Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 6

Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 6
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Lokasprettur heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu í Brasilíu sem lauk á sunnudag átti hug Íslend- inga allan ef marka má könnun Capacent á sjónvarpsáhorfi í síð- ustu viku. Af tíu dagskrárliðum sjónvarps- stöðvanna sem hlutu mest áhorf vikuna 7.-13. júlí voru átta þeirra leikir á mótinu eða þættir því tengdir í Rík- issjónvarpinu, hvort sem litið er til meðal- áhorfs eða upp- safnaðs áhorfs. Með uppsöfnuðu áhorfi er átt við hlutfall þeirra sem horfðu í að minnsta kosti fimm mínútur á dagskrárliðinn samfleytt en meðaláhorf er fjöldi þeirra sem horfðu á meðalmínútu. Mest áhorf á leikina Efstu fjórir dagskrárliðirnir á listanum yfir uppsafnað áhorf voru úrslitaleikurinn, undanúrslitaleik- irnir tveir og bronsleikurinn. Á toppnum trónir úrslitaleik- urinn á milli Þjóðverja og Argent- ínumanna sem fór fram á sunnu- dag. Alls fylgdust 70,9% landsmanna á aldrinum 12-80 ára uppsafnað með Philipp Lahm, fyr- irliða Þýskalands, lyfta heims- meistarabikarnum. Þegar litið er til meðaláhorfs var hlutfallið 46,8%. Næstmest áhorf hlaut undan- úrslitaleikur Hollendinga og Arg- entínumanna sem fór fram mið- vikudagskvöldið 9. júlí. Á þann leik horfðu 61,8% landsmanna upp- safnað en meðaláhorfið var 41,6%. Hinn undanúrslitaleikurinn á milli Brasilíumanna og Þjóðverja var með 56% uppsafnað áhorf og bronsleikur Brassa og Hollendinga var með 49,1%. Athygli vekur að HM-stofan eft- ir undanúrslitaleik Þýskalands og Brasilíu sem endaði 7-1 fyrir Þjóð- verja hlaut meira meðaláhorf en bronsleikurinn á laugardag fyrir viku. Hvort það var vegna áhuga- leysis sjónvarpsáhorfenda um hver hreppti bronsið eða mikils áhuga þeirra á greiningu sparkspekinga RÚV á niðurlægingu gestgjafanna Brasilíumanna í undanúrslitum skal ósagt látið. Ekkert lið fallbyssufóður Heimir Hallgrímsson, þjálfari ís- lenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, fylgdist með nær öllum leikjum í mótinu sem einn af sér- fræðingum HM-stofu RÚV. Hann segir mótið í ár hafa verið ótrú- lega skemmtilegt frá byrjun, ekki síst vegna fjölda óvæntra úrslita, markafjölda og umgjarðarinnar í Brasilíu. „Það voru mörg lið sem voru fyrirfram ekki álitin tilbúin í þetta sem afsönnuðu það. Ég held að það hafi gert þetta mót skemmti- legra en menn bjuggust við. Það var ekkert lið sem var eins og fall- byssufóður, dauðadæmt fyrir keppnina og tapaði öllum leikjum sanngjarnt,“ segir hann. Þannig hafi til dæmis öll lið lent í erf- iðleikum með Írani sem fyrirfram voru taldir slakasta lið keppn- innar. Heimir er ekki í vafa um fyrir hvað heimsmeistaramótsins í Bras- ilíu verði minnst í framtíðinni. „Það eru þessir tveir sigrar Hol- lendinga á Spánverjum og Þjóð- verja á Brasilíumönnum sem voru sjokkerandi úrslit. Það verða úr- slitin sem lifa í minningunni þegar fólk fer að horfa aftur til baka á þetta HM. Ríkjandi heimsmeist- arar fá svona skell og heimaliðið sem var talið sigurstranglegast tapar 7-1. Ég held að það hljóti að standa upp úr þegar fram líða stundir.“ Yfir 70% horfðu á úrslitaleikinn  Stórsigrar Hol- lands og Þýska- lands lifa áfram Vinsælustu dagskrárliðirnir vikuna 7.-13. júlí 12-80 ára Heimild: Capacent 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 HM 2014, Þýskaland - Argentína HM 2014, Holland - Argentína HM 2014, Brasilía - Þýskaland HM stofan kl. 22.30, þri HM 2014, Brasilía - Holland Veður kl. 19.20 (RÚV) HM stofan kl. 19.30, þri Tíufréttir (RÚV) Fréttir (RÚV) HM stofan kl. 19.30,mið HM 2014, Þýskaland - Argentína HM 2014, Holland - Argentína HM 2014, Brasilía - Þýskaland HM 2014, Brasilía - Holland HM stofan kl. 22.30, þri HM stofan, sun HM stofan, lau Miðjarðarhafskrásir Ottolenghis (RÚV) Daginn sem jörðin stöðvaðist (RÚV) Fréttir (RÚV) 46,8 41,6 40,7 34,4 32,3 24,1 23,8 23,2 22,9 22,7 70,9 61,8 56,0 49,1 39,1 37,3 31,3 30,4 29,1 28,5 