir. „Ég er sannfærður um að mér hefði ekki dottið í hug að gera þetta verk fyrir neitt ann- að leikhús. Verk án texta. Ég hef árum saman verið aðdáandi Volksbühne og hef séð margar uppfærslur hér. Þetta snýst um að vinna með ákveðnar andstæður, og samtal við húsið og söguna. Ég er spenntur að sjá muninn þegar verkið verður síðan sett upp í Borgarleikhús- inu, þar sem er annarskonar hefð, annarskon- ar samhengi.“ Eftir fimm sýningar í Berlín verður verkið sýnt þrisvar á Listahátíð í vor. Ragnar bætir við að sýningin sé einnig und- ir áhrifum svokallaðra „tableux vivants“ sem tíðkuðust á 19. öld, þar sem sviðsettar voru stuttar senur, til að mynda úr sögum og goða- fræði. „Það hefur alltaf verið sterkt element í minni list, óperan sem var útskriftarverkefni mitt úr Listaháskólanum á sínum tíma var slíkt tableaux. Þetta hefur alltaf verið þarna.“ Gaman að skapa hluti saman Ragnar og Kjartan eru óhræddir við að tak- ast á við hugmyndir um fegurðina, nokkuð sem fjölmargir listamenn hafa ekki viljað snerta á á liðnum áratugum. „Hér kemur það einfaldlega frá því að velta Heimsljósi fyrir sér, það er svo sjúklega falleg bók en fegurð- arþráin gefur ekkert af sér nema dauða, per- vertisma og sjálfsmorð,“ segir Ragnar og ljómar. Bætir svo við að hann hrífist líka af tónlist Kjartans, „og Sigur Rósar. Það hefur mikil áhrif þegar maður er að alast upp og magnaðasta rokkhljómsveitin er að takast á við fegurðina!“ Verk Ragnars bera þess merki að hann á auðvelt með að safna að sér hæfu samstarfs- fólki og þau njóta þess að vinna saman. „Algjörlega. Líklega kemur það frá því að vera alinn upp í leikhúsi, og hafa verið í hljómsveitum. Það er svo gaman að skapa hluti saman, að gera eitthvað skapandi með vinum sínum.“ „Já, og það er ótrúlega mikilvægt fyrir skapandi fólk að hafa annað skapandi fólk í kringum sig,“ bætir Kjartan við. „Ég var í hljómsveit í ein 16 ár og eftir að ég hætti hef- ur stundum verið erfitt fyrir mig að vera einn að vinna. Í krísu hef ég átt til að hringja í Ragga og segja: Jæja, núna verðum við að vera saman í hljómsveit! Þá þarf bara að fara í bíltúr saman eða drekka kaffi og spjalla.“ Ragnar tekur orðið aftur. „ Já, ef þetta verður „disaster“ þá getum við grátið saman en ef verkið verður „sökksess“ þá gleðjumst við saman.“ Þeir hlæja. Brjálað að gera Síðustu ár hafa verið afar annasöm hjá Ragn- ari og hafa gjörningar hans og myndbands- verk notið sívaxandi athygli í hinum al- þjóðlega listheimi. Hann hefur sett upp verk í mörgum kunnustu söfnum og sýningasölum Vesturlanda og nýtur mikillar velgengni. „Já, það er brjálað að gera,“ segir hann undrandi eins og hann sé að uppgötva þá staðreynd. „En, ég held alltaf bara áfram, verð að VERK RAGNARS OG KJARTANS FRUMSÝNT Í VOLKSBÜHNE „Þetta er bara klikkað – algjör draumur“ ORÐIÐ SCHÖNHEIT, FEGURÐ Á ÞÝSKU, HLJÓMAR OFT Í SÖNG- TEXTA VERKSINS DER KLANG DER OFFENBARUNG DES GÖTT- LICHEN, KRAFTBIRTINGARHLJÓMI GUÐDÓMSINS UPP Á ÍSLENSKU, SEM FRUMSÝNT VAR FYRIR FULLU HÚSI Í BERLÍN Í VIKUNNI. HÖF- UNDARNIR, RAGNAR KJARTANSSON OG KJARTAN SVEINSSON, UNNU ÞETTA LEIKHÚSVERK ÁN LEIKARA MEÐ HEIMSLJÓS HALLDÓRS LAXNESS Í HUGA OG FEGURÐARÞRÁNA SEM ÞAR BIRTIST. Á SVIÐ- INU GEFUR AÐ LÍTA HÁRÓMANTÍSKAR SVIÐSMYNDIR RAGNARS OG TREGAFULL TÓNLIST KJARTANS FLÆÐIR UM SALINN. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.