Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Hafið samband við Anders Ingemann Jensen í síma +45 4020 3238 og spjallið um óskir ykkar og væntingar. Það mun vera möguleiki á að fá einkafund með EBK um byggingaráætlun, annað hvort 1., 2. eða 3. apríl. Fundurinn verður haldinn á TOP CityLine Hotel Reykjavik Centrum. Nauðsynlegt er að panta fundartíma, annað hvort gegnum netfangið aj@ebk.dk eða í síma +45 4020 3238. Anders talar dönsku og ensku. EBK HUSE A/S hefur meira en 35 ára reynslu í uppsetningu á sumarhúsum, þar sem dönsk hönnun og gæði eru í fyrrirúmi. EBK hús eru meðal hinna leiðandi á markaðinum með 4 deildum í Danmörku og 3 í Þýskalandi. Við höfum líka margra ára reynslu í að byggja á Íslandi, í Þýskalandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. Við bjóðum danska hönnun til byggingar og innréttingar - við höfum nú þegar byggt 50 hús á Íslandi. EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 14 13 7 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK.DK DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Bresku fjölmiðlamennirnir Simon Cox og Helen Grady komu til Ís- lands á mánudag til að vinna að gerð útvarps- og sjónvarpsþáttar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fyrir breska ríkisútvarpið, BBC. Málið vakti strax athygli þeirra þegar þau heyrðu af því frá dr. Gísla Guðjónssyni réttarsálfræð- ingi. „Við höfum unnið að þátta- gerð um mörg erfið dómsmál en það sem vakti fyrst og fremst at- hygli okkar í þessu máli var þessi einstaklega langa einangrun sem sakborningar í málinu voru látnir þola meðan á rannsókn málsins stóð,“ segir Grady en hún líkir einangrun sakborninga við að- stæður fanga bandaríska hersins í Guantanamo-fangelsinu en Banda- ríkin hafa verið gagnrýnd fyrir að halda meintum hryðjuverkamönn- um í einangrun um lengri tíma í Guantanamo-fangelsinu. Sambærileg mál í Bretlandi Það vakti furðu þeirra Cox og Grady að málið hefði aldrei verið tekið upp með almennilegum hætti þar sem sakfelling hefði byggst á játningum eftir langa einangrun. „Breskir dómstólar tóku upp mörg mál á níunda og tíunda áratug síð- ustu aldar og sakfelldir menn voru sýknaðir þar sem sakfellingin var byggð á játningu sakbornings eftir langa einangrun,“ segir Cox og bendir á fræg mál eins og Birm- ingham six og Guildford four. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem við höfum aflað vegna málsins eru sterkar vísbendingar um að mál af þessum toga ætti að vera tekið upp. Þegar breskir dómstólar hafa tekið upp sambærileg mál hafa sakfelldir einstaklingar verið sýknaðir sökum rannsókn- araðferða og skorts á ótvíræðum sönnunum um sekt.“ Bæði Cox og Grady segja þó ís- lenska réttarkerfið ekki vera þungamiðjuna í umfjöllun þeirra um málið. „Fyrst og fremst erum við að leitast við að segja sögu málsins sjálfs og rannsóknar þess en ekki leggja mat á ákvarðanir dómstóla um endurupptöku.“ Ólík viðhorf á Íslandi Afstaða margra viðmælenda Cox og Grady til málsins hefur komið þeim á óvart. Þau segja það nærri undantekningarlaust að greina megi einhverja biturð og reiði hjá þeim sem ranglega hafa verið sakfelldir eða telja sig hafa verið ranglega sakfellda. Það hafi þau hins vegar ekki upplifað hér á Íslandi. „Eðlilega situr oft í fólki reiði eða biturð út í yfirvöld og jafnvel samfélagið í svona málum. Okkar upplifun er allt önnur af þessu máli. Málsaðilar virðast fyrst og fremst vilja fá tækifæri til að hreinsa sitt nafn,“ segir Cox, en að því sögðu er ekki útilokað að tilfinningarnar séu til staðar að mati Cox. Þá bendir Grady á að fjölskyldur, vinir og ættingjar fórnarlambanna hafi lítið tjáð sig í fjölmiðlum um málið til sam- anburðar við það sem almennt gerist í Bretlandi. „Bresk dagblöð geta verið nærgöngul við bæði fjölskyldur fórnarlamba og sak- borninga sem skýrir kannski að einhverju leyti þennan mun milli landanna. Við höfum þó ekki sam- anburð af öðrum málum á Íslandi og erum heldur ekki að skoða það sérstaklega,“ segir Grady. Lögreglumennirnir tala ekki Grady segir að Íslendingar hafi verið mjög hjálplegir við rannsókn hennar og Cox hér á landi. Bæði fjölmiðlar og opinberir aðilar hafi veitt þeim aðgang að gögnum og hjálpað þeim og leiðbeint við rann- sóknina. Helst kom þeim á óvart hversu auðvelt það er að ná sambandi við fólk hér á landi. „Í Bretlandi er ekki jafn auðvelt að komast í sam- band við fólk og hér á landi. Þið hafið mjög sérstakt kerfi þar sem símanúmer nærri því allra eru skráð í eina litla bók. Við gátum því haft samband við marga sem komu að málinu á ýmsum stigum þess.