Morgunblaðið - 21.05.2014, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Það má segja að með þessu verkefni
og öðrum af sama toga sem menn
eru að skoða, allt frá Eyjafirði að
suðurfjörðum Vestfjarða, þá breytist
staðsetning Íslands úr því að verða
vandamál og hindrun í að verða einn
af okkar helstu styrkleikum. Landið
er í því, sem kalla mætti miðpunkt
flutningaleiða framtíðar, milli þess-
ara þriggja risamarkaða í Austur-
Asíu, Vestur-Evrópu og á vestur-
strönd Bandaríkjanna. Þannig að
þetta er vissulega söguleg stund,“
segir Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra um fyrirhug-
aða stórskipahöfn í Finnafirði.
Samstarfssamningur var undirrit-
aður í gær milli Langanesbyggðar,
Vopnafjarðarhrepps, verkfræðistof-
unnar EFLU og þýska fyrirtækisins
Bremenports um rannsóknir og þró-
un á mögulegri umskipunar- og þró-
unarhöfn í Finnafirði. Áætlað er að
heildarkostnaður við rannsóknirnar
næstu árin muni nema nokkur
hundruð milljónum króna.
Framkvæmdir gætu hafist 2018
Á þessu ári verður megináhersla
lögð á söfnun gagna vegna umhverf-
ismats, frumhönnunar og skipulags
hafnarinnar. Gróður og fuglalíf á
mjög stóru svæði í og við Finnafjörð
verða skoðuð, gerðar jarðtæknilegar
athuganir og veðurstöðvum komið
fyrir á svæðinu og í mælibaujum. Þá
verða gerðar nákvæmar landmæl-
ingar og kort.
Á næsta ári halda lífríkisrann-
sóknir áfram auk þess sem fornleifa-
rannsóknum verður sinnt. Einnig
verður lífríki fjöru og fjarðar rann-
sakað. Frumhönnun hafnarinnar
mun hefjast sem og frumskoðun
innra skipulags hafnarsvæðisins.
Líklegt er að formlegt umhverfis-
matsferli geti hafist árið 2016 og má
reikna með að það taki alls 2 ár.
Gangi allt eftir gætu framkvæmdir
við Finnafjörð hafist árið 2018.
Sigmundur Davíð segir allt útlit
fyrir að Finnafjörður sé sérlega góð
staðsetning fyrir slíka höfn. „Svo ef
rannsóknirnar leiða ekkert óvænt í
ljós, heldur staðfesta það sem menn
telja rétt, þá má gera ráð fyrir að
þetta verði að veruleika.“
Veðja á Finnafjarðarhöfn
Þýskt fyrirtæki fjármagnar rannsóknir í Finnafirði fyrir hundruð milljóna
Framkvæmdir gætu hafist 2018 Fyrirséð að stórskipaumferð mun aukast
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirritun Fulltrúar Bremenports, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og EFLU undirrituðu samninginn að
viðstöddum forsætisráðherra og iðnaðarráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði það sögulega stund.
Robert Howe, forstjóri Bremenports, segir enn of
snemmt að segja til um hvort verkefnið verði að veru-
leika, en fyrirtækið hafi mikla trú á því. „Við þurfum
orku, við þurfum flatlendi og við þurfum gott sigl-
ingasvæði. Finnafjörður er fullkominn að þessu leyti.“
Að auki sé fjörðurinn við norðurausturleiðina svo-
nefndu þar sem skipaumferð muni aukast. „Ekki á
næstu 2-3 árum en til framtíðar er alveg ljóst að þessi
leið mun hafa gríðarleg áhrif á siglingar í heiminum.“
Horfa til framtíðar í Finnafirði
HAFA MIKLA TRÚ Á VERKEFNINU
Robert Howe
Samþykkt var á fundi borgarráðs í
gær deiliskipulag vegna byggingar
útilaugar við Sundhöllina í Reykja-
vík. Laugin verður teiknuð á
grundvelli verðlaunatillögu sem
var valin í nóvember 2013. Í tillög-
unni er gert ráð fyrir 25 metra
langri útisundlaug, nýjum pottum,
vaðlaug, nýju eimbaði og annarri
aðstöðu til heilsuræktar. Gömlu
búningsklefarnir eru friðaðir og
verða þeir notaðir áfram en karla-
klefinn verður stækkaður og nýr
búningsklefi fyrir konur byggður.
Þá samþykkti borgarráð á fundi
sínum í gær einnig að veita íþrótta-
og tómstundasviði fimm milljónir
króna svo lengja mætti þann tíma
sem sundlaugar verða opnar í sum-
ar. Opið yrði í tveimur laugum,
Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug,
til klukkan 20 um helgar yfir sum-
armánuðina þrjá sem er lenging um
klukkustund frá því í fyrra. Í öðrum
laugum verður opið til kl. 19 en í
Laugardalslaug til kl. 22.
Útilaug
byggð við
Sundhöllina
Sundlaugar opnar
lengur í sumar
Morgunblaðið/Eggert
Í sundi Útilaug verður byggð við
Sundhöllina í Reykjavík.
Lítur alltaf vel út.
Líka í myrkri.
Audi Q3 lýsir upp veginn í orðsins fyllstu
merkingu með glæsilegum framljósum
sem bregðast sjálfkrafa við breytingum á
birtuskilyrðum. Þetta er enn eitt dæmið um þá
stefnu Audi að láta útlit og innihald alltaf haldast
í hendur. Audi Q3 kostar frá kr. 7.590.000.