Morgunblaðið - 21.05.2014, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
CLIO DÍSIL SJÁLFSKIPTUR
3,7 L/100 KM*
CO2 ÚTBLÁSTUR 95 GRÖMM
ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT
P
FRÍTT Í
STÆÐI!
FRÍTT Í STÆÐI Á
MIÐBORGARSVÆÐINU
RENAULT CLIO DÍSIL SJÁLFSKIPTUR – VERÐ 3.090.000 KR.
Renault Clio er einn vinsælasti bílIinn á Íslandi. Þegar fallegt útlit, ríkulegur staðalbúnaður, úrval
sparneytinna bensín- og dísilvéla, hagstætt verð og einstök ný „Dual Clutch“ sjálfskipting smellur
saman er ástæðan augljós. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault Clio.
www.renault.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
2
3
0
2
*Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ríkisstjórnin hefur gefið loforð um
viðbótarfjárframlög til sjálfseignar-
stofnana innan Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu (SFV) svo jafn-
launaátak fyrri ríkisstjórnar á heil-
brigðisstofnunum ríkisins nái einnig
til starfsfólks á hjúkrunarheimilum
og öðrum stofnunum innan SFV.
Það felur í sér að hjúkrunarfræð-
ingar á þessum stofnunum og starfs-
menn við umönnun sem eru í Efl-
ingu stéttarfélagi fá sambærilegar
launabætur eða ígildi þeirra frá 1.
febrúar sl. og heilbrigðisstarfsfólk
hjá ríkinu fékk frá og með 1. mars í
fyrra þegar jafnlaunaátakið hófst.
Vantar tugi milljóna ef leiðrétt-
ingin á að vera afturvirk
Stéttarfélög starfsfólks á hjúkr-
unarheimilunum hafa krafist þess í
kjaraviðræðunum að undanförnu að
jafnlaunaátakið nái einnig til þeirra
og fengu stjórnvöld frest til kl. 16 sl.
föstudag til að svara því. Var lof-
orðið um aukin fjárframlög veitt áð-
ur en sá frestur rann út.
Efling og Félag íslenskra hjúkr-
unarfræðinga skrifuðu undir kjara-
samning við SFV í trausti þess að
þetta gengi eftir en kjaradeila SFR
og sjúkraliða við SFV er enn óleyst,
m.a. vegna þess að þessi félög vilja
að launaleiðrétting jafnlaunaátaks-
ins verði afturvirk og gildi frá 1.
mars 2013 með sama hætti og á heil-
brigðisstofnunum ríkisins. Það er
hins vegar talið kosta hjúkrunar-
heimili og aðrar stofnanir innan
SFV tugi milljóna í viðbótarútgjöld.
Á því hefur strandað.
Gildir frá 1. febrúar 2014
Loforðið sem ríkið gaf sl. föstudag
felur í sér að jafnlaunaátakið á
hjúkrunarheimilum gildir frá 1.
febrúar 2014. Þær launabætur sem
greiða þarf til að jafnlaunaátakið nái
til hjúkrunarfræðinga og fé-
lagsmanna Eflingar hjá SFV eru
alls taldar kosta á bilinu 6-700 millj-
ónir kr. skv. heimildum Morgun-
blaðsins.
Árni Stefán Jónsson, formaður
SFR, segir félögin hafa viljað að
starfsmenn sjálfseignarstofnananna
fengju einnig notið jafnlaunaátaks-
ins sem heilbrigðisstarfsmenn ríkis-
ins í sambærilegum störfum fengu í
mars 2013. Nú sé hugsanlega að
opnast möguleiki á því en hann
minnir á að umræddir starfsmenn
hafi ekki notið jafnlaunaátaksins í
heilt ár. Því sé tekist á um aftur-
virknina við samningaborðið.
Ótímabundið verkfall
Viðsemjendur komu saman til
sáttafundar kl. 13 í gær hjá ríkis-
sáttasemjara. Náist ekki samkomu-
lag hefst ótímabundið allsherjar-
verkfall á hjúkrunarheimilum kl. 8 í
fyrramálið.
Réttindamál starfsmanna hafa
einnig verið eitt stærsta ágreinings-
málið í viðræðunum. Stéttarfélögin
fara fram á að lög um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna gildi
um félagsmenn þeirra sem starfa á
sjálfseignarstofnunum innan SFV.
Miðað hefur í samkomulagsátt um
þetta og var tveimur lögfræðingum
viðsemjenda falið að fara yfir drög
að texta um réttindi og skyldur sem
verði hluti af væntanlegum kjara-
samningi.
Ríkið lofar auknum framlögum
Stjórnvöld gáfu loforð um að jafnlaunaátakið næði einnig til heilbrigðisstarfsfólks á hjúkrunarheimil-
um innan SFV Talið kosta 6-700 milljónir Sjúkraliðar og SFR vilja að leiðréttingin verði afturvirk
Morgunblaðið/Þórður
Sjúkraliðar Verkfallsmiðstöð var opnuð þegar sjúkraliðar og félagar í SFR hófu tímabundnar verkfallsaðgerðir á
hjúkrunarheimilum. Náist samningar ekki á næsta sólarhring skellur á ótímabundið allsherjarverkfall á morgun.
Réttindamál sjúkraliða og fé-
laga í SFR á hjúkrunarheimil-
um innan Samtaka fyrirtækja
í velferðarþjónustu hafa verið
eitt helsta ágreiningsmál
kjaradeilunnar. Nú er farið að
þokast nokkuð vel í samkomu-
lagsátt um þetta, að sögn
Árna Stefáns Jónssonar, for-
manns SFR. Hann segir að
umræddar stofnanir hafi í
gegnum tíðina viðurkennt í
gegnum hliðarsamninga við
stéttarfélögin eða ráðningar-
samninga starfsfólks hliðstæð
réttindi og kveðið er á um í
lögunum um réttindi og skyld-
ur ríkisstarfsmanna. Á sein-
ustu árum hafi hins vegar æ
meira borið á því að stofnan-
irnar hafi dregið þessi réttindi
í efa. „Þá fórum við fram á að
þetta yrði fært inn í kjara-
samninginn svo það yrðu ekki
nein vafamál um hvaða rétt-
indi fólk hefði skv. texta
kjarasamnings.“ Um er að
ræða réttindi á borð við að
starfsmanni sem brotið hefur
af sér sé veitt áminning í stað
umsvifalausrar uppsagnar.
Þokast hefur
í rétta átt
RÉTTINDI SÉU HLIÐSTÆÐ