Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 19
Morgunblaðið/Golli
Egilsstaðir Sveitarfélagið kannar
hvort breyta þurfi deiliskipulagi.
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri
Fljótsdalshéraðs, segir að verið sé að
skoða hvort nægileg þjónusta sé til
staðar til að þjónusta olíuvinnslu á
Drekasvæðinu. „Leyfishafar tveggja
leyfa af þremur hafa ákveðið að
horfa til Reyðarfjarðar og Egilsstað-
ar varðandi þjónustu. Þá er fyrst og
fremst verið að horfa til hafnarað-
stöðunnar á Reyðarfirði og flugvall-
arins á Egilsstöðum. Við erum að
skoða hvort gera þurfi breytingar á
skipulagsmálum til að uppfylla þær
þarfir og kröfur sem verða gerðar til
aðstöðunnar. Þá er einnig verið að
skoða hvort nægileg þjónusta sé til í
sveitarfélögunum tveimur fyrir
starfsemina. Við höfum átt fundi
með leyfishöfum og öðrum sem
myndu þjónusta þessa aðila og við
erum að skoða þessa hluti vel,“ segir
Björn.
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdals-
héraðs kom fram að horft yrði til
þess að sveitarfélögin stæðu fyrir
ráðstefnu í haust með áherslu á
verkefnið, auk samskipta við erlenda
aðila sem þykja til þess fallnir að
vera verkefninu til framdráttar.
Komu best út í úttekt Mannvits
Ekki hefur sérstaklega verið horft
til hvaða áhrif olíuvinnsla hefði á
fólksfjölgun á Egilsstöðum. „Við höf-
um ekki sérstaklega horft til mögu-
legrar fólksfjölgunar, en ljóst er að
ef farið verður út í olíuvinnslu mun
það hafa mikil áhrif á uppbyggingu á
Austurlandi og Norðausturlandi.
Úttekt var gerð á nokkrum stöð-
um á landinu, þar sem svæði voru
metin út frá alhliða þjónustu og stað-
setningu. Í þeirri úttekt komu Reyð-
arfjörður og Egilsstaðir best út með
92,2 stig af 100. Hérna er mjög öflug
þjónustustarfsemi, bæði í kringum
vinnslu og uppbyggingu álversins og
Kárahnjúkavirkjunar og við búum
vel að því,“ segir Björn.
Samkeppni hefur verið milli sveit-
arfélaga um að verða þjónustumið-
stöðvar fyrir mögulega olíuvinnslu á
Drekasvæðinu, en ljóst er að mikil
tækifæri eru til uppbyggingar fyrir
þjónustumiðstöðvar olíuvinnslu, líkt
og gerðist í olíubænum Stavanger í
Noregi.
Morgunblaðið/Golli
Reyðarfjörður Verið er að skoða möguleika á að bæta hafnaraðstöðuna.
Undirbúa bæina fyrir
olíuna á Drekasvæðinu
Hafnaraðstaða í Reyðarfirði og flugvöllur á Egilsstöðum
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
ÞYKKSKORIÐ BEIKON
Þykkt og bragðmikið fyrir þá
sem vilja kröftugt beikon.
Gæðavara úr völdu svínafille,
matarmiklar og ljúffengar sneiðar.
HEFUR ÞÚ STERKAR BEIKONTILFINNINGAR?
Prófaðu þykkskorna beikonið frá SS.
Þykkt og
bragðmikið
Gott á
grillið eða
pönnuna
Sérvalið
svínafille
100% íslenskt kjöt
PI
PA
R\
TB
W
A
–
SÍ
A
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Grænmetismarkaðurinn í Mosfells-
dal verður formlega opnaður klukk-
an 10 í dag. Markaðurinn er í ná-
grenni Mosfellskirkju og garðyrkju-
stöðvarinnar Dalsgarðs og verður
opið alla laugardaga fram á haust.
Að venju verða margar gerðir í boði
af nýuppteknu grænmeti, beint úr
garðinum, ásamt kryddjurtum, rós-
um, jarðarberjum, hænueggjum,
sultum og mörgu fleiru. „Ég verð
svo með nýjar kartöflur til sölu sem
bera heitið „gullauga“ en ég er fyrst-
ur með þær á markað. Ég verð einn-
ig með alls kyns hollustuvörur svo úr
nægu er að velja,“ segir Jón Jó-
hannsson, eigandi Grænmetismark-
aðarins að Mosskógum í Mosfellsdal.
