Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Ísíðustu viku var töluvert fjallað um næsta heimsmeistaramót í hand-knattleik karla og var í fjölmiðlum ítrekað vísað til IHF og EHF. Ífrétt um heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum var hins vegar IAAFtil umræðu. Fljótlega fylgdu skýringar á þessum fyrirbærum með fréttunum en skammstafanirnar voru þó einnig áfram notaðar. Skoðun á Netinu leiðir fljótt í ljós að hér er vísað til Alþjóðahandknattleikssambands- ins, Handknattleikssambands Evrópu og Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins en þeir sem fylgjast með fréttum eru væntanlega ekki alltaf sítengdir við Netið. Að undanförnu hafa einnig verið fluttar fréttir af starfi OECD, WHO, UNICEF og UN Women en þá hefði verið æskilegra og skýrara að nota ís- lensk heiti þessara stofnana og vísa til Efnahags- og framfarastofnunarinnar, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sem betur fer fáum við oft að sjá og heyra í fréttum íslensk heiti þessara stofnana og margra annarra. Hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur þeirri stefnu verið fylgt að forðast enskar skammstafanir í þýðingum lagatexta eins og hægt er og nota íslensk heiti eða íðorð (sérfræðiorð) í þeirra stað. Í enskum útgáfum lagatexta Evrópusambandsins eru slíkar skammstafanir með upphafs- stöfum algengar og nokkrar nýj- ar jafnan kynntar til sögunnar í hverri lagagerð. Í leiðbeiningum fyrir starfs- menn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (Fight the fog) er þó varað við ofnotkun skammstafana af þessu tagi. Yfirbragð íslensku textanna er annað en þeirra ensku af því að hér er leyst upp úr þessum skammstöfunum og settar inn íslenskar þýðingar til að gera lesendum textanna auðveldara um vik að skilja hvað við er átt. Í 10 gr. laga nr. 61 frá 2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks tákn- máls er tiltekið að mál það sem er notað í starfsemi ríkis og sveitarfélaga eða á vegum þeirra skuli vera vandað, einfalt og skýrt. Notkun torræðra skamm- stafana í opinberum textum stuðlar hvorki að því að textarnir verði einfaldari né skýrari. Það ber þó ekki að skilja þetta sem svo að notkun íslenskra skammstafana af þessu tagi sé óheimil í lagatextum. Fyrir utan heiti ís- lenskra stofnana, skóla og fyrirtækja hefur skapast hefð fyrir nokkrum skammstöfunum með upphafsstöfum sem tengjast alþjóðastofnunum. Í því sambandi má nefna t.d. SÞ (Sameinuðu þjóðirnar), EES (Evrópska efna- hagssvæðið), AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn), ÖSE (Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu) og ESB (Evrópusambandið). Einnig getur verið nauð- synlegt að nota alþjóðlegar skammstafanir í tilteknu samhengi, t.d. skammstafanir landa og gjaldmiðla o.fl. Fyrir nokkrum árum kom út á vegum málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum yfirgripsmikil handbók um íslenskt mál og málnotkun, Handbók um íslensku. Í þeirri bók er kafli um skammstafanir og þar er bent á að ofnotkun skammstafana geti torveldað lestur og jafnframt að þess verði að gæta að nota skammstafanir sem ætla má að lesendur skilji. Notkun íslenskra heita eða íðorða í stað enskra skammstafana samræmist best íslenskri málstefnu og er liður í því að koma efni til skila á skýru og skilj- anlegu máli. IHF EHF IA A F OECD WHO UNICEF U N W om en SÞ EE SAGS ÖSE ESB HI IA A A A OOEC OECDWHO N UNICEF U N W om enE Ö Af torræðum skammstöfunum Tungutak Sigrún Þorgeirsdóttir sigrun.thorgeirsdottir@utn.stjr.is Valdabaráttan á heimsbyggðinni er að færast afvígvöllum hernaðartækjanna yfir á vígvelliefnahagslífsins. Skýrasta vísbendingin um þaðer sú ákvörðun svonefndra Brics-ríkja að setja upp tvær nýjar stofnanir, ígildi Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta