Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 14
*Út fyrir endimörk alheimsins!Bósi ljósár 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 Fjölskyldan Róluvöllurinn við Þykkva-bæinn í Árbænum gæti ver-ið eins og hver annar lítill hverfisleikvöllur en hann er það ekki. Fyrir utan hina hefðbundnu rólu, vegasalt og rennibraut er þar að finna fjöldann allan af hjólum og bílum, allt frá litlum sparkbílum uppí stóra jeppa. Þarna eru þríhjól, kappakstursbílar, gröfur og leik- föng af ýmsu tagi. Ekki má gleyma eldavélunum þar sem börn hafa getað uppfyllt eldhúsdraumana og „bakað“ eftirlætiskökuna. Þetta byrjaði allt þegar Jón Magngeirsson fór að slá grasið á leikvellinum fyrir einum tíu til fimmtán árum síðan. Hann býr við hliðina á rólóinum og segist hafa hætt „að láta grasið pirra sig“. „Við í görðunum verðum að slá sex, sjö sinnum á sumri en þetta var slegið einu sinni. Ég fór bara að slá róluvöllinn í leiðinni þegar ég var að slá fyrir mig. Svo fór ég í arfann en hætti því fljótlega. Það eru tvær lóðir sem liggja að rólu- vellinum og það er arfi í þeim báð- um,“ segir Jón en þó baráttan við arfann hafi verið vonlítil spratt annað og betra uppúr slættinum. „Við fórum að setja einhver leik- föng þarna og það virkaði vel. Stóri bíllinn kom fyrir einum níu árum. Þá fer þetta fyrst að vinda uppá sig og fólk fór að koma með dót. Svo byrjaði ég að fara í Góða hirðinn og versla, þetta eru hlutir sem kosta frá 300 krónum upp í þúsund krónur,“ segir Jón en þó leikföngin séu ódýr veita þau ómælda gleði. „Börn á aldrinum eins og hálfs til sjö ára hafa gaman af þessu og það fullorðna fólk sem hefur ennþá sýn barnsins á heiminn. En það hafa margir komið og sagt að þetta sé algjört rusl,“ segir Jón. Hann segir vinnu sína við leik- völlinn ekki síður ástæðu til þess „að fara út og tala við fólkið þegar það kemur“. „Afar og ömmur koma hérna með barnabörnin og fara að tala saman,“ nefnir hann sem dæmi og segir að nágrannar sem hafi ekki þekkst fyrir kynnist á leikvellinum. Berjarunnar og jarðarber Á síðastliðnu ári hefur Jón aukið við notagildi leikvallarins með því að planta nytjajurtum í beðin. Hug- myndin kom frá verkfræðingi sem var að gera úttekt á leikvöllum borgarinnar og að sjálfsögðu spjall- aði Jón við konuna. „Hún sagði þennan leikvöll bera af öðrum svona leikvöllum. Hún spurði hvort það væri ekki sniðugt að setja nið- ur rifsberjatré og sólberjatré á leik- vellinum,“ segir Jón en þetta var fyrir tveimur árum. Borgin gerði ekkert þá en í fyrra tók Jón upp þráðinn og ákvað sjálfur að planta jurtum í beð við leikvöllinn. „Ég grisjaði jarðarberin hjá mér og fór líka með hnaus af rabbarbara og graslauk. Í vor fór ég síðan nið- ureftir til borgarinnar og fékk rifs og sólber,“ segir hann þannig að brátt verður hægt að tína ýmislegt gómsætt upp í sig í garðinum. Hann vill gjarnan halda áfram á þessari braut og sér fyrir sér að þarna væri ef til vill hægt að rækta gulrætur, rófur eða radísur. Kettir framar börnum? Jón er ekki sáttur við frekar en margir aðrir að borgin hafi lokað öllum sandkössunum á leiksvæðum í borginni. „Við komum sjálf með þrjár kerrur af hvítum sandi í sandkassann. Borgin hellulagði síð- an yfir sandkassann út af kött- unum. Ég hafði eftirlit með sand- kassanum, fór út með sigti og fann aldrei skít,“ útskýrir hann en sagt er að hvítur sandur sé betri að þessu leyti. „Takið frekar kettina. Kettirnir ganga fyrir en ekki börn- in. Þetta passar ekki í hausinn á mér.“ Leikskólar í hverfinu eru á með- al þeirra sem nota Þykkva- bæjarróló. „Þeir koma mjög oft hingað í göngutúr og dvelja hérna í um klukkutíma,“ segir Jón sem gladdist líka þegar hann hitti fyrr í sumar leikskólabörn sem komu úr Norðlingaholti til að kíkja á leik- völlinn. Gestrisinn var hann sem fyrr og færði börnunum skál af jarðarberjum úr garðinum sínum. „Þau komu með strætó! Mér fannst það svo frábært.