Morgunblaðið - 29.03.2014, Page 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
01/04/14
kl. 9 – 11
Hilton Reykjavík Nordica
Markaðsstörf eru kjarninn í starfsemi nútíma fyrirtækja.
Samvinna og verkaskiptingmilli markaðsdeilda og
annarra deilda skiptamiklumáli fyrir velgengni
ámarkaði. Mikill munur er á hvernig þessummálum
er háttað hjámismunandi fyrirtækjum. Ráðstefnan
er innlegg í uppbyggilega umræðu um ólíkar leiðir
til árangurs.
#imark
Skráning á imark.is
HVERRÆÐUR?
Ráðstefnameð forstjórum nokkurra
af fremstumarkaðsfyrirtækjum landsins
Fundarstjóri: Dr. Friðrik Larsen, stjórnarformaður ÍMARK
Gísli Steinar Ingólfsson,
Capacent
Birkir HólmGuðnason,
forstjóri Icelandair
Sigrún Ragna
Ólafsdóttir,
forstjóri VÍS
SigríðurMargrét
Oddsdóttir,
forstjóri Já
Steinþór Pálsson,
bankastjóri
Landsbankans
Steinþór Skúlason,
forstjóri Sláturfélags
Suðurlands #imark
STUTTAR FRÉTTIR
● Hreinar fjáreignir (peningar, lífeyr-
isréttindi og verðbréf) heimila og fé-
lagasamtaka jukust um 11,8% milli ára
og voru 2.119 milljarðar króna í árslok
2012 sem jafngildir 124,7% af vergri
landsframleiðslu. Þetta kemur fram í
frétt Hagstofu Íslands.
Virði hlutabréfaeignar heimila og fé-
lagasamtaka jókst um 17,4% á milli ár-
anna 2011 og 2012. Nánar á mbl.is
Eiga 2.119 milljarða
● Jón Sigurðsson, einn eigenda fjár-
málafyrirtækisins GAMMA og fyrrver-
andi forstjóri FL Group, dró framboð
sitt til stjórnar N1 til baka. Hann segir
að ástæðan sé sú að Kauphöllin hafi til-
kynnt að hún efaðist um hæfi hans til
að gegna stjórnarstörfum í skráðu fé-
lagi. Nánar á mbl.is
Dró framboð sitt til
stjórnar N1 til baka
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifll@mbl.is
Fjárfestingarsjóðurinn Brú II á veg-
um Thule Investments sem sérhæfir
sig í nýjum fyrirtækjum og viðmæl-
endur fréttaskýringarþáttarins
Kastljóss í Ríkissjónvarpinu gagn-
rýndu síðastliðið haust starfar í öll-
um meginatriðum samkvæmt
reglum og samþykktum hans, að
mati KPMG sem gerði úttekt á starf-
seminni.
„Úttekt KPMG staðfestir að við
höfum farið eftir öllum þeim reglum
og samþykktum sem eru í gildi og að
reksturinn sé með eðlilegum hætti
jafnvel þótt hann hafi verið gerður
tortryggilegur í fjölmiðlum,“ segir
dr. Gísli Hjálmtýsson, framkvæmda-
stjóri Thule Investments, í samtali
við Morgunblaðið.
Lífeyrissjóðir og Nýsköpunar-
sjóður atvinnulífsins eru meðal
helstu hluthafa sjóðsins sem starfar
á sviði áhættufjárfestinga (e. vent-
ure capital). Tekjur Thule byggjast
einkum á því hve vel fjárfestingarnar
takast. Á síðasta ári kom fram gagn-
rýni á sjóðinn þar sem meðal annars
var bent á að verðmat tveggja
stærstu eigna sjóðsins árið 2011 hafi
byggst á reikningum sem ekki voru
endurskoðaðir, sagt að verðmat á út-
gerðarfélaginu Blue Wave sem
stundar veiðar við vesturströnd Afr-
íku, þar sem hátt lán komi á móti
stórlækkun hlutafjár, sé umhugsun-
arvert og upplýsingagjöf hafi í ein-
hverjum tilfellum verið ábótavant.
Gagnrýnin varð til þess að ákveðið
var að óháður þriðji aðili yrði fenginn
til að gera úttekt á fjárfestingum
Brúar II, framkvæmd þeirra, eftir-
liti, skattgreiðslum, hæfi stjórnenda,
þóknunum og umbunum. Niðurstað-
an varð svo sú að í meginatriðum
væri farið eftir öllum samningum og
samþykktum og ekki væri ástæða til
frekari skoðunar á stöðu félagsins. Í
úttektinni er gagnrýnt að ársreikn-
ingur ársins 2012 liggi ekki fyrir og
að ekki komi fram í fundargerðum að
öldungaráð hafi staðfest verðmat
eigna líkt og reglur sjóðsins kveði á
um. Verðmat á eignunum sé rýnt af
sjóðsstjóra, fjárhaldsmanni (e. cu-
stodian), endurskoðanda og staðfest
af stjórn.
