Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ámorgun,hinn 30.mars,
verða liðin 65 ár
frá því að Alþingi
Íslendinga sam-
þykkti að Ísland
skyldi verða stofnaðili að Atl-
antshafsbandalaginu. Þessa
dags er einkum minnst hér á
landi fyrir þau ósköp að fyrir
utan þinghúsið stóð æstur
múgur, sem hafði fallið fyrir
óvæginni áróðursherferð Sósí-
alistaflokksins, og kastaði
grjóti á þinghúsið, til þess að
knýja fram með ofbeldi aðra
niðurstöðu en þá sem meiri-
hluti þingsins vildi. Voru nán-
ast allar rúður á framhlið
þinghússins brotnar mélinu
smærra, þar til lögreglan og
varalið skakkaði leikinn með
kylfum og táragasi.
Sagan síðan þá hefur sýnt að
þeir 37 þingmenn hins unga
lýðveldis, sem stóðu í lapp-
irnar gagnvart grjóthríðinni,
höfðu rétt fyrir sér. Atlants-
hafsbandalagið varð, öllum
öðrum fremur, það afl í Evr-
ópu sem tryggði að friðurinn
hélst í álfunni þó að oft mætti
litlu muna. Og með þátttöku
Íslands í þeim samtökum varð
landið höfuðvígið í vörnum
bandalagsins á Atlantshafi
gegn þeirri hernaðarvá sem
Sovétríkin voru lýðræðisríkj-
unum. Án Atlantshafsbanda-
lagsins er víst að ríki Vestur-
Evrópu hefðu ekki getað varið
sig til lengdar gegn yfirgangi
Sovétríkjanna.
Án efa hefði það
verið miklu auð-
veldari lausn og
átakaminni fyrir
þingmenn hins
löglega kjörna
meirihluta að láta
undan ofbeldinu og draga
ályktunina til baka. Sú lausn
hefði hins vegar verið röng frá
öllum hliðum séð. Án Íslands
innan vébanda NATO hefðu
varnir Vestur-Evrópu orðið
miklu veikari gegn ásókn
Rauða hersins. Jafnframt
hefði þingheimur þar með sett
það fordæmi að með yfirgangi
mætti kúga þingmenn til þess
að greiða atkvæði gegn sann-
færingu sinni, og væri þá lítið
eftir af þingræðinu.
Í lýðræðisríkjum á að taka
tillit til óska minnihlutans ef
þess er kostur. En minnihlut-
inn getur ekki fengið allt sitt
fram á kostnað meirihlutans.
Þetta á meðal annars við, en
þó ekki eingöngu, ef á bak við
kröfu minnihlutans eru ofbeld-
isaðgerðir áþekkar þeim sem
sáust á Austurvelli 30. mars
1949. Atburðir þann dag hafa
lifað lengi með þjóðinni, sem
skiptist í hópa, með og á móti
varnarbandalaginu og með og
á móti varnarliðinu. Báðir
hópar vísuðu í atburði dagsins
málflutningi sínum til stuðn-
ings. En þegar til kastanna
kom var það gæfa Íslands og
Evrópu, að traustur meirihluti
þingmanna hafði rétt fyrir sér
og stóð með sannfæringu sinni
andspænis grjótkastinu.
Aðild Íslands að
Atlantshafs-
bandalaginu
reyndist gæfuspor}
Þeir stóðu fastir fyrir
og höfðu rétt fyrir sér
Því verður varttrúað – en þó
er erfitt að varast
þá hugsun – að bú-
seta frambjóðenda
og borgarfulltrúa
ráði mestu um af-
stöðu þeirra til skipulags- og
umferðarmála borgarinnar. Í
athugun Morgunblaðsins í vik-
unni kom fram að allir fimm
efstu frambjóðendur Bjartrar
framtíðar í borginni byggju í
póstnúmeri 101 og hið sama
mætti segja um fjóra af fimm
efstu hjá Samfylkingu. Í efstu
sætum meirihlutaflokkanna er
því aðeins einn frambjóðandi
sem ekki býr í þessu eina póst-
númeri.
Dreifingin er heldur meiri
hjá hinum flokkunum sem eiga
fulltrúa í borgarstjórn, en á
heildina litið er sláandi hversu
stór hluti frambjóðenda í efstu
sætum á heima vestast í
Reykjavík.
Nú er vitaskuld ekkert við
það að athuga að
búa vestast í borg-
inni og almennt á
það engin áhrif að
hafa á afstöðu
borgarfulltrúa eða
frambjóðenda,
sem vilja borginni vel, hvar
þeir búa. En ástæðan fyrir því
að þessi samantekt á búsetu
vekur athygli eru þær
áherslur sem borgaryfirvöld,
einkum í tíð núverandi meiri-
hluta, hafa haft á uppbyggingu
í vesturhluta borgarinnar á
kostnað austurhluta hennar.