Rtg% Rtg%MEÐALÁHORF UPPSAFNAÐ ÁHORF AFP Heimsmeistarar Philipp Lahm og félagar hans í þýska landsliðinu hefja heimsmeistarastyttuna á loft eftir sigur á Argentínumönnum á Maracana-vellinum í Rio de Janeiro. Keppnin fékk gríðarlegt áhorf í útsendingum RÚV. Heimir Hallgrímsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Einstaklega leiðinleg vætutíð í sumar hefur gert golfklúbbum á suðvestanverðu landinu lífið leitt. Rignt hefur án afláts það sem af er júlímánuði og hefur það sett strik í reikning Golfklúbbsins Kiðjabergs í Grímsnesi. „Völlurinn hefur aldrei verið betri en núna og við eigum ekki við nein vatnsvandamál að stríða út af allri þessari rigningu. Það vantar bara fólkið. Það þýðir það að við fáum litlar tekjur. Þetta eru hálf- gerðar náttúruhamfarir fyrir okkur sem erum í svona rekstri,“ segir Jóhann Friðbjörnsson, formaður klúbbsins. Tekjur klúbbsins það sem af er júlí, sem á að vera annasamasti mánuðurinn, eru helmingi minni en þær voru á sama tíma í fyrra. Jóhann segist ekki muna eftir öðru eins veðurfari og í sumar. Bú- ið sé að rigna hvern einasta dag í júlí. „Maður skilur náttúrulega kylfinga vel að þeir skuli ekki nenna að fara út í þetta veður dag eftir dag,“ segir hann. Það sem hafi bjargað fjárhag klúbbsins eru hópar sem bóka rás- tíma með fyrirvara. Þeir mæti yfir- leitt allir, sama hvernig viðrar. Reikna með að halda sjó Tíðarfarið kemur ekki of illa við pyngju Golfklúbbsins Öndverð- arness þar sem hann hefur á sjötta hundrað félagsmanna á að skipa. Bleytan hefur þó gert það að verkum að loka hefur þurft þrem- ur brautum vallarins að sögn Guð- mundar E. Hallsteinssonar, for- manns klúbbsins. „Þetta var líka frekar slappt í fyrra en slapp til hjá okkur og við vorum með reksturinn réttu megin. Við reiknum með því að halda sjó þetta árið þó þetta sé svona.“ Áhyggjur af framtíðartekjum Hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) eru menn einn- ig tiltölulega vel settir enda með traustan hóp félagsmanna. Menn hafa þó áhyggjur af áhrifum veð- ursins á yngstu aldurshópana. Iðk- endum 13 ára og yngri fækkaði í fyrsta skipti í ár og talið er að ástæðan sé veðrið. Um 500 krakkar taki þátt í golfleikjanámskeiði á ári. Þeim hefur ekki fækkað. „Hins vegar finnst krökkunum ekki eins spennandi að ganga í klúbbinn og byrja að æfa golf þeg- ar þeir eru í rigningu allan daginn. Upp á framtíðartekjumöguleika klúbbsins er þetta eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG. Náttúruhamfarir fyrir golfið  Tekjur Golfklúbbs Kiðjabergs helmingi minni en síðasta sumar vegna vætutíðar  Í Öndverðar- nesi hefur þurft að loka brautum vegna bleytunnar  Fækkar í barnastarfi GKG vegna veðurs Morgunblaðið/Þórður Umhirða Vallarstarfsmaður á Leirdalsvelli GKG hirðir völlinn í vætunni. Nær látlaus hefur rignt á suðvestanverðu landinu undanfarnar vikur og ekki er útlit fyrir að það breytist verulega á næstunni. Kylfingum er ekki skemmt. Þrátt fyrir veðrið og bleytuna hafa fleiri hringir verið leiknir á Leirdalsvelli GKG það sem af er þessu sumri en í fyrra. „Í fyrra var rok, rigning og kuldi. Núna er rigning en miklu meiri hlýindi. Menn láta sig frekar hafa það að fara út að spila,“ segir Agnar Már, fram- kvæmdastjóri GKG. Íslandsmótið í höggleik hefst á vellinum um næstu helgi. Agn- ar Már segir allt verða gert til að koma vellinum í lag fyrir þann tíma. „Við erum í dal og öll eðlis- fræðilögmál eru þannig að vatn leitar að lægsta punkti. Það er töluverð bleyta búin að vera í sumar á nokkrum brautum sem drena sig illa.“ Starfsmenn klúbbsins hafa gert ýmislegt til að flýta fyrir því að völlurinn dreni sig. „Við þurfum tvo til þrjá góða daga til þess að völlurinn nái að jafna sig eftir alla vætutíðina og við erum að vonast til að það takist. Það verður flott veður um helgina, sunnudag og mánu- dag, og við vonumst til að það dugi til að koma vellinum í gott leikástand,“ segir Agnar Már. Þurfa 2-3 góða daga ÍSLANDSMÓTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.