Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 Í erindi sínu á ráðstefnunni lagði dr. Sigrún einna mesta áherslu á ræktun borgaravitundar ungs fólks á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Með hugtakinu borgaravitund á hún við skilning einstaklings á því hvað það þýðir að vera borgari með þeim réttindum, skyldum og ábyrgð sem við höfum í lýðræðislegu samfélagi. Hún segir mikilvægt að efla félags- þroska, siðferðiskennd og tilfinninga- þroska ungs fólks sem grunn borg- arvitundar þeirra og þátttöku í sam- félaginu. Sem dæmi megi taka að efla hæfni þess til að leysa vandamál í samskiptum og samfélagsmálum. Þar til grundvallar liggur hæfni til að geta sett sig í spor annarra og til að greina á milli ólíkra sjónarmiða og samhæfa þau. Um ástæður þess að mikilvægt sé að rækta borgaravitund ungs fólks nefnir Sigrún í fyrsta lagi að samfélög heimsins verði æ fjölmenningarlegri með tilliti til mismunandi þjóðernis, menningar og trúarbragða. Það veki ýmsar flóknar spurningar um það hvað það er að vera borgari, um mannréttindi, lýðræði og menntun. „Í ljósi lýðræðisgilda okkar, frelsis, jafnréttis og bræðralags, sem ég kýs að kalla systkinalag, verðum við að fást við þessar flóknu spurningar. Við verðum að búa unga fólkið undir þess- ar áskoranir og leggja þar sérstaka áherslu á að efla vitund þess um fé- lagslegt réttlæti og virðingu fyrir margbreytileika,“ segir Sigrún. Losa þarf um spennu Í öðru lagi ræðir hún um spennu sem virðist vera í menningu okkar á milli lýðræðisgildanna frelsis annars vegar og systkinalags hins vegar. Áskor- unin felist í því að finna jafnvægi þar á milli. „Margir hafa áhyggjur af því að við höfum ekki verið nægilega vel á verði. Ekki er nóg að efla aðeins skiln- ing nemenda á rétti sínum heldur þarf einnig að efla ábyrgð þeirra gagnvart fólki og náttúru með því að rækta sjálfstæði þeirra og frumkvæði jafnt sem umhyggju og samlíðan með öðr- um.“ Þriðja ástæðan, sem Sigrún nefnir, er að áhugi ungs fólks á stjórnmálum í lýðræðisríkjum virðist fara minnk- andi. Um það beri dræm kosn- ingaþátttaka til dæmis vitni. „Þetta á einkum við um hefðbundin lýðræð- isþjóðfélög og það þurfum við á Norð- urlöndunum að hafa í huga.“ Sigrún segist vona að 21. öldin verði „gullöldin“ þar sem áhersla ver- ið lögð á að rækta borgaravitund ungs Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, pró- fessor við Háskóla Íslands. Rækta þarf borgara- vitund Sigrún segir ráðstefnuna í vikunni hafa verið afar vel heppnaða, ekki síst í ljósi þess að þar voru allir þeir helstu sem koma að málum kenn- arastarfsins saman komnir. Kennarar, skólastjórnendur, fræðimenn, stofnanir sem sjá um kennaramenntun, stjórnsýslan og fleiri. „Að mínu mati hefur verið of lítil samræða milli allra þessara aðila, t.d. á milli stjórnsýslunnar, rannsókna og framkvæmdar í skólastarfi. Við sem stundum rannsóknir söknum þess að ekki sé litið meira til nið- urstaðna rannsókna okkar og þær nýttar til úrbóta. Vettvangnum finnst ekki nægilega hlustað á sig og stjórnsýslunni sjálfsagt að hlutir gangi hægt á vettvangi og í rannsóknum. Með auknu samstarfi og auknum skilningi okkar á milli eflum við fagvitund kennara og skóla- stjórnenda og bætum kennsluna í landinu.“ Það er tilfinning Sigrúnar að almennt sé skilningur á því að bæta þurfi aðbúnað kennarastéttarinnar. Samvinna og símenntunarmögu- leikar hafi aukist. „Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal.“ Kennarar telja starf sittnjóta takmarkaðrar virð-ingar á Íslandi, ef marka má niðurstöður rannsóknar sem OECD birti nýlega á viðhorfum kennara til starfs síns. Dr. Sig- rún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands, vitnaði til þessara niðurstaðna í erindi sínu á alþjóðlegri ráðstefnu um kenn- ara framtíðarinnar í vikunni. Finnskir kennarar skera sig hressilega úr á Norðurlöndunum, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu, en Ísland er töluvert und- ir meðaltalinu í samanburð- arlöndunum, sem er 30%. „Það er ekki eins og það sé hátt hlutfall, 30%,“ segir Sigrún í samtali við Morgunblaðið. „Það þýðir að innan við þriðji hver kennari telur starf sitt njóta virðingar í samfélaginu í þessum 34 löndum. Það er áhyggjuefni, að ekki sé talað um rúm 17% eins og hér á landi.