Ennfremur sú áhersla sem
lögð hefur verið á samgöngur
sem henta best þeim sem búa í
þægilegu göngufæri við alla
þjónustu og geta frekar en
aðrir búið við takmarkaða
notkun einkabílsins.
Getur verið að helstu
áhyggjur kjósenda í komandi
borgarstjórnarkosningum
þurfi að vera búseta frambjóð-
enda?
Nær allir efstu fram-
bjóðendur meiri-
hlutans búa í sama
póstnúmeri }
Eru áherslurnar tilviljun?
L
íffræðingurinn og trúleysinginn
Richard Dawkins hefur farið
fremstur í flokki þeirra sem telja
það út í hött að tala um kristið
barn eða múslímskt barn. Hann
segir barnið ekki hafa þroska til að taka trúar-
lega afstöðu, ekkert frekar en heimspekilega
eða pólitíska afstöðu, og því sé nær að tala um
barn kristinna foreldra eða barn múslímskra
foreldra. Þá bendir hann á að með því að segja
við barn að það sé barn foreldra af ákveðnum
trúarbrögðum gefi það barninu til kynna að
trúarbrögð séu valkostur, sem það getur þá
annaðhvort gengið að eða hafnað.
Dawkins olli nokkru fjaðrafoki þegar hann
setti hugmyndir sínar fram í bókinni The God
Delusion, sem kom út árið 2006, og sitt sýnd-
ist hverjum. Sú spurning sem dómstólar og al-
menningur í Bandaríkjunum standa frammi fyrir um
þessar mundir er ekki síður umdeilanleg en hún snýr
ekki að því hvort börn geti aðhyllst trúarbrögð heldur
hvort fyrirtæki geti haft trúarsannfæringu.
Hæstiréttur Bandaríkjanna mun í júní næstkomandi
dæma í máli tveggja fjölskyldurekinna fyrirtækja sem
hafa höfðað mál vegna sjúkratryggingalöggjafar Bar-
acks Obama. Ákvæði hennar skuldbindur fyrirtæki sem
rekin eru í gróðaskyni til að greiða fyrir getnaðarvarnir
starfsmanna sinna en fyrirtækin tvö, ásamt um fímmtíu
öðrum sem einnig hafa leitað til dómstóla, hafa farið
fram á að vera undanþegin því að greiða fyrir getn-
aðarvarnir sem þeir telja stangast á við þá
trúarsannfæringu sem fyrirtækin byggjast á.
Þar er um að ræða daginn-eftir-pillurnar ella
og Plan B og tvær tegundir lykkja en eig-
endur fyrirtækjanna telja notkun þeirra jafn-
gilda fóstureyðingu.
Annað fyrirtækið, Hobby Lobby, fór með
sigur af hólmi fyrir áfrýjunardómstól í Den-
ver en hitt fyrirtækið, Conestoga Wood, laut í
lægra haldi fyrir áfrýjunardómstól í Phila-
delphiu. Eitt af þeim álitamálum sem hæsti-
réttur þarf að skera úr um er hvort fyrirtæki
geti talist ákveðinnar trúar og þannig notið
verndar stjórnarskrárinnar og/eða laga um
trúfrelsi.
Það sem er undir er meðal annars réttur
kvenna til að velja þá getnaðarvörn sem hent-
ar þeim best, meðal annars út frá heilsufars-
legum ástæðum. Þá gæti dómur fyrirtækjunum í hag
skapað hættulegt fordæmi, því líkt og hæstaréttardóm-
ararnir Elena Kagan og Sonia Sotomayor bentu á við
flutning málsins á þriðjudag eru ýmsar læknismeðferðir
bannaðar í hinum og þessum trúarbrögðum og því hætt
við að fyrirtæki settu sig einnig upp á móti því að greiða
fyrir blóðgjafir, bólusetningar og aðgerðir þar sem not-
ast er við vefi úr dýrum, svo dæmi séu tekin. Aðgerða-
sinnar óttast einnig að dómurinn muni jafnvel hafa enn
víðtækara fordæmisgildi og gera eigendum fyrirtækja
kleift að mismuna til dæmis samkynhneigðum á grund-
velli trúarskoðana fyrirtækisins. holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Geta fyrirtæki verið trúuð?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Þetta kom okkur að óvörum.Það rigndi gríðarlega þenn-an sólarhring. Myndasthöfðu hengjur í því vonda
veðri sem var þarna. Það kom okkur
á óvart hversu hratt þetta gerðist og
hversu stórt þetta var,“ segir Magnús
Árnason, framkvæmdastjóri Blá-
fjalla, um snjó-
flóðið sem féll á
skíðasvæðinu að-
faranótt fimmtu-
dags. Hann segir
að málið sé litið al-
varlegum augum
en bendir á að
skíðasvæðið sé
ekki á lista yfir
þau svæði þar
sem mest snjó-
flóðahætta þykir vera samkvæmt
upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Flóðið féll á milli Tvíburalyftu og
Gosa á suðursvæði Bláfjalla. Svæðið
umhverfis skíðaskálann er ekki á
hættusvæði.