verða stofnanir sem hafa sama hlutverki að gegna og þær tvær, sem fyrir eru en eiga að veita þeim samkeppni, ögra þeim og ógna stöðu þeirra. Brics-ríkin eru Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka. Þessi fimm ríki líta svo á að Bandaríkin og fylgifiskar þeirra – og þá er fyrst og fremst átt við ESB- ríkin – stjórni efnahagsmálum á heimsvísu með yfirráð- um yfir Alþjóðabankanum og AGS og með hliðsjón af eigin hagsmunum en ekki annarra. Vesturlönd við- urkenni ekki og taki ekki tillit til að þungamiðja efna- hagslífsins hafi að verulegu leyti færzt til og þá sér- staklega til Suðaustur-Asíu en að hluta til Suður-Ameríku. Á milli Kína og Brasilíu hefur orðið til eins konar efnahagslegt öxulveldi. Önnur vísbending um að efnahagslífið verði einn helzti vígvöllur framtíðarinnar eru við- brögð Bandaríkjamanna við hern- aðarlegri íhlutun Rússa og banda- manna þeirra í austurhluta Úkraínu. Þeir bregðast ekki við með vopnum heldur með efnahagslegum refsiað- gerðum og draga ESB-ríkin ýmist viljug eða nauðug með sér. Fram að þessu hafa margir haft tilhneigingu til að afgreiða þær aðgerðir sem merki um aumingjaskap Bandaríkjamanna en smátt og smátt er að koma í ljós að þetta eru mjög úthugsaðar og hnit- miðaðar aðgerðir, sem eru byrjaðar að bíta. Viðbrögð Pútíns, forseta Rússlands, voru þau fyrr í þessari viku að hvetja til þess að Brics-ríkin tækju höndum saman um að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu „ofsótt“ ríki, sem væru andvíg stefnu þeirra. Hann er að leita sér skjóls. Sovétríkin voru nálægt því að verða jafnoki Banda- ríkjamanna í hernaðarlegum styrk á dögum kalda stríðs- ins en þau voru langt frá því að búa yfir sama efnahags- lega styrk. Þess vegna töpuðu þau í kalda stríðinu. Rússar geta ekki unnið efnahagslegt stríð við Bandarík- in en þeir gætu varizt með stuðningi Brics-ríkjanna. Þriðja vísbendingin um þessa tilfærslu átaka af einu sviði yfir á annað er sú yfirlýsing Jean-Claude Junckers, verðandi forseta framkvæmdastjórnar ESB að engin frekari stækkun verði á Evrópusambandinu næstu fimm ár. Þar kemur margt til. Evrópusambandsríkin í heild eru bæði hernaðarlegt og efnahagslegt pappírstígrisdýr, þótt Þýskaland sé efn- hagslegt stórveldi. Það hefur legið fyrir í aldarfjórðung að þau hafa ekkert sjálfstætt hernaðarlegt bolmagn. Þau vildu ganga á milli á Balkanskaga á tíunda áratug síð- ustu aldar en í ljós kom að þau höfðu enga burði. Banda- ríkjamenn áttu ekki annan kost en skerast í leikinn og stöðva manndrápin þar. Þau hafa dregið úr útgjöldum sínum til hermála jafnt og þétt og öryggi þeirra er í raun tryggt af Bandaríkjamönnum. Þeir kunna því illa að þurfa að borga kostnað við öryggi ríkja, sem hafa efni á að standa undir þeim kostnaði sjálf. Til viðbótar kemur að Evrópusambandsríkin hafa ekki náð tökum á efnahagslegum vandamálum evru- svæðisins, þótt dregið hafi úr sárustu fjárhagslegu vandamálum ríkisstjórna og banka í Miðjarðarhafslönd- unum en ekki neyð fólksins þar. Og loks er bullandi ágreiningur í þessum ríkjahópi um þátttöku í refsiað- gerðum gegn Rússum. Þar fer afstaða hvers ríkis um sig eftir hagsmunum þeirra í viðskiptum við Rússland. Finnar eru andvígir frekari refsiaðgerðum vegna sinna hagsmuna. Frakkar ætla að afhenda Rússum tvö her- skip sem hafa verið í smíðum í Frakklandi, þrátt fyrir andmæli Bandaríkjamanna. Þýzka- land skiptist í tvennt í afstöðunni til Rússa og Bandaríkjamanna og jafn- vel vísbendingar um að meirihluti Þjóðverja leggi meiri áherzlu á að rækta gott samband við Rússland. Það eru stórpólitísk vandamál af þessu tagi, sem eiga mikinn þátt í því að Jean-Claude Juncker vill staldra við og stækka Evrópusambandið ekki meir í næstu fimm ár, heldur einbeita sér að því að leysa innri vandamál ESB. Þegar hann í ræðu