Beint úr Þingvallavatni
Jón verður með silung veiddan úr
Þingvallavatni til sölu á markaðnum
en hann hefur ekki fengist hjá hon-
um síðastliðin tvö ár. Í boði verður
að fá silunginn frosinn í flökum,
reyktan eða spriklandi ferskan. „Ég
var með silung til sölu hjá mér í
mörg ár en það var bóndi frá Heið-
arbæ sem veiddi hann alltaf fyrir
mig. Hann féll frá fyrir tveimur ár-
um síðan og þá hætti ég að fá silung.
Afkomendur hans eru hins vegar
byrjaðir að veiða aftur og það er
mjög spennandi,“ segir Jón.
Góð stemning
Markaðurinn hefur skipað sér
fastan sess í hugum Mosfellinga og
fleira fólks sem kemur reglulega til
að kaupa nýtt grænmeti, en spurður
hvort búast megi við miklum fjölda á
markaðinn í dag, segir Jón: „Veður
hefur náttúrulega alltaf eitthvað að
segja um slíkt. Ég reikna þó með því
að ef fólk fréttir af kartöflunum og
silungnum þá eigi margir eftir að fá
vatn í munninn og gera sér ferð til
okkar.“
Undanfarin ár hefur jafnan mynd-
ast góð stemning á markaðnum en
lítill garður er á staðnum þar sem
fólk getur m.a. fengið sér kaffisopa
og spjallað.
„Þetta snýst ekki bara um sölu-
mennsku heldur er þetta einnig
mjög félagslyndur staður,“ segir Jón
að endingu.
Morgunblaðið/Ómar
Markaður Nýupptekið grænmeti ásamt fleiri afurðum verða til sölu.
Grænmetismark-
aður af stað í dag
Fyrstur á markað með gullauga
Reyðarfjörður og Fljótsdals-
hérað hófu samstarf með form-
legum samstarfssamningi árið
2012 um að gera sveitarfélögin
að þjónustumiðstöð olíu-
vinnslunnar á Drekasvæðinu.
Tveir af þremur leyfishöfunum
hafa ákveðið að gera sveit-
arfélögin að þjónustu-
miðstöðvum sínum. Akureyri
kom til greina sem þjónustu-
miðstöð á tímabili, en Reyð-
arfjörður og Egilsstaðir höfðu
betur vegna nálægðar við
Drekasvæðið.
Samstarf
ÞJÓNUSTA VIÐ OLÍU
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
hefur birt skýrslu sína um slys sem
varð 31. mars 2013. Þriggja ára
stúlka, sem var farþegi á fjórhjóli,
lést þegar hjólið valt.
Slysið varð við heimreiðina að
Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Öku-
maður fjórhjólsins ók austur Suður-
byggðaveg og ætlaði að beygja inn á
heimreiðina að bænum. Stúlkan sat
fyrir framan hann við bensíntankinn
á hjólinu. Hvorugt þeirra var með
hjálm. Við beygjuna jókst inngjöfin
og hjólið valt með þeim afleiðingum
að stúlkan lést samstundis. Ökumað-
urinn meiddist einnig, vankaðist og
átti erfitt með andardrátt.
Rannsóknarnefndin „brýnir það
fyrir forráðamönnum barna að þeir
gæti varúðar, sýni ábyrgð og fylgi
reglum sem um ökutækin gilda,“
segir í skýrslunni. Þar kemur einnig
fram að fjórhjólið hafi ekki verið ætl-
að til aksturs á vegum og bannað að
flytja á því farþega.
Ekið of hratt í hvassviðri
Í skýrslu um banaslys sem varð á
Þjóðvegi 1 í Norðurárdal, austan við
Silfrastaði, 1. mars 2013, bendir
Rannsóknarnefnd samgönguslysa á
skyldur vegfarenda til aðstoðar við
umferðarslys. Að sögn farþega óku
nokkrir ökumenn framhjá slys-
staðnum og veittu ekki aðstoð sem
eftir var leitað.
Slysið varð með þeim hætti að
ökumaður jeppa á leið suður Norð-
urlandsveg missti skyndilega stjórn
á bílnum og kastaðist hann út af veg-
inum. Bíllinn valt og 12 ára drengur,
sem var farþegi í aftursæti, lést.
Slysið varð í dagsbirtu. Hvassviðri
var og gekk á með vindhviðum. Þá
var rigning og vegurinn blautur. Að
mati nefndarinnar má rekja orsök
slyssins til vindhviðu og ökuhraða.
„Nefndin ítrekar ábendingar sínar
um að ökumenn þurfi að draga úr
ökuhraða í hvassviðri til að draga úr
hættu á því að ökutæki þeirra fjúki.“
gudni@mbl.is
Vegfarendum ber
að veita aðstoð
Skýrslur um slys þar sem börn létust
Morgunblaðið/Júlíus
Banaslys Rannsóknarnefnd sam-
gönguslysa rannsakar banaslys.