Unnið að hættumati
Á vef Veðurstofu Íslands kemur
fram að unnið hafi verið að skíða-
svæðahættumati á síðustu árum en
vinnu er einungis lokið við hættumat í
Hlíðarfjalli á Akureyri og á skíða-
svæðinu í Oddsskarði á Austurlandi.
Þar segir jafnframt að undirbúnings-
vinna sé komin af stað fyrir flest
þeirra níu skíðasvæða sem einnig eru
til skoðunar. Í framhaldinu verður
snjóflóðahætta metin á minni skíða-
svæðum.
Þegar snjóflóðahætta er metin á
skíðasvæðum er landsvæðið skoðað í
meiri smáatriðum en á þéttbýlis-
svæðum vegna þess að hugsanleg
upptakasvæði eru í mörgum tilfellum
nálægt skíðaleiðum eða skíðalyftum.
Til viðbótar við hættu á snjóflóðum af
náttúrulegum orsökum þarf að hafa í
huga hættuna á því að skíðamenn eða
vinnutæki setji af stað snjóflóð í
bröttum brekkum.
Tvenns konar hættumat
Auður Kjartansdóttir hjá Veður-
stofunni segir að hættumati á skíða-
svæðum megi skipta í tvennt. Annars
vegar hættumat B og hins vegar
hættumat C. Til glöggvunar er
hættumat A notað yfir snjóflóða-
hættu í þéttbýli. Samkvæmt snjó-
flóðahættumati B er óheimilt að stað-
setja skála sem gist er í að næturlagi,
hafa upphafssvæði skíðalyftu á
barna- og byrjendasvæði, eða raða-
svæði á barna- og byrjendasvæði ef
hætta er á snjóflóði.
Samkvæmt hættumati C er
óheimilt að hafa byggingar þar sem
gera má ráð fyrir viðveru fólks að
næturlagi, þar sem upphafssvæði er
fyrir skíðalyftu, þar sem fólk safnast
saman og á barna- og byrjendasvæði.
Starfsfólk metur hættuna
Magnús segir að dagsdaglega sé
mat á snjóflóðahættu alfarið í hönd-
um starfsmanna skíðasvæðanna. „Við
ýtum reglulega niður snjóflóðum. Við
komumst með troðara að ofanverðu
til þess að ýta niður hengjunum. Ef
það er einhver minnsti vafi á því að
hengjur séu fyrir ofan lyftur þá lok-
um við þeim,“ segir Magnús en grípa
hefur þurft til þess sex sinnum á síð-
ustu tveimur árum. Hann segir að
Veðurstofan telji almennt ekki mikla
snjóflóðahættu í Bláfjöllum þó vissu-
lega sé hættan til staðar. „Ein af
þeim kröfum sem munu koma er sú
að það verði sérþekking á snjóflóða-
hættu inni á skíðasvæðunum. Svo vill
til að Samtök skíðasvæðanna eru í
samvinnu við Veðurstofuna og nú
stendur til að starfsfólk fari á nám-
skeið um snjóflóðahættu. Það hefst á
mánudaginn og þar verða ein-
staklingar frá flestum skíðasvæðum á
landinu,“ segir Magnús.
Snjóflóðið í Bláfjöll-
um kom að óvörum
Magnús Árnason
Á vef Veðurstofu Íslands segir að skíðalyftur og skíðaleiðir megi liggja
um snjóflóða-hættusvæði en gerð er krafa um daglegt eftirlit og að
möstur stólalyftna og kláfa standist reiknaðan ástreymisþrýsting. Aftur
á móti er gerð krafa um að upphafsstöðvar lyftna og tilheyrandi raða-
svæði séu á sæmilega öruggum svæðum sem og önnur safnsvæði og
skíðaskálar. Sérstaklega strangar kröfur eru gerðar fyrir svæði þar sem
börn safnast saman. Fyrir þau skíðasvæði sem standast ekki viðmiðin
skal viðkomandi sveitarstjórn gera áætlun um úrbætur. Staðsetningu
nýrra mannvirkja á skíðasvæðum skal skipuleggja frá upphafi með tilliti
til snjóflóðahættu.
Mega vera á hættusvæði
SKÍÐALEIÐIR
Ljósmynd/Einar Bjarnason
Snjóflóð Þrír ljósastaurar brotnuðu en engar skemmdir urðu á lyftubún-
aði þegar snjóflóð féll í Bláfjöllum aðfaranótt fimmtudags.