sinni á Evrópuþinginu fyrr í vikunni sagði að ESB yrði að „melta“ þá stækkun sem þegar hefði orðið, átti hann við þessi innri vandamál og mörg önnur. Það er ómögulegt að spá fyrir um hvernig þróun næstu ára verður. Eitt af því sem Bandaríkin gætu gert er að hefja útflutning á olíu og gasi en framleiðsla þeirra á þessum mikilvægu orkugjöfum úr leirsteini (fracking) hefur stóraukizt síðustu ári. Hefji þeir slíkan útflutning mundi olíu- og gasverð stórlækka, sem hefði lamandi áhrif á rússneskt efnahagslíf og leiða til þess að ESB- ríkin verði ekki jafn háð Rússum um orku og þau eru nú. Þessar stóru línur munu ráða ferðinni í heimsmál- unum á næstu árum. ESB-ríkin eru að sumu leyti klemmd á milli Bandaríkjanna og Rússlands í þessum átökum eins og sjá má af vandræðagangi þeirra vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna. Af þessum sökum er yf- irlýsing Junckers bæði skiljanleg og skynsamleg. En jafn augljóst er að það er ekkert vit í því fyrir okk- ar litlu þjóð að blandast inn í þessi átök. Á meðan aðild- arumsókn okkar að Evrópusambandinu liggur óhreyfð á borði í Brussel er litið á okkur sem eina af þeim. Það þjónar betur okkar hagsmunum í bráð og lengd að standa ein og sjálfstæð hér norður í höfum og rækta eðlileg tengsl við þessi þrjú meginöfl, sem eru að birtast á vígvöllum heimsstjórnmálanna, hvert um sig. Þess vegna á að draga aðildarumsóknina til baka. Hinn nýi vígvöllur heimsstjórnmála Brics-ríkin ögra og ógna Vesturlöndum á vígvöll- um efnahagslífsins Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Fyrir skömmu var ég á ráðstefnu íPrag. Þar var Mústafa Dzhemí- lev, leiðtogi Krím-Tatara, sæmdur verðlaunum Evrópuvettvangs um minningu og samvisku, en hann hafn- ar ofbeldi í baráttunni fyrir rétt- indum þjóðar sinnar, sem Kremlverj- ar kúga. Dzhemílev hefur tvisvar verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels, sem nefnd á vegum norska Stórþingsins velur. Ekki er þar á vís- an að róa, því að val norsku nefnd- arinnar hefur oft verið stórfurðulegt. Árið 1973 fékk Le Duc Tho, aðal- fulltrúi Norður-Víetnams í samn- ingum um vopnahlé í Víetnam, verð- launin ásamt aðalsamningamanni Bandaríkjanna. Tho tók að vísu ekki við þeim, enda rauf ríki hans samn- inginn, sem það hafði gert við Banda- ríkin, og lagði Suður-Víetnam undir sig 1975. Tho átti síðar þátt í innrás Víetnam-hers í Kambódíu. Hann var ekkert annað en gamall, grimmur kommúnisti. Árið 1990 hlaut Míkhaíl Gorba- tsjov, leiðtogi einræðisstjórnar Ráð- stjórnarríkjanna, verðlaunin. Á með- an hann tók við þeim í Osló, voru rússneskar öryggissveitir önnum kafnar við að handtaka og pynta and- ófsmenn í Eystrasaltsríkjunum, sem Stalín hafði lagt undir sig eftir samn- ing við Hitler síðsumars 1939. Gor- batsjov ætlaði aldrei að veita þjóðum Ráðstjórnarríkjanna fullt frelsi, en missti vald á atburðarásinni. Árið 1992 fékk Rigoberta Menchú verðlaunin. Hún hafði gerst tals- maður kúgaðra indjána í Guatemala og skrifað ævisögu, sem kom út 1983. Þar lýsti hún erfiðu hlutskipti sínu og fjölskyldu sinnar og voða- verkum hersins í Guatemala. En bandaríski mannfræðingurinn David Stoll rannsakaði feril hennar og komst að því, að hún hafði spunnið margt upp. Ein skrýtnasta verðlaunaveitingin var þó 2009, þegar nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Barack Hussein Obama, æðsti yfirmaður voldugasta herafla heims, hlaut verðlaunin. Hann virtist ekki fá þau fyrir neitt það, sem hann hafði gert eða látið ógert, heldur aðeins fyrir það, hver hann var, fyrsti þeldökki maður til að verða forseti Bandaríkjanna. Engum kom sennilega verðlaunaveitingin eins á óvart og honum sjálfum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Friðarverðlaun Nóbels

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.