“ Jón er dæmi þess að venjulegir borgarar geta látið til sín taka á ýmsan hátt. „Það er alltof mikið um það að það sé alltaf þessi lína fyrir utan. Þú átt ekki að láta það pirra þig það sem er hinum megin við línuna. Ef það er arfi hinum megin við línuna, reyttu hann bara. Þetta á við um margt, ekki bara lóðir,“ segir Jón sem hvetur fólk til að láta sig umhverfi sitt varða. Vantar hjólabraut Ein hugmynd sem upp hefur kom- ið til að gera Þykkvabæjarróló betri er að koma upp hjólabraut í laginu eins og 8 á svæðinu. Þarna eru svo mörg hjól og bílar af ýmsu tagi sem myndu nýtast betur með svona braut. Þetta hljómar eins og góð hugmynd fyrir Betri Reykjavík og kannski að einhver Árbæingur taki hana upp á sína arma? Aðspurður hvort umhirða leik- vallarins sé mikil vinna fyrir hann neitar hann því. „Ég veit ekki hvað þetta eru margir tímar, ég tel þá aldrei. Ég fer þarna til að slá en oftar en ekki stoppa ég og tala við þennan eða hinn. Hvernig á að mæla það?“ Árlegt nágrannagrill Í vikunni var haldið árlegt nágranna- grill á Þykkvabæjarróló. Jón hefur titilinn götustjóri og virkjar fólk til þátttöku. Hann sér um að skreyta og fólk kemur sjálft með stóla og grill. Skemmtiatriði eru ennfremur alltaf vel þegin á þessari hátíð sem efnt hefur verið til árlega í 18 ár. Þarna hjálpast grannarnir að, rétt eins og með róluvöllinn. Jón setur nágrann- ana gjarnan í ýmis verk, þá helst það að gera við leiktækin. Þegar blaða- maður var í heimsókn í blíðviðrinu í vikunni var stýrið á einum kappakst- ursbílnum dottið úr sambandi og ætl- aði Jón strax að biðja ákveðinn mann í nágrenninu að gera við hann. „Við gerum við hérna en hendum ekki öllu. Ég bið fólk bara um að gera þetta. Þessi ákveðni maður gerir við bílinn vegna þess að hann á græjur í það. Það getur enginn sagt nei,“ seg- ir Jón, enda er málefnið gott. Hann segir nágrannagrillið gera mikið fyrir stemninguna í hverfinu. „Það er mikilvægt að virkja fólkið, hús skipta til dæmis um eigendur. Það er nauðsynlegt að tengja fólk svona.“ ÓVENJULEGUR LEIKVÖLLUR STENDUR VIÐ ÞYKKVABÆ Í ÁRBÆNUM Stígur út fyrir línuna Jón ásamt barnabörnunum Heklu Margréti, þriggja ára, og Kára, tólf ára, en þau búa í næstu götu við afa sinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁRBÆINGURINN JÓN MAGNGEIRSSON TÓK LEIKVÖLL Í FÓSTUR LÖNGU ÁÐUR EN ÞAÐ KOMST Í TÍSKU. HANN HEFUR GÆTT RÓLÓINN VIÐ HLIÐINA Á HEIMILI SÍNU Í ÞYKKVABÆNUM LÍFI Í MEIRA EN ÁRA- TUG OG GLATT Í LEIÐINNI ÓTALMÖRG BÖRN. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Eldhúsleikurinn er sívinsæll hjá krökkunum. Jón Magngeirsson vill nota tækifærið til að auglýsa eftir þessum flotta bíl, á meðfylgj- andi mynd, sem var stolið af róluvellinum. Oftast fá hlut- irnir að vera í friði á leikvell- inum en því miður hvarf þessi forláta bíll fyrir um tveimur árum. Bíllinn er sérsmíðaður af nágranna Jóns, Viðari Ósk- arssyni, sem lést fyrir tíu ár- um. „Ekkjan bað mig að varð- veita þennan bíl og láta nota hann,“ segir Jón. Hann telur bílinn hafa verið tekinn af leikvellinum í tengslum við gleðskap í hverf- inu og þaðan hafi hann farið enn lengra að heiman en síð- ast hafi sést til hans á Ártúns- höfða. Ef einhver veit um bíl- inn væri þakklátt ef sá sami skilaði honum á Þykkva- bæjarróló. SÉRSMÍÐAÐUR BÍLL HVARF Hvar er bíllinn? Kappakstur á Þykkvabæjarróló. Fararskjótarnir eru margir og mismunandi. Vegasaltið er hægt að nota á ýmsa vegu og er alltaf skemmtilegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.