„Við tökum allar ábendingar um
það sem betur mætti fara til greina
og lagfærum. Ein helsta athuga-
semdin var sú að ársreikningi hefði
ekki verið skilað á réttum tíma. Það
er sannarlega óásættanlegt og við
erum að gera viðeigandi ráðstafanir.
Seinkunin helgast m.a. af því að skipt
var um endurskoðendateymi og að
við erum lítið fyrirtæki sem er í eft-
irlitsskyldri starfsemi. Skriffinnskan
hefur aukist alls staðar í heiminum
eftir hrun,“ segir Gísli.
KPMG segir að Thule hafi
farið eftir settum reglum
Viðmælendur Kastljóss gagnrýndu í haust rekstur sjóðs á vegum Thule
Thule Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Thule Investments, segir að út-
tekt KPMG staðfesti að reksturinn hafi verið með eðlilegum hætti.
Morgunblaðið/Kristinn
Komið að 60
íslenskum sprotum
» Thule Investments rekur
fagfjárfestasjóði, þar á meðal
Brú 2, sem sérhæfa sig í nýjum
fyrirtækjum.
» Fyrirtækið hefur komið að
um 60 íslenskum sprotafyrir-
tækjum, þar á meðal CCP,
Caoz og Betware.
● Íslenski samfélagsleikurinn betXit verður kynntur á Seed
Forum í London í næstu viku, en þar er frumkvöðlum gefinn
kostur á að kynna verkefni sín fjárfestum. Að hámarki er átta
verkefnum boðin þátttaka á ráðstefnunni og er betXit þeirra,
en það sérhæfir sig í svokölluðum „tipp“-leikjum.
Kynning betXit fer fram þriðjudaginn 1. apríl og verður óskað
eftir 190 milljónum króna frá fjárfestum til að koma leiknum á
alþjóðlegan markað og til að kynna nýjan leik sem byggist á
heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Brasilíu. Áætlað er að
markaður fyrir samfélagsleiki nemi nú um 32 milljörðum doll-
ara, eða um 3.600 milljörðum króna, og þar af sé umfang veð-
málaleikja um 190 milljarðar króna. Markaðurinn fyrir slíka leiki
stækkar hratt og er gert ráð fyrir að hann muni margfaldast á næstu 12 mánuðum.
„Í dag erum við að þróa leikinn með því að hafa fjórar fótboltadeildir opnar en á
næstu mánuðum munum við fjölga íþróttum og leikjum sem allir geta tippað á,“
segir Arnar F. Reynisson, einn af eigendum betXit. „Við eigum í viðræðum við
nokkra fjárfesta um að taka þátt í þessu með okkur en ekkert er staðfest né eitt-
hvað sem má uppljóstra, að svo stöddu.“
Íslenskir frumkvöðlar á Seed Forum í London
Arnar F.
Reynisson
!"# $% " &'( )* '$*
++,-..
+/.-0/
+1,-,/
,1-.,/
+/-..2
+.-0/2
+,3-45
+-+1+5
+.0-43
+52-.4
++0-12
+/.-/2
+1,-5/
,1-./4
+/-/,4
+.-205
+,.-0
+-+12.
+.2-2/
+55-,,
,13-13,5
++0-0+
+//-0
+1,-//
,1-/5
+/-//2
+.-2/3
+,.-35
+-+1.4
+.5
+55-35
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hlutabréfaverð þeirra níu félaga
sem virkasta verðmyndun hafa á
innlendum hlutabréfamarkaði hefur
frá áramótum í flestum tilfellum
lækkað. Undantekningarnar eru
Reginn, Hagar og Vodafone. Miðað
við K-90 vísitöluna sem greiningar-
deild Íslandsbanka gefur út hefur
lækkunin numið um 5,5%, en hún er
þó mismikil eftir félögum. Þetta kom
fram í greiningu bankans í gær.
Gengisþróun hlutabréfa tveggja fé-
laga skýrir þá lækkun að mestu,
Marel með áhrif til lækkunar upp á
rúmlega 9 stig og Eimskip sem veld-
ur um 2,4 stiga lækkun vísitölunnar.
Önnur félög hafa minni áhrif á vísi-
töluna en áhrifin eru ýmist til hækk-
unar eða lækkunar. Samtals hefur
vísitalan lækkað um 9,13 stig frá ára-
mótum.
Nánar á mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Lækkun Verðlækkun á bréfum Marels og Eimskips veldur mestu um það að
hlutabréf hafa fallið um 5,5% í verði að meðaltali frá áramótum.
Hlutabréfaverð hefur
lækkað um 5,5%