Morgunblaðið - 29.03.2014, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
Kuala Lumpur. AFP. | Grunnt er á
því góða milli Malasíu og Kína. Kín-
verjar hafa gagnrýnt Malasíumenn
harðlega út af farþegavél flugfélags-
ins Malaysia Airlines, sem hvarf 8.
mars með 239 manns um borð, og
kallað þá þjóð vanhæfra lygara og
morðingja þegar verst hefur látið.
Nú eru Malasíumenn farnir að
svara fyrir sig.
Meirihluti farþeganna um borð í
vélinni voru kínverskir ríkisborgar-
ar og daglega hafa ættingjar þeirra
hellt úr skálum reiði sinnar yfir yf-
irvöld og flugfélagið. Þar við bætast
óbótaskammir í kínverskum fjöl-
miðlum og áskoranir kínverskra
stjórnvalda, sem ekki eru þekkt fyr-
ir opna stjórnsýslu, um meira
gagnsæi í rannsókn málsins.
Í Malasíu hafa menn að mestu
haldið aftur af sér, enda er Kína
helsti viðskiptavinur landsins, en nú
er að verða breyting þar á.
Svaraði í sömu mynt
Hishammuddin Hussein, sem hef-
ur hamið sig á erfiðum blaðamanna-
fundum, stóðst þó ekki mátið þegar
kínverskur blaðamaður spurði hann
á þriðjudag um tafir og misvísandi
skilaboð malasískra stjórnvalda í
upphafi og skaut til baka. Hann
sagði að tími hefði farið í súginn í
upphafi vegna þess að kínverskar
gervihnattamyndir hefðu í upphafi
sýnt að brak úr vélinni væri að finna
í Suður-Kínahafi. Kínverjar viður-
kenndu síðar að myndirnar stæðust
ekki og nú er leitað í Indlandshafi.
„Sagan mun dæma okkur vel,“
sagði hann daginn eftir og bætti við
að 50 malasískir ríkisborgarar
hefðu verið um borð. „Kínversku
fjölskyldurnar hér verða að skilja að
við í Malasíu misstum einnig fólk,
sem stendur okkur nærri.“
Yfirlýsingar malasískra stjórn-
valda hafa hins vegar verið misvís-
andi og ruglingslegar, sérstaklega
varðandi atburðarásina í flugstjórn-
arklefanum áður en vélin beygði af
leið. Þá hefur herinn í Malasíu verið
gagnrýndur fyrir að fljúga ekki í
veg fyrir vélina þegar hún birtist á
ratsjám hans utan flugleiðar.
Leyfðu mótmæli í Peking
Þessi mistök hafa ýtt undir reiði.
Á þriðjudag leyfðu yfirvöld í Pek-
ing, sem allajafna gefa borgurunum
ekki mikið færi á opinberum mót-
mælum, tugum kínverskra ættingja
farþega í vélinni að mótmæla fyrir
utan sendiráð Malasíu í Peking.
„Morðingjar,“ hrópuðu mótmælend-
ur og daginn eftir kölluðu ættingjar
sendiherrann „lygara“ og „þrjót“.
Jahabar Sadiq, sem er ritstjóri
óháðrar vefgáttar, Malaysian Insi-
der, sagði gagnrýni Kínverja ósann-
gjarna og benti á að þeim hefði ekki
tekist að finna vélina heldur þrátt
fyrir yfirburði til leitar í lofti og
legi.
„Kínverjar krefjast alls sannleik-
ans og fulls gagnsæis vegna hraps
vélarinnar. Hvernig væri að þeir
segðu allt um Torg hins himneska
friðar?“ sagði bloggari á malasísk-
um samskiptavef og vísaði til blóð-
baðsins vegna mótmælanna 1989.
Malasía sendir Kína tóninn
Hörð gagnrýni vegna vélarinnar sem
hvarf vekur viðbrögð og sárindi
AFP
Reiði „Morðingjar,“ hrópuðu ættingjar kínverskra farþega um borð í far-
þegavélinni, sem hvarf, þegar þeir mótmæltu við sendiráð Malasíu í Peking.
Leitinni að braki úr malasísku far-
þegavélinni, sem hvarf 8. mars, var
í gær beint 1100 km norðaustur af
þeim slóðum, sem leitað hefur ver-
ið á undanfarna viku, eftir að „trú-
verðugar nýjar vísbendingar“
komu fram. Var ferð skipa og flug-
véla hraðað á hið nýja leitarsvæði
þar sem Ástralska sjávar-
öryggisstofnunin, AMSA, sagði að
„margir hlutir“ hefðu sést á floti.
Ekki var búist við að skip kæmist á
þessar slóðir fyrr en í dag.
Nýja leitarsvæðið er að sögn
samgönguráðherra Malasíu ekki
jafn stórt og hið fyrra, en þó um-
fangsmikið, og leitarskilyrði betri
en áður, en þó erfið. Nýja leit-
arsvæðið mun
vera á stærð
við Noreg. Það
er nær landi en
hið fyrra þann-
ig að ekki þarf
að fljúga jafn
langt eftir elds-
neyti.
Svarti kassinn
í flugvélinni
sendir aðeins frá sér merki í 30
daga. Bandaríski sjóherinn hefur
flutt búnað til að finna svarta
kassa til Perth í Ástralíu og verður
haldið til leitar um leið og hægt er
að segja með einhverri vissu hvar
vélin hefur farið í sjóinn.
Nýjar vísbendingar koma fram
NÝTT LEITARSVÆÐI Á STÆRÐ VIÐ NOREG
Brak á floti á nýja
leitarsvæðinu.
Tilkynnt var í
gær að Jens Stol-
tenberg, fyrrver-
andi forsætisráð-
herra Noregs,
yrði næsti fram-
kvæmdastjóri
Atlantshafs-
bandalagsins.
Þetta var til-
kynnt í gær að
loknum fundi sendiherra aðildar-
ríkjanna 28. Stoltenberg tekur við 1.
október og lætur Anders Fogh
Rasmussen frá Danmörku þá af
embættinu.
Stoltenberg kvaðst á blaðamanna-
fundi í gær mundu láta af forustu
Verkamannaflokksins.
Jonas Gar Støre, sem talið er að
muni taka við forustu flokksins, ósk-
aði honum til hamingju.
Leynd hvílir yfir valinu á fram-
kvæmdastjóra NATO, en undan-
farnar vikur hefur fiskisagan flogið.
18. mars birtist frétt í ítalska blaðinu
La Repubblica um að Stoltenberg
yrði líklega fyrir valinu. Síðan kom í
ljós að hann nyti stuðnings fjögurra
öflugustu ríkjanna í NATO, Banda-
ríkjanna, Bretlands, Þýskalands og
Frakklands. Samkvæmt fréttastof-
unni NTB lagði Angela Merkel,
kanslari Þýskalands, til að Stolten-
berg yrði ráðinn og studdu Banda-
ríkjamenn það strax.
Athygli vekur að Norðurlandabúi
víkur fyrir Norðurlandabúa úr stóli
framkvæmdastjóra. Heyrðust radd-
ir um að nú ætti hann að koma frá
aðildarríki í Suður-Evrópu.
Stoltenberg er 55 ára gamall og
var á sínum tíma andstæðingur
NATO. Hann var forsætisráðherra
2000 til 2001 og 2005 til 2013.
NOREGUR
Stoltenberg fram-
kvæmdastjóri NATO
Jens Stoltenberg.
Hollar vörur úr náttúrunni
Íslensk framleiðsla
H-Berg efh | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is
NÝTT!