“ Í rannsókn sem Sigrún gerði ásamt nöfnu sinni Sigrúnu Erlu Ólafsdóttur á síðasta ári voru kennarar meðal annars spurðir hvað þyrfti að gera til að auka virðingu fyrir kennarastéttinni hér á landi. Svör þeirra voru fimmþætt: Í fyrsta lagi töluðu svarendur um að auka þyrfti sjálfsvirðingu kennara. Í öðru lagi vildu þeir að kennarar hefðu meira frumkvæði að því sjálfir að skapa jákvæða um- ræðu um stéttina. Í þriðja lagi töluðu þeir um að auka þyrfti starfsánægju kennara. Í fjórða lagi gátu svarendur um lág laun og launatengd kjör. Í fimmta og síðasta lagi vildu þeir stuðla að bættu starfsumhverfi kennara. Fram kom hjá þessum kenn- urum að þeim þykir umræða um stéttina oft og tíðum ófagleg og á neikvæðum nótum, að sögn Sigrúnar, sem þeir telja end- urspegla skort á þekkingu á starfi kennarans. Það eigi jafnt við um stjórnsýsluna, þá sem taki ákvarðanir um menntastefn- una og almenning. Sigrún telur þetta vekja upp spurningar í ljósi þess að öll höfum við geng- ið í skóla og ættum fyrir vikið að hafa skilning á út á hvað starf kennarans gengur. Sigrún segir margar ástæður fyrir því að Finnland hafi þessa sérstöðu þegar kemur að virð- ingu fyrir kennarastéttinni. Þar ráði þó sjálfsvirðing kennara ef- laust miklu. Ungt fólk í Finn- landi vilji upp til hópa verða kennarar. „Þannig ætti það auð- vitað að vera hér á landi líka. Efla þarf áhuga unga fólksins fyrir kennaranámi og kenn- arastarfinu og styrkja kennara í starfi í von um að þeir öðlist köllun til að sinna því. Kennarar þurfi að hafa sterka faglega sjálfsmynd í starfi og finna til stolts. Þannig eru meiri líkur á að ná árangri með heill bæði nemendanna og samfélagsins í huga.“ Fyrir utan launakjör, starfs- umhverfi og fleiri þætti, sem getið var um hér að framan, segir Sigrún brýnt að kennarar fái tækifæri til að rýna í eigin rann: „Skoða uppeldissýn sína, köllun sína t.d. með spurningar í huga eins og: Hvaða gildi vil ég rækta með nemendum og hvers vegna? Hvernig ætla ég að rækta þau gildi? Í því sambandi getur verið gott að tengja við lífssögu sína: Hvers vegna vildi ég verða kennari? Af hverju vil ég leggja þessar áherslur? Gott dæmi um það er kennari sem upplifði skólann sem heftandi meðan hún var barn. Það er að segja, lítið var gert til að virkja hana. Þess vegna hefur hún lagt áherslu á það í starfi sínu sem kennari að ýta undir áhuga nemenda sinna með lýðræð- islegum kennsluaðferðum, meðal annars með markvissum um- ræðum. Nemendur taka ýmsar ákvarðanir sjálfir í bekkjarstarf- inu. Umræður nemenda skipta miklu í því efni að efla sjálf- stæða og gagnrýna hugsun þeirra,“ segir Sigrún. Hún segir foreldra líka mega taka þetta sér til fyrirmyndar. „Það vantar samræður við börn, bæði heima og í skólum. Rök- ræða þarf við þau og skoða með þeim mál frá ýmsum hliðum. Það er líka svo skemmtilegt að hlusta á börnin og ræða við þau; þau hafa svo margt skemmtilegt fram að færa. Þannig eflum við einnig við rök- ræðumenningu okkar sem virki- lega er þörf á.“ Morgunblaðið/Eggert Þurfa að finna til stolts EINUNGIS 17,5% KENNARA Á UNGLINGASTIGI Á ÍSLANDI ERU MJÖG SAMMÁLA EÐA SAMMÁLA ÞEIRRI FULLYRÐINGU AÐ KENNARASTARFIÐ NJÓTI VIRÐINGAR Í SAMFÉLAGINU. ÞETTA KOM FRAM Í ERINDI DR. SIGRÚNAR AÐALBJARNARDÓTTUR, PRÓFESSORS Í UPPELDIS- OG MENNTUNARFRÆÐUM VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS, Á ALÞJÓÐLEGRI RÁÐSTEFNU UM KENNSLU- MÁL Í REYKJAVÍK Í VIKUNNI. SIGRÚN SEGIR VERK AÐ VINNA EIGI AÐ STYRKJA OG EFLA VIRÐINGU FAGSINS. Fyrsti skóladagurinn er með stærri dögum í lífi sérhvers manns. BETUR MÁ EF DUGA SKAL Mér finnst kennarastarfið njóta mikillar virðingar í samfélaginu! Meðaltal í samanburðarlöndunum er 30%. 58,6% 30,6% 18,4% 17,5% 5,0% Hlutfall kennara á unglingastigi sem eru mjög sammála eða sammála þessari fullyrðingu: Finnland Noregur Danmörk Ísland Svíþjóð * Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær. Ókunnur höfundur.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.