Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Hin víðfrægu ummæli Jean-Claude Junckers um að Evr-
ópusambandið myndi ekki stækka
frekar næstu fimm árin mæltust
misjafnlega fyrir hjá skoskum þjóð-
ernissinnum, sem
nú berjast fyrir því
að Skotar segi já við
því að yfirgefa sam-
bandið við Englend-
inga og Wales.
Skoskur almenn-
ingur vill nefnilega
vera áfram innan
Evrópusambandsins, en hafði verið
sagt af sambandssinnum að það
væri ómögulegt.
Spánverjar eru líka á móti því aðSkotar geti fengið flýtimeðferð
inn í Evrópusambandið, því að þá
fengist fordæmi fyrir því að Kata-
lóníumenn gætu sagt sig úr lögum
við Spán og fengið strax inni í sam-
bandinu. Alex Salmond, forsætis-
ráðherra skosku heimastjórn-
arinnar, hafði því lofað því að ef
Skotar yrðu sjálfstæðir, yrðu þeir
komnir inn í ESB innan 18 mánaða í
síðasta lagi frá sjálfstæðisdeginum.
Yfirlýsing Junckers þótti þvímarka nokkur tímamót í sjálf-
stæðisumræðu Skota, þar sem stað-
fest væri að Skotar myndu læsa sig
utan ESB næstu fimm árin hið
minnsta, ef þeir álpuðust út úr
Stóra-Bretlandi, en um leið væru
þetta nokkuð merkileg inngrip
framkvæmdastjórnar ESB inn í
innanríkismál Breta. Aðstoðarkona
Junckers var því fljót til að árétta,
að þetta ætti nú barasta alls ekki
við um Skotland, heldur hefði yf-
irlýsingunni verið beint að umsókn-
arríkjunum eins og Íslandi, Serbíu
og Tyrklandi.
Vandræðin sem Juncker kom sérí gagnvart Skotum og eftir-á-
skýringar hans vegna þeirra styðja
því enn frekar við það að ESB hafi
sjálft skellt hurðinni á bjölluat Sam-
fylkingarinnar í Brussel.
Jean-Claude
Juncker
Skotaskuldinni
skellt á Juncker
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.7., kl. 18.00
Reykjavík 15 skýjað
Bolungarvík 14 skýjað
Akureyri 14 alskýjað
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 13 skýjað
Ósló 22 léttskýjað
Kaupmannahöfn 22 léttskýjað
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 22 léttskýjað
Lúxemborg 32 heiðskírt
Brussel 32 heiðskírt
Dublin 22 léttskýjað
Glasgow 22 léttskýjað
London 30 heiðskírt
París 33 heiðskírt
Amsterdam 31 heiðskírt
Hamborg 30 heiðskírt
Berlín 28 heiðskírt
Vín 30 skýjað
Moskva 23 léttskýjað
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 35 heiðskírt
Róm 31 léttskýjað
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 21 skýjað
Montreal 21 léttskýjað
New York 25 heiðskírt
Chicago 24 skýjað
Orlando 31 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:54 23:15
ÍSAFJÖRÐUR 3:25 23:54
SIGLUFJÖRÐUR 3:07 23:38
DJÚPIVOGUR 3:16 22:52
Rögnvaldur Þorleifs-
son skurðlæknir and-
aðist á Borgarspítal-
anum í Fossvogi 16.
júlí, 84 ára gamall.
Rögnvaldur fæddist
30. janúar 1930 í Kjarn-
holtum í Biskups-
tungum. Foreldrar
hans voru Þorleifur
Bergsson, búfræðingur
og bóndi, og Dóróþea
Gísladóttir, kennari og
húsfreyja, á Hofsá í
Svarfaðardal.
Rögnvaldur lauk
stúdentsprófi frá MA
1949 og læknanámi frá HÍ 1956.
Hann fékk sérfræðingsleyfi í hand-
lækningum 1962 og sérfræðingsleyfi
í bæklunarskurðlækningum í Sví-
þjóð 1982 og á Íslandi 1989. Rögn-
valdur stundaði framhaldsnám í
Gautaborg í Svíþjóð og átti styttri
námsdvöl í Bandaríkjunum, Kína,
Frakklandi og Kanada.