“ Þrátt fyrir að viðtökur Ís- lendinga hafi almennt verið góðar segir Grady ekki alla hafa viljað tjá sig um málið við hana og Cox. „Það voru helst lögreglumennirnir sem komu að málinu sem ekkert vildu tala,“ segir Grady og biðlar til þeirra að hafa samband enda heiti þau fullri nafnleynd kjósi þeir að koma ekki fram undir nafni. „Snorri Magnússon hjá Landssambandi lögreglumanna var mjög hjálplegur en við viljum auðvitað fá tækifæri til að ræða við einhvern lögreglumann sem vann við málið.“ Bendir til falskra játninga Cox og Grady telja margt líkt með Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu og breskum málum þar sem dómstólar hafa sýknað mörgum árum eftir sakfellingu. „Það hefur sýnt sig að þegar sakborningur er látinn dvelja lengi í einangrun þá ýtir það undir falska játningu. Dómstólar í Bretlandi hafa snúið slíkum dómum þegar fátt annað haldbært liggur fyrir,“ segir Cox. Dagbækur sakborninga vöktu starx athygli Cox og Grady sem þau segja að sýni vel samskipti sakborninga við rannsóknarlög- reglumennina sem komu að mál- inu. „Dr. Gísli Guðjónsson rétt- arsálfræðingur sem kynnti okkur málið vísar m.a. til dagbókanna í samtali við okkur um málið sem hann segir sýna eðli rannsóknar- aðferðanna.“ Gísli hefur unnið að rannsókn fjölda gamalla mála í Bretlandi með Criminal Cases Review Com- mission en hann hefur einnig kom- ið að rannsókn stórra og þekktra mála víða annars staðar, m.a. í Noregi sem varð til þess að norska lögreglan tók upp nýjar yfirheyrsluaðferðir. Það er mat Gísla að sú aðferð að halda sakborningi í gæslu- varðhaldi og einangrun til lengri tíma sé mjög óvenjuleg miðað við önnur lönd og eykur verulega hættuna á fölskum játningum. BBC rannsakar íslenskt sakamál  Tveir fjölmiðlamenn frá BBC komu til Íslands í vikunni til að vinna að umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið  Telja athyglisvert hversu lengi sakborningar voru látnir sitja í einangrun Dómur Fjölmiðlar fylgdust með Guðmundar- og Geirfinnsmálinu enda áhugi almennings mikill. Á þétt setnum bekkjum í dómsal Hæstaréttar má sjá m.a. Sævar Ciesielski, einn þeirra sem dæmdir voru í málinu. Simon CoxHelen Grady Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Upphaf Guðmundar- og Geirfinns- málsins má rekja til hvarfs Geirfinns Einarssonar kvöldið 19. nóvember árið 1974. Seinna áttu rannsókn- arlögreglumenn eftir að beina sjón- um sínum að hvarfi Guðmundar Ein- arssonar en hann hvarf 26. janúar árið 1974. Hvorugt hvarfið hefur verið upplýst að því leytinu að engin lík hafa fundist og niðurstaðan í mál- unum tveimur leiddi ekki í ljós hvað gerst hefði. Guðmundur Einarsson var bú- settur í Blesugróf í Reykjavík. Hann ætlaði á dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 26. janúar árið 1974. Til hans sást aðfaranótt sunnudags en ekkert spurðist til hans eftir það. Lítið gerðist málinu fyrr en lög- reglunni barst sú vitneskja í desem- ber árið 1975 að Sævar Ciesielski væri hugsanlega viðriðinn hvarf Guðmundar. Talið var að Guð- mundur hefði látið lífið í slagsmálum við Sævar, Kristján Viðar og Tryggvar Rúnar í heimahúsi í Hafn- arfirði. Allir játuðu þeir verknaðinn en áttu síðar eftir að draga til baka játningar sínar sem þeir sögðu hafa verið þvingaðar fram af lögreglu. Að kvöldi þriðjudags 19. nóv- ember 1974 fór Geirfinnur Ein- arsson, kvæntur tveggja barna faðir, frá heimili sínu í Keflavík og ekkert spurðist til hans síðan. Bíll Geirfinns fannst daginn eftir þar sem hann stóð við Víkurbraut skammt frá Hafnarbúðinni í Keflavík. Málið átti eftir að draga töluverð- an dilk á eftir sér en vafalaust er um að ræða eina umfangsmestu rann- sókn sem farið hefur fram á manns- hvarfi hér á landi. Hvað varð eigin- lega um Guðmund og Geirfinn? Geirfinnur Einarsson Guðmundur Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.