Morgunblaðið - 21.05.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
kl. 13:00Upplestur
20%
afsláttur
Við aðstoðum þig við að velja spilið
og pökkum því inn fyrir þig.
Gefðu spil
í afmælisgjöf
Sendum
um allt land
spilavinir.is
Draumar Dags B. Eggertssonarog félaga um þróun Reykja-
víkur hafa komið ágætlega fram á
undanförnum árum og á þeim hef-
ur verið hnykkt í kosningabarátt-
unni á síðustu vikum.
Einn helstidraumur Dags
er að koma borgar-
búum úr bílum sín-
um og inn í strætó
eða að minnsta kosti
á hjólhesta. Þetta
kom skýrt fram í
viðtali í gærmorgun
þar sem hann gerði ekki lítið úr því
afreki borgaryfirvalda að hafa
fjölgað strætisvagnafarþegum.
Þessi draumur er um leið mar-tröð allra þeirra sem vilja
ferðast áfram á bílum sínum, því að
Dagur og félagar kjósa að ná mark-
miðum sínum með því að þrengja
að bíleigendum, hætta að byggja
upp stofnbrautir og setja fuglahús
og aðrar fyrirstöður á miðjar um-
ferðargötur.
Annar draumur Dags er að end-urskipuleggja alla borgina
eins og fram kemur í aðalskipulagi
þar sem flugvelli er úthýst og
byggðin þrengd, og í hverfaskipu-
lagi þar sem boðið var upp á blokk-
ir þar sem áður voru bílskúrar í
einkaeigu.
Þessum draumi fylgir að borginskuli hefja byggingu leigu-
íbúða til að ná niður húsnæðis-
kostnaði, sem er óeðlilega hár
vegna þess að borgin neitar að
leyfa eðlilega uppbyggingu á löngu
skipulögðum vaxtarsvæðum.
Þessir draumar Dags og félaga ínúverandi meirihluta eru mar-
tröð þeirra sem vilja eðlilega upp-
byggingu borgarinnar án opin-
berra íbúðabygginga og þess að
ráðist sé á flugvöll og úthverfi.
Dagur B.
Eggertsson
Dagsdraumar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 20.5., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 7 súld
Akureyri 10 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 17 léttskýjað
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 22 heiðskírt
Lúxemborg 23 heiðskírt
Brussel 23 léttskýjað
Dublin 12 skúrir
Glasgow 16 léttskýjað
London 20 léttskýjað
París 12 skúrir
Amsterdam 25 heiðskírt
Hamborg 25 heiðskírt
Berlín 25 skýjað
Vín 25 léttskýjað
Moskva 27 heiðskírt
Algarve 17 skýjað
Madríd 18 skýjað
Barcelona 17 skýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 10 alskýjað
Montreal 17 léttskýjað
New York 23 heiðskírt
Chicago 25 léttskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
21. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:53 22:56
ÍSAFJÖRÐUR 3:28 23:32
SIGLUFJÖRÐUR 3:10 23:16
DJÚPIVOGUR 3:16 22:33
Vitnaleiðslur fóru fram í meiðyrða-
máli Gunnars Þorsteinssonar, sem
gjarnan er kenndur við Krossinn, í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Gunnar krefst 15 milljóna króna í
skaðabætur og afsökunarbeiðni frá
tveimur konum og frá Vefpressunni;
fimm milljóna frá hverjum aðila fyrir
sig vegna umfjöllunar um ásakanir
um kynferðisbrot.
Umfjöllunin var byggð á ummæl-
um tveggja kvenna, Ástu Knútsdótt-
ur og Sesselju E. Barðdal.
Fram kom í máli Gunnars að
hjónaband hans og Jónínu Bene-
diktsdóttur væri grunnurinn að því
að konur sökuðu hann um kynferðis-
ofbeldi. Pressan hefði svo greint frá
þeim ásökunum til að „ná ákveðnum
markmiðum gagnvart Jónínu“.
Nokkrar konur báru vitni í gær
um meint brot Gunnars. Meðal
þeirra er Sólveig Guðnadóttir. Hún
er ein þeirra kvenna sem kærðu
Gunnar fyrir kynferðisofbeldi 2011,
en hún var mágkona Gunnars. Sagði
Sólveig að Gunnar hefði fyrst brotið
gegn sér þegar hún var þrettán ára
og aftur þegar hún var 21 árs.
Krefst 15 milljóna í skaðabætur
Morgunblaðið/Þórður
Í héraðsdómi Gunnar Þorsteinsson.
Meiðyrðamál
Gunnars í Krossinum
Gunnar Bragi
Sveinsson utan-
ríkisráðherra
hefur ákveðið að
veita 3 milljónir
króna í neyðar-
aðstoð til Bosníu
og Hersegóvínu
og Serbíu.
Fram kemur á
vef utanríkis-
ráðuneytisins að
aðstoðin sé til þess að „bregðast við
því neyðarástandi sem ríkir á svæð-
inu vegna flóða eftir mesta úrfelli
síðan mælingar hófust árið 1894“.
„Stór landsvæði eru undir vatni –
um 40% lands í Bosníu og Herse-
góvínu en um 15% í Serbíu. Tugir
manns hafa farist af völdum flóð-
anna og er talið að yfir hundrað þús-
und manns hafi hrakist af heimilum
sínum eða verið flutt á brott vegna
flóðanna. Þá er yfir milljón manns
án drykkjarhæfs vatns og hefst fólk
við í neyðarskýlum og bráðabirgða-
húsnæði,“ segir í tilkynningunni en
framlögin munu renna til lands-
félaga Rauða krossins á flóðasvæð-
inu sem sinna hjálparstarfi.
Gunnar Bragi vottar þeim sem um
sárt eiga að binda samúð sína.
„Hugur okkar er hjá þeim fjöl-
mörgu sem hafa beðið tjón eða misst
ástvini í flóðunum,“ segir Gunnar
Bragi.
Þrjár milljónir
í neyðaraðstoð
vegna flóða
Gunnar Bragi
Sveinsson
Skannaðu kóðann
til að lesa meira
um dómsmálið.