Morgunblaðið - 29.03.2014, Page 54

Morgunblaðið - 29.03.2014, Page 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 PÁSKABLAÐIÐ : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 7. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐMorgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað tileinkað páskahátíðinni föstudaginn 11. apríl Í blaðinu verða girnilegar uppskriftir að veislumat og öðrum gómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskeggjum, ferðalögum og fleira Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 RECAST - SVEFNSÓFI Svefnflötur 140x200 cm - Vönduð springdýna Litir: Blár / Grár - kr. 129.900 SVEFNSÓFAR SEM BREYTAST Í RÚM Á AUGABRAGÐI Ó Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þvílíkt rugl að borga þessa skatta, vilja þessir kommar ekki bara kló- settskatt? Já, nákvæmlega, skólar eru drasl, svo ég tali nú ekki um hvað það er dýrt að fara til læknis.“ Með þessum orðum hefst fyrsta breiðskífa sunnlensku pönkrokks- veitarinnar Elínar Helenu, Til þeirra er málið varðar, sem kemur út 1. apríl. Elín Helena kvaddi sér hljóðs fyrir einum ellefu árum, gaf þá út fjögurra laga þröngskífu, Skoðanir á útsölu, lék eftir það á ör- fáum tónleikum og gaf svo upp önd- ina. Sveitin er nú upprisin og það með látum, hressilegri skífu með beittum textum þar sem finna má margs konar samfélagsádeilu, m.a. sungið um stjórnmál, fordóma, nöld- ur, utangarðslífsstíl, lífsgæði, ást og skort á ást. Hljómsveitina skipa í dag söngvararnir Daði Óskarsson og Eyjólfur Viðar Grétarsson, Sig- urbjörn Már Valdimarsson bassa- leikari, Skúli Arason trommuleikari og gítarleikararnir Vignir Andri Guðmundsson og Helgi Rúnar Gunnarsson. „Við erum hljóðfæra- salar, grunnskólakennarar, pípu- lagningamenn og allt þar á milli,“ segir Vignir um liðsmenn Elínar Helenu. Ólgan vakti Elínu „Það fór nú bara svo að menn fóru utan og þá lagðist hún í langan dvala,“ segir Vignir, spurður að því hvað hafi valdið andláti Elínar Hel- enu á sínum tíma. „Það mætti kannski segja að breytingar í sam- félaginu hafi orðið til þess að okkur fannst kominn tími til að láta í okkur heyra, aðeins að tjá okkur um hvert samfélagið væri að fara,“ segir hann um upprisuna. – Ólgan í samfélaginu í kjölfar hrunsins? „Ólgan í samfélaginu, já og ákveð- in óeining.“ – Það má sannarlega greina það í lagatextum, mikið nöldur og heimsósómi þar á ferð. Eruð þið svona pirraðir? Vignir hlær. „Í raun og veru erum við að tala fyrir hina og þessa sam- félagshópa, erum að setja okkur í spor þeirra sem tala svona. Þetta er ekki allt talsmáti eða lifnaðarhættir sem við stundum sjálfir. Það eru margir samfélagshópar sem tjá sig á þennan hátt og við erum að spauga dálítið með það. Við erum t.d. að benda á hvernig orðræðan er orðin í samfélaginu, oft þversagna- kennd og sjálfhverf og við erum að spegla það.“ – Inn á milli má svo finna hvers- dagslegan pirring á borð við hver eigi að raka á manni bakið ... „Já, einmitt, þegar við blandast almennur pirringur yfir öllu, almenn tilætlunarsemi jafnvel sem við vilj- um meina að sé svolítið mein í sam- félaginu,“ segir Vignir. Hann segir textana oft sprottna út frá einhverju sem hljómsveitarmeðlimir heyri í sínu nánasta umhverfi. „Við heyrum einhverja orðræðu, mætum með hana á æfingu og förum með hana alla leið þar til hún verður að lagi. Sumar þessara setninga eru nánast beinar tilvitnanir í eitthvað sem við höfum heyrt og við setjum það í þetta samhengi.“ Kjaftshögg á umslagi Hvað tónlistina varðar segir Vign- ir að Elín Helena byggi á grunni pönkrokks. „Svo leyfum við okkur að fara aðeins í aðrar pælingar út frá því,“ segir hann. Ekki er hægt að sleppa Vigni án þess að spyrja hann út í ljósmyndina sem prýðir umslag plötunnar, mynd sem blaðaljósmyndarinn Bjarnleifur Bjarnleifsson tók á körfuboltaleik Ármanns og KR í Laugardalshöll, 16. desember 1975. Á myndinni sést leikmaður KR, Curtiss Carter, kall- aður Trukkurinn, slá leikmann Ár- manns, Jimmy Rogers, í andlitið. Myndin fylgdi forsíðufrétt Dag- blaðsins um atburðinn. Á plötu- umslaginu sést reyndar aðeins handleggur Trukksins, búið að skera myndina þannig. „Við sáum þessa mynd og fannst hún draga saman allt það sem okkur fannst vera á þessari plötu,“ segir Vignir kíminn. Platan kemur út 1. apríl, sem fyrr segir, og af því tilefni mun Elín Hel- ena troða upp í kvöld kl. 19 í versl- uninni Lucky Records auk Kippa Kaninus. Föstudaginn 4. apríl leikur Elín Helena svo á Bar 11 ásamt hljómsveitinni Muck. Þversagnakennd og sjálfhverf orðræða í samfélaginu Ljósmynd/Atli Fannar Bjarkason Ávaxtaborð Elínu Helenu skipa þeir Daði Óskarsson, Eyjólfur Viðar Grétarsson, Sigurbjörn Már Valdimarsson, Skúli Arason, Vignir Andri Guðmundsson og Helgi Rúnar Gunnarsson. Hér virða þeir fyrir sér ávexti í Hagkaupum.  Pönkrokksveitin Elín Helena er risin úr dvala og gefur út breiðskífuna Til þeirra er málið varðar Risaslagur Umslag plötunnar. Eftirfarandi er hluti texta við lagið „Raunsæ rómantík“. Þvílíkt rugl að borga þessa skatta, vilja þessir kommar ekki bara kló- settskatt? Já, nákvæmlega, skólar eru drasl, svo ég tali nú ekki um hvað það er dýrt að fara til læknis. Það á auðvitað að vera frítt í strætó. Já, og miklu fleiri stopp, keyr’um hverfin,við viljum ekki að labba. Af hverju er ég að borga í stöðu- mæla? Ég hef alltaf borgað mína skatta. Sammála. Ég vil fleiri bíla, stæði fyrir þá alla. Malbikað, yfirbyggt, vaktað, upplýst, upphitað. Mjólkin, hún er alltof dýr. Já, setjum stopp, burt með bruðl- ið, á niðurgreiðslu bænda. Lífið er raunsæ rómantík. Og vísindaleg trúarbrögð. Alþingismenn fá alltof mikið borg- að, prófið þið að lifa á lágmarks- launum. Þú ert maður visku, á Alþingi þar vantar fyrirmyndarfólk, sem ber af í hæfni. Kvikmyndum hefur versnað mjög. Já, meiri gæði, betra úrval af fríu downloadi. Djöfuls plebbar eru allstaðar, já og smekkleysan hún yfirkeyrir allt. Einmitt, borgum ekki listamönn- um laun, drullist þið til að vinna eins og menn. Lágvöruverslun á Íslandi er dýr. Hárrétt, fleir’á kassa, meira úrval, og miklu fleiri búðir. Lífið er raunsæ rómantík. Raunsæ rómantík UPPHAFSLAG PLÖTUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.