Morgunblaðið - 21.05.2014, Síða 16
BAKSVIÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Flestir kjósendur í Reykjavík vilja
að Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar, verði næsti
borgarstjóri. Þetta er niðurstaða
skoðanakönnunar sem Félags-
vísindastofnun Háskólans gerði fyr-
ir Morgunblaðið á fylgi við borgar-
stjóraefni framboðslistanna í
höfuðborginni. Stuðningur við Dag
hefur aukist jafnt og þétt í öllum
könnunum frá því í nóvember.
Úr 58% í 63%
Samkvæmt könnuninni sem gerð
var dagana 12. til 15. maí vildu 63%
þátttakenda, sem afstöðu tóku, Dag
sem næsta borgarstjóra. Í könnun
fyrir tíu dögum voru 58% sama sinn-
is. Persónufylgi Dags er langtum
meira en fylgi Samfylkingarinnar í
Reykjavík en það hefur þó einnig
aukist verulega. Í könnun sem birt
var hér í blaðinu í gær var Samfylk-
ingin með 34,1% fylgi og hefur það
aldrei verið meira.
Óbreytt fylgi
Halldór Halldórsson, oddviti sjálf-
stæðismanna, er með 19% fylgi í
borgarstjóraembættið sem er sama
og síðast. Fylgi við hann var mest í
könnun í febrúar þegar það mældist
25,2%. Fylgi Halldórs núna er litlu
minna en fylgi Sjálfstæðisflokksins í
borginni sem hefur minnkað veru-
lega að undanförnu. Það var 21,5% í
könnuninni sem birt var í gær.
6,3% vilja Björn Blöndal
Sex aðrir frambjóðendur voru
nefndir á nafn í könnuninni, en
stuðningur við þá í borgarstjóra-
stólinn er mun minni en við Dag og
Halldór. 6,3% nefndu S. Björn
Blöndal, oddvita Bjartrar fram-
tíðar, og 3,8% Sóleyju Tómasdóttur,
oddvita Vinstri grænna. Í báðum
tilvikum njóta þessir oddvitar
minna fylgis en framboðslistar
flokka þeirra. Björt framtíð var í
könnuninni í gær með 22,2% fylgi
og VG 6,3%.
Í kringum 1% þátttakenda og
færri nefndu Sveinbjörgu Birnu
Sveinbjörnsdóttur, oddvita Fram-
sóknarflokksins og flugvallarvina,
Halldór Auðar Svansson, oddvita
Pírata, Þorleif Gunnlaugsson, odd-
vita Dögunar, og Þorvald Þorvalds-
son, oddvita Alþýðufylkingarinnar.
Aðrir eru ekki nafngreindir.
Nær 30% óákveðin
Tvær leiðir voru notaðar til að ná
til kjósenda. Annars vegar var
hringt í 400 manna tilviljunarúrtak
úr þjóðskrá meðal fólks á aldrinum
18 ára og eldra. Hins vegar var
send netkönnun til 800 manna úr-
taks úr netpanel Félagsvís-
indastofnunar Háskóla Íslands. Alls
fengust 762 svör frá svarendum á
aldrinum 18-91 ára og var svarhlut-
fall 66%. Vigtaður svarendafjöldi
var sömuleiðis 762.
Af heildinni reyndust 29,4% þátt-
takenda ekki hafa gert upp hug
sinn til borgarstjóraefnanna. Það er
mun hærra hlutfall en óákveðinna
þegar spurt er um stuðning við ein-
staka framboðslista. Í Reykjavík-
urkönnuninni sem birt var í gær
voru um 14% þátttakenda óákveðn-
ir.
Fylgi við Dag B. Eggertsson er
mun meira meðal kvenna en karla.
Vilja 68% kvenna hann sem borgar-
stjóra en 58% karla. Fylgi kynjanna
við Halldór er hins vegar hnífjafnt.
7% ungra vilja Halldór
Verulegur munur er á afstöðu
yngstu kjósendanna, fólks á aldr-
inum 18 til 29 ára, til oddvitanna
tveggja. Aðeins 7% styðja Halldór
Halldórsson, en 68% Dag B. Egg-
ertsson. Munurinn á þeim er minni
í elsta aldurshópnum, meðal kjós-
enda 60 ára og eldri. Styðja 30% í
þeim hópi Halldór, en 57% Dag.
Halldór hefur minni stuðning
Hvern vilt þú helst sjá sem borgarstjóra?
Dag
B.
