Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 41
Stjórnmálaleg tímamót? Nú virðist þetta samband vera orðið losaralegra en áður. Sé það rétt og leiti menn að sök er vafalítið að hún finnst hjá flokkunum en ekki kjósendum. Glögg merki um þessa þróun sáust í síðustu borgarstjórnarkosningum. Fyrir fáeinum árum gerðist það í senn að vinstrimenn í vandræðum völdu þann kost að slá sinni hlið á stjórnmálum í borginni upp í spott og spé og Sjálfstæðisflokkurinn í höfuðborginni, sem jafnan hefur verið burðarás hans, ákvað að taka sér óvænt frí frá stjórnmálum. Borgarfulltrúar gáfu þá skýringu að stjórnmál, eins og þau höfðu verið stunduð í lýðræðisríkjunum, nær og fjær, síðustu áratugi og aldir, hefðu gufað upp með kjöri þeirra sjálfra. Þeir tóku þó fram að þeir væru ekki að fordæma gömlu stjórnmálin, sem margt gott mætti segja um. Þau hefðu bara horfið og engum væri um það að kenna. Þetta voru nýstár- legar kenningar. En þótt augljóst virtist að þær tækju til heimsins alls hafa þær, enn sem komið er, haldið sig innan marka borgarinnar. Þrátt fyrir þessa stjórnmálalegu nýjung, fíflaganginn til vinstri og andstöðu í orlofi til hægri, brá svo við að kjör- sóknin í borginni hrapaði niður í nærri 60%. Það er svo glettni örlaganna að sjálfstæðismenn fengu, forðum tíð, einir yfir 60 prósent atkvæðanna, eftir átta ára samfellda stjórnarsetu og með ráðhúsbygg- inguna hálfkaraða úti í Tjörninni. Og ekki muna elstu menn betur en að þá hafi menn brúkað úr sér gengnar aðferðir stjórnmálanna. Meta skal hrós eftir munni Það vinsamlegasta sem heittrúaðir áhugamenn um stjórnmál á vinstri kantinum geta sagt um sjálfstæðismann er að hann sé „lausnamiðaður“. Þá er átt við að viðkomandi sé ólíklegur til að detta um hugsjónir og stjórnmálalega sannfæringu á „veg- ferð sinni“, eins og það heitir í umræðustjórnmál- unum. Hann sé til í hvað sem er, leiði það til nið- urstöðu sem „sæmilegur friður“ verði um. Með sæmilegum friði er átt við að andstæðingarnir láti sér vel líka. Síðasta ríkisstjórn gekk þannig fram að þeir sem tóku við af henni gátu slegið tvær flugur í einu höggi á þessu kjörtímabili. Þeir gátu haft nokkra hliðsjón af því sem flokkarnir þeirra stóðu helst fyrir og þeir gátu í sömu andrá veitt þjóðinni lausn frá ýmsu sem yfir hana gekk í stjórnmálalíf- inu síðustu fjögur árin. Þann kost þurfti heldur ekki að finna eða karpa um. Hann kom í heilu lagi upp úr kjörkössunum. En því miður virtist vanta eitt og það var sjálft frumskilyrði umræðustjórnmálanna. Það þótti sem sagt hætta á að þeir sem kjósendur höfðu skotið inn í skammakrókinn yrðu ekki kátir veldu menn kostinn sem blasti við. Þetta er meg- inástæða þess að hægt mjakast, en hins vegar geng- ur hratt á kjörtímabilið og pólitískan kjark. Þetta tvennt fer saman eins og sandkorn niður stunda- glasið. Þetta fer saman Það er ekkert ljótt við það að þykja lausnamiðaður. „Reddarinn“ er eitt dýrmætasta fyrirbæri íslensks þjóðlífs. Ekkert stórfyrirtæki á Íslandi gerir sig vel, hafi það ekki komið sér upp nokkrum redd- urum. Þeir eru þyngdar sinnar virði í gulli. En það er ekkert gott við það þegar þeir sem hata stefnu og hugsjónir stjórnmálaflokks hampa stjórnmálmanni þar á bæ sem „lausnamiðuðum manni“. Það hefur margsýnt sig að sá sem hefur grundvallargildin á hreinu og jafnan í öndvegi getur verið jafn laginn og hinn að finna sanngjarnar og heilladrjúgar lausnir. Einmitt hann hefur efni á því að taka á sig krók til að koma langtímamarkmiði í höfn, því hann missir aldrei sjónar á því. Hinum, sem glatað hefur teng- ingunni við sitt fólk, er hættara við að taka á sig óþarfan krók og hafna þess vegna í keldunni sem hann hélt sig vera að forðast. Morgunblaðið/Ómar 17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.