Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Vegir liggja til allra átta Erlendir ferðamenn láta veðrið ekki á sig fá enda eru þeir hingað komnir til þess að sjá landið og íbúa þess í eðlilegu umhverfi. Bara spurning um hvert á að fara.
Eggert
Þingmenn hafa boð-
að frumvarp um breytt
fyrirkomulag á áfeng-
issölunni. Hún verði
flutt inn í mat-
vöruverslanir en
áfengisverslun rík-
isins, ÁTVR, látin lönd
og leið enda sé hún
hluti af gömlum og úr-
eltum tíma.
En er það virkilega
svo? Hverjum væri það í hag að
breyta fyrirkomulagi áfengissöl-
unnar með þessum hætti? Væri
þetta skattgreiðendum í hag, neyt-
endum, landsbyggðinni eða væri
þetta í þágu heilbrigðissjónarmiða?
Væru það ef til vill fyrst og fremst
eigendur stóru matvörukeðjanna
sem myndu hagnast og þá á kostnað
fyrrnefndra hagsmuna? Ég hallast
að því.
Málefnaleg umræða um þessi efni
er mikilvæg því breytingar á kerf-
inu hafa miklar afleiðingar í för með
sér, fjárhagslegar og samfélags-
legar.
Skoðum málið óhlutdrægt. Þetta
er ekki í fyrsta sinn sem þingmál af
þessu tagi er boðað. Seint mun
gleymast þegar þingið ræddi eitt
slíkt á fyrstu vikunum eftir hrun. Á
meðan þúsundir mótmæltu við
Austurvöll ræddu
menn um brennivín í
þingsal. Þá sem jafnan
var vísað í and-
stöðumenn sem full-
trúa fornaldarsjón-
armiða og
forræðishyggju og ból-
ar strax á þessum slag-
orðum nú.
Óhlutdræg skoðun
leiðir hins vegar ótví-
rætt í ljós að boðuð
breyting yrði til óhag-
ræðis fyrir neytendur,
sérstaklega á landsbyggðinni, slæmt
fyrir ríkissjóð og fráhvarf frá heil-
brigðisstefnu sem Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin hvetur til, nefnilega að
aftengja gróðahyggju og sölu á
áfengi. Og vel að merkja áfeng-
isvandinn kostar sitt fyrir marga
einstaklinga og fjölskyldur og fyrir
samfélagið í heild sinni. Þetta er
ekki léttvægt og ber að taka ábend-
ingar og áskoranir Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar alvarlega.
Þeir sem telja sig vera fulltrúa
framtíðarinnar með því að berjast
fyrir markaðsvæðingu áfengissölu
fara því villir vegar.
Minni fjölbreytni
Í þessari lotu sýnist mér að ætl-
unin sé að hamra fyrst og fremst á
því að þjónusta myndi batna við
þessar breytingar og þá sérstaklega
úti á landi. Hvergi kemur þó fram
að reisa eigi sömu kröfu á hendur
verslunum á landsbyggðinni og
ÁTVR-verslanir reisa nú sjálfum
sér hvað varðar vöruúrval. Þær
bjóða að lágmarki upp á 150 til 170
tegundir í minnstu búðunum úti á
landi. Halda boðendur breytinga í
alvöru að verslunareigendur á Pat-
reksfirði, svo dæmi sé tekið, myndu
bjóða upp á sama vöruúrval og
ÁTVR-verslunin þar gerir nú, versl-
un sem er öllum bæjarbúum auð-
veldlega aðgengileg? Ætla má að
hið gagnstæða myndi gerast þar
sem og víða annars staðar. Vöruúr-
val myndi minnka og þjónustan að
því leyti verða lakari. Það sem er
líklegt að gerist líka við einkavæð-
ingu er að verðið muni hækka og
mest úti á landi. Kaupmenn hafa
sagt að þeir geti ekki rekið áfeng-
issöluna með ÁTVR-álagningu.
Hvað þýðir það? Að sjálfsögðu
hærra verð nema ríkið lækki
skattprósentur sínar. Það er hins
vegar önnur umræða.
Vilja ná í gróðann!
Sannleikurinn er náttúrlega sá að
verslunareigendur vilja ná til sín
fjármunum sem ella rynnu í rík-
issjóð. Áfengi á Íslandi er dýrt. Það
er hins vegar ekki dýrt vegna álagn-
ingar ÁTVR heldur skattlagningar
ríkisins. Álagning ÁTVR er 18% á
léttvín og bjór og 12% á sterkt
áfengi skv. lögum. Þetta er allt sem
ÁTVR tekur af sölu áfengis. Álagn-
ingin á áfengið ásamt heildsölu-
álagningu ÁTVR á tóbakið (18%)
dugar fyrir rekstrarkostnaði ÁTVR
og arðgreiðslum í ríkissjóð.
Hagnaður í ríkissjóð
Á árinu 2013 var hagnaður ÁTVR
rúmir 1,3 milljarðar og arðgreiðslan
í ríkissjóð var 1,2 milljarðar. Þannig
fær ríkissjóður allan hagnaðinn af
rekstri ÁTVR. Með því að hafa rík-
isrekna verslun er tryggt að allur
ágóði áfengissölunnar fer til ríkisins
sem notar peningana meðal annars
til þess að greiða fyrir kostnað sam-
félagsins vegna misnotkunar á
áfenginu. Ríkissjóður fær hins veg-
ar miklu meira í sinn hlut en nemur
arði af rekstri ÁTVR. Fyrir árið
2013 var hlutur ríkissjóðs af sölu
ÁTVR eftirfarandi:
Magngjald tóbaks: 5,5 milljarðar
Áfengisgjald: 8,8 milljarðar
Arður frá ÁTVR: 1,2 milljarðar
VSK: 7,0 milljarðar
Samtals gerir þetta tæpa 22,5
milljarða á þessu tiltekna ári.
ÁTVR-fyrirkomulagið best!
Nú má spyrja hvort eðlilegt sé að
ríkissjóður hagnist á áfengissölu.
Stenst það siðferðilega? Að mínu
mati þarf að byrja á annarri spurn-
ingu, á yfirleitt að leyfa sölu áfeng-
is? Ef svarið er játandi og ég er því
sammála fyrir mitt leyti, þá er tví-
mælalaust betra að hafa dreifinguna
í höndum ríkisins en einkaaðila af
fjárhagslegum ástæðum en einnig
heilsufarslegum.
Er það vegna þess að ég hafi litla
trú á markaðslögmálunum? Nei, það
er vegna þess að ég hef það mikla
trú á þeim að ég tel að á markaði
yrðu menn enn duglegri að koma
áfengi ofan í þjóðina en nú er raunin
með söluna í höndum ÁTVR – sem
stöðugt sætir gagnrýni – og á að
sæta gagnrýni – þegar okkur þykir
hún of markaðssækin og ágeng.
Til hvers?
Ef grundvallarbreyting á þessu
fyrirkomulagi verður gerð á kostnað
heilbrigðissjónarmiða, með tapi fyr-
ir ríkissjóð, minna úrvali, hærra
verði og lakari þjónustu fyrir neyt-
endur, þá spyr ég til hvers er unnið?
Hagsmunum hverra er eiginlega
verið að þjóna?
Eftir Ögmund
Jónasson » Þeir sem telja sig
vera fulltrúa fram-
tíðarinnar með því að
berjast fyrir markaðs-
væðingu áfengissölu
fara því villir vegar.
Ögmundur Jónasson
Höfundur er alþingismaður.
ÁTVR þjónar skattgreiðendum og neytendum