Rögnvaldur starfaði á ýmsum
sjúkrahúsum í Svíþjóð á náms-
árunum. Hér heima var hann m.a.
yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu
í Neskaupstað 1965-1968, sérfræð-
ingur á slysa- og bæklunarlækn-
ingadeild Borgarspítalans 1968-
1995. Rögnvaldur framkvæmdi
fyrstu handarágræðslu
á Íslandi í september
1981 og gerði aðgerðir
á slæmum mjaðmar-
grindarbrotum frá
1987. Hann rak eigin
lækningastofu í
Reykjavík frá 1995.
Rögnvaldur var ráð-
gjafi heilbrigðisyfir-
valda og landlæknis-
embættisins m.a. við
endurskoðun reglu-
gerðar um lyf og lækn-
isáhöld í íslenskum
skipum. Rögnvaldur
sat í nefnd Lækna-
félags Íslands sem gerði tillögur um
tækjabúnað í einmenningslæknis-
héruðum. Hann kenndi einnig við
læknadeild Háskóla Íslands, m.a. líf-
færameinafræði, slysaskurðlækn-
ingar, líffærafræði og skurðlækn-
ingar. Þá skrifaði Rögnvaldur
greinar í innlend og erlend lækna-
tímarit.
Rögnvaldur kvæntist árið 1955
Ástríði Karlsdóttur, hjúkrunarfræð-
ingi, (f. 1931, d. 2003). Þau eignuðust
fimm börn: Karl, Leif, Dóru, Berg
Þór og Hrafn Goða.
Útför Rögnvaldar verður gerð frá
Fossvogskirkju föstudaginn 25. júlí
klukkan 13.
Andlát
Rögnvaldur Þorleifsson
skurðlæknir
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, RIFF, hefur hlotið 20 milljóna
króna styrk í tvö ár frá Creative
Europe áætlun Evrópusambandsins.
Í tilkynningu frá RIFF kemur fram
að hátíðin hafi verið í hópi 38 evr-
ópskra kvikmyndahátíða sem hlutu
styrki að þessu sinni en áætluninni
bárust alls 127 gildar umsóknir.
Í umsögn um RIFF segir m.a. að
faglega sé staðið að hátíðinni í alla
staði, hún sé vel upp byggð og bjóði
sístækkandi áhorfendahópi upp á
áhugaverðar pallborðsumræður. Þá
er einnig minnst á að viðleitni hafi
verið sýnd til að ná til yngri aldurs-
hópa og að aðstandendur hátíðarinn-
ar hafi átt í öflugu samstarfi við aðrar
hátíðir í Evrópu.
Í tilkynningu RIFF kemur fram að
styrkveitingin sé mikil viðurkenning
fyrir hátíðina og að Creative Europe
sé ný kvikmynda- og menningaráætl-
un ESB sem verður starfrækt á tíma-
bilinu 2014-2020. Þar segir einnig að
RIFF hafi undanfarin ár fengið
styrki frá þeirri áætlun sem Creative
Europe leysir af hólmi en í fyrra nam
styrkurinn 54 þúsund evrum, eða
tæpum 8,4 milljónum.
„Hið nýja fyrirkomulag Creative
Europe gerir ráð fyrir styrkjum til
tveggja ára í stað eins árs í senn, sem
gerir stjórnendum hátíðarinnar kleift
að horfa fram í tímann í allri skipu-
lagningu,“ segir í tilkynningunni.
RIFF fær 20 milljóna króna styrk
Styrkveitandinn Creative Europe áætlun ESB Er til tveggja ára
Morgunblaðið/Ernir
RIFF Kvikmyndahátíðinni er hrósað
í umsögn um styrkumsóknina.
Sumar 17 17. - 24. ágúst
Ljósadýrð í Búdapest
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Ljósadýrð á Dóná í Búdapest, einni fallegustu borg Evrópu er
stórkostleg upplifun. Hápunktur ferðarinnar er krýningarhátíð
heilags Stefáns, dýrðin endar í Passau, sem talin er standa á
einu hinna sjö fegurstu borgarstæða í heimi.
Verð: 186.200 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Pavel Manásek