Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 57
23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Á sunnudag klukkan 15 verður boðið upp á leiðsögn um hina athyglisverðu sýn- ingu „Þitt er valið“ í Hafn- arborg. Almenningi er boðið að velja sér verk að sjá á sýningunni, sem tek- ur breytingum í viku hverri. 2 Harmónikuunnendur ættu að hópast í Salinn í Kópa- vogi á laugardag kl. 16, því þá verða haldnir tónleikar til að hylla Karl Jónatansson harm- ónikuleikara níræðan. Margir bestu nikkuleikarar landsins leika lög hans og útsetningar. 4 Á sunnudag kl. 14 verður boðið upp á ókeypis leiðsögn um hina glæsilegu sýningu Silfur Íslands í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni eru yfir 2000 silfurgripir margra alda. 5 Hin kunna franska söngva- mynd Regnhlífarnar í Cherbourg eða Les pa- rapluies de Cherbourg verð- ur sýnd í kvikmyndaklúbbnum Svört- um sunnudögum á sunnudagskvöld kl. 20. Myndin hlaut Óskars- verðlaunin á sínum tíma sem besta erlenda myndin og skaut Catherine Deneuve upp á stjörnuhimininn. 3 Afar vel lukkaðri og for- vitnilegri sýningu útskrift- arhóps Ljósmyndaskólans lýkur á sunnudag. Sýnt er í húsnæði Lækningaminjasafnsins við Nesstofu á Seltjarnanesi og er opið milli kl. 13 og 18. Á sýningunni má sjá tísku- og heimildaljósmyndun, lands- lag, ögrandi bókverk og margt fleira. MÆLT MEÐ 1 halda áfram að marsera eins og ég hef gert. Ég finn engan rosalegan mun, nema það er gaman að fá að koma fram á öllum þessum stöðum …“ Hann bætir við að auðvitað sé frá- bært að hafa tækifæri til að koma hugmynd eins og þessari, verkinu í Volksbühne, á fram- færi. „Þetta er bara klikkað – algjör draumur. Að vera hér í kantínunni í Volksbühne, í leik- stjóra-jakkafötum,“ segir hann og strýkur boð- unginn á stífpressuðum jakkanum. „Það er GEÐVEIKT!“ Og hann hlær hjartanlega. Áður en Davíð Þór steig niður í hljómsveit- argryfjuna á frumsýningarkvöldinu, sagði hann hvað mestu vinnuna í æfingaferlinu hafa snúist um að fá flytjendurna til að finna rétta hugarástandið fyrir flutninginn. „En þetta eru ekki tónleikar, þetta er ekki leiksýning, þetta er einhvers staðar þar á milli,“ sagði hann. „Þetta er lifandi myndverk og lifandi tónlist – og óræð skil þar á milli. Að ná því flæði hefur verið spennandi áskorun …“ Og nokkrum mínútum síðar slokknuðu ljósin í salnum, tónlistin byrjaði að flæða og öldur að byltast milli kletta. Síðan hófst söngurinn, orð- ið schönheit endurtekið af björtum röddum og þá byrjaði að snjóa. Í upphafinni fegurð. Morgunblaðið/Einar Falur Davíð Þór, Kjartani og Ragnari fagnað í lok frumsýningar, og hylla þeir svið og hljómsveit. „Ég er sannfærður um að mér hefði ekki dottið í hug að gera þetta verk fyrir neitt annað leikhús. Verk án texta,“ segir Ragnar. Hér eru þeir Kjartan í sviðsmynd annars þáttar, í lauflausum skógi. Í fjórða þættinum birtir yfir köldu hjarninu og norðurljós veltast um himininn. * En þetta eru ekkitónleikar, þetta erekki leiksýning, þetta er einhvers staðar þar á milli. Davíð Þór stjórnar hljómsveit- inni í þriðja þætti verksins. Hann segir það hafa verið áskorun að hjálpa flytendunum að finna rétta hugarástandið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.