Morgunblaðið - 21.05.2014, Side 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Það varð uppi fótur og fit í Cannes
sunnudaginn sl. þegar tveir skrið-
drekar óku eftir götunni Croisette
með leikarahóp hasarmyndarinnar
The Expendables 3. Fólk þusti að til
að taka myndir af stjörnunum og þá
m.a. ljósmyndari Morgunblaðsins,
þeim Sylvester Stallone, Dolph
Lundgren, Wesley Snipes, Harrison
Ford, Mel Gibson, Jason Statham,
Arnold Schwarzenegger og Kelsey
Grammer. Tilgangur uppátækisins
var að kynna hasarmyndina sem
frumsýnd verður 15. ágúst í Banda-
ríkjunum. Að lokinni ökuferð sátu
leikararnir fyrir svörum og sló Stal-
lone á létta strengi, sagðist setjast í
helgan stein þegar rassinn dytti af
honum. Harðhausarnir voru spurðir
að því hvort þeir væru farnir að
slaka meira á í ljósi aldursins og
sagði Schwarzenegger að núna væri
honum skellt utan í bólstraða veggi í
stað óbólstraðra áður fyrr.
Stallone hættir ekki fyrr
en rassinn dettur af honum
Æsingur Fólk flykktist að kvikmyndastjörnunum á skriðdrekanum til að taka myndir með farsímum sínum.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Reffilegir Sylvester Stallone, Mel Gibson og Wesley Snipes í bakgrunni.
Myndað Harðhausarnir kátir með símana á lofti að mynda aðdáendur sína.
Stjörnuskin Lundgren, Frod og Statham ásamt ónefndum hermanni.
Á dreglinum Prúðbúinn hópur fyrir frumsýningu The Homesman.
–– Meira fyrir lesendur
:
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sumarblað um
Tísku og förðun
föstudaginn
6. júní 2014
Tíska & förðun
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn
2. júní.
Í Tísku og förðun
verður fjallað um
tískuna sumarið 2014
í fatnaði, förðun
og snyrtingu auk
umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira
SÉRBLAÐ