Morgunblaðið - 29.03.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.03.2014, Qupperneq 14
Tvívegis eftir að Ísland byggðist á níundu öld hefur orðið eldgos í Öræfajökli. Fyrra gosið var 1362 og hið síðara 1728. Árið 1362 varð í Öræfajökli eitt mesta eldgos frá upphafi Ís- landsbyggðar. Gosið varð senni- lega í öskju eldkeilunnar og var mjög kröftugt, súrt sprengigos sem þeytti upp 10 ferkílómetr- um af gjósku. Gosinu fylgdu jök- ulhlaup undan Falljökli, Virkis- jökli, Kotárjökli, Rótarfjallsjökli, Svínafellsjökli og Kvíárjökli. Ekki er vitað hversu stór hlaupin voru. Þegar gosið hófst var blómleg byggð í Litla-Héraði eins og Öræfi hétu áður. Í gosinu eydd- ist öll byggð og liðu fjörutíu ár þar til fólk settist að í Öræfum. Engum sögum fer af því hvort allir fórust, en víst er að eitt- hvert mannfall varð. Aftur gos 1727 Snemma í ágúst 1727 urðu snarpir jarðskjálftar í Öræfum sem enduðu með gosi í Öræfa- jökli. Sprunga opnaðist ekki í öskjunni sjálfri heldur neðar í fjallinu, við rætur jökulsins upp af Sandfellsfjalli. Öskufall var mikið fyrstu þrjá daga gossins en gosið var mun minna en árið 1362. Gosið stóð fram í apríl eða maí 1728. Jökulhlaup komu und- an Falljökli, Virkisjökli og Kot- árjökli og fram úr Sigárgljúfri. Ummerki hlaupsins eru greinileg enn í dag þegar ekið er um Öræfin. Þrjár manneskjur létu lífið í þessum hamförum. Öll byggð í Öræfasveit eyddist í kröftugu gosi árið 1362 GOSIÐ HEFUR TVISVAR Í ÖRÆFAJÖKLI Á SÖGULEGUM TÍMA Morgunblaðið/Ómar Öræfajökull Stærsta eldfjall Íslands og næststærsta virka eldfjall Evrópu. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 31. mars, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg H ringurJóhannesson H ringurJóhannesson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd laugard. 11–17, sunnud. 12–17, mánud. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Við höfum stofnað lögmannsstofu undir nafninu: VestNord lögmenn, Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikshúsinu), 101 Reykjavík, sími: 533 3050, fax 533 3055, vestnord@vestnord.is www.vestnord.is · facebook.com/ Vestnord Eyjólfur Ármannsson hdl. og LL.M. eyjolfur@vestnord.is Farsími: 777 1710 Gísli Tryggvason hdl. og MBA gt@vestnord.is Farsími: 897 3314 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ekki er hægt að útiloka að eldgos brjótist út í Öræfajökli og jök- ulhlaup í kjölfarið valdi búsifjum í byggðum í nágrenninu. Það hefur gerst tvívegis áður eftir að land byggðist. Að undanförnu hefur verið unn- ið að hættumati fyrir svæðið og hafa fyrstu drög þess verið kynnt íbúum í ná- grenninu. Öræfajökull er virk eldstöð, raunar stærsta eld- fjall Íslands og næststærsta virka eldfjall í Evrópu á eftir Etnu á Sikiley. Greiningin á hættunni sem stafar af því að eldgos verði þar að nýju hefur verið unnin af Veð- urstofu Íslands í samvinnu við Jarðvísindastofnun Háskólans og Almannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra. „Það er mikilvægt fyrir Veð- urstofu Íslands að miðla viðvör- unum og spám um hugsanlega náttúruvá þannig að hún komist til skila til hagsmunaaðila og almenn- ings. Stofnunin vinnur nú að því að endurskoða miðlunarferlið og nýta þær miðlunarleiðir sem í boði eru, en eitt meginmarkmiðið er að þetta svari hagsmunum samfélags- ins,“ segir Sigrún Karlsdóttir nátt- úruvárstjóri Veðurstofu Íslands. Eitt fjögurra verkefna Verkefnið sem nefnt er „For- greining á áhættu vegna flóða samfara eldgosum“ er eitt af fjór- um í fyrsta áfanga eldgos- ahættumats sem leitt er af Veð- urstofunni og unnið í samvinnu við fleiri opinberar stofnanir. Hin þrjú verkefnin eru „Úttekt á þekkingu á íslenskum eldstöðvum“, „For- greining á sprengigosum á Ís- landi“ og „Forgreining á eldgosum sem valdið geta miklu eignatjóni þ.e. eldgos nálægt þéttbýli og al- þjóðlegum flugvöllum á Íslandi.“ Að sögn Sigrúnar hefur Öræfa- jökuls-verkefnið gengið vel. Voru fyrstu niðurstöður kynntar á íbúa- fundi í Öræfum í desember 2013 og nú er unnið að gerð handbókar um efnið þar sem finna megi allar nauðsynlegar upplýsingar um hættuna og viðbrögð við henni. „Niðurstöður sem þessar nýtast skipulagsyfirvöldum og við gerð viðbragðsáætlana en sú vinna er unnin í samvinnu viðkomandi al- mannayfirvalda og Almannavarna- deildar Ríkislögreglustjóra. Nú er unnið að því að setja saman til- lögur um næsta áfanga í eldgos- ahættumatinu. Veðurstofan hefur enn fremur lagt til við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að hafist verði handa við gerð hættumats vegna vatns- og sjávarflóða, en niðurstöður um fjárveitingu til þess verkefnis liggja ekki fyrir á þessari stundu,“ sagði Sigrún. Meta hættu af gosi í jöklinum  Öræfajökull er virk eldstöð  Unnið að hættumati vegna jökulhlaups  Samstarf Veðurstofu, Jarðvísindastofnunar og Ríkislögreglustjóra  Fundað hefur verið með íbúum í Öræfasveit Öræfajökull Jökullinn er fjarska fagur. En hann er einnig stærsta eldfjall Íslands og næststærsta virka eldfjall Evrópu á eftir Etnu á Sikiley. Sigrún Karlsdóttir Skeiðarárjökull Lómagnúpur Freysnes Útbreiðsla flóðs í kjölfar eldgoss Myndin sýnir útbreiðslu flóðs sem fékkst úr einum af 20 líkanareikningum. Þessi tiltekni líkanareikningur er vegna hamfaraflóðs, um 100.000 rúmmetra á sekúndu, niður hlíðar Kotárjökuls fyrstu 8 klukkustundirnar eftir eldgos í öskju Öræfajökuls. Mörk hermunarsvæðis Upptakasvæði flóða Flóðaútbreiðsla skv. hrýfistuðli Manning n=0,10 Manning n=0,05 Heimild: veðurstofan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.