Egg
ert
sso
n
Fylgi samkvæmt könnun 6.-18. nóvember 2013
Fylgi samkvæmt könnun 15.-23. janúar 2014
Fylgi samkvæmt könnun 18.-23. febrúar 2014
Fylgi samkvæmt könnun 17.-23.mars 2014
Fylgi samkvæmt könnun 30. apríl-6. maí 2014
Fylgi samkvæmt könnun 12.-15. maí 2014*
Ha
lldó
r
Ha
lldó
rss
on S. B
jörn
Blö
nda
l Sól
eyj
u
Tóm
asd
ótt
ur
Ha
lldó
r Au
ðar
Sva
nss
on
Sve
inb
jörg
Bir
na
Sve
inb
jörn
sd. Þor
val
dur
Þor
val
dss
onÞor
leif
ur
Gu
nnl
aug
sso
n Ann
an
ein
sta
klin
g
62,7%
19,0%
6,3% 3,8% 1,3% 0,9% 0,8% 0,5%
4,6%
33
,1
%
49
,4
%
48
,1
% 54
,5
%
58
,0
%
11
,7
%
19
,7
% 25
,2
%
22
,7
%
19
,3
%
6,
9% 10
,4
%
9,
7%
8,
2%
7,7
%
5,
7% 6,
5%
6,
0%
3,
9%
3,
2%
1,
1% 2,
0%
2,
2% 2,
8%
1,0
%
0,
7%
1,
2%
0,
7%
41
,4
%
11
,2
%
8,
8%
7,1
%
7,7
%
*Könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 12.-15. maí 2014.
Dagur með yfirgnæfandi fylgi
Ný könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi við borgarstjóraefni framboðslista í Reykjavík 63%
vilja Dag B. Eggertsson Er með mun meira fylgi en Samfylkingin 19% vilja Halldór Halldórsson
SKOÐANAKÖNNUN
NÆSTI BORGARSTJÓRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Störf bæjarstjóra eða sveitarstjóra
eins og þau nefnast sums staðar
eru meðal hinna eftirsóttustu á
landinu. Fyrir því eru ýmsar
ástæður. Laun og hlunnindi þykja
með ágætum og störfin skapa fram-
gjörnu fólki tækifæri til athafna og
útrásar. Þau eru og gjarnan stökk-
pallur til þingmennsku eða áhuga-
verðra verkefna í atvinnulífinu.
66 með framkvæmdastjóra
Sveitarfélögin eru 74 að tölu. Alls
eru 66 sveitarfélög með ráðinn
framkvæmdastjóra en í átta sveit-
arfélögum sér oddviti sveitar-
stjórnar um framkvæmdastjórn
sveitarfélagsins. Algengast er að
laun fyrir þessi störf séu 900 þús-
und til ein milljón á mánuði. Ýmist
koma sveitarstjórar úr röðum for-
ystumanna flokkanna sem mynda
meirihluta hverju sinni eða ráðið er
í störf eftir auglýsingu.
Með milljón á mánuði
Stærstu sveitarfélögin, með 15
þúsund íbúa eða fleiri, eru fjögur,
og fimm sveitarfélög eru með íbúa-
fjölda á bilinu fimm til fimmtán
þúsund. Það er í þessum sveitar-
félögum sem best launuðu emb-
ættin er að finna. Í kjarakönnun
sem Samband íslenskra sveitarfé-
laga birti fyrir stuttu kom í ljós að
mánaðarlaunin í síðarnefndu sveit-
arfélögunum eru með hlunnindum
að lágmarki ein milljón króna.
Hlunnindi felast yfirleitt í föstum
bifreiðastyrk, fríum bíl, fríum síma,
risnu og þátttöku í greiðslu hús-
næðiskostnaðar.
Um kjör bæjarstjóra í stærstu
sveitarfélögunum segir í skýrsl-
unni: „Mánaðarlegar greiðslur til
þeirra með yfirvinnu og föstum
launagreiðslum eru í þremur til-
vikum 1.100-1.199 þús.kr. og í einu
yfir 1.199 þús.kr. á mánuði. Hlunn-
indi framkvæmdastjóra á mánuði í
þessum sveitarfélögum eru frá
minna en 50 þús.kr. upp í 150-199
þús.kr.“
Mánaðarlaun eða funda-
greiðslur
Greiðslufyrirkomulag til kjörinna
sveitarstjórnarmanna er mjög mis-
Margir vilja fá
bæjarstjórastól
Með um milljón og meira í laun
Stökkpallur til annarra verkefna