Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 23
Margir halda að hnetur séu bara eins og hvert annað ruslfæði. Eitthvað sem við nörtum í þegar okkur langar í eitthvað gott. Staðreyndin er hins vegar sú að hnetur eru próteinríkar og hafa að geyma ýmis nauðsynleg efni fyrir líkamann. Í rannsókn sem Harvard School of Public Health lét vinna kom fram að þeir ein- staklingar sem borða hnetur reglulega eiga síður á hættu að fá hjartasjúkdóma eða deyja úr hjartaáfalli. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið staðfestar í Iowa Women’s Health Study, the Nurses’ Health Study, og the Physicians’ Health Study en allar þessar rannsóknir hafa leitt til þess að bandaríska matvælaeftirlitið hefur leyft nokkrum hnetuframleiðendum að full- yrða utan á pakkningum sínum að ráð- lagður dagskammtur af hnetum dragi úr líkum á hjartasjúkdómum. Ástæður þess að hnetur hafa jafn góð áhrif á okkur og dæmin sanna eru taldar tengjast því að í hnet- um er meira magn af HDL kól- esteróli sem er gott fyrir okk- ur en LDL kólesteróli sem er slæmt fyrir líkamann. Einnig er að finna omega-3 fitusýru í sumum hnetum en þær fitusýr- ur koma í veg fyrir flökt á hjart- anu. Þrátt fyrir að hnetur séu mjög hollar er ekki mælt með því að fólk troði þeim í sig í tíma og ótíma. Hnetur eru mjög orkuríkar og ef ekki er dregið úr öðrum mat ásamt hnetuáti er hætta á því að aukakílóunum fari fjölgandi hratt. Hnetur minnka líkur á hjartasjúkdómum Hnetur eru góðar í hófi og draga úr líkunum á hjartasjúkdómum. 17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið í banastuði í Evrópukeppninni í sumar og vakið verðskuld- aða athygli með félagsliði sínu Stjörnunni. Ólafur er uppal- inn Stjörnumaður og komu knattspyrnuhæfileikar hans snemma í ljós. Fór hann því ungur í atvinnumennsku til hollenska liðsins AZ-Alkmar. Frá því að Ólafur sneri heim hefur hann spilað eitt tímabil með Selfossi, þegar liðið var í efstu deild, en sneri svo auðvitað aftur til síns uppeldis- félags og er án nokkurs vafa einn besti leikmaður Stjörn- unnar í dag. Ólafur hefur skorað sex mörk í Pepsi- deildinni í sumar og sýnt það og sannað að hann er ekki bara einn besti leikmaður Stjörnunnar heldur einn af bestu knattspyrnumönnum deild- arinnar. Stjarnan hefur staðið sig gífurlega vel í frumraun sinni í Evrópukeppni og er komin í fjórðu umferð eftir hreint út sagt æv- intýralegt ferðalag þar sem liðið hef- ur leikið á mót verðugum and- stæðingum frá m.a. Wales og Póllandi. Andstæðingar Stjörnunnar hafa því alls ekki verið neinir smá- klúbbar en núna er hins vegar komið á það stig í keppninni að liðin sem slá þarf út eru meðal þekktari klúbba álfunnar og ljóst að stærðarmunurinn er enn meiri en Stjarnan hefur áður kynnst. Ætli það hafi því ekki komið öllum Stjörnumönnum skemmtilega á óvart þegar Inter Milan var dregið á móti Stjörnunni. Ungmennafélagið úr Garðabænum fær því tækifæri til að slá út eitt af toppliðum Evrópu sem alla jafna ber sig saman við bestu fé- lagslið heims. Garðabæjarliðið kemst því í fámennan hóp íslenskra félagsliða sem keppt hafa við stærstu klúbba heims en íslensk lið hafa m.a. keppt við Barcelona og Liverpool í Evrópukeppn- inni, þó að nokkuð sé síðan. Ólafur á því vændum hörkuleik við lið sem vill hvergi annars staðar vera en meðal þeirra bestu í heiminum enda ódýrustu leikmenn Int- er Milan líklega verðmeiri en allt Stjörnuliðið. Peningarnir einir saman duga hins vegar ekki til að vinna fótboltaleiki og ekkert sem kemur í veg fyrir að Ólafur leiki bakverði Milan grátt, t.d. brasilíska bakvörðinn Dodo. Komist Stjarnan áfram verður hún komin lengra en nokkurt íslenskt félagslið hefur komist í Evrópukeppni. Gælunafn: Finsen. Íþróttagrein: Fótbolti. Hversu oft æfir þú á viku? Ég æfi fimm sinnum í viku en það er mismunandi eftir leikjaálagi. Hver er lykillinn að góðum árangri? Að elska það sem maður er að gera. Leggja sig síðan fram í þaula við að vita allt um þá grein sem maður vill ná árangri í. Hvernig er best að koma sér af stað? Það er best að hafa markmið og drauma og elta það síðan. Fyrst er bara að búa til hugmyndina hvað þú vilt gera eða hvernig þú vilt verða án takmarkana sama hvaða standi þú ert í nú. Síðan bara að kýla á það og hafa gaman af því Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Finna eitthvað skemmtilegt að gera. Maður nær ekki árangri með því að pína sig. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Þegar ég er í fríi held ég að mér gæti ekki verið meira sama hvernig formi ég er í. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Nei, ég prófaði samt einu sinni að drekka geðveikt mikið Hámark til að verða eins og Ív- ar Guðmunds og Arn- ar Grant en það virk- aði ekki. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég er alltaf í besta forminu þegar ég borða matinn sem mamma eldar. Hvaða óhollusta freistar þín? Að hugsa um for- tíðina. Annars er enginn matur óhollur. Fólk er fit- andi, ekki matur. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Fara á Fresco, Suðurlandsbraut 4. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Hreyfing mín snýst aðallega um að leika mér og gera það sem er skemmtilegt. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Að njóta þess ekki að æfa og segja við sig að það þurfi að æfa en það fólk sem lærir að njóta þess að æfa þarf aldrei að æfa aftur. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Floyd Mayweather, Thomas Edison, John D. Rockefeller, Henry Ford, Karl Benz, Veigar Páll Gunnarsson, Wright brothers, Alexander Gra- ham Bell. KEMPA VIKUNNAR ÓLAFUR KARL FINSEN Spilar með hjartanu fyrir klúbbinn sem hann elskar Morgunblaðið/Ómar Það hefur sýnt sig að þeim sem rækta garðinn sinn líður almennt vel. Komið hefur í ljós að ástæðan fyrir þessu er m.a. sú að í jarðvegi eru bakteríur sem kalla á framleiðslu ýmissa efna í heil- anum sem veita okkur vellíðan. Garðyrkjan gefur góðar stundir*Við sköpum aldrei ytri friðfyrr en við höfum fyrst öðl-ast innri frið með okkur sjálfum. Dalai Lama XIV Hafi einhver velt því fyrir sér hvað gerir karrý gult þá er það kryddið túrmerik. Þetta einstaka krydd hef- ur verið notað við matreiðslu og lækningar í margar aldir. Túrmerik gerir ýmislegt gott fyrir líkamann, m.a. að minnka eymsli í vöðvum eftir strangar æfingar og það er tal- ið geta dregið úr hrukkumyndun, appelsínuhúð og dregið úr þreytu. Kryddið getur einnig aukið fram- leiðslu líkamans á andoxunarefnum og er þar fyrir utan stórkostlegt í eldamennskuna. Anna Rósa, grasalæknir, þekkir kryddið mjög vel og eiginleika þess en hún hefur þróað tinktúruna túrmerik og engifer sem hún segir að hafi reynst bæði bólgu- og verkjastillandi. „Hópur sjúklinga í ráðgjöf hjá mér tók þátt í þeim til- raunum hjá mér og reyndist tinkt- úran gefast vel fyrir sjúklinga með liðagigt, slitgigt og álagsmeiðsli í liðum,“ segir Anna, sem er hæst- ánægð með bæði niðurstöður til- raunarinnar og viðtökur frá neyt- endum en varan hefur selst upp hjá henni.„Ég er bara önnum kafin við að framleiða meira af tinktúrunni.“ Vinsælt rannsóknarefni Túrmerik þykir hafa óvenju fjöl- breyttan lækningamátt og und- anfarna áratugi hafa margar vís- indarannsóknir staðfest hefðbundna notkun þess til lækn- inga, að sögn Önnu. „Ekkert krydd er jafn vinsælt til rannsókna í heim- inum í dag, en túrmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Engifer hefur ekki síður verið vinsælt viðfangsefni vísindamanna en margar rannsóknir staðfesta hefðbundna notkun þess til lækn- inga, en það þykir m.a. bólgueyð- andi, verkjastillandi, vöðvaslakandi og bakteríudrepandi.“ Túrmerik og engifer er hvort tveggja einnig þekkt fyrir að lækka blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitu. „Rann- sóknir hafa einnig sýnt að bæði túrmerik og engifer hafa hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna,“ segir Anna. Eðli máls samkvæmt hlýtur það að skipta máli hvað við látum ofan í okkur og því er mikilvægt að hafa uppi á þeim matvælum sem gera okkur gott. Lækningamátturinn í kryddinu Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Ertu með verki í hnjám eða ökkla? Flexor býður mikið úrval af stuðningshlífum fyrir flest stoðkerfisvandamál.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.